Tíminn - 22.11.1989, Blaðsíða 9
8 Tíminn
Miðvikudagur 22. nóvember 1989
Miðvikudagur 22. nóvember 1989
Tíminn 9
Ganga úr
reyfinu
heiðum
fyrir 100
milljónir
ár hvert?
Eftir Heiði Helgadóttur
Allt að þúsund krónum getur munað á
verði ullar af hverri kind - 400 þús. kr. á
meðalbúi - hvort §áuðfjárbóndi nær
henni sem bestri og mestri, eða að hann
lætur sér nægja að plokka af fénu gamla
hlandklepra og ónýta flóka um réttir á
haustin. Þessi mismunur dugar t.d. bónda
með grundvallarbú - um 400 fj ár - til þess
að borga fyrir allan áburð á tún sín að
vori. Miðað við fjölda sauðfjár í landinu
mætti auka verðmæti ullarinnar um
hundruð milljóna króna á ári. Hlutfall
ullar í úrvalsflokk væri hægt að auka úr
aðeins 7% nú upp í 80%. Þá er talið að
fé týni af sér um 400 tonnum af ull í
sumarhögum sem eitt og sér væri a.m.k.
100 milljónir kr. verðmæti með góðri
hirðu. Enn má benda á að bætt meðferð
ullarinnar gæti t.d. skapað tvöfalt meiri
verðmæti heldur en fengust fyrir öll
útflutt refa- og minkaskinn á s.l. ári.
Ekki betra kaup við önnur störf
„Menn hafa ekki betra kaup við önnur
störf heldur en haustrúning. Bændastétt-
in hefur þarna færi á að auka verðmæti af
búum sínum um hundruð milljóna
króna“, segir Þórarinn Þorvaldsson bóndi
á Þóroddsstöðum í Hrútafirði.
„Það er bláköld staðreynd að maður
með verðlagsgrundvallarbú getur fengið
400.000 kr. fyrir ullina, en áburðarkaup
á sama bú eru upp á 387.000 kr. Bóndinn
á hreinlega valið um hvort hann fær
ekkert fyrir ullina ellegar um 400 þús. kr.
- eða hvar hann er þarna á milli“, sagði
Þórarinn. Hann sagðist t.d. nýlega búinn
að skoða matsnótur eins bónda í Húna-
þingi frá s.l. ári. Miðað við núverandi
ullarverð sýndu þær rrVeðaltal 1.000 kr.
fyrir ull af hverri kind./
Breyttan hugsunarhátt
sem vantar
Um 387 þús.kr. í áburðarkaup segir
Þórarinn raunhæfa tölu á Norðurlandi.
Bóndi á Suðurlandi ætti jafnvel að kom-
ast af með minna. A Suðurlandi segir
hann mikið að vinna í bættri meðferð á
ull. Fyrst og fremst sé það breyttan
hugsunarhátt sem vantar. Menn þurfi
ullarinnkaupa Álafoss segir árlega koma
um 1.100 tonn af nýrri ull á markað auk
um 700 tonna af ull sem klippt er af
gærum í sútunarverksmiðjunum. Þessi
1.100 tonn verði að 770 tonnum af
þveginni ull. Þessar tölur mundu hækka í
um 1.500 tonn og 1.050 tonn af hreinni
ull ef hætt væri að láta féð týna af sér yfir
fjórðungi ullarinnar í högum og á heiðum
uppi.
Að sögn Guðjóns hefur þurft að flytja
út um 200 tonn af lökustu ullarflokkun-
um. Á móti þarf Álafoss að flytja inn
hundruð tonna af ull, t.d. fyrir um 330
milljónir kr. á síðasta ári. Ef almennt yrði
farið út í haustrúning sagði Guðjón að
hægt yrði að vinna nánast alla íslensku
ullina hér heima. Það gæti t.d. sparað
a.m.k. helminginn af núverandi ullarinn-
flutningi og þjóðinni þar með hátt í 200
millj.kr. í gjaldeyrisútgjöldum.
Á þessu ári segir Guðjón aðeins um
7% ullarinnar fara í úrvalsflokk. Með
haustrúningu og bestu umhirðu séu dæmi
um að þetta hlutfall fari í 80%.
Bíða „atvinnutækifærin“
í fjárhúsinu?
Freyr fjallaði um þessi mál í síðasta
tölublaði. Freyr bendir á um dæmi um
700 kr. verðmun á ull af „hlandflókakind“
annars vegar og haustrúinni hins vegar.
