Tíminn - 21.11.1989, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 21. nóvember 1989
Tíminn 7
TÓNLIST
Jón Þórarinsson:
Tónleikar í tilefni af aldar-
afmæli Jóns Halldórssonar
Jón Halldórsson, söngstjóri Karlakórsins Fóstbræöra,
sem hér er minnst í dag, gegndi mikilsverðum ábyrgðar-
stöðum í þjóðfélaginu. M.a. var hann lengi landsféhirðir
og síðan skrifstofustjóri Landsbanka íslands. Um þessa
þætti í ævi hans mun Valur Arnþórsson bankastjóri ræða
hér á eftir. Ég mun hins vegar fjalla stuttlega um
tómstundastörf hans, þau sem helguð voru tónlistinni. En
um hann, eins og marga aðra sem líkt stendur á um, gildir
það að þeirra er lengur minnst fyrir tómstundastörfín
heldur en hversdagsannir sínar, þótt merkar séu.
Pað voru slíkir menn sem svör- fyrr var nefndur. Kristjana var
uðu kallinu þegar Pétur Guðjóns-
son, dómkirkjuorganleikari og
söngkennari, hóf hið merkilega
brautryðjendastarf sitt 1840. Á því
sumri hefst nútímasaga tónlistar á
íslandi og mun vera sjaldgæft að
unnt sé að tímasetja slíkan viðburð
svo nákvæmlega. Langt fram á
þessa öld hvfldi uppbyggingarstarf-
ið að langmestu leyti á herðum
þessara manna. Þetta voru
„amatörar" í bestu og réttustu
merkingu orðsins, áhugamenn af
lífi og sál, sem þjónuðu listinni af
fyllstu trúmennsku og létu ekkert
tækifæri ónotað til þess að gera sig
sem hæfasta tii þeirrar þjónustu.
Einn þessara manna var Jón
Halldórsson, ágætur söngmaður í
æsku, félagi í vinsælum kvartett
sem hér starfaði snemma á öldinni
undir nafninu Fóstbræður, einnig í
öðrum söngfélögum, og síðar var
hann söngstjóri Karlakórs KFUM
og Karlakórsins Fóstbræðra í nærri
hálfan fjórða áratug.
Foreldrar Jóns voru Halldór
Jónsson, Þingeyingur að uppruna,
guðfræðingur að mennt og banka-
gjaldkeri að starfi, ágætur radd-
maður sem mjög kom við sögu í
sönglífi Reykjavíkur um aldamót-
in, og kona hans, Kristjana Péturs-
dóttir, Guðjónssonar organ-
leikara. Jón átti því skammt ættir
að rekja til brautryðjandans sem
einnig söngvin mjög og hafði ágæta
rödd. Árni Thorsteinson tónskáld
segir í minningum sínum að heimili
þeirra hjóna hafi verið „ein af
músíkmiðstöðvum bæjarins".
Þegar stofnaður var karlakór
innan KFUM 1916 var Jón Hall-
dórsson valinn söngstjóri hans,
sem fyrr segir. Sá kór losaði síðar
um tengslin við móðurfélag sitt og
þótti þá sjálfsagt að hefja til vegs
að nýju hið gamla nafn Fóst-
bræðra. Upphaflega var Jón ráðinn
til þessa starfs í eitt ár - hefur
líklega sjálfur litið á það sem
reynslutíma - en raunin varð sú að
hann stjórnaði kórnum óslitið til
ársins 1950 eða nærri hálfan fjórða
áratug.
Söngstjórn Jóns Halldórssonar
auðkenndist af frábærri nákvæmni
og smekkvísi, og svo mikilsháttar
var sú sönghefð sem hann kom á
að ég held að Fóstbræður búi að
henni enn. Er og ekki að efa að Jón
Halldórsson hafði með starfi sínu
óbein áhrif langt út yfir raðir síns
kórs. Sá söngur sem hann stjórnaði
vakti jafnan hrifningu, og það ekki
síður utan lands en innan. Kom
það skýrt fram í söngferðum til
Noregs 1926 og Danmerkur 1931.
í Noregsferðinni var hann sæmdur
heiðursmerki norska kórsins
Handelsstandens Sangforening og
í Danmörku var hann gerður að
heiðursfélaga danska kórsins „Bel
Canto". Sá kór sýndi honum enn-
fremur þann sóma að bjóða honum
sem heiðursgesti til 25 ára afmælis
síns 1932, og kom hann þar fram
sem söngstjóri.
