Tíminn - 30.11.1989, Síða 7

Tíminn - 30.11.1989, Síða 7
Fimmtudagur 30. nóvember 1989 Tíminn 7 lllllllllllll VETTVANGUR WIIIIM^^ ..III llllllHlli [1111 Dr. Sigurður Steinþórsson: Að sameinast Evrópu er að tapa aleigunni Erindi um daginn og veginn, mánudaginn 6. nóvember 1989 Það mun hafa verið Filippus Makedóníukonungur, faðir Alexanders mikla, sem sagði þau fleygu orð, að enginn væri svo víður og hár að asni klyfjaður gulli kæmist ekki yfir hann. Minni sögum fer þó af því að Filippus hafi séð ástæðu til að beita hinni mjúku aðferð í Iandvinningum sínum, því hann var hinn mesti herkonungur sem kunnugt er og hefur talið sverðið skilvirkara en gullið. En Iöngum hefur þessum vopnum báðum verið beitt, eftir efnum og ástæðum, í baráttunni um völd og svigrúm. Nú eru 45 ár síðan þýska her- veldið varð að lúta í lægra haldi fyrir sameinuðum herjum Breta, Frakka, Rússa og Bandaríkja- manna, en með þenslustefnu sinni höfðu nasistar m.a. ætlað Þjóðverj- um og þýskum iðnaði . aukið svigrúm, enda studdu þýsk og al- þjóðleg stórfyrirtæki í stáliðnaði, efnaiðnaði og raftækjaiðnaði for- ingjann með ráðum og dáð frá upphafi. Hin vopnaða útrás mis- tókst sem sagt, og eftir lá Þýska- land, mesta menningarland Evr- ópu, flakandi í sárum, með hrund- ar og brunnar borgir og iðnað í rúst. Svo hræddir voru Bandamenn og Rússar við þýska herveldið að landinu var skipt í tvennt og Þjóð- verjum ásamt Japönum bannað að hervæðast á ný. Með þessu var þeim auðvitað gerður hinn mesti greiði, því á sama tíma og sigurveg- aramir héldu áfram að kasta helm- ingi þjóðartekna sinna í hít her- væðingar, sem þeir máttu illa við, a.m.k. sumir hverjir, gátu hinir sigruðu einbeitt sér að uppbygg- ingu. Og árangurinn sjá nú allir: Japanir kaupa Rockefeller Center í New York, sem e.k. tákn um það að hinum gullklyfjaða asna hefur tekist það sem mistókst með árás- inni á Pearl Harbour. Og Bretar og Frakkar leggjast gegn sameiningu Þýskalands, ekki af ótta við þýska herveldið, því nú gengur ekki hníf- urinn milli hinna fornu fjenda, heldur hræðast þeir ofurveldi þýsks iðnaðar og auðmagns, sem þeir óttast með réttu að muni bera ægishjálm yfir umhverfisþjóðirnar. Að selja ömmu sína Menn segja að styrjaldir séu jafnan háðar um efnislég verðmæti þegar grannt er skoðað, markaði, hráefni eða nýlendur, þótt áróðurs- meistarar þeir sem þurfa að safna fé og mannafla til stríðsrekstursins láti í veðri vaka að baráttan standi um hugsjónir, trúarbrögð eða rétt- læti. Eða svo hefur það verið, þegar stríð eru háð með eldi og stáli. Hins vegar er áróðurinn öðru- vísi þegar barist er með hinum mjúka málmi: þá er mönnum sagt að hagsmunum þeirra sé best borg- ið með því að gefast upp, við taki betri tíð með blóm í haga og ódýran kjúkling í hvers manns potti. Því er ég að tala um þessi mál hér, að nú ganga á okkur gylltar lýsingar á fegurð lífsins í væntan- legri sameinaðri Evrópu. Hér átti að tala í kvöld, en forfallaðist illu heilli, Jón Gunnarsson málfræð- ingur, sem fylgst hefur náið með framvindu Evrópumála í meira en 20 ár, allt frá því efnahagsbanda- lagið var stofnað. Jón hefur nýver- ið skrifað nokkrar athyglisverðar greinar í dagblöðin um þróunina í V-Evrópu og sýnt með skýrum rökum, að þar ráða ferðinni hvorki hagsmunir þjóða, neytenda né smáframleiðenda, heldur alfarið hagsmunir stórfyrirtækjanna: það sem getur aukið gróða þeirra og umsvif er af hinu góða, hið gagn- stæða er af hinu illa. Þess vegna má kannski líta