Tíminn - 22.11.1989, Blaðsíða 4

Tíminn - 22.11.1989, Blaðsíða 4
4 Tíminn Miðvikudagur 22. nóvember 1989 ÚTLÖND Enn halda bardagar áfram í San Salvador: Hótel Sheraton á valdi sveita Farabundo Marti Hótel Sheraton í San Salvador er nú á valdi skæruliðasveita Farabundo Marti þjóðfrelsisfylkingarinnar, en í gær héldu bardagar áfram í borginni ellefta daginn í röð. Virðist ekkert benda til þess að stjórnarherinn í El Salvador nái að hrekja skæruliðasveitirnar út úr höfuðborginni. Stjórnarhermaður stöðvar bifreið við farartálma í San Salvador. Skæruliðar Farabundo Marti hafa nú Sheratonhótelið þar í borg á valdi sínu. FRÉTTAYFIRLIT WASHINGTON - Hans Dietrich-Genscher utanrikis- ráðherra Vestur-Þýskalands kom til Washington í opinbera heimsókn og tók með sér steypumola úr Berlínarmúrn- um. Að auki kom hann með þau skilaboð að Vestur-Þjóð- verjar og Austur-Þjóðverjar væru ein og sama þjóðin. MOSKVA -Mikhaíl Gorbat- sjof forseti Sovétríkjannasagði að leiðtoga kommúnista í Moskvu og Austur-Evrópu hefðu haldið uppi rangri stefnu í rúman áratug og því væru breytingarnar í Austur-Evrópu nú svo skyndilegar sem raun ber vitni. Verið sé að vinna upp tapaðan tíma. BÚKAREST - Nicolae Ceausescu leiðtogi Rúmeníu fékk einróma lof hjá flokksfé- lögum sínum í kommúnista- flokknum á flokksþingi þeirra. Harðlínustefna hans var sam- þykkt einróma, enda ekki full- trúum til framdráttar að setja sig upp á móti harðstjóranum. BONN - Vestur-þýskur ráð- herra sem ræddi við Egon Krenz leiðtoga Austur-Þýska- lands um helgina sagði að Austur-Þjóðverjar stefnu að því að halda frjálsar kosningar næsta haust eða í síðasta lagi vorið 1991. NAIRÓBÍ - Alþjóðabankinn vill koma Afríku út út fátæktinni' mep nýjum samningum um efnahagsaðstöð sem gera peningasummurnar sem fóru í að endurreisa Evrópu eftir heimstyrjöldina síðari að skiptimynt í samanburði. CANAVERALHÖFÐI - Hverfandi líkur eru á að geim- skutlan Discovery verði skotið á loft í dag eins oa áætlað var. Geimskutlan á að flytja leyni- legan hernaðarlegan búnað út í geiminn. MOSKVA - Framkvæmda- stjóri framúrstefnuleikhúss í Moskvu, Nikolai Gubenko var kosinn menningarmálaráð- herra Sovétríkjanna á fundi Æðsta ráðsins. Gubenko hefur heitið nýrri fjölþjóðlegri menn- ingarstefnu. Að minnsta kosti tuttugu útlend- ingar eru á valdi skæruliða á Shera- ton hótelinu, þar af fjórir Banda- ríkjamenn sem skæruliðar fullyrða að séu hernaðarráðgjafar sem Bandaríkjastjórn hefur sent til að aðstoða stjórnarherinn í El Salva- dor. Talið er að rúmlega fimmtíu bandarískir hernaðarráðgjafar séu starfandi í El Salvador. Skæruliðar hafa sagst reiðubúnir að sleppa útlendingunum svo fremi sem stjórnarherinn hleypi sjúkra- bifreiðum Alþjóða Rauðakrossins gegnum farartálma sem settir hafa verið á allar leiðir til og frá Sheraton- hótelinu. Reyndar segir talsmaður Farabundo Marti að útlendingarnir séu ekki gíslar skæruliða, enda sé gíslataka ekki venja þeirra. Það sé einungis farartálmar stjórnarhersins sem ekki vilja hleypa starfsmönnum Rauðakrossins að hótelinu sem komi í veg fyrir að útlendingarnir geti yfirgefið staðinn. Árás skæruliðanna á Escaion hverfið þar sem Hótel Sheraton er staðsett kom mjög flatt upp á stjórn- arherinn. Escalonhverfið