Á Alþingishátíðinni 1930 var
Jón Halldórsson aðalsöngstjóri
nýstofnaðs Sambands ísl. karla-
kóra og leysti það hlutverk þannig
af hendi að mjög var rómað. Við
það tækifæri var hann sæmdur
heiðursmerki Alþingishátíðarinn-
ar. Sama ár tók hann upp á hljóm-
plötur með kór sínum nokkur lög
sem oft heyrast enn í útvarpi og
hafa raunar verið gefin út að nýju
á safnplötu með söng Karlakórs
KFUM og Fóstbræðra.
Árið 1946 gekkst Samb. ísl.
karlakóra fyrir söngför til Norður-
landa í því skyni að heilsa upp á
norræna söngbræður eftir aðskiln-
að styrjaldaráranna. Söngmenn
voru flestir úr Fóstbræðrum en
nokkrir úr karlakórnum Geysi á
Akureyri og söngstjórar voru Jón
Halldórsson og Ingimundur Árna-
son. Þetta varð sannkölluð sigur-
för, ógleymanleg þátttakendum,
og þökkuðu þeir það ekki síst
söngstjórum sínum, svo ólíkir sem
þeir þó voru um margt. Jón Hall-
dórsson var heiðursfélagi Geysis
frá þvf 1932.
Árið 1950 hélt Samb. ísl. karla-
kóra enn myndarlegt söngmót í
Reykjavík, og sem fyrr var Jón
aðalsöngstjóri mótsins, enda heið-
ursfélagi Samb. ísl. karlakóra, en
eftir það lét hann af söngstjóra-
starfinu. Hann kom þó stundum
fram á afmælistónleikum Fóst-
bræðra og við önnur slík hátíðleg
tækifæri og var þar ávallt kærkom-
inn gestur, jafnt söngmönnum sem
gömlum vildarvinum og styrktar-
mönnum kórsins. Hann var að
sjálfsögðu einn hinna fyrstu sem
Jón Halldórsson.
sæmdir voru gullmerki Fóstbræðra
og riddarakross hinnar íslensku
fálkaorðu hlaut hann 16. janúar
1940.
í hinum gjörvulega hópi starf-
andi Fóstbræðra eru nú engir eftir
af þeim sem þar voru í söngstjóra-
tíð Jóns Halldórssonar og er þess
naumast að vænta eftir hartnær 40
ár. En í röðum Gamalla Fóst-
bræðra hafa þeir verið og eru enn
allmargir þótt þeim hafi því miður
farið ört fækkandi á síðustu vikum.
Nokkrir þeirra munu stíga hér
fram á sviðið á eftir, sumir fyrir
fáum mánuðum komnir úr langri
söngferð um Kanada og Bandarík-
in, lifandi vottar þess að söngurinn
eykur mönnum þrótt og gleði.
Jón Halldórsson var fæddur 2.
nóvember 1889 og andaðist 7. júlí
1984, á 95. aldursári. Hann var
glæsimenni hið mesta fram á elliár.
Á yngri árum hafði hann verið
ágætur íþróttamaður, tók m.a. þátt
í ólympíuleikum í Stokkhólmi
1912, í hópi fyrstu íslendinga sem
reyndu fyrir sér á þeim vettvangi.
Hann keppti fyrir íþróttafélag
Reykjavíkur, var heiðursfélagi
þess félags frá 1931, og ófá eru þau
heiðursmerki sem hann hlaut fyrir
íþróttaafrek sín innan félags og
utan. Þau eru geymd, ásamt nokkr-
um öðrum gripum úr eigu Jóns
Halldórssonar, í viðhafnarstofu
þeirri í Félagsheimili Fóstbræðra
sem honum er helguð.
Jón Halldórsson var glæsimenni
að vallarsýn, hávaxinn miðað við
sína kynslóð og samsvaraði sér
ágætlega. Hann bar sig eins og
sannur höfðingi fram undir það
síðasta, fór á efri árum langar
gönguferðir um götur borgarinnar,
og hvar sem hann var var eftir
honum tekið. Hann var kvæntur
frú Sigríði Bogadóttur, og var með
þeim hjónum hið mesta jafnræði.