á stofnun Evrópu- bandalagsins undir efnalegri for- ystu Þýskalands sem framhald og lokaáfanga styrjaldanna sem hóf- ust 1914 í þeim tilgangi að auka svigrúm iðnfyrirtækja í NV-Evr- ópu - og enn reyndist Filippus Makedóníukóngur sannspár, því það sigraðist með gullinu sem tap- aðist með stálinu. íslendingar stefna ekki að inn- göngu í Evrópubandalagið enn sem komið er. Hins vegar sýndi skoðanakönnun að allmargir kjós- endur eru fylgjandi inngöngu og þeir mest sem minnst vita um bandalagið. Beinn og óbeinn áróð- ur fyrir inngöngu mun að sjálf- sögðu aukast á næstu mánuðum og árum, jafnframt því sem efnahags- legum harðræðum kann að verða beitt til að gera okkur veruna utan Bandalagsins erfiða. Fyrir mörgum árum heyrði ég vel metinn mennta- skólakennara lýsa því yfir að hann væri á móti því að fá handritin heim frá Danmörku, því „íhaldið mundi vafalaust selja þau við fyrsta tækifæri - það hikaði ekki við að selja ömmu sína fyrir postulíns- hund“ eins og hann komst að orði. Til þess hefur ekki komið enn, enda ólíklegt að tilboð af neinu tagi hafi borist í þá veru. Hins vegar er vafalítið að öllum ráðum verður beitt til að komast yfir fiskimiðin í kringum ísland, bæði þvingunum og gylliboðum, því þau eru sú auðlind okkar sem mestur slægur er í, auk þess sem fallvötnin kunna að þykja eftirsóknarverð til orkufrekrar hráefnisvinnslu í ver- öld hækkandi orkuverðs. Enda er enginn vafi á því, að hugsjónin um inngöngu íslands í Evrópubanda- lagið mun eignast marga skelegga forsvarsmenn á næstu árum, og kannski verður straumur hinnar sögulegu nauðsynjar - þeirrar nauðsynjar að auðmagnið sigri - svo þungur að hann hrífur okkur í faðm Bandalagsins nauðuga vilj- uga. En er það þá af hinu illa? Hvað vinnst og hvað tapast, ef eitthvað? Og í Ijósi þess, að undir hverjum steini, sem velt er við í þjóðfélagi voru, reynist vera kraðak fjármálaspill- ingar, er líklegast að jafnvel smákapítalistar af þeirri gerð sem nú láta sem hag sínum og fyrirtækja sinna betur borgið meðal stórum- svifamanna Evrópu, yrðu flestir komnir í steininn innan árs frá því við gengjum í Bandalagið. Ég held það blasi við, að sem íslendingar á íslandi munum við tapa öllu - aleigunni - tungunni, menningunni og landinu. Sem sjálfstætt ríki er ísland nefnilega dálítill þyngdarpunktur í sjálfu sér, en sem hluti af Stórevrópu verður það ekki annað en jaðarsvæði með öllum þeim vandamálum sem að slíkum svæðum steðja, fátækt og atgervisflótta. Mannlíf á íslandi og íslenskir atvinnuvegir aðrir en fisk- veiðar verða nefnilega í augum Bandalagsins það sem gula pressan hér á landi kallar „gælufyrirtæki“, óarðbær starfsemi sem haldið er gangandi til að landsmenn hafi atvinnu. Og eftir því sem hag- fræðingar segja okkur, líðst svo- leiðis nokkuð ekki í alvörulöndum þar sem hinn algildi mælikvarði peninganna er lagður á hlutina. ísland verður ekki annað en ver- stöð með þjónustu við fiskiskip Evrópubandalagsins og ofurlítinn ferðamannaiðnað á sumrin. Og í ljósi þess, að undir hverjum steini, sem velt er við í þjóðfélagi voru, reynist vera kraðak fjármálaspill- ingar, er líklegast að jafnvel smá- kapítalistar af þeirri gerð sem nú láta sem hag sínum og fyrirtækja sinna væri betur borgið meðal stórumsvifamanna Evrópu, yrðu flestir komnir í steininn innan árs frá því við gengjum í Bandalagið. En úr því sem komið er, kann að verða erfitt að snúa við. Hagfróður kunningi minn hefur talið það til bestu verka Viðreisnarstjórnarinn- ar