Tíminn - 22.11.1989, Blaðsíða 15

Tíminn - 22.11.1989, Blaðsíða 15
Miðvikudagur 22. nóvember 1989 Tíminn 15 llillll BÓKMENNTIR lllllili!ill!llil!ii!III 'íí;:i■-Ij!'íjl!:I'■ ;;ii:!i!i!i::.il!i!l!! Feður og synir Jón Dan: Sögur af sonuni, Bókaútgáfan Keílir, Rv. 1989. Hafi menn gaman að velta vöng- um yfir vel gerðum smásögum og vanti eitthvað gott til að lesa í smáskömmtum á síðkvöldum þegar ekki er annað við að vera þá er hér komin bók sem hægt er að mæla með. Hér hefur Jón Dan rithöfundur sent frá sér nýja bók með nfu smásögum, og er hver þeirra annarri girnilegri aflestrar. Það er sameiginlegt einkenni á þessum sögum öllum að í þeim er tekist á við eitt og sama meginefni, sem því gengur líkt og rauður þráður í gegnum þær allar. Þetta meginefni er sambandið á milli föður og sonar, sem hér er gengið að með mjög mismunandi hætti í sögu eftir sögu. Nú vita allir að sambandi feðga getur verið háttað með margvíslegu móti. Væntanlega ætlast flestir til þess að feður séu sonum sínum holl fyrirmynd og veiti þeim sem bestan stuðning á viðkvæmu uppvaxtar- skeiði. Sömuleiðis er víst líka gert ráð fyrir því að þegar á ævina líður verði synir feðrum sínum stoðir og styttur þegar undan fer að halla fyrir hinumsíðarnefndu. Á hvorutveggju þessu getur þó vitaskuld orðið marg- víslegur misbrestur af beggja hálfu, og geta þar margvíslegar orsakir komið til. Það er þetta meginefni sem hér er fengist við í hinum fjölbreytilegustu tilbrigðum í hverri sögunni af annarri. I fyrstu sögunni, Að einum brunni, er þannig vikið að þessu efni innan ramma þess lífs sem íslenskir bankastarfsmenn nú á dögum lifa. Allflókin ástamál fyrir margt löngu verða hér uppistaðan í harmleik, sem þó er kannski ekki svo ýkja hörmulegur þegar upp er staðið. Að minnsta kosti ekki meir en svo að manni sýnist það nokkuð vandalaust fyrir alla hlutaðeigendur að gera gott úr þessu öllu saman. Önnur sagan, Saga af syni, gerist aftur á móti á trésmíðaverkstæði í Reykjavík fyrir einum fjórum árum. Þar er dæminu snúið við, því að þar er það uppkominn sonur sem kemur öldruðum föður sínum til aðstoðar með sínum hætti þegar að honum kreppir. Þriðja sagan, Kaupskapur, er hins vegar öllu flóknari og reyndar fjar- Jón Dan rithöfundur. Iægari í tíma. Þar tekur maður hér suður með sjó á sig að sinna burt hlaupinni eiginkonu sinni í leiðind- um hennar, í þeim tilgangi einum, að því er virðist, að koma í veg fyrir að hún heimti forræðið yfir ungum syni þeirra, sem maðurinn vill hvað sem það kostar halda hjá sér. Þetta er vel samin saga, nema hvað helst er að morðið í lokin brjóti annars vel gert og mannlegt raunsæi hennar. Fjórða sagan, Blinda, er líka tölu- vert flókin að byggingu. Viðfangs- efnið þar er maður á miðjum aldri sem upplifir dauðastríð gamals manns á heimili sínu, og verður það til að vekja upp með honum hlýjar tilfinningar t garð síns eigin löngu látna föður, og þar með skilning á þeim vanda sem aldraðir karlmenn eiga við að stríða. Kannski er það hin flókna mynd þeirrar sögu sem veldur því að manni finnst eins og að þar komist boðskapurinn um nauð- syn ræktarsemi sona við feður sína ekki jafn markvisst til skila og sums staðar endranær. Fimmta sagan er svo Á ferð í myrkri, vel gerð lýsing á ökuferð reykvísks föður hér austur yfir fjall og heim aftur með son sinn sem orðið hefur fyrir dálitlu slysi í sumar- dvöl þar eystra. Myrkrið umhverfis þá feðga veldur miklu um að gefa þeirri sögu uggvænlegt yfirbragð; hún er þó vel og markvisst samin sem lýsing á samviskubiti föður sem undir niðri finnur sig hafa vanrækt ungan son sinn vegna metnaðargirni og kapps um að komast sjálfur áfram í lífinu. Sjötta sagan, Feðgamir sem fórust, má hins vegar teljast ein hin besta í bókinni, að því marki sem slík einkunnagjöf getur annars átt