Tíminn - 23.11.1989, Síða 3

Tíminn - 23.11.1989, Síða 3
Fimmtudagur 23. nóvember 1989 Tíminn 3 Bifreiðaskoðun á Sauðárkróki Frá Emi Þórarinssyni, fréttaritara Tímans í Fljótum Fyrir skömmu opnaði Bifreiðaskoð- un íslands hf. skoðunarstöð á Sauð- árkróki. Stöðin er til húsa í mjög vistlegum og rúmgóðum húsakynn- um að Sauðármýri 1, en það hús hafði staðið ónotað síðan bílasala Óla Antons fór úr því fyrir rúmu ári. í skoðunarstöðinni er hægt að skoða alla bíla innan dyra að vörubifreið- um undanskildum. Starfsmaður Bifreiðaskoðunar hefur verið ráðinn Bjarki Sigurðsson. Bjarki sagði blaðamanni að skoðunarstöðin ætti fyrst og fremst að þjóna Skagafjarð- arsýslu þótt þangað gætu að sjálf- sögðu komið bílar hvaðanæva af landinu. Stöðin verður fyrst um sinn opin frá kl. 8.00 til kl. 15.30 alla virka daga. Bjarki sagðist búast við að gestkvæmt yrði í Skoðunarstöð- inni til að byrja með, því fjöldi ökutækja í héraðinu væri óskoðaður enn og búast mætti við að lögreglu- menn færu að huga að klippunum fljótlega. Úr skoðunarstöðinni á Sauðárkróki, Bjarki Sigurðsson ásamt syni sínum á opnunardaginn. Myndir ö. Þ. Magnús Magnússon hefur verið sæmdur riddaraorðu breska heims- veldisins. Magnús Magnússon - heiðursriddari Á mánudaginn var tilkynnt opin- berlega að Elísabet Bretlandsdrottn- ing hefði ákveðið að sæma Magnús Magnússon heiðursriddaratign eða KBE, riddaraorðu breska heims- veldisins. Magnús er sæmdur orð- unni fyrir mikilvæg störf sín að varðveislu þjóðararfs, sérstaklega í Skotlandi. Magnús verður sæmdur tigninni í Edinborgarkastala 15. desember næstkomandi. Skotlandsmálaráð- herra mun sæma Magnús orðunni þar sem Magnús er ekki þegn drottn- ingar. Af sömu ástæðu mun Magnús ekki nota titilinn, sir, sem fylgir heiðrinum þegar breskir ríkisborgar- ar eiga í hlut. Auk sjónvarpsþáttanna Master- mind er Magnús þekktur fyrir ritstörf. Einnig er hann forseti breska fuglaverndunarfélagsins og í þjóðminjasafnsnefnd Skotlands. Fjórir íslendingar hafa hlotið heiðursriddaranafnbót í Bretlandi: Guðmundur í. Guðmundsson fyrr- um utanríkisráðherra, Henrik Sv. Björnsson sendiherra, Ásgeir Ás- geirsson fyrrum forseti og Vigdís Finnbogadóttir forseti íslands. Af erlendu fólki sem hlotið hefur þenn- an heiður má nefna Ronald Reagan og fiðlusnillinginn Jehudi Menuhin. ________________ SSH Bílarogtæki Brimborgar þjónustud Hið þekkta bíla- og vélafyrirtæki Þórshamar á Akureyri hefur tekið að sér umboð fyrir Daihatsubíla og annast nú sölu á þeim norðanlands auk þess sem það sér um viðgerðir og varahlutaþjónustu fyrir Daihatsu. Þórshamar annast einnig sölu á öðrum bílum og tækjum sem Brim- borg hf. í Reykjavík flytur inn til íslands og má þar nefna Volvobíla af öllum stærðum og gerðum, vinnu- vélar, bátavélar og lyftikrana. Þórshamar er rúmlega hálfrar ald- ar gamalt fyrirtæki og hjá fyrirtækinu vinna um 30 manns. Þar er rekin stór varahlutaverslun og tvö viðgerð- averkstæði; annað fyrir vörubíla og vinnuvélarenhittfyrirfólksbíla. -sá Allt að 16% yerðlækkun á lambakjöti ef þú kaupir 1 v / / kjotborðinu fcerdu m.a snyrt lœri, lœrissneiöar, súpukjöt o.fl. á tilboðs- verði. Frambtyggir eru á sérstaklega góðu verði og einnig bjóðum við „mjóa bryggi“ sem er nýjung á markaðnum. M..... ífrystiborðinu fœrðu innpakkaðar kótilettur, lceri, lcerissneiðar, „mjóa bryggi", framhryggi, framhryggjarsneiðar, súpukjöt o.fl. á góðu verði. Lambakjöt á lágmarksverði - úrvalsJiokkur: Súpukjöt, hálfur hryggur, grillrif og lceri í heilu Einstakir hlutar sem nýtast illa eru fjarlcegðir. Þúfœrð alltþetta kjöt (6,0 kg) fyrir aðeins 2.568 kr. Þar sem óvenju lítið er til af lambakjöti frá haustinu ’88 bjóðum við það allt á sér- stöku tilboðsverði til mánaðamóta. Hvort sem þú kaupir það ferskt eða frosið, úr ffystiborði eða kjötborði, færðu það á mjög góðu verði. Sparaðu núna — verðlækkunin stend- ur aðeins til mánaðamóta ef birgðir endast. SAMSTARFSHÓPUR UM SÖLU LAM BAKJÖTS

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.