Tíminn - 21.11.1989, Blaðsíða 9

Tíminn - 21.11.1989, Blaðsíða 9
8 Tíminn Þriðjudagur 21. nóvember 1989 Þriðjudagur 21. nóvember 1989 Tíminn 9 ■ ■ ■ :,í ' < . Mjólkurframleiðsla hefur dregist saman á meðan neyslan hefur aukist. Birgðir hafa minnkað um 2 milljónir lítra af mjólk á síðasta ári: Hvattir til að framleiða meiri mjólk næstu mánuði Eftir Egil Ölafsson Á síðasta verðlagsári var neysla á mjólk og mjólkurvörum um tveimur milljónum lítra meiri en framleiðslan. Birgðir á mjólkurafurðum hafa því minnkað, en fyrsta september námu þær 14.887 þúsund lítrum. Mjólkurfram- leiðsla í haust hefur verið um 3% minni en á sama tíma í fyrra, einkum vegna slæms tíðarfars. Á yfirstandandi verð- lagsári verður bændum leyft að framleiða einni milljón lítrum meira en á síðasta verðlagsári. Forystumenn bænda hafa áhyggjur af minnkandi birgðastöðu. Flest bendir til þess að hún eigi eftir að halda áfram að versna á næstu mánuðum. Landbúnaðarráðherra telur ekki ástæðu til að afnema kvótakerfið þrátt fyrir að neysla á mjólk sé meiri en framleiðsla. Mjólkurf ramleiðsla dregst saman Á síðustu mánuðum hefur mjólkur- framleiðsla dregist umtalsvert saman. Innvegin mjólk í september var 2,46% minni en í sama mánuði í fyrra og áætlað er að í október og nóvember verði hún um 3% minni en á sama tíma í fyrra. Þessi samdráttur í framleiðslu stafar fyrst og fremst af slæmu tíðarfari í haust, en miklar rigningar ollu því að nyt hrapaði í kúm. Ýmsum bændum hefur gengið illa að ná henni upp aftur eftir að kýr voru teknar á gjöf vegna þess að hey eru misgóð. Mjólkurinnlegg hjá Mjólkurbúi Flóamanna á Selfossi hefur dregist saman um 3-4% á nokkrum vikum. Hjá Mjólk- ursamlaginu í Borgarnesi hefur samdrátt- urinn verið enn meiri eða nærri 9%. Á síðasta verðlagsári (1988-1989) neyttu íslendingar 102.470 þúsund lítra af mjólk og mjólkurvörum. Samsvarandi tala fyrir verðlagsárið 1987-1988 er 101.964 þúsund lítrar. Neysla á mjólk og mjólkurafurðum hefur því aukist um tæpa 500 þúsund lítra. Á síðasta verðlags- ári voru framleiddir 100.670 þúsund lítrar af mjólk þannig að landsmenn hafa neytt um tveimur milljónum lítra meira af mjólk en sem nemur framleiðslu. Á síðasta verðlagsári voru fluttar út mjólkurafurðir á ábyrgð ríkissjóðs sem nema 1.099 þúsund lítrum en 4.532 þúsund lítrum árið þar á undan. Fluttar voru út mjólkurafurðir án verðábyrgðar ríkissjóðs á síðasta verðiagsári sem nema 828 þúsund lítrum, en 1.139 þúsund lítrum árið þar á undan. Horfur eru á að á yfirstandandi verðlagsári verði lítið sem ekkert flutt út af mjólkurafurðum. Birgðir hafa minnkað um tvær milljónir lítra Birgðir mjólkurvara í landinu 1. sept- ember síðast liðinn námu 14.887 þúsund lítrum sem er um 2.113 þúsund lítrum minna en áætlun búvörusamnings gerir ráð fyrir. Forystumenn bænda eru farnir að hafa nokkrar áhyggjur af lækkandi birgðastöðu. „Þetta er mikið áhyggju- efni,“ sagði Gunnlaugur Júlíusson hag- fræðingur Stéttarsambands bænda í sam- tali við Tímann. „Það hefur þó ekki skapast neitt hættuástand ennþá. Full- virðisréttur á næsta ári