Tíminn - 07.12.1989, Blaðsíða 20

Tíminn - 07.12.1989, Blaðsíða 20
680001 — 686300 SA L í BY SAMVINNUBANKINN I BYGGÐUM LANDSINS NÚTÍMA FLUTNINGAR Halnarhúsinu v/Tryggvogölu, S 28822 PÓSTFAX TÍMANS 687691 Tímiiin FIMMTUDAGUR 7. NÓVEMBER 1989 ís að loka siglinga- leiðinni fyrir Horn Hafísinn er kominn vel austur fyrir Kolbeinsey. Siglinga- leiðin fyrir Hom er orðin varhugaverð, því að þéttur ís er aðeins átta sjómílur norðnorðaustan við Hom. Hafís hefur ekki verið svo nærri landi á þessum árstíma í 20 ár. Um helgina er búist við að vindur snúist í austanátt og því má búast við að ís fari að þokast frá landi. TF-SYN, flugvél landhelgisgæsl- unnar, kannaði í gær hafísinn út af Vestfjörðum ogNorðurlandi. Þéttur ís reyndist vera átta sjómílur norð- norðaustur af Homi og ellefu sjómíl- ur norður af Kögri. A Kolbeinseyj- arsvæðinu voru mörk ísjaðarins óljós vegna lélegs skyggnis, en mjóar ísrastir og stakir j akar voru umhverf- is eyna og náðu um 35 sjómílur norðnorðvesturfráRauðanúp. Meg- inísinn lá í norðvesturátt frá Kol- beinsey að stað: 67° 33° N - 20° 20c V en þar sveigði hann til norðurs og síðan austur og var um 46 sjómílur norður af eynni. Þór Jakobsson á hafísdeild Veður- stofunnar sagði í samtali við Tímann að siglingaleiðin fyrir Hom sé vara- söm og nauðsynlegt sé fyrir skip að fara varlega. Þór sagði að mjög óvenjulegt sé að ís sé svo nálægt landi á þessum árstíma. Búast má við að hafís nálgist landið eftir áramót eða á sumrin, en á þessum tíma er þetta óvenjulegt og hefur ekki gerst í 20 ár. Vindáttir ráða mestu um hvemig hafísinn hagar sér, en hafísmagnið og ástand sjávarins hafa einnig áhrif. Það sem veldur þessu ástandi núna er kyrrstæð hæð yfir N-Atlantshafi sem hefur valdið langvarandi vestan- og suðvestanáttum. Um helgina er búist við suðaustan- eða austanátt. Það má því búast við að vindurinn fari nú að ýta ísnum frá landi í stað þess að ýta honum að landi eins og hann hefur gert nú um nokkum tíma. -EÓ Svona lá hafísinn þegar flugvél land- helgisgæslunnar kannaði ísröstina um miðjan dag í gær. Þéttastur var ísinn vestnorð vestan við Rit og norð- an við Kolbeinsey. Samvinnuverkefni Norrænu eldfjallastöðvarinnar og eldfjallastöðvar háskóla Azoreyja: Hallamælum komið upp á Azoreyjum Norræna eldfjallastöðin afhenti vísindamönnum eldljallastöðvar háskólans á Azoreyjum þrjá halla- mæla í haust til að fylgjast með breytingum á Zete Cidades á Sao Miguel sem er stærsta eyjan í Azor- eyjaklasanum. Hallamælarnir sem smíðaðir eru hér á landi, eru sömu gerðar og þeir sem notaðir eru á Kröflusvæðinu. Eysteinn Tryggvason hjá Norrænu eldfjallastöðinni sagði í samtali við Tímann að rannsóknir á þessum stað miðist fyrst og fremst við að kynnast því sem þar er að gerast, með það fyrir augum að geta varað fólkið á staðnum við, ef til eldgoss kæmi. Fjórir íslendingar fóru utan til að setja hallamælana, sem eldfjallastöð háskóla Azoreyja keypti, niður nú í haust, og sjá heimamenn alfarið um rekstur þeirra. Mælarnir sýna breyt- ingar sem verða í jörðinni. Gert er ráð fyrir því að eldfjall sem er að búa sig undir að gjósa muni breytast í lögun, þenjast út og