Tíminn - 30.11.1989, Blaðsíða 6
6 Tíminn
Fimmtudagur 30. nóvember 1989
Timinn
MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU 0G FÉLAGSHYGGJU
Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og
Framsóknarfélögin í Reykjavík
Framkvæmdastjóri:
Ritstjórar:
Aðstoöarritstjóri:
Fréttastjórar:
Auglýsingastjóri:
Kristinn Finnbogason
Indriði G. Þorsteinsson ábm.
IngvarGíslason
OddurÓlafsson
Birgir Guðmundsson
Eggert Skúlason
SteingrímurGíslason
Skrifstofur: Lyngháls 9, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími:
680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar
686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot:
Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f.
Frá og með 1. ágúst hækkar:
Mánaðaráskrift í kr. 1000,-, verð í lausasölu í 90,- kr. og 110,- kr. um
helgar. Grunnverð auglýsinga kr. 660,- pr. dálksentimetri
Póstfax: 68-76-91
Tvö tímabil
Stjórnarforysta Porsteins Pálssonar í 14 mánuði,
frá júlímánuði 1987 til septembermánaðar 1988,
verður lengi í minnum höfð fyrir úrræðaleysi forsæt-
isráðherrans og þess liðs sem hann studdist við.
Á þessu tímabili óx rekstrarvandi í undirstöðu-
greinum atvinnulífsins, sjávarútveginum og sam-
keppnisiðnaðinum, með þeim afleiðingum að um allt
land stefndi í rekstrarstöðvun fyrirtækja og atvinnu-
leysi blasti við. Enda fór svo að stöðvun fjölmargra
fyrirtækja varð ekki umflúin. Ýmsum þeirra varð ekki
bjargað frá gjaldþroti. Porsteinn Pálsson, formaður
Sjálfstæðisflokksins, horfði á þessa þróun gerast án
þess að hafast nokkuð að, þótt hann væri forsætisráð-
herra landsins.
Nú má vel vera að Þorsteini Pálssyni hafi verið sá
vandi á höndum að hann fengi ekki ráðið við það
sundraða lið sem Sjálfstæðisflokkurinn er samkvæmt
eðli og uppbyggingu, þar sem einstakar fylkingar eru
naumast í kallfæri hver við aðra, svo að helst er
líkjandi við þann fræga Lýðræðisfrjálshyggjuflokk í
Japan sem raðað er saman úr ótal kubbum í pólitískri
raðþraut. Þótt t.d. Egill á Seljavöllum sé raddsterkur
er borin von að ómur af máli hans heyrist yfir á
bekkina þar sem peninga- og vaxtafrjálshyggjan á
fulltrúa sína.
Það hefur komið í hlut þeirrar ríkisstjórnar, sem
mynduð var á rústum stjórnarferils Þorsteins Pálsson-
ar, að endurreisa atvinnulífið í landinu. Núverandi
stjórnarsamstarf nær yfir 14 mánaða skeið, sem hefur
verið óslitið endurreisnartímabil, í stað þess að 14
mánaða forsætisráðherratíð Þorsteins Pálssonar 1987-
1988 var tími vasturs og úrræðaleysis.
„Fyrirvarastefnan"
Pað er fróðlegt að fylgjast með málflutningi
sjálfstæðismanna í EFTA-málinu. Þar kemur fram
gamli tvískinnungurinn sem sjálfstæðismenn temja
sér í málflutningi þegar það hentar og oft endar í
tómri hræsni.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur nú tekið upp þá stefnu,
einn íslenskra stjórnmálaflokka, að íslendingar eigi
að búa sig undir að ganga í Evrópubandalagið. Pað
er hin opinbera stefna Sjálfstæðisflokksins og afar
þungvægt áhugamál margra forystu- og áhugamanna
í flokknum.
Framsóknarflokkurinn hefur hins vegar markað
algera andstöðu gegn aðildarhugmyndum Sjálfstæðis-
flokksins og vill leysa aðlögunarvanda íslendinga að
nýrri efnahagsþróun í Evrópu innan vébanda Fríversl-
unarsamtakanna með öllum þeim fyrirvörum sem
sérstaða íslands krefst. Það er stefna ríkisstjórnarinn-
ar. Hún má sem best kallast fyrirvarastefna. Það er
viðkunnanlegt gælunafn.