er auðkýf- ingahverfi San Salvador og talið einna síðasta hverfið sem skæruliðar ættu að geta náð fótfestu í. Stjórnvöld í Tékkóslóvakíu hafa nú neyðst að slaka á klónni gegn andófsmönnum eftir að rúm tvö- hundruð þúsund manns kröfðust lýrðæðis og mannréttinda á mót- mæiafundi á Wenceslastorgi á mánu- dagskvöld. Það hefur þó lítil áhrif haft á andófsmenn því í gærkvöldi höfðu rúmlega hundrað þúsund manns safnast saman á þessu sögu- fræga torgi og kröfðust afsagnar Milosar Jakes leiðtoga kommúnista- Stjórnarherinn hefur öllum öku- leiðum að Escolanhverfinu, en segist ekki geta hrakið skæruliðana á brott úr hótelinu þar sem skæruliðarnir hafi komið fyrir sprengjum við inn- ganga, stigaganga og lyftur hótels- ins. Hótelstjóri Sheraton sagði í gær að útlendingarnir væru allir mjög vel á sig komnir, liðu ekki skort, vel væri með þá farið og að þeir væru ekki óttaslegnir. Talsmaður Farabundo Marti þjóðfrelsishreyfingarinnar sagði að skæruliðar hefðu ákveðið að ná tangarhaldi í hverfi auðkýfinga í San Salvador þar sem það tryggði að stjórnarherinn yrði ekki eins sprengjuglaður og í verkamanna- hverfum borgarinnar þar sem blóð- ugirbardagar hafastaðið í tíu daga. Þegar árásin var gerð á Sheraton- hótelið var þar staddur Joao Baena Soares framkvæmdastjóri Samtaka Ameríkuríkja, en hann hélt til El Salvador til að reyna að koma á fót vopnahléi og samningaviðræðum. Ríkisstjórn hægri öfgamannsins Al- fredos Cristiani hefur hafnað öllum slíkum hugmyndum. Soares komst hins vegar óáreittur frá Sheraton- hótelinu eftir árás skæruliðanna. Bandaríkjastjórn hefur fordæmt flokksins og æðsta manns Tékkósl- óvakíu. Ladislav Adamec forsætisráð- herra Tékkóslóvakíu ræddi í gær við leiðtoga andófsmanna um ástand mála í landinu. Hann hét þeim umbótum og sagði ekkert því til fyrirstöðu að óflokkbundnir um- bótasinnar tækju sæti í ríkisstjórn sinni. Þá lofaði hann því einnig að lögreglu yrði ekki beitt gegn mót- mælendum eins og gert var á föstu- Farabundo Marti fyrir að hertaka Sheratonhótelið og kallar það hryðjuverk. Hefur George Bush Harðlínumaðurinn Lev Zaikov sem á sæti ■ stjórnarnefnd sovéska kommúnistaflokksins hefur verið vikið úr starfi sem æðsti maður Moskvudeildar kommúnistaflokks- ins. Ekki er enn Ijóst hvort Zaikov mun halda sæti sínu í stjórnarnefnd- inni, en Ijóst er að staða hans þar er mjög veik eftir þessa atburði, en talið er víst að Mikhaíl Gorbatsjof forseti Sovétríkjanna standi að baki þessari brottvikningu. Lev Zaikov tók við sem æðsti maður Moskvudeildarinnar eftir að hinn róttæki umbótasinni Boris Jeltsin hafði gengið of langt í um- bótahugmyndum sínum í nóvember árið 1986. Zaikov hafði fengið fulla aðild að stjórnarnefndinni í mars- mánuði það ár. Talsmaður Moskvudeildar sov- éska kommúnistaflokksins sem skýrði frá brottvikningu Zaikovs sagði að við stöðu hans tæki Júrí Prokofjév sem var næstráðandi Za- ikovs. Talsmaðurinn gaf ekki fleiri skýringar á brottvikningu Zaikovs. dag þegar lögreglan slasaði fjölda manns í átökum á Wencesiastorgi. Þá fyrirskipaði Adamec opinbera rannsókn á þeim lögregluaðgerðum, en orðrómur er á kreiki um að fjórir menn að minnsta kosti hafi látist eftir barsmíðar lögreglu. Greinilegt er að tékknesk stjórn- völd