Tíminn - 07.12.1989, Blaðsíða 3

Tíminn - 07.12.1989, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 7. desember 1989 Tíminn 3 Vegna þess ad hangikjötið frá Reykhúsinu er fyrsta flokks, það er reykt með gömlu, góðu aðferðinni, það er ekki sprautusaltað og rýrnar því sáralítið við suðu. Auk þess tryggir ný suðuaðferð enn frekar að hangikjötið hetdursér og kemur meyrt og safaríkt úr poltinum. Menningarsjóður ís- lands og Finnlands: 30 aðilar fá styrk Stjóm Menningarsjóðs íslands og Finnlands hefur ákveðið árlega út- hlutun styrkja úr sjóðnum. Alls bámst 129 umsóknir, þar af 96 frá Finnlandi og 33 frá íslandi. Úthlutað var 176 þúsund finnskum mörkum eða rúmum 2,6 milljónum íslenskra króna, 30 aðilar hlutu styrk úr sjóðnum. Félagið Islandia fékk hæstan styrk, rúmar 157 þúsund krónur, vegna ferðakostnaðar tveggja hrossadómara frá íslandi vegna hrossasýningar á íslandsvikunni í Tammerfors haustið 1990. Málvís- indastofnun Tammerfors háskóla og Mímir, félag íslenskunema við HI hlutu hvor um sig 143 þúsund krónur vegna námsferða. Til viðbótar styrkjunum ákvað stjóm sjóðsins að verja rúmum tveimur miiljónum króna til íslands- vikunnar í Tammerfors haustið 1990. Stofnfé sjóðsins var 450 þúsund finnsk mörk sem finnska þjóðþingið veitti í tilefni af því að minnst var 1100 ára afmælis byggðar á íslandi sumarið 1974, en nemur nú um 1,7 milljónum marka. SSH Pið getið verið örugg um að hátíð- armaturinn verði hreinasta afbragð með hangikjöti frá Reykhúsi Sam- bandsins. Kjötið þekkið þið á mið- anum og þar finnið þið einnig allt um nýju suðuaðferðina. I Reykhús Sambandsins FwykhUs s&Jns Frumvarp um aðstoð við loðdýrarækt kynnt á þingi í gær, Stofnlánadeild heimiluð allt að 40% skuldaeftirgjöf til fóðurstöðva og einstakra bænda: Minkaeldi minnkar um rúman fjórðung Steingrímur J. Sigfússon landbúnaðarráðherra mælti í fyrradag fyrir frumvarpi um skuldbreytingar vegna loðdýraræktar. Um er að ræða það samkomulag er náðist á milli stjórnarflokkanna um aðstoð við búgreinina. Samkvæmt því ver rfldssjóður á næsta ári 25 miUjónum til þess að greiða niður loðdýrafóður. Loðdýrabændur verða hver um sig að sækja um að fá slíkt gjald, en Byggðastofnun, sem hefur milligöngu um greiðslu, mun í samráði við landbúnaðar- ráðuneytið leggja mat á umsóknir og ákveða hverjir fá slíkar greiðslur. Að sögn Jóns Ragnars Bjömsson- ar framkvæmdastjóra Sambands ís- lenskra loðdýraræktenda dugar þetta framlag til að greiða niður fóður fyrir um fjórðung af þeim loðdýrastofni sem til er í landinu. Miðað við óbreyttar forsendur þýddi þetta fmmvarp að loðdýraræktin myndi hrynja sem slík. í fyrradag komu fram upplýsingar frá S.Í.L. þar sem greint er frá umsóknum bænda um jöfnunargjald á næsta ári. Þegar umsóknimar hafa verið kann- aðar kemur í ljósan að minkastofn- inn í landinu muni minnka um sem svarar rúmum 20%, refastofninn um 15% og um 40 af þeim tæplega 200 loðdýrabændum sem vom starfandi á þessu ári bregði búi. í frumvarpi landbúnaðarráðherra er kveðið á um að Stofnlánadeild landbúnaðarins, sem á útistandandi um 1,2 milljarða hjá loðdýrabænd- um, sé heimilt að fella niður allt að 40% höfuðstóls veðskulda fóður- stöðva og einstakra loðdýrabænda. Enda skapi sú skuldaeftirgjöf, sam- hliða öðmm ráðstöfunum viðkom- andi aðila, viðunandi rekstrarstöðu og hagsmunum Stofnlánadeildar landbúnaðarins verði talið betur borgið með þeim hætti. Jafnframt er gert ráð fyrir að ríkissjóði verði heimilað að ábyrgj- ast með sjálfskuldarábyrgð lán sem loðdýrabændur taka í stað lausa- skulda sem myndast hafa vegna loðdýrabúskapar á ámnum 1986 - 1989, samtals allt að 280 milljónir króna. Lánin skulu veitt til fimmtán ára, með verðtryggingu og 5% vöxtum, afborgunarlaus fýrstu tvö árin. Þessi lán verða þó aðeins veitt ef unnt er að sýna fram á að með þeim sé hægt að koma rekstri við- komandi búa í viðunandi horf, eða forsendur séu fyrir hendi fyrir lán- takanda að greiða af skuldum sínum með öðmm hætti. Sjálfskuldar- ábyrgð ríkissjóðs má ná til allt að 60% af lausaskuldum þeirra bænda sem uppfylla þessi skilyrði, enda breyti lánardrottnar því sem eftir stendur í lán til a.m.k. átta ára, gegn þeim tryggingum sem þeir meta gildar. Skal Framleiðnisjóður land- búnaðarins hafa á hendi umsjón með skuldbreytingunum. -ÁG íslensku bókmenntaverðlaunin: Tíu tilnefndar Tilkynnt hefur verið hvaða bækur voru valdar sem tíu athyglisverðustu bækur ársins. Mun ein þeirra hljóta fslensku bókmenntaverðlaunin sem verða afhent í fyrsta skipti í byrjun næsta árs. Forseti íslands afhendir verðlaunin sem em ein milljón króna. Félag íslenskra bókaútgefenda stendur að verðlaununum og var val bókanna tíu tilkynnt í hundrað ára afmælisfagnaði félagsins á þriðju- dagskvöldið. Bækumar tíu vom valdar af tíu manna dómnefnd og em þessar: Ég heiti ísbjörg. Ég er ljón, eftir Vigdísi Grímsdóttur, Fransí Biskví, eftir Elínu Pálmadóttur, Fyrirheitna landið, eftir Einar Kárason, Götu- vísa gyðingsins eftir Einar Heimis- son, Islensk orðsifjabók, eftir Ásgeir Blöndal Magnússon, Náttvíg, eftir Thor Vilhjálmsson, Nú em aðrir tímar, eftir Ingibjörgu Haraldsdótt- ur, Snorri á Húsafelli, eftir Þórunni Valdimarsdóttur, Undir eldfjalli, eftir Svövu Jakobsdóttur og Yfir heiðan morgun, eftir Stefán Hörð Grímsson. Bókin sem hlýtur tilnefningu verð- ur valin af fimm manna dómnefnd og með atkvæðum almennings. í kynningarriti sem Félag íslenskra bókaútgefenda sendir inn á hvert heimili fyrir jólin er að finna at- kvæðaseðil og geta þeir sem vilja haft áhrif á hvaða bók hlýtur Bók- menntaverðlaunin. SSH Á yfir , ^uwnn sfno^ | jópssoh a||t ðsiuma^'tó han0i^í,ndsins Hii^iðsíur^Yfrd ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.