Helsti áhrifamaður Sjálfstæðisflokksins í efnahags-
og viðskiptamálum og aðalráðgjafi Þorsteins Pálsson-
ar í þeim efnum, Ólafur ísleifsson, fer hörðum orðum
um „fyrirvarastefnuna“ í Morgunblaðinu á sunnudag-
inn. Ólafur kemur til dyranna eins og hann er
klæddur. Það verður ekki sagt um Þorstein Pálsson
og liðsmenn hans á Alþingi, sem nú þykir ekki nóg
að gert að tryggja fyrirvarastefnuna. Það er ekki nýtt
að tvískinnungur endi í hræsni.
GARRI
Að sigla frosin höf
Komin er út bók eftir dóttur
Einars Benediktssonar, skálds, þar
sem skáldinu er lýst með augum
fjölskyldumeðlims. Það hcilleg-
asta, sem út hefur komið um Einar
er samantekt Steingríms J. Þor-
steinssonar, prófessors, fyrir fram-
an heildarútgáfu á verkum Einars.
Enn er saga Einars órituð, þ.e.
sagan sem hann á skilið að skrifuð
verði, svo einhvern tíma taki enda
þrálátar sögur um sölu norðurljósa
eða sölu jarðskjálfta, sem Einar
mun eitt sinn hafa sagt að skorti á
sölulistann.
Frosið fyrir skilningarvitin
Einar Benediktsson var stór-
brotinn maður, skáld og heimspek-
ingur, sem talaði um vatnsdropann
með líkum hætti og Einstein síðar
og aðrir vísindamenn, þegar þeir
fóru að fjalla um efnið og kjama
þess. En hann lifði á tíma, þegar
hin veraldlega hlið íslenskrar hugs-
unar var bundin í dróma þúsund
ára járnaldar ■ landinu. Framfar-
irnar höfðu faríð fram hjá landinu
á nítjándu öldinni, þegar iðnbylt-
ingin geisaði í Evrópu, og fyrstu
skrefin til framfara voru vart stigin
fyrr en í byrjun aldarínnar. Þá var
Einar orðinn fullþroska maður
með mikið hugmyndaflug og stóra
drauma um þá möguleika, sem
vom fyrir hendi í landinu sjálfu og
komið hafa í Ijós síðar. Virkjunar-
staðurinn við Búrfell var valinn á
þessum tíma að tilhlutan Einars
Benediktssonar, en vegna þess hve
þá var fast frosið fyrir skilningarvit
þjóðarínnar ráku menn upp
heimskuhlátur og sögðu að Einar
væri í útlöndum að selja norður-
Ijósin.
Skýjaborgir á járnöld
í ritdómi um sögu Katrínar
Hrefnu, Dúfu töframannsins, þar
sem hún segir frá sjálfri sér og
Einari föður sinum, segir Ámi
Bergmann í Þjóðviljanum, eftir að
hann hefur talið að málsvörn höf-
undar varðandi Einar sé dálítið út
Einar Benediktsson
í hött: „Eins og þegar Katrín
Hrefna tekur að sér að staðhæfa að
fyrirtæki og áætlanir Einars hafi
ekki verið ævintýramennska og
skýjaborgir, heldur hafi þar allt
verið vandlega hugsað og undirbú-
ið.“
Þarna erum við enn komin að
þessum sama gamla vanaskilningi
á Éinari Benediktssyni. AUt var
þetta ævintýramennska og skýja-
borgir. Helsta baráttu og bisness-
mál Einars var að fá Þjórsá virkj-
aða við Búrfell og önnur faUvötn,
og því hafði hann áhuga á að kaupa
vatnsréttindi. Virkjanir vom þýð-
ingarmiklar á þessum tíma með
hliðsjón af því að iðnaðurinn í
Evrópu gekk fyrir kolum. Einari
tókst ekki að koma af stað stór-
virkjunum. Það var ekki fyrr en
síðar, sem við eignuðumst mann
sem með aðstoð stefnumótunar
stjórnmálamanna reyndist ígildi
Einars Benediktssonar í virkjunar-
málum. Þessi maður er Jóhannes
Nordal. Hann tók við þar sem
Einar hætti við Þjórsá, og hefur
verið formaður stjómar Lands-
virkjunar allan tímann, sem stór-
virkjanir í landinu hafa staðið yfir.
