Tíminn - 07.12.1989, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 7. desember 1989
Tíminn 9
IIIIHIHIIHI ABUTAN HHHIII......................... ..............................................................................................................................................................
Eiturlyfjahringirnir í Medellín og Cali ólckir:
Engin óöld I Cali
Nú hefur Bush Bandaríkjaforseti sagt eiturlyfjabölinu
stríð á hendur og er baráttan á hendur ræktendum og
seljendum kókaíns þegar hafín með miklum gauragangi í
Kólumbíu. I borginni Medellín þar í landi ræður eitur-
lyfjahringur Iögum og lofum og stendur óspart að morðum
á dómurum, lögreglumönnum og jafnvel stjórnmálamönn-
um.
í borginni Cali er líka þekktur eiturlyfjahringur en þar
hefur tekist að búa svo um hnútana að friður ríkir í borginni
og jafnvel Iíta sumir borgarar svo á að fjármagnið sem
hafnar í Cali vegna eiturlyfjaviðskiptanna sé borginni tíl
góðs.
Nú hafa stjómvöld í Kólumbíu
skorið upp herör gegn eiturlyfja-
kóngum og sýna Bandaríkjamenn
þeirri baráttu mikinn áhuga og
stuðning, enda vilja þeir fá fram-
selda ýmsa harðvítugustu glæpa-
mennina úr þeim hópi. En þær
raddir gerast nú æ háværari í
Kólumbíu að e.t.v. gangi Banda-
ríkjamönnum eitthvað annað til en
siðferðileg vandlæting.
íbúar Kólumbíu spyrja nú sjálfa
sig hvers vegna þeir eigi að heyja
„stríð annarra".
Eiturlyfjafurstarnir í Cali
vilja frið í borginni
Glæsilegir leðurstólar standa
umhverfis borð úr gljáandi eðal-
viði, lítt áberandi gluggatjöld
draga úr styrkleika heitrar sólar-
innar, skrifblokkir og yddaðir
blýantar era tilbúin til notkunar -
allt lítur út eins og hversdagslegur
fundur sé að hefjast. Þátttakend-
umir, ákvarðanaglaðir menn sem
líta á sig sem rjóma þjóðfélagsins,
láta líka eins og þeir séu heima hjá
sér - og meðal sinna líka.
Samt er þetta óvenjulegur
fundur, svo óvenjulegur að ekki er
skrifuð um hann fundargerð. Þessir
fínu herrar ræða um morð og
manndráp og hvemig þeim megi
takast að bjarga borginni sinni frá
þess háttar atburðum. Þeirra vilji
er að Cali verði ekki önnur Medell-
ín.
Þessi fundur átti sér stað fyrir
meira en hálfu öðra ári og sú stefna
sem þessir áhrifamiklu menn komu
sér saman um að fylgja hefur verið
árangursrík. Á sama tíma og eitur-
lyfjahöfuðborg Kólumbíu, Medell-
ín, hefur í stórauknum mæli orðið
fórnarlamb ofbeldis og ringulreið-
ar hefur áfram ríkt ró í Cali, þó að
sú borg sé líka aðsetur kókaínmaf-
íu. Hið svokallaða eiturlyfjastríð
milli kólumbískra stjórnvalda og
eiturlyfjabaróna snerta íbúa Cali-
borgar ekki meira en aðrar fréttir
í sjónvarpinu.
í Cali eru menn ekki
drepnir nema í innbyrðis
deilum eituriyfjafiistanna
Að vísu hafa hermenn lagt undir
sig íþróttavöll og skrifstofur knatt-
spymufélagsins América, sem er í
eigu eiturlyfjabaróna. í Ciudad
Jardin, borgarhluta þar sem einbýl-
ishúsin era bæði stór og ríkmann-
leg og garðamir af slíkri stærð að
þar lifa í frjálsræði dýrmætir reið-
hestar, gerðu hermenn áhlaup á 15
hús „full af austurlenskum skraut-
munum“ að sögn eins þeirra, en
íbúamir vora fyrir löngu búnir að
hafa sig á braut og ekki var einu
sinni að sjá merki þess að flóttinn
hefði verið skyndilegur.
Andsvör eiturlyfjabarónanna í
Cali urðu engin. I Medellín og
höfuðborginni Bogotá láta hefni-
gjamir „narcos“ sprengjum rigna á
hverjum degi - t.d. gegn dagblað-
inu E1 Espectador eða inn á glæsi-
leg veitingahús. M.a.s. gerði einn
narco-hryðjuverkamaður í sjálfs-
morðshugleiðingum árás á flug-
völlinn í Medellín.
Cali aftur á móti heldur áfram að
vera eftirlætisborg ferðapésanna.
Það mætti næstum því halda að
hinn alræmdi „eiturlyfjahringur í
Cali“ væri hreinn og klár uppspuni
og kókaínútflutningur til Banda-
ríkjanna væri óþekkt hugtak í
þessari borg.
„Narcoamir hér hugsa öðra vísi,
hér er um mismunandi menningar-
viðhorf að ræða,“ segir maður
einn, sem ætti að vita um hvað
hann er að tala. Hann er trúnaðar-
maður eiturlyfjahringsins og tengi-
liður hans við umheiminn. Hann
segir að eiturlyfjahringurinn í Me-
dellín stundi glæpi, reyni með hráu
ofbeldi að berjast gegn ríkinu og
myrði dómara og stjómmálamenn.
í Cali aftur á móti séu menn ekki
drepnir nema innan eiturlyfja-
hringsins.