við. Veldur þar mestu sú drjúga fyndni sem innan endimarka hennar leynist. Tveir feðgar hér suður með sjó gefast upp á sambúð við skap- stóran kvenmann, konu annars og móður hins, og láta sem þeir hafi farist í sjóróðri. Nokkru síðar birtast svo þar syðra tveir menn vestan af Snæfellsnesi, sem segjast vera frænd- ur hinna horfnu feðga, og kemur svo smámsaman í ljós að þar eru þeir sjálfir á ferðinni, þeirra erinda að ná í sjóð nokkurn og byssuhólk föður- ins, sem kerlingu hafði tekist að stinga undan þegar þeir hurfu. Henni hafði með öðrum orðum tekist að sjá þá út og haft pata af ráðabruggi þeirra. Þannig mætti halda áfram, en í þeim tveim sögum, sem eftir eru, er á svipaðan hátt áfram tekist á við sambærileg efni. Smásagan sem list- form er vissulega viðkvæm og síður en svo vandalaus meðferðar. I hönd- um listrænna höfunda geta verk innan þessa forms orðið hreinustu perlur, en í höndum þeirra, sem miður kunna til verka, getur árang- urinn aftur á móti orðið klúðrið einbert. Veldur þar mestu hvort höfundar gera sér ljósa grein fyrir því að smásagan er í eðli sínu skyld Ijóðinu; henni er ætlað að bregða upp hnitmiðaðri mynd af atviki, persónu eða atburði, en ekki að segja langa sögu líkt og skáldsaga af hefðbundinni gerð. Það verður ekki annað séð en að í þessum sögum hafi Jón Dan gengið í hæsta máta fagmannlega að verki sínu. Sögur hans hér koma víða að, en snúast þó allar um eitt og sama grundvallarefnið. Þær eru vandlega hnitmiðaðar í kringum vel afmörkuð viðfangsefni, og árangurinn verður því markvissskáldverk sem í einfald- leika sínum og innbyggðri takmörk- un formsins ná oft að segja töluvert meiri og lengri sögu en ein saman frásögnin í þeim gefur svigrúm eða tilefni til. Eysteinn Sigurðsson. Siglaugur Brynleifsson: DanteAlighieri Dante Alighieri: La Divina Comedia - Die Göttlichen Komödie. Italienisch und Deutsch. Herausgegeben, úbers- etzt und kommentiert von Hermann Gmelin. Vollstándige Ausgabe. I-VI. Deutscher Taschenbuch Verlag 1988. Dante Alighieri: Vita nova - Das neue Leben. Ubersetzt und kommentiert von Anna Coseriu und Ulrike Kunkel. (Italienisch - deutsch). Vollstándige Ausgabe. Originalausgabe. Deutscher Taschenbuch Verlag 1988. Þýðandinn er talinn hafa unnið þrekvirki með þýðingu sinni og út- gáfu Divina Comedia á þýsku. Þetta er nú talin vandaðasta þýðing og útgáfa þessa höfuðverks bókmennta miðalda. Þýðingin kom fyrst út hjá Klett Verlag á árunum 1949-58 og er hér Ijósprentuð. Bindin eru sex, fyrstu þrjú eru Divina Comedia á ítölsku og þýsku og seinni bindin þrjú, skýringar og útlistanir á sögu- legum, bókmenntalegum og sál- fræðilegum forsendum verksins. Án þessara skýringa verða ýmsir þættir og tilvitnanir í textanum lítt skiljan- legir. Þýðandinn hefur ritað inngang við skýringarbindi kviðanna: Helvít- is, hreinsunareldsins og paradísar. Kviður Dantes hafa verið þýddar á flestar höfuðtungur Evrópu, bæði af skáldum og fræðimönnum. Dante rannsóknir eru stundaðar og því koma ýmis atriði í ljós sem þarfnast nýrrar viðmiðunar við þýðingarstarf. ítalir hafa eðlilega stundað þessar rannsóknir með bestum árangri auk þess sem Dantefræðingar um allan heim hafa lagt hönd á plóginn. Comedian er lykilverk til skilnings á meðvitund miðaldamannsins og sú meðvitund er tveggja heima, jarðleg tilvera, sem var undirbúningur undir vist annars heims. Mönnum þeirrar tíðar var annar heimur algjör raun- veruleiki og skoðanir svipaðrar teg- undar voru ekki síður þáttur í lífi fornþjóðanna. Manninum virðist vera eðlislægt að skynja heiminn víðari skilningi en „jarðligur skiln- ingur“ gefur tilefni til. Því er það í hæsta máta eðlilegt og rökrétt að Virgilius er leiðsögumaður Dantes. Vita nova þýðir ný meðvitund og hún er inntak þessa frumverks Dant- es sem er talið ort 