En það var ekki fyrr en frostgadd-
urinn í vitum þjóðarinnar hafði
þiðnað. Enginn segir um Jóhannes
að hann hafi verið að selja norður-
Ijósin. Þessi er m.a. munurinn á
hugarfari járnaldar og hugarfari
tæknialdar.
Hann sigldi frosin höf
Enginn gerði sér betri grein fyrir
hugmyndum manna um raunveru-
leika skýjaborganna í byrjun aldar-
innar en einmitt skáldið Einar
Benediktsson. Honum var full-
komlega Ijóst að hann var að ræða
ónumin og ókönnuð fyrirbæri við
íhaldssama landa sína. Það var
ekki fyrr en Jónas Jónsson frá
Hriflu fór að tala um hvítu kolin
sem menn fóm að setja rafmagn í
samband við eitthvað annað en
Ijós frá litlum rafstöðvum handa
kauptúnum. Hvítu kolin var nafn-
gift tii að setja virkjun fossa í
evrópskt samhengi, þar sem kol
vora notuð til iðnaðar. Einar,
þessi stórgáfaði maður, mátti sitja
uppi með skýjaborgirnar og
norðurljósin, og enn hafa menn
ekki burði til að skilja að hann
hafði rétt fyrir sér allan tímann -
bara of snemma.
En Einar skrifaði sín eigin eftir-
mæli, sem menn ættu að hafa í
huga, þegar þeir ræða skýjaborgir
hans. I kvæðinu Frosta, sem hann
orti um sjálfan sig, segir hann á
einum stað:
Hann sigldi frosin höf á undan
öðrum
og alltaf fann hann rás og vök
að fljóta.
Ekki verður annað sagt en Einar
hafl ■ bókstaflegum skilningi siglt
frosin höf íslensks þjóðlífs, þegar
hann í byrjun aldar hóf upp raust
sína og vildi með virkjunum þeyta
íslandi á einu augabragði inn í
þann evrópska nútíma, sem hann
þekkti mæta vel. Menn komu síðar
og unnu þetta verk fyrir hann.
Tími íslands var ekki kominn á
dögum Einars. En það situr ekki á
íslendingum nútímans að tala um
skýjaborgir og norðurljós þessa
manns. Garri
VÍTT OG BREITT
Fjölbreyttur sósíalismi
Þjóðviljinn og Alþýðublaðið eru
farin að skilgreina sósíalisma rétt
einn ganginn og tekst vel upp í
þeirri þrætubók eins og fyrri
daginn. Jafnaðarstefna blandast í
þræturnar og vill nú ritstjóri Þjóð-
viljans nú ólmur og uppvægur vera
jafnaðarmaður og er jafnvel á
honum að heyra að allaballasöfn-
uðurinn hafa allt tíð aðhyllst jafn-
aðarstefnu, svo ekki sé nú talað um
Þjóðviljann sem helst er á að skilja
að hafi barist fyrir jafnaðarstefnu
alla sfna tíð.
Málgagnið forðast eins og heitan
eldinn að minnast á sameignar-
stefnu rétt eins og hún hafi aldrei
verið til eða boðuð í blaðinu. Þeim
allaböllum sem aldrei hafa heyrt á
sameignarstefnu minnst geta flett
upp á orðinu í íslenskri orðsifjabók
eftir marglofaðan fræðimann Ás-
geir Blöndal Magnússon. Þeir
minnissljóu á Þjóðviljanum er nóg
að líta í nokkurra ára gömul tölu-
blöð af málgagninu til að vera
ekkert að rugla saman hugsjóninni
stóru og krataþruglinu um jafnað-
arstefnu.
