Tíminn - 30.11.1989, Qupperneq 20

Tíminn - 30.11.1989, Qupperneq 20
AUGLÝSINGASÍMAI Ft: 680001 — 1 e RÍKISS^IP NÚTÍMA FLUTNINGAR Hatnarhúsinu v/Tryggvagötu, S 28822 SAMVINNUBANKINN L í BYGGÐUM LANDSINS ÍM PÓSTFAX TÍMANS 687691 ÞRÖSTUR 68 50 60 VANIR MENN Iíniiiin FIMMTUDAGUR 30. NÓVEMBER 1989 ■■■ Loðnuleit rannsóknaskipa Hafrannsóknastofnunar lokið. Útlitið svart ef engin loðna leynist á vestursvæðinu sem ekki tókst að kanna vegna íss: in a \ fO n U im i 0 tuer Ól m m la ð’ \i es t Ul rsv ræði Loðnuleit rannsóknaskipa Hafrannsóknastofnunar er nú lokið, án þess að loðna hafi fundist svo heitið geti. Sú kynþroska loðna sem fannst var mjög rýr, sem bendir til þess að átuskilyrði hafi verið mjög léleg í sumar. Þó eru vonir bundnar við að hrygningarloðnan sem veiðistofninn byggist á haldi sig á vestursvæðinu, en þangað komust rannsóknaskipin ekki vegna brælu og íss. „Það er vissulega óvenjulegt ástand að við höfum ekki komist í neina loðnu sem heitið getur og einnig óvenjulegt að flotinn hafi ekki orðið var við loðnu sem heitir í sumar og haust. Það er vekur upp margar spurningar og efa- semdir hjá manni. Eg vil ekki fullyrða að þessi loðna sé ekki til, vegna þess að það eru svæði sem ekki hafa verið könnuð og hún getur verið á þeim,“ sagði Sveinn Sveinbjörnsson leiðangursstjóri á rannsóknaskipinu Árna Friðriks- syni. Rannsóknaskipið Árni Frið- riksson fór af stað 26. október til loðnuleitar og kom til hafnar í fyrradag, eftir fimm vikna úthald. Fyrirhugað var að kanna Vest- fjarðasvæðið fyrst, en vegna stans- lausrar brælu komst skipið ekki á svæðið. „Þar eyddum við hálfum mánuði án þess að geta nokkuð gert,“ sagði Sveinn. Þá var haldið út á svæðið fyrir Mið-Norðurlandi og þaðan leitað vesturúr. Rannsóknaskipið Bjarni Sæm- undsson fór til leitar 11. nóvember og kom til hafnar í gærkvöldi eftir tæplega þriggja vikna úthald. Far- ið var á Vestfjarðasvæðið, þar sem Árni Friðriksson varð frá að hverfa, en þá var kominn það mikiil ís að skipið komst ekki á svæðið. Því er Vestfjarðasvæðið svo til ókannað. „Við komumst vel yfir önnur svæði í góðu veðri, en segja verður að við fundum mjög lítið af loðnu og ekkert svipað þvf sem verið hefur undanfarin ár og í raun nánast ekki neitt," sagði Sveinn. Hann sagði að sá árgangur sem veiðin eigi að byggjast á, þ.e. 1987 árgangurinn sem hrygnir eftir ára- mót og telst þá þriggja ára, hafi verið mjög rýr og lélegur. „Meðal- þungi á kynþroska hluta loðnunn- ar var 12,21 gramm, en í venjulegu árferði á tveggja ára loðna að vera 17,2 til 17,4 grömm. Þannig að það er geysilegur munur þar á,“ sagði Sveinn. Hann sagði að þetta segði það að sú loðna sem þeir hefðu fundið fyrir Norðurlandi hafi haft mjög léleg átuskilyrði í sumar. Að sögn Sveins eru menn að velta fyrir sér hvort þessi árgangur hafi hreinlega horfið og drepist, því hann var mældur í fyrra, 1988, þá sem ársgömul loðna. Sú mæling kom ágætlega út miðað við marga aðra árganga sem hafa gefið góða veiði. „Nú vitum við ekki hvort eitthvað hafi gerst í millitíðinni sem veldur því að hún kemur ekki fram,“ sagði Sveinn. Annar mögu- leiki er Sveinn nefndi er að loðnan sé útundan Vestfjörðum, svæði sem rannsóknaskipin gátu ekki kannað. „Það eru fordæmi fyrir því 1975 og 1979 að hún sé svo vestarlega á þessum árstíma. Maður getur ekki alveg afskrifað að loðna sé þarna vesturfrá og ef hún er þar getum við ekkert heldur fullyrt um ástand hennar. Hún hefur þá vafalaust alist upp við önnur skilyrði en sú loðna sem við fundum, þannig að við getum næsta lítið um hana sagt,“ sagði Sveinn. Ef loðnan er þarna vesturfrá, þá hlýtur sá tími að fara að koma að hún