Tíminn - 22.11.1989, Blaðsíða 16

Tíminn - 22.11.1989, Blaðsíða 16
AUGLÝSINGASÍMAR: 680001 — 686300 1 RÍKISSKIP NÚTÍMA FLUTNINGAR Hatnorhúsinu v/Tryggvagötu, SAMVINNUBANKINN L í BYGGÐUM LANDSINS ÍM PÓSTFAX TÍMANS 687691 ÞRQSTIIR 685060 VANIR MENN Timinn MIÐVIKUDAGUR 22. NÓVEMBER 1989 Harðar umræður í borgarráði um lóðamál Júlíusar Hafstein borgarfulltrúa: Júlíus þarf ekki að skila lóðinni Harðar og langar umræður urðu í borgarráði í gær um úthlutun lóðarinnar að Lágmúla 4-6 til Júlíusar Hafstein borgarfulltrúa Sjálfstæðismanna og símsvarafyrirtækis hans; Snorra h.f. Svarað var fyrirspurn frá Alfreð Þorsteinssyni Framsóknar- flokki um hvort borgaryfirvöld myndu beita sér fyrir því að lóðinni yrði skilað þar sem Snorri h.f. hefði ekki lengur þörf fyrir hana þar sem starfsemi er lítil sem engin á vegum fyrirtækisins. Utanríkisráðuneytið um æðardúnsmálið í Þýskalandi: Kom mér ekki til hugar „Þjóöverjar virðast ganga meö þá flugu í höfðinu aö úr því aö æðarkollan er vernduð þá megi ekki versla með afurðir af henni. Petta er alveg sami hluturinn oíg með hvalina. Þeir átta sig bara ekki á því að við reytum ekki kollurnar,1' sagði Hanncs Haf- stein ráðuneytisstjóri í utanríkis- ráðuneytinu í samtali við Ttmann. í Tímanum í gær gagnrýndi Ámi Jóhannsson framkvæmda- stjóri Búvörudeildar SÍS utanrík- isráðuneytið fyrir að láta útflytj- endur á æðardún ekki vita af nýrri reglugerð sem bannar inn- flutning á æðardún til Þýska- lands. „Það hefur ekki hvarflað að neinum íslendingi með fullum sönsurn að fara að kíkja eftir því hvort að menn væru að fara að banna verslun með æðardún. Ég geri ráð fyrir aö þetta sé byggt á sömu hugsjónunum og hvalamálið snerist um. Við erum búnir að spyrjast um þetta mál í Brussel því að það er ljóst að þetta byggir á EB-rcglugcrðum. Ég á ekki von á öðru en aö þetta verði lagað, en það kann að taka einhvern tíma,“ sagði Hannes. Jón G. Tómasson borgarritari svaraði fyrirspurninni og vitnaði í svari sínu í bréf Snorra h.f. og sagði að samkvæmt því sem þar stæði, væri ekki ástæða til þess að lóðinni yrði skilað. Á síðasta borgarstjórnarfundi greindi Alfreð Þorsteinsson frá því að hann hefði óskað rannsóknar borgarendurskoðanda á lóðamálinu og afgreiðslu þess í borgarkerfinu. Skýrsla endurskoðandans var lögð fram á fundinum og í henni keniur fram að fyrri hluti byggingagjalda voru ekki greidd á réttum tíma og eru ýmsar orsakir tilgreindar fyrir því. Þá kemur fram að eftirstöðvarn- ar sem greiddar voru s.l. fimmtudag fyrir fund borgarstjórnar voru inntar af hendi með víxli að stórum hluta. Þá kom fram á fundinum að bygging- arframkvæmdir stóðu í fulla tvo mánuði án þess að gjöld væru greidd eins og vera ber. Sigurjón Pétursson Alþýðu- bandal. óskaði eftir því að umfjöllun um lóðamálið yrði frestað svo tími gæfist til að athuga það og gögn þess nánar milli funda borgarráðs. Því var synjað á þeirri forsendu að ekki væri hægt að fresta svörum borgar- endurskoðanda og borgarritara sem þegar lægju fyrir á fundinum. Alfreð Þorsteinsson flutti þá til- lögu um að lóðin yrði tekin af Snorra h.f.; fyrirtæki Júlíusar en frávísunar- tillaga gegn tillögu Alfreðs var þá samþykkt. f kjölfar frávísunarinnar hófst mikið bókanaflóð á fundinum, m.a. frá Alfreð Þorsteinssyni, Bjarna P. Magnússyni Alþfl. cg Elínu G. Ól- afsdóttur Kvennaframboði. í bókun Alfreðs segir að með því að vísa frá tillögu um að Lágmúla- lóðinni verði skilað hafi Sjálfstæðis- meirihlutinn sýnilega ákveðið að líta svo á að eðlilegt sé að vissum borgarfulltrúum sé umbunað með því að úthluta þeim eftirsóttum lóð- um án auglýsingar þótt aðstæður sem voru við úthlutun hafi breyst og þeir hafi ekki lengur fyrir þær sýnileg not. Fyrir nokkru lagði Sigrún Magn- úsdóttir borgarfulltrúi Framsóknar- flokks fram fyrirspurn um í hve miklum mæli starfsmenn bygginga- fulltrúa væru að teikna hús sem þeir síðan meta sjálfir og koma gegn um borgarkerfið; afgreiða sín