Þau áttu eina dóttur barna, listak-
onuna Ragnheiði Jónsdóttur
Ream. Ragnheiður andaðist á hát-
indi listferils síns, nýorðin sextug,
1977. Tók sá missir mjög á foreldra
hennar, enda var Ragnheiður
harmdauði öllum sem til hennar
þekktu. Skömmu síðar lést frú
Sigríður Bogadóttir og eftir það
tók heilsu Jóns Halldórssonar mjög
að hraka. Síðustu árin dvaldist
hann að Elliheimilinu Grund, mjög
þrotinn að kröftum.
í röðum Fóstbræðra er og verður
minning Jóns Halldórssonar í
heiðri höfð um langa framtíð. Þeir
sem með honum störfuðu minnast
hans sem hins virðulega, hófsama
en þó kröfuharða „foringja", og sú
göfuga sönghefð sem Jón Haldórs-
son kom á og fyrr var á minnst,
hefur gengið í arf til þeirra kórm-
anna sem yngri eru. Megi fóstbræð-
ur búa að henni sem allra lengst.
Valur Arnþórsson bankastjóri:
Markaðimerkspor
Landsbanka íslands er það heið-
urs- og ánægjuefni að mega f dag
eiga hlutdeild í minningarhátíð um
mikinn höfðingja í íslensku tónlist-
arlífi og í íslenskri bankastarfsemi
um áratuga skeið, Jón Halldórsson,
fyrrum skrifstofustjóra Landsbank-
ans og söngstjóra Fóstbræðra. Þann
2. nóvember sl. var öld liðin frá
fæðingu hans og í því tilefni er
minningarhátíðin haldin í dag. Með
því móti vilja Fóstbræður, yngri sem
eldri, og Landsbankinn heiðra minn-
ingu mann sem markaði merk spor í
þjóðlífinu á sinni tíð, manns sem
enn geislar af í hugum þeirra er hann
muna, manns sem var höfðingi í sjón
og raun og var einn þeirra er settu
svip á bæinn, manns er ávallt mun
lifa í sögu Fóstbræðra og eiga sér
traustan sess í sögu Landsbanka
íslands. Minningu Jóns Halldórsson-
ar vilja aðstandendur þessarar hátíð-
arstundar halda á lofti að verðleik-
um.
Persónulega er mér það tvöföld
ánægja að mega mæla þessi minning-
arorð hér í dag; mér er það ánægju-
efni sem starfsmanni í forystusveit
þess banka er Jón Halldórsson helg-
aði bróðurpart starfsævi sinnar, en
einnig sem gömlum Fóstbróður er
varð þeirrar ánægju aðnjótandi að
sjá og heyra Jón Halldórsson innan
vébanda kórsins.
Hann hafði látið af kórstjórn
nokkrum árum áður en ég gekk til
liðs við kórinn síðla árs 1953. Kórinn
var þá undir öruggri stjórn Jóns
Þórarinssonar tónskálds, sem hér
talaði á undan mér og kórinn stendur
í þakkarskuld við sakir mikilsverðra
starfa hans fyrir kórinn langs hríð,
en eftirminnilegar eru mér þær
stundir er Jón Halldórsson slóst í
hópinn á góðum stundum, þessi
fasmikli maður er sló birtu á um-
hverfi sitt og greip í það að stjórna
einu og einu lagi, styrkri og öruggri
hendi og af mikilli smekkvísi og
tónnæmi.
Hann var þá enn skrifstofustjóri í
aðalbanka Landsbanka íslands og
vil ég nú leyfa mér að drepa örfáum
orðum á starfsferil hans, en hann
starfaði á sviði fjármálalífsins um
rúmlega hálfrar aldar skeið.
Segja má að Jón hafi verið borinn
og barnfæddur til þess starfsferils er
hann valdi sér. Hann fæddist að
Suður götu 5 í Reykjavík þann 2.
nóvember 1889, sonur hjónanna
Halldórs Jónssonar, sem ættaður
var frá Bjarnastöðum í Bárðardal,
og Kristjönu Pétursdóttur Guðj-
johnsen dómkirkjuorganleikara er
var einn helsti frumherji í tónlistar-
lífi bæjarins. Halldór, faðir Jóns, var
skipaður féhirðir Landsbanka ís-
lands á árinu 1885 og var þannig einn
af þrem fyrstu bankastarfsmönnum
landsins.