Þar sé þó hvorki miðað við verstu né
bestu dæmi um ullarhirðu. Miðað við
dæmi Freys getur verðmunur auðveldlega
verið a.m.k. um 280 þús.kr.af 400 kinda
búi - þ.e. frá 40.000 kr. fyrir flókadrasl
klippt um eða eftir réttir og upp í 320.000
kr. fyrir Vel með farna ull af haustrúnu fé.
Þessi mismunur svarar t.d. til 5-6
mánaða launa verkamanns fyrir dag-
vinnu. Bendir það ekki til þess að sums
staðar þurfi kannski ekki að leita lengra
en út í fjárhús eftir þeim „atvinnutækifær-
um“ sem margir telja svo sárlega vanta í
sveitum landsins?
Valið: 5 krónur eða 390 krónur
„Borgarbörn“ á ferð um landið í
sumarfríum undrast mörg þann fjölda
fjár sem sjá má í reyfinu ellegar dragandi
það í druslum á eftir sér. Oftar en ekki fá
þau þá skýringu að ullin sé einskis virði
þannig að ekki svari kostnaði að rýja
rollurnar. í þessu er það sannleikskorn
að ullarkílóið getur vissulega komist
niður í 5 krónur þegar um er að ræða
þófna hálskraga og hlandbrunna klepra
með heymori. Fyrir úrvalsull fá menn
hins vegar 390 kr. á kílóið og þar með upp
í um 1.000 kr. fyrir ull af hverri kind, sem
áður segir.
„Því miður raunveruleikinn“
„Það sem við setjum þarna fram í Frey
er því miður raunveruleikinn. Það er svo
mikið af ullinni sem ekki er klippt á
réttum tíma, eða jafnvel ekki fyrr en um
réttir að hausti. Og sú ull er þá orðin
verðlítil eða verðlaus, fer í úrkast. Það er
því langt í frá að það sé nógu gott ástand
í þessum málum hjá okkur. Umhirða um
ullina er því miður allt of léleg," segir
Ólafur Dýrmundsson sauðfjárræktar-
ráðunautur.
Hvað varðar aukakostnað vegna öflun-
ar þessara stórauknu verðmæta segir
Ólafur segir það geta kostað örlítið meira
fóður fyrstu vikurnar eftir rúning á haust-
in. Ekki þurfi það þó að muna miklu ef
fjárhúsin eru góð og féð sé hvort eð er
tekið á fulla gjöf á þessum tíma. Þar á
móti telji bændur koma bætt þrif og meiri
frjósemi, sérstaklega í gemlingum og
ungum ám. Hann bendir á að bændur
sem til þessa hafa talið sig geta rúið að
vetrinum, í febrúar/mars, geti allt eins
rúið á haustin.
Ekki þó á allra færi...
Ólafur segist alls ekki halda því fram
að allir bændur geti farið út í haustrúning,
t.d. vegna þess að þeir hafi ekki nógu góð
fjárhús. Þeim vilji enginn etja út í þetta.
Hins vegar hafi stór hluti bænda nógu
góða aðstöðu; Þeir sem búnir eru að
fjárfesta í góðum húsum og gefa öllu inni
hvort eð er. „Fyrir þá er haustrúningur er
hreinlega fundið fé og dæmi um hvernig
hægt er að ná betri nýtingu á þeim
bústofni og fjárfestingum sem þegar eru
fyrir hendi“.
Natnin borgar sig...
Þegar litið er til möguleika á þundruð
þúsunda viðbótartekjum má þá ekki líta
svo á að í fjárhúsum manna bíði mörg
þeirra atvinnutækifæra sem alltaf ^r verið
að tala um að vanti svo mjög í sveitum?
„Það er nú líkast til“, sagði Ólafur.
Hann segir það t.d. hafa komið í ljós hve
miklu geti skipt hvernig reyfið er með-
höndlað eftir að rúningsmaður sviftir því
af kindinni. í raun er þetta tveggja manna
verk, því með snyrtimennsku og natni sé
hægt að ná mun verðmætari ull heldur en
ef reyfinu er bara kuðlað einhvernveginn
ofan í sekk beint af skepnunni". Ullar-
matsmaður einn hafi t.d. bent á að þarna
lægju í raun arðbær atvinnutækifæri fyrir
bóndakonurnar eða annað heimilisfólk
sem gæti náð góðum tekjum fyrir það að
ganga sem best frá ullinni eftir rúning.
Um 1.000 kr. fyrir reyfið
Ólafur segir marga bændur hafa lært að
klippa fé að hausti eða vetri. En frá
öðrum hafi hann hins vegar heyrt þau
mótrök að haust- eða vetrarrúningur
borgi sig ekki ef þeir þurfi að kaupa sér
rúningsmenn. Hann bendir hins vegar á
að verðmæti ullarinnar aukist margfalt
meira heldur en nemur launum rúnings-
manna. Þeir hafi t.d. tekið um t.d. 80-100
kr. á kind í fyrravetur. Ull af kind geti
hins vegar skilað allt að 1.000 kr. á ári
miðað við núverandi verð í staðinn fyrir
aðeins nokkra tugi króna sem menn fá
fyrir lökustu reyfin.