að eyðileggja íslenskan iðnað, því það hafi orðið til hagsbóta fyrir neytendur sem nú fái ódýrari inn- fluttan iðnvaming. En með því var lfka stigið stórt skref til að fella ísland sem sjálfstætt ríki. Síðan þá hefur hinn svokallaði þjónustugeiri þanist út sem kunnugt er, meðan þeim fækkar sífellt sem fást við framleiðslugreinarnar. Heildsalar skipta þúsundum, bankar og önnur slík fyrirtæki em troðfull af starfs- fólki þrátt fyrir tölvuvæðingu sem átti einmitt að spara vinnuafl, og svo má lengi telja - eins og Hörður Bergmann gerir í nýútkominni bók sinni um „Umbúðaþjóðfélagið", sem hann nefnir svo. Ástæðan fyrir öllu þessu er samt ekki sú, að tölvur séu ekki í sjálfu sér vinnu- aflssparandi, og að hálfur annar heildsali gæti ekki séð um innflutn- ing til landsins, heldur er hér um dulið atvinnuleysi að ræða. Mest af þessari þjónustu- eða umbúða- starfsemi ere.k. atvinnubótavinna, því þrátt fyrir allt er þjóðfélag vort nógu siðað til að kjósa atvinnu- bótavinnu fremur en atvinnuleysi. En jafnframt getur ekki hjá því farið að kjör almennings fari sí- versnandi, þegar sífellt fleiri ómag- ar sitja að framleiðslunni, sem raunar fer heldur minnkandi á sama tíma og tilkostnaðurinn vex stöðugt. Evrópubandalagið gæti hins vegar sagt, Iíkt og Nóbels- skáldið lætur etatsráðið um ís- landsmál segja við Arnam Arnæ- um í Eldi í Kaupinhafn: „Mín skoðun er sú að það sem okkur hafi altaf vantað á íslandi sé vellukkað harðræði til þess að sá óvandaði flökkulýður sem fer þar um landið hverfi í eitt skipti fyrir öll, og þeir fáu menn sem einhver dugur er í geti ótruflaðir af þjófum og betlurum dregið þann fisk sem compagniet þarfnast þá og þá og brætt það lýsi sem Kaupinhafn verður að fá.“ Þar sem „þjónustugeirinn" stæði fyrir þann óvandaða flökkulýð, en „Evrópubandalagið" fyrir compag- niet. Landhelgi til leigu Sigurvegurum seinni heimsstyrj- aldar, einkum Bretum og Frökkum, óx mjög í augum upp- gangur Þjóðverja eftir 1960, og töluðu jafnvel með biturð um þá gæfu Þjóðverja að verksmiðjur þeirra skyldu vera sprengdar í loft upp, eða þær hernumdar af sigur- vegurunum, og atvinnulífið lagt í rúst. Þannig hafi þeir getað byrjað upp á nýtt, með nýjar vélar og nýja tækni, meðan sigurvegaramir sátu uppi með úrelt þing. Auðvitað hefði Bretum og Frökkum verið í lófa lagið að sprengja upp sínar eigin verksmiðjur, ef það hefði verið lausnarorðið, sem þeir þó ekki gerðu. En hitt er rétt, að Þjóðverjar og Japanir urðu að duga eða drepast: í tuttugu ár hertu þeir sultarólina og lögðu nótt við dag við að endurreisa borgimar og byggja upp atvinnuvegina. Og um síðir uppskáru þeir ávöxt erfið- is síns, svo sem hver maður getur séð sem þangað kemur. íslending- um fór hins vegar líkt og dáðlitlum syni nýríks manns, sem ekki veit hver er uppspretta eigin auðs, og heldur að hann sé eilífur og óþrjót- andi hvernig sem með hann er farið: Stríðsgróðinn og tæknivæð- ing hinna fornu undirstöðuatvinnu- vega ollu áður óþekktri velmegun sem með stækkun landhelginnar entist fram á þennan áratug. Menn hugðu hins vegar allt of lítið að því að treysta undirstöður atvinnulífs- ins, enda er endimörkum vaxtarins náð í þessum undirstöðugreinum og ekkert annað framundan að sinni en rýmandi lífskjör. Atvinnu- leysið hlýtur að halda áfram um sinn, dulið eða ódulið, því við höfum að engu öðru að hverfa. Og þá dettur mönnum helst í hug að selja frumburðarréttinn fyrir baunadisk: leigja landhelgina og selja raforku