verður hærri en á þessu ári vegna þess að salan hefur aukist. Söluaukningin kemur mönnum til góða í auknum framleiðslurétti. Auk þess er hætt að kaupa upp framleiðslurétt í mjólk. Það má því segja að það sé komi að ákveðnum vendipunkti í þessum málurn." Getur ekki orðið erfitt fyrir bændur að auka framleiðslu strax á þessu ári? Það líða tvö ár þangað til kálfur sem fæðist í dag fer að framleiða mjólk. „Við gerum okkur auðvitað grein fyrir þessu. Menn hafa vissa möguleika að auka mjólkurframleiðslu með kjarnfóð- urgjöf. Einnig má nefna að líklegast verður farið að flytja greiðslu af sumar- mjólkinni yfir á vetrarmjólkina.“ Samkvæmt fréttabréfi Stéttarsam- bands bænda hefur verið ákveðið að greiða 8,5% álag á mjólk sem framleidd er í nóvember og desember á þessu ári og janúar og febrúar á því næsta. Einnig eru horfur á að útborgunarverð fyrir mjólk verði skert um allt að 15% mánuðina maí-júlí á næsta ári. Þetta er gert vegna þess að offramboð er á mjólk yfir sumar- mánuðina en aftur á móti er skortur á mjólk í mánuðunum í kring um áramót. Þessar sveiflur í framleiðslu skapa veru- leg vandamál, en mjólkurneysla er nokk- uð jöfn yfir árið. Er orðið tímabært að afnema kvótakerfið? Gunnlaugur Júlíusson var spurður að því hvort hann teldi að komið væri að þeim tímamörkum að íhuga bæri að afnema kvótakerfi á mjólkurframleiðslu. „Nei, það held ég ekki. Þó að birgðir hafi dregist saman er ekki að skapast neitt neyðarástand. Ef að ætti að fara að afnema þetta kerfi getur vel verið að eftir nokkur ár verði allt farið úr böndunum. Þá kostar heilmikið átak að koma ein- hverju lagi á þetta aftur. Við verðum að hafa það í huga að fyrir um tíu árum síðan framleiddu íslenskir bændur um 120 milljón lítra af mjólk. Þeir færu létt með að framleiða svo mikið magn í dag ef öllu væri sleppt lausu,“ sagði Gunn- laugur. Við framleiðum nú minna af mjólk en áður og neyslan hefur farið vaxandi. Myndin er tekin í mjólkurkælinum hjá Mjólkursamsölu Reykjavíkur. Steingrímur Sigfússon landbúnaðar- ráðherra var spurður að því hvort hann teldi að það væri orðið tímabært að afnema kvótakerfið í mjólkurfram- leiðslu. „Nei, ég held að það sé engin þörf á því að rjúka upp til handa og fóta núna. Það er þegar búið að gera þær ráðstafanir sem ættu að duga til að halda uppi nægri , framleiðslu yfir veturinn, en þar á ég við að nú er Súið að ákveða að greiða sérstakt álag á mjólk yfir vetrarmánuð- ina. Ég hef heldur ekki trú á því að t.d. bændur séu tilbúnir til þess að sleppa þessu alveg lausu. Það er mjög lítið mál að auka framleiðsluna. Það liggur fyrir að það er fjöldi bænda með vannýtt fjós og geta bætt við sig.