Þeir sem Tíminn hefur hér talað við
fóru, ásamt norskum og breskum sér-
fræðingum, í skipulagða ferð um landið
nú í byrjun mánaðarins. í þeirri ferð voru
haldin stutt námskeið um haustrúning og
meðferð ullar í hverjum landsfjórðungi;
í Hrunamannahreppi, Hesti, Eyjafirði og
á Skriðuklaustri.
Að sögn Ólafs voru þessi námskeið
sótt af rúningsmönnum og mörgum
áhugasömum bændum, sem hafi sýnt
þessu mikinn og aukinn áhuga. Nokkuð
margir bændur, sérstaklega á Norður-
landi, hafi nú þegar góða reynslu af
haustrúningi í nokkur ár. -HEI
Rúningur með gamla laginu, í Vopnafirði.
vitanlega sæmileg hús og nóg hey, en það
sé líka víðast hvar til staðar.
Hreinn gróði?
En er þetta þá hreinn gróði? Kostar
þetta ekki neitt?
„Þessa spyrja einmitt margir: Fer þetta
ekki allt upp um strompinn með auknum
fóðurkostnaði? Staðreyndin er að menn
sem hafa haustrúið í nokkur ár, þeir finna
engan mun. Afurðirnar eru m.a.s. heldur
meiri heldur en minni. Það er nýlega búið
að birta lista yfir 10 afurðahæstu sauðfjár-
bú á íslandi. Af þeim eru 3 norður í
Húnavatnssýslu. Eigendur þeirra hafa
allir tekið upp haustrúning, og þeir gefa
ekkert kjarnfóður nema lítilsháttar fiski-
mjöl. Það þarf þokkaleg hús - með
einhverri einangrun í þaki og þá er þetta
í lagi. Menn geta heldur ekki treyst á
beit, enda eru flestir hættir því.
Heymorið álíka og hringormar...
Bændur þurfa að rjúka í rúninginn um
leið og féð er tekið í hús - helst að hafa
aldrei gefið því hey áður. Um leið og
farið er að gefa kemur hey og rusl í ullina
og það er hinn versti skaðvaldur sem
ullariðnaðurinn fær. Þegar þeir eru búnir
að .vefa sinn dýra dúk þurfa þeir að fara
með hann á ljósaborð (eins og við
ormatínslu í frystihúsi) til að tína úr
heyrusl og fræ. Auk meiri vinnu getur
þetta skilið eftir bláþræði í dúknum“.
Bara að byrja - einmitt núna
Spurður segir Þórarinn það ekki mikið
mál fyrir menn að skella sér í haustrún-
irig. „Bæði hefur þetta verið kennt á
bændaskólum og búið að halda námske-
ið. Raunverulega þurfa menn aðeins að
kynna sér undirstöðuatriðin í þessu og
svo bara byrja. Það er mjög auðvelt að
taka ullina af fénu einmitt á þessum
árstíma, t.d. mun þægilegra heldur en
þegar komið er fram á vetur. Nú er rétti
tíminn. Rúningi þarf a.m.k. að vera
kokið svona hálfum mánuði fyrir fengi-
tíma, því ærnar þurfa svona aðeins að
jafna sig“.
100.000.000 kr. týnt á ffjalli
Að sögn Þórarins hefur í kringum
helmingur V-Húnvetninga tekið upp
haustrúning. Þaðan hafi komið um helm-
ingur þeirra 70 tonna sem skilaði sér af
haustrúinni ull í fyrra. Af þeirri ull sem
metin hefur verið á þessu hausti segir
Þórarinn um 65% lenda í úrvalsflokki
og hitt að mestu í 1. flokki, sem þýðir 390
og 345 kr. fyrir hvert kíló.
Þá bendir Þórarinn á að áætlað sér að
fé týni um 400 tonnum af ull í sumarhög-
um, sem með sæmilegri umhirðu gæti
verið í kringum 100 millj.kr. verðmæti.
Þessi 400 tonn eru munurinn á þeim 1,8
kg. af ull sem undanfarið hafa skilað sér
af hverri kind og þeim 2,5 kg. sem
meðaltalið ætti að vera með góðri um-
hirðu. Þessar 100 milljónir bætist við þær
hundruð milljóna sem fást með auknum
gæðum.
Mundi spara 200 milljóna
gjaldeyri
Guðjón Kristinsson stjórnandi allra