eigin verk. Slíkt mun vera talsvert algengt eins og ítrekað hefur komið fram t.d. í umræðu sem varð um atvinnu- húsnæði sem stæðist ekki staðla um styrk gagnvart jarðskjálftum. Sigrún lagði fram fyrirspurn sína áður en lóðamál Júlíusar kom upp en í því hefur komið fram að einn starfs- manna byggingafulltrúa hefur hann- að burðarvirki og gert burðarþols- teikningar af húsi fyrirtækis Júlíusar að Lágmúla 6-8 vegna umræðna og bókana á óvenju löngum fundi borg- arráðs í gær varð að fresta afgreiðslu á fyrirspurn Sigrúnar til næsta fundar ráðsins. - sá Tveir 15 ára blaðburðardrengir fluttir í skyndi á slysadeild: Nær rænulausir vegna lyfjaáts Komiö var að tveim blaðburöar- drengjum nær rænulausum vegna lyfjaáts í stigagangi í fjölbýlishúsi í Nýja miðbænum skömmu fyrir klukkun fjögur í gærdag. Piltarnir sem báðir eru fimmtán ára voru í skyndi fluttir á slysadeild Borgarspít- alans þar sem dælt var upp úr þeim og var líðan þeirra eftir atvikum þegar Tíminn hafði síðast spurnir af þeim. Þeir komust yfir lyfin hjá ömmu annars þeirra, en hún hafði skömmu áður en tilkynning barst um hvar piltarnir voru niður komnir, tilkynnt til lögreglu að hún saknaði lyfja og hefði strákana grunaða um að hafa tekið lyf frá sér úfrjálsri hendi. Sólveig Friðbjarnardóttir hjúkr- unarfræðingur sem býr í umræddum stigagangi og tilkynnti til lögreglu hvernig komið var, sagði í samtali við Tímann að maður scm býr á næstu hæð fyrir ofan hana hafi komið til hennar og sagt henni af tveimur piltum sem væru í annarlegu ástandi í anddyrinu, þar sem póst- kassarnir eru. „Ég fór fram og þá lá annar þeirra á gólfinu. Hann hafði misst niður Dagblaðið þannig að það fór allt í sundur og var að reyna að raða því saman en eiginlega gat það ekki,“ sagði Sólvcig. Hún sagði að pilturinn hefði ekki svarað henni þegar yrt var á hann. „Þá hnippti ég í hann, hann leit upp og muldraði eitthvað, gat varla talað," sagði Sólveig. Hinn pilturinn hékk við vegginn og var mjög slappur. Hann var varla talandi heldur. Þeir voru mjög fjarrænir, sagði Sólveig og hafði annar þeirra m.a. sígarettu í annarri hendi, sem hann hafði ekki rænu á að kveikja í. „Ég fann enga lykt af þeim, en sá greinilega að þeir voru illa á sig komnir. Ég spurði þá hvort þeir hefðu verið að drekka eitthvað eða borða. Þeir ýmist svöruðu ekki eða sögðu bara einhverja vitleysu, svo ég ákvað að hringja í lögregluna," sagði Sólveig. Þá kom í ljós að leit var þegar hafin að þeim og lögreglan stödd skammt undan. „Lögreglan bað mig um að tefja fyrir þeim. Ég fór fram aftur, en þá voru þeir komnir út á tröppur. Ég plataði þá aftur inn á gang og sagðist ekki hafa fengið DV og hvernig stæði á því að þeir settu það ekki í póstkassann hjá mér. Þá voru þeir orðnir aðeins skýrari. Ég talaði við þá og sá sem legið hafði í gólfinu var með það á hreinu að þrír ættu að fá blaðið í þessum stigagangi og ég væri ekki ein af þeim,“ sagði Sólveig. Hún sagði að piltarnir hefðu ekk- ert viljað segja henni hvað þeir höfðu verið að éta. Aðspurð sagði hún að þeir hefðu ekki verið með nein læti og ekki bíað neitt út. „Maður spyr sjálfan sig hvernig svona geti átt sér stað. Það getur verið forvitni, ábyrgðarleysi, fikt. Það er örugglega eitthvað félagslegt að hjá þessum krökkum. Þetta er mjög sorglegt,“ sagði Sólveig. Piltarnir höfðu verið skamman tíma í ganginum þegar komið var að þeim, þar sem Sólveig kom heim nokkrum mínútum áður og voru Sólveig Friðbjarnardöttir, hjúkrunarfræðingur við póstkassana þar sem hún kom að drengjunum. Tímamynd Arni Bjarna drengirnir þá ekki komnir. Ámi Vigfússon aðalvarðstjóri hjá lögreglunni í Reykjavík sagði í sam- tali við Tímann að ástæða væri til að vekja athygli fólks á því að láta lyf ekki liggja á glámbekk. Aðspurður sagði hann að mál sem þetta kæmu alltaf upp annað slagið, en sjaldnar að málið kæmist á svo alvarlegt stig sem þetta. - ABÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.