“ Hefur eitthvað verið rætt um það í landbúnaðarráðuneytinu að afnema kvótakerfi í mjólkurframleiðslu? „Nei, það hefur ekki verið gert. En að sjálfsögðu mun þessi staðreynd, að birgð- ir af mjólkurafurðum hafa minnkað, hafa áhrif á umræður um framhaldið. Þetta er hlutur sem á heima í viðræðum við Stéttarsambandið, en þærviðræðurmunu bráðlega hefjast að nýju eftir nokkurt hlé. Ég get vel ímyndað að menn telji að þetta sé dæmi um hvernig vel hefur tekist í framleiðslustýringu," sagði landbúnað- arráðherra. Verður léleg nýting á framleiðslu- rétti á yfirstandandi verðlagsári? Guðlaugur Björgvinsson fram- kvæmdastjóri Mjólkursamsölunnar í Reykjavík segir að ekki sé hætta á mjólkurskorti í vetur þrátt fyrir að mjólk- urframleiðsla hafi dregist mikið saman í haust. Guðlaugur sagði að þegar skorti mjólk sunnanlands, en það hefur gerst á hverju ári um nokkurt skeið í kringum áramót, væri mjólk einfaldlega sótt til Akureyrar. Það er einnig árvisst að rjómi sé sóttur til Akureyrar fyrir jólin. „Það sem er óvenjulegt núna er að þessir mjólkurflutningar hefjast óvenju snemma. Það stafar af því að salan hefur gengið þokkalega vel en framleiðslan hefur dregist saman,“ sagði Guðlaugur. Guðlaugur sagði að það væri óljóst hvað þyrfti að flytja mikið magn af mjólk frá Akureyri til Reykjavíkur. Þegar er búið að fara nokkrar ferðir. Sóttir eru 22-25 þúsund lítrar í hverri ferð. „Stóra spurningin er hvað mikið af framleiðslurétti ýfirstandandi árs verður nýttur. Nú er framleiðslurétturinn rýmri og ef að það verður sæmileg nýting á honum ætti ekki að vera nein hætta á ferðum. Ef að nýtingin verður slæm þá stefnir í mjög alvarlegt ástand." Er ekki viss hætta á að nýtingin verði slæm vegna þess að kýr hafa mjólka illa í haust? „Jú, það er nokkuð til í því,“ sagði Guðlaugur. Fá bændur greitt fyrir allt sem þeir framleiða á þessu verðlagsári? Þórólfur Sveinsson bóndi á Ferjubakka og varaformaður Stéttarsambands bænda segist hafa nokkrar áhyggjur af því hvað mjólkurframleiðsla hefur dregist mikið saman í haust. Hann segist hins vegar ekki hafa neinar áhyggjur af mjólkur- skorti í framtíðinni. Þórólfur segir að flest bendi til þess að þetta aukna rými til mjólkurframleiðslu sem verður á þessu ári, verði notað í sumar. Þórólfur sagði að það sem menn þyrftu á að halda væri að framleiðendur ykju framleiðsluna strax í vetur. Hann sagði að aukagreiðsla á haustmjólkina ætti að hetja bændur til að auka framleið- sluna núna strax. „Hver mánuður sem líður með innvigt- un undir innvigtun síðasta árs eykur líkurnar á því að það verði greitt fyrir mjólk umfram fullvirðisrétt vegna þess að nýting á réttinum verði með lakara móti. Ég held að það sé óhætt að fullyrða að það hafi aldrei í upphafi verðlagsárs verðið eins miklar líkur á að menn fái greitt fyrir framleiðslu umfram fullvirðis- rétt og núna,“ sagði Þórólfur. Geta menn farið að framleiða í trausti þess að fá allt greitt? „Menn verða að vega það og meta hvort er meiri áhætta að framleiða eða að sitja af sér möguleikann til þess að fá meiri tekjur. Þetta verður hver og einn að gera upp við sig. Þetta er að vísu nokkuð breytilegt milli búmarkssvæða.“ Finnst þér að menn ættu að fara að íhuga að afnema kvótakerfið? „Ég hef heyrt þá hugmynd. Ég held að það sé miklu betra að segja einfaldlega að jDað sé verulegar líkur á að menn fái greitt fyrir allt það sem menn framleiða en að fara út í svo róttæka aðgerð,“ sagði Þórólfur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.