lyftast í miðj- unni áður það tekur að gjósa. Mæl- arnir voru allir settir á sama eldfjall- ið, Zete Cidades, í mismunandi stefnu frá miðjunni og ef það er að þenjast út eiga þeir að gefa um það upplýsingar. Eldfjallastöð háskólans á Azor- eyjum hefur komið sér upp góðu neti jarðskjálftamæla. Talsverð skjálftavirkni er á eyjunum og var stór skjálfti á einni af eyjunum fyrir nokkrum árum síðan, þá eyðilagðist verulegur hluti húsa á eyjunni, en manntjón var lítið. Síðasta eldgos var 1957 út af eyjunni Fayal, þar myndaðist eyja sem síðan tengdist landi og stóð gosið í um tvö ár. Tvö stórgos hafa orðið á Sao Miguel eyju snemma á sögulegum tíma, en sögulegur tími hefst þama á 15. öld. Útvegun þessara mæla er liður í samvinnuverkefni Norrænu eld- fjallastöðvarinnar og eldfjallastöðv- ar háskólans á Azoreyjum. íbúa- fjöldi á Azoreyjum er um 260 þús- und og búa um 130 þúsund mann á Saomiguer eyjunni sem er stærst. Eyjan er um 70 km að lengd og 10 til 20 km að breidd. -ABÓ Eldur í kleinu- gerð í Hnífsdal Jólapóstur Síðasti skiladagur á jólapósti í Reykjavík er mánudagurinn 18. desember og verða öll póstútibú borgarinnar opin til kl. 18.00 þann dag. Flugpósti til landa í Evrópu þarf að skila fyrir fimmtu- daginn 14. desember og til ann- arra landa fyrir mánudaginn 11. desember. Árlega kemst hluti af jóla- kveðjum aldrei til viðtakenda vegna þess að utanáskrift er ónóg eða röng. Póstur og sími leggur því áherslu á að fólk vandi utaná- skrift og skrifi skýrt. -EÓ Hjón brenndust þegar eldur kom upp í bílskúr við Bakkaveg 25 í Hnífsdal um skömmu fyrir klukkan tíu í gærmorgun, en þar eru þau með kleinugerð. Lögreglan á ísafirði ásamt slökkviliði var kölluð út kl. 9.45 og þegar komið var á staðinn logaði mikill eldur. Fljótlega gekk að ráð niðurlögum hans. Bílskúrinn, sem er byggður úr timbri stendur við hlið íbúðarhúss og náði eldurinn að læsa sig í þak- skegg hússins. í bílskúrnum var kleinugerð og er talið að eldurinn hafi komi upp í gaskynditækjum. Maðurinn brenndist á höndum og andliti þegar hann var að henda kútnum út. -ABÓ Ákvörðun um loðnuveiðar tekin Hagsmunaaðilar f sjávarútvegi koma til fundar við Halldór Ás- grímsson sjávarútvegsráðherra í ráðuneytinu kl. 8.15 í dag. Á þeim fundi eða að honum loknum má búast við að ákvörðun verið tekin um framhald loðnuveiða, að sögn Jóns B. Jónassonar skrifstofustjóra í sjávarútvegsráðuneytinu. Sem kunnugt er var ákveðið um helgina að setja bann á loðnuveið- ar, en því banni frestað þegar loðna veiddist á sunnudagskvöld, sem varð þó skammgóður vermir, því lítið sem ekkert hefur veiðst af Ioðnu síðan. Síðastliðna nótt fengu ídag nokkrir bátar smá slatta í nótina. Loðnan sem skipin eru að fá er þó væn og góð. Búast má við að ef bann verður sett á loðnuveiðar, þá verði áhöfn- um loðnuveiðiskipa sagt upp, þar til rofar til. Rannsóknarskipið Bjarni Sæ- mundsson hélt út til loðnuleitar í fyrrakvöld, óvíst var hvar skipið mundi leita fyrst, því mikill hafís er á fyrir norðan land og er hann farinn að þrengja að loðnuskipun- um, þar sem þau hafa haldið sig undanfarna daga. -ABÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.