Tíminn - 30.11.1989, Síða 4

Tíminn - 30.11.1989, Síða 4
4 Tíminn Fimmtudagur 30. nóvember 1989 AÐUTAN Júgóslavía að liðast í sundur: Serbar vilja slíta tengsl við Slóvena Kommúnistaflokkurinn í Serbíu vill að öll tengsl Serbíu við Slóveníu verði slitin, sem í raun þýðir að Júgóslavía liðast í sundur sem sambandsríki. Mótmælafundur Serba. Mynd af leiðtoga þeirra Milosevio höfð í fararbroddi. Nú hefur kommúnistaflokkurinn í Serbíu hvatt til að öll tengsl verði slitin við Slóveníu. Það gæti orðið til þess að Júgóslavía liðaðist í sundur. FRÉTTAYFIRLIT PRAG - Tékkneska þingið samþykkti samhljóða að fella úr gildi ákvæði stjórnarskrár- innar sem kveður á um forræði kommúnistaflokksins f Tékkó- slóvakíu. Pólitískum föngum var sleppt úr fangelsum lands- ins og hafa þeir heitið að berjast fyrir umbótum í fang- elsismálum. RÓM - Mikhaíl Gorbatsjof forseti Sovétríkjanna hóf þriggja daga opinbera heim- sókn sína til (talíu ásamt konu sinni Raisu. Hann mun meðal annars ræða við páfann. SAN SALVADOR - Bar- dagar milli stjórnarhersins og skæruliða Farabundo Marti neyddu Bandarfkjamenn til að loka sendiráði sínu í borginni. Skæruliðar kröfðust þess að helstu hótel borgarinnar yrðu rýmd svo hótelgestum stæði ekki ógn af bardögunum. -Sósíalistabandalagið hvetur al- menning, stofnanir og fyrirtæki til að slíta á öll tengsl við Slóveníu, sagði í yfirlýsingu Sósíalistabanda- lagsins sem er kommúnistaflokkur- inn í Serbíu, en yfirlýsing þessi var lesin í útvarpinu í Belgrad í gær. Áður en þetta gerðist höfðu stjórnvöld í Slóveníu bannað alla opna fundi í Slóveníu til að koma í veg fyrir að fylkingum herskárra Serba og Slóvena ljósti þar saman, en Serbar hugðust halda útifundi í Ljubljana höfuðstað Slóveníu á föstudag. Slíkt gæti endað í blóðbaði þar sem kynþáttaólga hefur kraum- að mjög í Júgóslavíu að undanförnu. Innanríkisráðherra Slóveníu skýrði frá banninu og sagði að lög- regla muni leysa upp alla útifundi á opinberum stöðum og að bifreiðir sem flytji fólk á slíkar samkomur yrðu gerðar upptækar. Þjóðernissinnaðir Serbar sem höfðu undirbúið útifund Serba í Ljubljana sögðu að von hefði verið á tugþúsundum Serba sem komið hefðu frá hinum ýmsu stöðum Ser- bíu. Serbar hafa verið iðnir við að ota sínum tota að undanförnu, en Serbía er stærsta lýðveldið í ríkja- sambandinu Júgóslavíu. Serbía hef- ur fengið aftur í hendur stjórnvölinn í héraðinu Kosovo, þar sem mikill meirihluti íbúanna er af albönsku bergi brotinn, en héraðið hafði haft sérstaka sjálfstjórn í rúm fimmtán ár. Slóvenar hafa gagnrýnt mjög yfir- gang Serba gegn Albönum, enda óttast þeir að Serbar muni ekki láta staðar numið heldur einnig seilast eftir völdum í Slóveníu. Lífskjör í Júgóslavíu eru einna best í Slóveníu auk þess sem bragur þar er mjög vestrænn, enda liggur Slóvenía að landamærum Ítalíu og Austurríkis. Króatar hafa einnig tekið upp hanskann fyrir Albana í Kosovo þar sem tuttugu og átta manns féllu í kynþáttaátökum fyrir ári. Telja for- ystumenn Króata, jafnt sem Slóvena að Serbar vilji slíta samkomulagi um valdajafnvægi í Júgóslavíu og auka hlut sinn, en öflug þjóðernishreyfing Serba hefur krafist þess að undan- förnu. -Það mun ekki einn einasti Serbi koma inn fyrir landamæri