1293. Tólfta og þrettánda öld voru bókmenntaleg blómaskeið í Evrópu allri og þar með opnuðust mönnum nýjar víddir og skilningur. Þessi blómi náði til ystu jaðra hins evrópska menningar- svæðis, eins oggerðist hérlendis, þar sem kunnir og ókunnir höfundar settu saman texta sem voru og eru inntak íslenskrar vitundar og jafn- framt hliðstæða við bestu bók- menntaverk Evrópu á sama tíma. Dante nefndi frásögn sína Vita nova. Frásögnin er í prósa og ljóðum um ást hans á Beatrice, frá níu ára aldri og allt til dauða Beatrice 24 ára að aldri. Verk Dantes er mesti óður til ástarinnar sem ortur hefur verið, Beatrice verður honum leiðin til sáluhjálpar. Sagan og það sem lesa má út úr sögunni hefur orðið flestum erfitt til túlkunar, en verkið er svo mögnuð lyrik að það „lifir sínu lífi án túlkunar“. Burckhardt skrifar í riti sínu um endurreisnina eða endurfæðinguna, sem er réttari þýð- ing á orðinu renaissance: „Verkið skilur að miðaldir og vora tíma. Mennskur andi hefur með því opnað nýjar víddir í eigin meðvitund.“ Þýðendur verksins á þýsku hafa sínar útskýringar á inntaki verksins og svo fer öllum sem það lesa. Textinn er á ítölsku og þýsku og skýringargreinar og bókaskrá í bókarlok auk eftirmála útgefenda og þýðenda. Þessi bók er fyrsta útgáfa. i Hnr Ull 1. Kl. 9.30 2. Kl. 9.45 AÐALFUNDUR MIÐSTJÓRNAR FRAMSÓKNARFLOKKSINS verður haldinn laugardaginn 25. nóvember 1989 á Hótel Loftleiðum. Dagskrá Fundurinn settur. Steingrímur Hermannsson Kosnir starfsmenn fundarins. a) 2 fundarstjórar b) 2 ritarar c) 5 menn í Kjörnefnd 3. Kl. 10.00 Yfirlitsræða formanns: Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra Almennar umræður Hádegisverður Kynnt - NEFNDARÁLIT - nefndar sem skipuð var af Þingflokki Framsóknarflokksins - um efnahags-, at- vinnu- og byggðamál. Fyrirspurnir/Pallborð EB/EFTA OG Island. Framsaga starfshóps. Umræður, afgreiðsla ályktunar. Sveitarstjórnarkosningarnar 1990. Framsagastarfshóps. Umræður, afgreiðslaályktunar. Kaffihlé Byggða- og atvinnumal. Framsaga starfshóps. Umræða, afgreiðsla ályktunar. Kosning 9 manna í framkvæmdastjórn. Álitsdrög frá Skipulagsnefnd Framsóknarflokksins. Umræður, ábendingar. Kosning 3ja varamanna í framkvæmdastjórn. Önnur mál. Fundarslit. Steingrímur Hermannsson Kl. 12.00 4. Kl. 13.00 5. Kl. 14.00 6. Kl. 15.00 Kl. 16.00 7. Kl. 16.30 8. Kl. 18.00 9. Kl. 18.15 10. Kl. 19.00 11. Kl. 19.15 12. Kl. 20.00 Framsóknarflokkurinn. Gissur Pétursson Miðstjórnarfundur SUF Miðstjórnarfundur SUF verður haldinn föstudaginn 24. nóvember. Dagskrá nánar auglýst síðar. Miðstjórnarmenn eru hvattir til að mæta. Samband ungra framsóknarmanna. Viðtalstími LFK Bjarney Bjarnadóttir, ritari LFK, verður til viðtals á skrifstofu Framsóknarflokksins, Nóa- túni 21, miðvikudaginn 22. nóvember kl. 14-16. Stjórn LFK. Bjarney Borgnesingar nærsveitir Spilum félagsvist í Samkomuhúsinu Borgarnesi föstudaginn 24. nóv. kl. 20.30. Annað kvöldið í þriggja kvölda keppni. Framsóknarféiag Borgarness. m Unnur Stefánsdóttir Framkvæmdastjórn - Landsstjórn Kvöldverðarfundur framkvæmdastjórnar og landsstjórnar LFK verður haldinn í Veitingahöllinni, föstudaginn 24. nóvember nk. kl. 19.30. Málefni fundarins eru: Miðstjórnarfundur flokksins og vetrarstarf LFK. L.F.K. Framsóknarvist Sunnudaginn 26. nóv. kl. 21.00, einnig 10. des. kl. 21.00 og 14. jan. ’90 kl. 21.00. 3ja kvölda keppni, kvöldverðlaun, heildarverðlaun helgarferð til Akureyrar fyrir 2, að verðmæti um 25.000,- Mætum vel. Framsóknarfélag Rangæinga. Framsóknarfélag Garðabæjar heldur fund að Goðatúni 2, mánudagskvöldið 27. nóv. kl. 20.30. Umræðuefni: Komandi bæjarstjórnarkosningar. Stjórnin Kópavogur - Opið hús Framsóknarfélögin í Kópavogi hafa opið hús á miðvikudögum kl. 17.30 til 19.00.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.