Jón hóf nám í Lærða skóla en
hvarf frá námi tæplega fimmtán ára
gamall og gerðist starfsmaður
Landsbankans 1904. Starfsnám var
á þeirri tíð talið happadrýgra banka-
starfsmönnum en skólanám og vel
dugði það Jóni Halldórssyni, því
1917 var honum sýnt það mikla
traust að hann var skipaður til emb-
ættis landsféhirðis en því embætti
gegndi hann til ársins 1932. Á því ári
var Jón kallaður aftur til starfa í
Landsbankanum og skipaður skrif-
stofustjóri bankans frá 1. febrúar
1933. Er talið að Jón hafi verið
fenginn til þessa starfs alveg sérstak-
lega til þess að koma á endurskipu-
lagningu í afgreiðslu og rekstri
bankans, sem þá var talið brýnt að
hrinda í framkvæmd. Þessu mikil-
sverða starfi gegndi Jón af röggsemi
og festur til ársins 1956 er hann lét
af störfum fyrir aldurs sakir, en
reyndar var hann jafnframt aðalfé-
hirðir bankans á árunum frá 1934 til
1938. Samtals starfaði hann hjá
bankanum 36-37 ár. í starfslok vott-
aði bankaráðið honum sérstakar
þakkir fyrir langt starf, trúmennsku
og skydlurækni, eins og komist var
að orði. Þeir er störfuðu með Jóni
minnast drengskapar hans og prúð-
mennsku samfara röggsemi í
störfum. Er ekki örgrannt um að nú
í dag gæti áhrifa hans í vandvirkni,
áhuga og samviskusemi starfsfólks
þessarar elstu bankastofnunar
landsins. Andi hans svífur enn yfir
vötnunum í heilbrigðum metnaði
Valur Arnþórsson
starfsfólks sem vill efla bankann sem
einn af hornsteinum íslensks efna-
hagslífs og framfara þjóðarinnar á
hverjum tíma. Jón og hans líkar
mótuðu og lögðu grunninn að starfs-
menningu bankans.
Reyndar verður ekki undan því
vikist að minnast sárrar reynslu er
Jón var fyrir í bankanum á árunum
1936-37 er utanaðkomandi sér-
fræðingar beindu spjótum að honum
vegna misferlis er upp kom í fjár-
hirslu bankans. Voru það mikil mál
og ill tíðindi og með ólíkindum að
spjót beindust að svo grandvörum
og heiðarlegum manni, sem ekki
mátti vamm sitt vita. En sannleikur-
inn sigrar, hinn seki játaði sekt sína
og mannorð Jóns Halldórssonar að
fullu hreinsað. Á heiðursskildi hans
var ekki blettur, en mikill léttir var
það bankanum og öllum, er hlut áttu
að máli, að hið sanna skyldi koma í
ljós. Mikil raun hefur þetta mál allt
verið drengskaparmanninum Jóni
Halldórssyni, en allt er gott þá
endirinn er allra bestur.
Ekki vill Landsbankinn láta hjá
líða á þessari minningastundu að
geta glæsilegs lífsförunautar Jóns,
frú Sigríðar Bogadóttur, en þau
Sigríður og Jón gengu í hjónaband
10. nóvember 1916. Þeir sem til
þekkja minnast hennar með mikilli
virðingu. Hún var reyndar fyrsta
konan sem réðst til starfa hjá Lands-
banka íslands og ávann sér mikið
traust í störfum.
Bækur bankans frá þeim tíma eru
ritaðar fagurri hönd hennar og bera
færni hennar vitni. Þær eru varð-
veittar í skjalasafni bankans.
Landsbanki íslands minnist þeirra
hjóna beggja með virðingu og þökk.
I minningargrein um Jón Hall-
dórsson á árinu 1984, er hann lést,
var vísað til eftirfarandi ljóðmæla
Björnstjerne Björnsson, er sér
Friðrik Friðriksson þýddi á íslensku:
Söngurinn lýsir svo sólstafir blíðir
signa með fegurð þitt daglega verk,
söngurinn vermir og svellkuldann
þíðir,
sál þín að frjáls verði, göfug og sterk.
Söngurinn á sér þá eilífð er geymir
aldanna minning og vonanna heim,
tendrandi eilífa upprá og streymir
áfram í blikandi Ijósvakans geim.
Sameinaður andi Jóns Halldórs-
sonar og frú Sigríðar Bogadóttur
svífur blikandi um ljósvakans geim í
samfylgd almættisins. Saga Jóns
Halldórssonar er letruð sólstöfum
gullsins.
Guð blessi minningu þeirra hjóna.