Slóveníu til mótmælafundar, sagði Joze Smole forseti Sósíalistabandalagsins í Slóv- eníu í fyrradag. -Ef Serbar halda áfram á þessari braut, þá mun það neyða Slóvena til að segja sig úr ríkjasambandinu, sagði Smole. Serbar eru æfir vegna aðgerða Slóvena til að koma í veg fyrir fundahöld. í yfirlýsingu Sósíalist- abandalagsins í Serbíu segir að slíkar aðfarir hafi ekki tíðkast í Júgóslavíu frá því Þjóðverjar hernámu landið í síðari heimsstyrjöldinni. Þeir minn- ast hins vegar ekki á að Serbar hafa beitt svipuðu fundarbanni á Albani í Kosovo. MOSKVA - Að minnsta kosti tveir menn voru drepnir í kynþáttaátökum í Nagorno- Karabakh en þar ríkir gífurleg ólga eftir að Æðsta ráð Sovét- ríkjanna ákvað að setja hérað- ið aftur undir stjórn Azera. Héraðið er nær eingöngu byggt Armenum. JERÚSALEM -Palestínu- menn á hernumdu svæðunum á Vesturbakkanum og í Gaza hófu allsherjarverkfall til að minnast þess að 42 ár eru liðin frá því að Sameinuðu þjóðirnar greiddu atkvæði um að gyð- ingaríki yrði stofnað í Palest- ínu. Þá var einnig gert ráð fyrir Palestínuriki. LOS ANGELES - Starfs- menn bandarísku tollgæslunn- ar fundu í gær sprengju við leit í faranari sem átti að setja um borð ( farþegaþotu í eigu flugfélags frá Kólumbíu. Sprengjusérfræðingar lögregl- unnar í Los Angeles voru kall- aðir til og geröu sprengjuna óvirka. Þrír dagar eru frá því að sprengja grandaði farþega- þotu í Kólumbíu. BÚDAPEST - Fimleika- stjarnan Nadia Comaneci, sem vann hug og hjörtu fimleikaá- hugamanna víðs vegar um heiminn þegar hún varð fyrst manna til að fá 10 f einkunn á ólympíuleikunum í Montreal, er flúin frá Rúmeníu til Ung- verjalands. Líbanon: Kristnar hersveitir fylkja sér um Aoun Vopnaðar sveitir kristinna manna í Líbanon hafa lýst stuðningi við Michel Aoun hershöfðingja, fyrrum yfirmann stjórnarhersins í Líbanon ef Sýrlendingar og hersveitir múslíma reyni atlögu að Aoun. Þannig hefur Aoun fengið liðsstyrk tólfþúsund vopnaðra manna gegn herliði Sýrlendinga, en Sýrlendingar hafa vígbúist af miklum krafti og sent mikinn liðsauka til Líbanon undanfarin dægur. -Ég gaf þá skipun til líbönsku hersveitanna að taka sér stöðu við hlið hersins og verja svæði kristinna Spenna jókst mjög í Líbanon í fyrradag eftir að ný ríkisstjórn lands- ins vék Michel Aoun frá sem æðsta yfirmanni stjórnarhersins og skipaði þess í stað trúbróður hans, hinn kristna maróníta Emile Lahoud yfirmann hersins. Lahoud er mjög hallur undir Sýrlendinga sem aftur á móti standa að baki hinnar nýju ríkisstjórnar og nýja forseta landsins Elias Hrawi. manna, sagði Samir Geagea leiðtogi hinna vopnuðu sveita kristinna manna í Beirút á blaðamannafundi í gær. Þá skoraði Geagea á Elias Hrawi að gera allt sem í hans valdi stæði til að koma í veg fyrir íhlutun Sýrlend- inga og verja svæði kristinna manna, SKREF TEKIÐ í FRIDARÁTT Ríkisstjómin í Eþíópíu og skæruliðar í Eritreu hafa náð sam- komulagi um að hefja beinar frið- arsamningaviðræður strax eftir áramótin og binda enda á borgara- styrjöldina sem ríkt hefur í landinu í rúm tuttugu ár. Er gert ráð fyrir að Júlíus Nyerere fyrrum forseti Tansaníu og Jimmy Carter fyrrum forseti Bandaríkjanna muni stjóma friðarviðræðunum. Samkomulag um þetta náðist eftir