hafa nú loks séð sér þann kost vænstann að snúa við blaðinu og freista þess að halda völdum með því að taka upp þá umbótastefnu Bandaríkjaforseti lýst yfir djúpum áhyggjum vegna árása skæruliða á hverfi auðkýfinga San Salvador. Eftir brottvikningu Zaikovs fer staða harðlínumanna innan sovéska kommúnistaflokksins að verða harla veik, því Gorbatsjof hefur verði iðinn við að losa sig við harðlínu- menn undanfarið ár. Síðast í sept- ember var Viktor Chebrikov fyrrum yfirmanni KGB sparkað úr stjórnar- nefndinni og sömu urðu örlög Vladi- mírs Scherbitsky þáverandi leiðtoga Úkraínudeildar kommnistaflokks- ins, en þeir komust til sinna valda á tímu Leoníds Brjésnefs. Þá var harðlínumaðurinn Viktor Afanasjév rekinn sem ritstjóri Prövdu í síðasta mánuði, en hann hafði gegnt þeirri stöðu í þrettán ár. Talið er að Gorbatsjof sé að nú undirbúa sveitarstjórnarkosningar sem fram munu fara í marsmánuði með því að koma vinsælum umbóta- sinnum í lykilstöður í hinar ýmsu staðbundnu deildir kommúnista- flokksins svo flokkurinn hafi betri möguleika gegn óháðum frambjóð- endum. sem tröllriðið hefur hinu gamla harð- línukerfi kommúnismans í Austur- Evrópu að undanförnu. Adameg skýrði frá því í gær að stjórnvöld væru reiðubúin til viðræðna við öll samtök andstæð ríkisstjórninni og kommúnistaflokknum, þar með tal- in mannréttindasamtökin Charter 77. Þjóðstjórn mynd- uð í Grikklandi Grískir stjórnmálaleiðtogar hafa samþykkt að mynda þjóðstjórn þar sem hinir þrír stóru stjórnmála- flokkar landsins skipta með sér ráðherraembættum. Með þessu binda þeir enda á þá stjórnarkrísu sem verið hefur í landinu undan- farna sextán daga og koma í veg fyrir að halda þurfi þriðju þing- kosningarnar á þessu ári. Hins vegar verður kosið á ný í aprílmán- uði. Eftir maraþonfundarhöld komu leiðtogar hægrimanna, sósíalista og kommúnista sér saman um að mynda þjóðstjórnina, en sam- kvæmt stjórnarskrá landsins hafa þingmenn takmarkaðan tíma til að mynda ríkisstjórn. Takist þeim það ekki verður að halda kosningar. Þær kosningar hefðu orðið 17. desember ef ekki hefði náðst sam- komulag. Nú hafa flokkarnir ákveðið að kosningar verði haldnar í apríl. Það verður fyrrum seðlabanka- stjóri Grikklands, Xenophon Zo- lotas, 85 ára að aldri, sem verður forsætisráðherra. Zolotas var ráð- herra í þjóðstjórn þeirri sem sett var á fót árið 1974 þegar herfor- ingjastjórnin lét af völdum og hafði verið seðlabankastjóri frá árinu 1955 til 1967 þegar herforingja- stjórnin tók völdin. Hann tók við því embætti að nýju árið 1974 og gegndi því til ársins 1981 þegar hann fór á eftirlaun. - Langir erfiðir dagar eru liðnir. Allir flokkar viku hagsmunum sín- um til hliðar og ákváðu að mynda ríkisstjórn undir forsæti Zolotas, sagði Constantine Mitsotakis leið- togi hægri manna á fréttamanna- fundi eftir að samkomulag hafði náðst. Andreas Papandreu leiðtogi sósíalista og Harilios Florakis leið- togi kommúnista tóku undir þessi orð Mitsotakis, en enginn þre- menninganna mun gegna ráðherra- embætti í hinni nýju ríkisstjórn. Tvöhundrað þúsund manna útifundur í Prag krefst lýöræöis: Hardlínustef na T ékka linast Harðlínumönnum fækkar enn í sovéska kommúnistaflokknum:

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.