til útlanda. Jöfnuð í gjaldeyrisviðskiptum má nálgast á tvo vegu, með aukn- um útflutningi, og með aukinni íslendingum fór hins vegar líkt og dáðlitlum syni nýríks manns, sem ekki veit hver er uppspretta eigin auðs, og heldur að hann sé eilífur og óþrjótandi hvernig sem með hann er farið. innanlandsframleiðslu og þar með minnkandi innflutningi. Að vísu á innlend framleiðsla og atvinnu- rekstur af öllu tagi mjög erfitt uppdráttar um þessar mundir vegna okurvaxtanna sem forstjóri eins blómlegasta fyrirtækis lands- ins sagði um: „Það getur enginn atvinnurekstur staðið undir þess- um vöxtum nema kannski það að flytja inn kókaín í málningardós- um.“ Hins vegar eru fiskur og fiskafurðir helstu útflutningsafurð- ir íslendinga og verða um langa hríð. En jafnframt gátum við og gætum sparað innflutning mjög mikið með því að auka eigin iðn- framleiðslu, sem í eðli sínu er ekki ólík garðyrkju í gróðurhúsi, sem viðurkennir svalt loftslag og rysjótt veður í landinu: tómatar, gúrkur og rósir þrífast ekki undir berum himni, en ágætlega í gróðurhúsum, og íslendingum ætti ekki að vera vandara en ýmsum iðnþjóðum, t.d. Frökkum og sjálfum Banda- ríkjamönnum, að skapa iðnfram- leiðslu sinni gróðurhúsaloftslag með tollum eða vörugjöldum á innflutning. Eins og einn stjórn- málaflokkur er raunar með tillögur um. Það er ekki vansalaust að láta skipasmíðar, fataiðnað skófram- leiðslu eða húsgagnaiðnað lognast út af, svo dæmi séu tekin um atvinnugreinar sem skotið höfðu rótum í landinu, og sjá aldrei neitt nema erlenda stóriðju sem með miklum kostnaði skapar örfá störf. Auk þess sem tillögur hafa verið fluttar fyrir daufum eyrum stjórn- málamanna um innlenda eldsneyt- isframleiðslu, sem kynni að vera ábatasamasta orkufrek stóriðja sem íslendingum stendur til boða. Því ekki fer hjá því að eldsneyt- isverð fer snarhækkandi á næstu árum. Og hvemig stendur fiski- skipafloti landsmanna þá? Báðir stóru stjómmálaflokkarnir í Þýska- landi hafa það meira að segja á stefnuskrá sinni að draga stórlega úr einkabílisma þar í landi, vegna þeirrar mengunar sem leikföng þessi valda og þá helst með því að margfalda bensínverðið. Fyrst minnst er á einkabíla, sem nú em á góðri leið með að eyði- leggja almannasamgöngur í land- inu, bæði í Reykjavík og úti um land, þá var það líklega mikil ógæfa að hér var ekki lögð járn- braut á sínum tíma. Járnbrautir em orkunýtnasta vélvædda sam- göngu- og flutningaformið, og hér á landi væm dráttarvagnarnir knúðir raforku úr fallvötnum, án mengunar og án kostnaðar vegna innflutts eldsneytis. Með járnbraut kringum landið hefði mátt flytja fisk milli landshluta frá löndunar- stað til vinnslustaða, eftir því sem hráefni gafst, og spara þannig sigl- ingu fiskiskipa til fjarlægra hafna og flytja hina fullunnu vöru til heppilegustu útflutningshafnar, auk þess sem fólks- og vöruflutn- ingar hefði verið skjótir og öruggir í flestum veðmm. En þar eins og víðar erum við líklega búin að missa af lestinni, í bili a.m.k. Hins vegar má líta á björtu hliðina, eins og doktor Altúnga hefði gert með þeirri kenningu, að allt í heimi hér stefni til hins besta: með því hér er engin járnbraut, græða olíufélög og tryggingafélög, hjólbarðasalar og bílaumboð, og fjöldi manna fær vinnu sem rútu- og vörubílstjórar sem annars yrðu að vinna í banka eða gerast heildsalar. Svona er öllu haganlega fyrir komið í veröldinni þegar grannt er skoðað!

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.