átta daga viðræður fulltrúa ríkisstjórnar Eþíópíu og Þjóðfrels- ishreyfingar Erítreu, en fundur þessara aðila fór fram í Nairóbí. Auk forsetanna tveggja, þá munu Einingarsamtök Áfríku, Zimbabwe, Senegal, Tansanía, Súdan, Kenýa og Sameinuðu þjóð- imar eiga aðild að friðarviðræðun- um til að tryggja að þær fari heiðarlega fram. f viðræðunum í Nairóbí komust báðir aðilar að samkomulagi um að gera allt sem í þeirra valdi stæði til að draga úr áhrifum þurrka sem nú ganga yfir norðurhluta Erítreu, en sérfræðingar Sameinuðu þjóð- anna hafa spáð því að fjórar millj- ónir manna þurfi neyðaraðstoð vegna áhrifa þurrkanna í norður- héruðum Erítreu, í Tígerhéraði og Wollohéraði, en borgarastyrjöldin hefur leikið þessi héruð grátt. Það var Jimmy Carter sem skýrði frá þessum hluta samkomulagsins og sagðist vona að hann gæti beitt áhrifum sínum til að flýta fyrir hjálparstarfi á þurrkasvæðunum. en Hrawi er kristinn maróníti. Þá gaf Falangistaflokkurinn, lang- sterkasti stjómmálaflokkur krist- inna manna í Líbanon út yfirlýsingu þar sem hann hvetur kristna menn til allsherjar vígvæðingar til að verj- ast hugsanlegri árás Sýrlendinga. Var sú yfirlýsing fyrstu viðbrögð Falangistaflokksins við valdabaráttu Aouns og hins nýja forseta. Hins vegar hafði flokkurinn tekið afstöðu gegn Aoun og lýst stuðningi við Rene Muawads forseta sem myrtur var í síðustu viku, enda var Muawad ekki eins hallur undir Sýrlendinga og Elias Hrawi. Ljóst er að þó Michel Aoun hafi verið settur af sem yfirmaður stjóm- arhersins, þá fylgja hersveitir krist- inna manna í hemum honum að máli með fáeinum undantekningum þó. Indland: RAJIV GANDHI SEGIR AFSÉR Rajiv Gandhi sagði af sér emb- ætti forsætisráðherra Indlands í gær í kjölfar hins gífurlega kosn- ingaósigurs Kongressflokksins sem farið hefur með völd í land- inu nær óslitið frá því Indverjar hlutu sjálfstæði árið 1947. Þrátt fyrir ófarirnar var Gandhi endur- kjörinn forseti Kongressflokksins í gær. Stjórnarandstaðan á Indlandi er nú að bögglast við að koma saman ríkisstjóm og var stórt skref tekið í þá átt þegar stjórn- málaflokkur strangtrúaðra hind- úa sagðist ætla að styðja ríkis- stjórn Þjóðarfylkingarinnar sem er kosningabandalag ýmissa flokka. Hafði Þjóðarfylkingin þegar fengið stuðning vinstri sinnaðra smáflokka til að mynda ríkisstjórn. Tékkóslóvakía: Frjálsar kosningar haldnar innan árs Háttsettur tékkneskur embættis- maður skýrði frá því að frjálsar kosningar yrðu haldnar í landinu, jafnvel innan árs. Þá staðfesti hann þá ákvörðun kommúnistaflokksins að flokkurinn muni afnema ákvæði í stjórnarskránni sem tryggja komm- únistum forræði í tékkneskum stjórnmálum. -Frjálsar og lýðræðislegar kosn- ingar... verða haldnar á þeim degi sem þingið mun ákveða, sagði Vasil Mohorita meðlimur í stjórnarnefnd kommúnistaflokksins á frétta- mannafundi í gær. Mohorita sagði að ríkisstjórnin myndi undirbúa þær breytingar sem nauðsynlegar væru á kosningalögum landsins svo að tryggt yrði að þjóðar- atkvæðagreiðsla muni túlka vilja tékknesku þjóðarinnar. -Ég held að þær verði haldnar innan tólf mánaða, sagði Mohorita þegar hann var inntur eftir því hvenær kosningarnar yrðu haldnar.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.