fari að mynda hrygningar- göngu og fari að ganga af fssvæð- inu og þá að þyngjast. Að sögn Sveins mundi loðnan væntanlega ganga djúpt austur með Norður- landi og síðan upp að Austurlandi. Þetta sagði hann að væri hin hefðbundna gönguleið, þó þekkt væri að hún gengi að vestan og suður með Vestfjörðum. Verulegur þrýstingur er frá loðnuskipstjórum og útgerðar- mönnum að farinn verði annar leiðangur í desember, þá væntan- lega á vestur hluta svæðisins. Það er hins vegar ekki á áætlun hjá Hafrannsóknastofnun og yrði frumkvæðið að koma frá sjávarút- vegsráðuneytinu. Loðnutorfan við Kolbeinsey sem loðnubátarnir hafa verið að veiða úr er lítil, auk þess sem hún er töluvert blönduð, þannig að ekki er eingöngu um kynþroska loðnu að ræða heldur einnig tals- vert mikið af ársgamalli loðnu. Norðmenn eru nú einnig komnir á það svæði, en þeir hafa yfirleitt smáriðnari nætur og því nokkuð hættulegt að þeir séu að skaka í ungloðnunni. Ekki hefur verið ákveðið hvort gripið verði til veiðibanns vegna þessa. -ABÓ Uppistand vegna ummæla Gunnars Bjarnasonar fyrrv. ráðunautar í sjónvarpsþættinum Fólkið í landinu: Slúður, elliórar, raup og ósannindi? erum ekki að krefjast neins af þeim en þætti viðkunnalegt ef þeir sendu okkur bréf um sína niðurstöðu," sagði Ólafur. Otvarpsráð fjallaði um bréf ráðunautanna á fundi sínum s.l. föstudag og óskaði eftir greinar- gerð frá þáttarstjóra, Ólínu Þor- varðardóttur. Að sögn varafor- manns útvarpsráðs, Markúsar Á. Einarssonar verður málið að öllum iíkindum tekið fyrir á ntesta fundi ráðsins á föstudaginn kemur og afgreitt endanlega. Tíminn hefur komist yfir eintak af bréfi ráðunautanna til Útvarps- ráðs og í því er farið hörðum orðum um Gunnar og ummæli hans í þættinum og þau kölluð slúður, raup og elliórar og að ckki sæmi virðingarverðum fjölmiðli að breiða út fordóma og óhróður um bændur og þá sem starfað hafa í þágu landbúnaðarins, lífs eða liðna. -sá „Ég get staðfest að bréf hefur borist útvarpsráði frá nokkrum ráðunautum Búnaðarfélagsins. í bréfinu er kvartað undan ákveðn- um ummælum Gunnars Bjarna- sonar í viðtalsþætti mínum í sjón- varpinu við hann. Ég hef samið greinargerð handa útvarpsráði og málið er nú í þess höndum. Áður en ráðið hefur afgreitt málið frá sér vil ég ekkert frekar um það segja,“ sagði Ólína Þorvarðardóttir fyrr- verandi fréttamaður Sjónvarpsins. Ekki tókst að hafa tal af Gunnari Bjarnasyni sjálfum í gær eða fyrra- dag vegna þessa máls. I bréfi ráðunautanna er vakin athygli útvarpsráðs á óviðurkvæmi- legum ummælum Gunnars í þættinum Fólkið í landinu þann 18. nóv. s.l. Það sem fór fyrir brjóstið á mönnum voru ummæli um látna heiðursmcnn, eins og það er orðað. Ólafur R. Dýrmundsson er einn Gunnar Bjarnason. ráðunautanna sem bréfið sendu. Hann sagði að í því hefðu þeir gert athugasemdir við dagskrárgerð af þessu tagi; þar sem manni er leyft að hafa uppi ónot um menn og málefni. „Við förum ekki fram á annað í bréfinu en að útvarpsráð kanni málið og álykti um það á þann hátt sem ráðið telur heppilegast. Við Börn í bíó Það er óhætt að segja að örlað hafi á eftirvæntingu bama af nokkrum barnaheimilum borgarinnar sem boðið var að vera við fmmsýningu teiknimyndarinnar „Óliver og félag- ar“ í Bíóhöllinni í gær. Bjössi bolla skemmti krökkunum og öllum var boðið upp á kók sem greinilega var vel þegið. Teiknimyndin „Óliver og félagar" er byggð á sögunni Óliver Twist, eftir Charles Dickens. Myndin verð- ur fmmsýnd um alla Évrópu um þessi jól. Hún var frumsýnd í Banda- ríkjunum á síðasta ári og hlaut þá mjög góðar viðtökur. —ABÓ/ Tímamynd Pjetur

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.