Tíminn - 23.11.1989, Qupperneq 2

Tíminn - 23.11.1989, Qupperneq 2
2 Tíminn Fimmtudagur 23. nóvember 1989 Sprengjusérfræðingar Landhelgisgæslunnar að störfum á vettvangi í gærmorgun. Þarna í hominu sprakk sprengjan. Leifar af kveikjuþræðinum fundust í kjarrinu til vinstri á myndinni. Sjá má að hurðin hefur rifnað af stöfunum og brotnað, en þetta er bakhluti bQskúrsins. Handan veggsins sem annar sprengjusérfræðinganna styður hendinni á er sund, þar sem í fyrstu var talið að sprengjan hafi sprangið og hefði getað valdið þeim ófyrirsjánlegu tjóni sem átt hefði leið þar um. Tímamynd Pjetur. Dínamít sprengt í húsagarði við Laufásveg: Talið er að sprengjan sem sprakk skömmu fyrir kl. 22 á þriðjudagskvöld í bakgarði húss númer 24 við Laufásveg, hafi verið sömu stærðar og sprengjumar sem sprangu í september á Bergþórugötu og Öldugötu. Engin slys urðu á fólki, en vel á annan tug rúða brotnaði, einkum á vesturhlið hússins þar sem sprengjan sprakk og í kjallara hússins að Fríkirkjuvegi 11. Ekki hefur tekist að hafa hendur í hári þeirra sem hér voru að verki. Að sögn sprengjusérfræðinga Landhelgisgæslunnar eru ummerki svipuð og í fyrri skiptin og bendir allt til þess að um eina 120 gramma dínamíttúpu hafi verið að ræða. Aðspurður hvort þessi sprenging og sprengingarnar fyrr í haust væru eitthvað í líkingu við sprengingar IRA á áttunda áratugnum, sagði sprengjusérfræðingurinn að þessi sprengja væri jafnvel öflugri en margar sprengjur IRA-manna þá. Sagði hann að fólk liti á sprengjutil- ræði IRA erlendis alvarlegum aug- um, „en telja þessar sprengjur hér heima vera einhvem leikaraskap. Þetta eru ekki síður öflugri sprengjur," sagði sprengjusérfræð- ingurinn. Við vettvangsrannsókn í fyrra- kvöld fannst sprengiþráður á gang- stígnum milli húsanna númer 22 og 24 við Laufásveginn. f gærmorgun þegar Tímann bar að garði fundu sprengjusérfræðingar fleiri búta af sprengjuþræðinum í bakgarðinum, þá var einnig búið að finna staðinn þar sem sprengjan sprakk. Sprengjan sprakk eins og áður sagði í garði húss númer 24 við Laufásveginn, í homi bílskúrs- veggjar og veggjar er skilur að bakgarðinn og sundið að Fríkirkju- 'vegi 11. f hominu mátti greinilega sjá ummerki eftir sprenginguna og var steinstétt gengin niður í hom- inu og svört slikja var á veggnum. Á bílskúrsveggnum þar sem sprengjan sprakk brotnaði hurð og í húsinu vom 11 rúður brotnar á vesturhliðinni. Til að gefa hug- mynd um þrýstinginn sem hlaust af sprengingunni, þá brotnuðu fjórar rúður í kjallara hússins að Frí- kirkjuvegi 11, sem er í um 70 metra fjarlægð en steinveggur skilur að staðinn þar sem sprengjan sprakk og ofangreindar rúður að Frí- kirkjuvegi 11 er brotnuðu. Piltur sem var á gangi milli Kvennaskólans og Skothúsvegar, sem er í talsverðri fjarlægð frá þeim stað sem sprengjan sprakk hentist um koll við þrýstinginn. Að sögn sprengjusérfræðingsins hefði getað farið illa ef einhver hefði verið á gangi um sundið. Það var kl. 21.53 sem tilkynning barst um sprenginguna til lögreglu. Fjöldi fólks dreif að og sagði sprengjusérfræðingurinn að það hefði að nokkm hamlað rannsókn á vettvangi. Ekki hefur tekist að hafa hendur í hári þeirra sem hér vom að verki, en leitt hefur verið getum að því sömu aðilar hafi sprengt sprengj- una við Laufásveg og á Bergþóm- götu og Öldugötu í september. -ABÓ Leifar kveikiþráðs er fannst á lóðinni í gærmorgun. Tímamynd Pjetur Sprengjan álíka öflug og þær er sprungu í haust Verslunarbankinn sendir Stöð 2 ótvíræð skilaboð vegna skuldastöðu: Verslunarbanki fslands hefur nú vaxandi áhyggjur vegna skuldastöðu Stöðvar 2. Akveðnar heimildir Tím- ans herma