Skólaspeki
En sósíalisminn hefur mörg and-
lit og útlistanir á eðli hans eru álíka
og þegar prestar þjóðkirkjunnar
eru að auka skilning safnaða á
guðdómnum. Prédikuð eru álíka
fjölbreytt trúarbrögð og prestarnir
eru margir.
Svo er þrætunni fyrir að þakka
að það sem Vilmundur landlæknir
kallaði eitt sinn sósíalisma and-
skotans er nokkurn veginn hið
sama og nú er nefnt pilsfaldakapít-
I tHÓÐVIUIMM Málgagn sósíalisma, þjódfrtl
Ofugmæli úr
Alþýðuflokki
Mjög áberandi hefur venð nú um hrið vióleitni smœrri og
stærn spámanna í Alþyðuftokknum til að umsknta á sinn hátt
sögu verklýðsftokkanna eða A-flokkannaj^umJeið^ogpei^
alismi. Ekki þarf mikla leikni í
þrætubók til að sanna með aðferð-
um skólaspekinnar að sósíalismi
og kapítalismi séu eitt og hið sama.
En hver kærir sig um svo einfalda
lausn á máli sem hægt er að
margflækja og snúa út úr á alla
vegu?
Leiðari Þjóðviljans í gær eru
stóryrtar yfirlýsingar um ágæti
jafnaðarstefnunnar og sýnt er fram
á að það era allaballar sem era
jafnaðarmenn og hafa alla tíð verið
en kratar era fjanda kornið engir
jafnaðarmenn og hafa aldrei verið,
eiginlega bara ójafnaðarmenn.
Þjóðviljaritstjóri segir upphaf
Alþýðubandalagsins megi rekja til
þess að hluti Alþýðuflokksmanna
varð að hrekjast í útlegð undan
ofsa hinnar hægrisinnuðu forystu
flokksins.
Því er gleymt að útlegðin var
slagtog með sameignarsinnum
Sameiningarflokks alþýðu, og
flestir hröktust kratarnir þaðan
aftur, fullsaddir af „jafnaðar-
mennsku“ sameignarsinnanna.
Öllum
læðri
Tilefni jafnaðarmannadaðurs
Þjóðviljans er greinarkorn sem
Guðmundur Einarsson, fyrrum al-
þingismaður, skrifaði í Alþýðu-
blaðið um að allaballasöfnuðurinn
sé alls ekki jafnaðarmannaflokkur
og færir til þess margvísleg rök,
t.d. að landsfundur hafi alls ekki
viljað sækja um upptöku í Al-
þjóðasamband jafnaðarmanna,
sem samþykkja útvatnað jukk um
efnið og fleira í þeim dúr.
Svona skrif segir Þjóðviljinn
vera gikkshátt sem kratar temji sér
þegar þeir segja meiningu sína um
allaballa.
Og Þjóðviljinn æsir sig upp í
sósíaldemókratimsa og úthúðar
jafnframt Alþýðuflokknum, svo að
manni sýnist sjálfgefið að flokks-
grey það verði umsvifalaust rekið
úr Alþjóðasamtökum jafnaðarm-
anna. Hins vegar liggur í orðanna
hljóðan að Alþýðubandalagið sé
svo ofboðslega mikill jafnaðar-
mannaflokkur að það sé hátt yfir
aðra jafnaðarmannaflokka hafið
með sitt göfuga þjóðfrelsisprógram
og eigi því ekkert erindi í slagtog
með öðram jafnaðarmönnum.
Finnist einhverjum þverstæður í
þessum málflutningi ber þess að
gæta að verið er að vitna í þrætur
sósíalista um sósíalisma eða jafn-
aðarmanna um jafnaðarmennsku,
eða svoleiðis. Það þarf því alls ekki
að bera vott um tornæmi eða
skilningsleysi þótt dauðlegir menn
eigi erfitt með að fylgja þeirri
þrætubók.
En fróðlegt væri að fá upplýsing-
ar hiá Þjóðviljanum um hvenær
sameignarstefnan lognaðist út af á
þeim bæ. OÓ