að stöðin skuldi nú nokk- ur hundruð milljónir króna og stærstur hluti skuldarinnar sé í Versl- unarbankanum. Hafa forráðamenn bankans fengið sig fullsadda á at- burðum síðustu vikna og leita nú logandi Ijósi að vel stæðum fyrir- tækjum, sem keypt gætu ríflega helming hlutafjár í Stöð 2. Á mánudag vom málefni Stöðvar 2 til umræðu á bankaráðsfundi Verslunarbankans. Fundurinn fór að mestu í umræður um skuldahala sjónvarpsstöðvarinnar. Þar börðu menn í borðið og sögðu að þessi skuldasöfnun gengi ekki lengur. f þessu sambandi er rétt að geta þess að nýverið greindu fjölmiðlar frá kaupum bandarísku sjónvarps- stöðvarinnar NBC á 5% hlutafé Stöðvar 2. Tímaritið Frjáls verslun greindi frá þessu í síðasta tölublaði undir fyrirsögninni „Stöð 2: NBC kaupir5% á 185 mil!jónir.“ Ástæður kaupanna segir Frjáls verslun að NBC vilji styrkja stöðu sína hvar- vetna í Evrópu áður en Evrópu- bandalagið verður ein markaðsheild 1992. í niðurlagi fréttarinnar segir Frjáls verslun; „Ef þetta reynist rétt vera em hér á ferðinni mikil tíðindi og víst er að þetta skref mundi styrkja stöðu Stöðvar 2 gífurlega." Heimildir Tímans benda á að ólíklegt sé að stöð á borð við NBC hafi fyrir því að kaupa smáhlut í sjónvarpssöð á íslandi eða sinni yfirleitt slíkum sparðatíningi. Mun Verslunarbankinn ekki hafa trú á þessu og vísa til sambærilegra mála, sem áður hafa skotið upp kollinum í samskiptum við Stöð 2. í gær barst Tímanum fréttatil- kynning frá utanríkisráðuneytinu, þar sem m.a. var greint frá því að Jón Baldvin Hannibalsson utanríkis- ráðherra hafi, í kjöifar heimsóknar Mitterands, sent bréf til Frakklands varðandi áhuga Stöðvar 2 um náið samstarf við franska sjónvarpsstöð. f sömu frétt segir að Frakklandsfor- seti hafi vakið máls á mikilvægi samvinnu Evrópuríkja, þar á meðal fslands, á sviði sjónvarpsmála, til eflingar menningu Evrópuþjóða. í niðurlagi fréttatilkynningarinnar segir; „Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra telur, að nauðsyn beri til að renna styrkari stoðum undir starfsemi íslenskra sjónvarps- stöðva, bæði fjárhagslega og hvað snertir dagskrárefni.“ Markús Örn Antonsson útvarps- stjóri kannaðist ekki við að hafa óskað eftir slíkum afskiptum utan- ríkisráðherra. Hinsvegar munu liggja skjalfestar sannanir fyrir því að Stöð 2 er að reyna með aðstoð utanríksiráðherra að ná samningum við frönsku sjón- varpsstöðina Canal Plus um sam- vinnu og fjárhagslega aðstoð. Þessar æfingar Stöðvar 2 eru túlk- aðar sem örvæntingafullar tilraunir til að bjarga fyrirtækinu. - ES/IGÞ „Hin rámu regindjúp“ f kvöld kl. 20.50 hefjast í Sjón- varpinu sýningar á nýrri íslenskri þáttaröð sem hlotið hefur nafnið „Hin rámu regindjúp“. Þar er fjallað um eldsumbrot á jörðinni og þróun jarðarinnar. Höfundur handrits og þulur er Guðmundur Sigvaldason jarðfræðingur og framleiðandi Jón Hermannsson. „Þetta er metnaðarfyllsta og dýr- asta heimildamyndagerð sem íslend- ingar hafa ráðist í og feiknalega vandað efni,“ sagði Sveinn Einars- son dagskrárstjóri Sjónvarpsins þeg- ar blaðamönnum gafst kostur á að kynnast aðeins þessu fróðlega og skemmtilega efni sem þarna verður sýnt í 6 þáttum sem hver um sig er 25 mínútna langur. Undirbúningur að þáttagerðinni hófst fyrir þrem árum, en undanfarið eitt og hálft ár hefur leið þeirra Guðmundar og Jóns legið víða um heim til að afla efnis og má nefna staði eins og Kalifomíu, Kína, Kól- umbíu, Frönsku Vestur-Indíur, Grikkland, Himalaja-fjöll, Hawaii og Indónesíu. Eins og nærri má geta hefur þetta verið dýrt fyrirtæki og er kostnaður kominn upp í 25 milljón- ir.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.