Eiturlyfjakóngarnir í Cali
vilja verða viðurkenndir
aff samfélaginu
Eiturlyfjafurstamir í Cali vilja
nefnilega verða viðurkenndir af
samfélaginu. Þeir sækjast ekki bara
eftir auðæfum, íburði og völdum.
Þeir vilja vera hluti af þjóðfélag-
inu, verktakar eins og sykurreyrs-
ræktendurnir eða kaffiútflytjend-
urnir. Og þeir era á góðri leið með
að ná þessu markmiði.
Eiturlyfjakóngamir í Cali höfðu
ekkert forskot á morðóða starfs-
bræður sína í Medellín, s.s. þá
Pablo Escobar eða Gonzalo Rod-
riguez Gacha. Þéir Gilberto Rod-
riguez Orejuela, „skákmaðurinn",
og bróðir hans Miguel, og José
Santacraz Londono, „stúdentinn“
hófu allir feril sinn með smáglæp-
um. f byrjun smygluðu þeir í litlum
mæli óunnum kókaínmassa frá
Perú og Bólivíu.
José Santacraz Londono, „stúd-
entinn“, hætti verkfræðinámi við
háskólann í Cali þegar hann fór að
afla hárra fjárhæða í þeim viðskipt-
um. Hins vegar fjárfesti Miguel
Rodriguez í menntun og varð lög-
fræðingur. í upphafi áttunda ára-
tugarinn hafði hann efnast svo á
eiturlyfjabraskinu að hann gat
keypt fyrstu flugvélina.
Vel metið áhrifaffólk aff
háum stigum á hlutdeild í
eiturlyffjaviðskiptunum
„Los mágicos" (töframennina),
kölluðu menn fljótlega nýju íbú-
anna sem höfðu sest að í hverfi
gamalgróinna auðmanna. Auðæfi
þeirra uxu svo hröðum skrefum að
það var göldram líkast.
Auðvitað fengu þessir nýríku
menn ekki aðgang að klúbbi þeirra
gamalgrónu, en þeir gerðu sér þá
bara lítið fyrir og byggðu nýjan
glæsiklúbb við hliðina á þeim
gamla fyrir sig og sína líka. Hins
vegar era engin vandræði í sam-
skiptum barna eiturlyfjabarónanna
og gömlu auðættanna, þau ganga í
sömu fínu skólanna án þess að til
árekstra komi.
Þegar á árinu 1984 komst þáver-
andi yfirmaður eiturlyfjadeildar
lögreglunnar að því að það væri
því sem næst ekkert athugavért við
eiturlyfjahringinn í Cali. Hann
sagði þá: „Hér hefur aldrei verið
ráðist gegn mafíunni. Fólk í tengsl-
um við stjórnvöld, stjórnmála-
flokka, lögreglu, herinn og af háum
þjóðfélagsstigum hér, á hlutdeild í
eiturlyfj aviðskiptunum. “
„Viðskiptin era rekin í órafjar-
lægð frá borginni,“ segir flugmaður
sem áður flaug með eiturlyf.
Vinnustofur eiturlyfjahringsins í
Cali era allar í framskóginum, í
héraðunum Caquetá eða Putum-
ayo. Til Cali kemur í mesta lagi
ágóðinn af viðskiptunum. En það
era ekki bara yfirmennirnir sem
græða á viðskiptunum. Óbreyttir
borgarar halda því fram að efna-
hagslífið í borginni sé orðið lýð-
ræðislegra fyrir tilverknað eitur-
lyfjaágóðans. Jafnvel smáseiðin,
eiturlyfjasalar í útköntum
hringsins, leggja fé sitt til efnahags-
lífs borgarinnar, verða bílasalar
eða veitingahúsaeigendur.
Þess vegna hafa borgaramir í
Cali fyrir löngu samið frið við
eiturlyfjabraskarana. „Þeir hafa
heldur aldrei blandað sér í pólitík,"
segir trúnaðarmaðurinn sem áður
er vitnað til. „Þeir hafa alltaf gætt
þess að greiða öllum þingmönnun-
um jafnt, hvort sem þeir hafa
staðið til hægri eða vinstri."
Það er þess vegna ekki að undra
að þó að bræðurnir Rodriguez
Orejuela og félagar þeirra hafi að
vísu „látið sig hverfa“ búa þeir
ennþá í borginni. Trúnaðarmaður-
inn segir líka að þeir séu hvergi
eins óhultir og í Cali. Þar í borg séu
fáir á því að það væri til bóta að
handtaka þá og framselja og sú
afstaða verður reyndar æ útbreidd-
ari í landinu þrátt fyrir stríðsöskur
stjómvalda í Bogotá.
Hermenn gerðu áhlaup á glæsilegu
villur eiturlyfjabarónanna í Cali en
ibúamir höfðu hafl sig á brott í
kyrrþey. Þeir búa samt ennþá í
borginni enda hvergi óhuitari.
„Neyslan er vandamál
Bandaríkjamanna
en ekki okkar"
„Stríðið gegn eiturlyfjasölunni
er ágreiningsmál ársins 2000,“ segir
háttsettur maður í hemum. „En
við stöndum einir í baráttunni
meðan umheimurinn klappar okk-
ur ókeypis lof í lófa. Það eram við
sem leggjum til hina drepnu, þó að
þetta sé í rauninni ekki okkar
stríð."
Fullyrðingu DEA (bandaríska
baráttusveitin gegn eiturlyfjainn-
flutningi) um að eiturlyfjaútflutn-
ingslöndin verði óhjákvæmilega
líka neyslulönd, vísar þessi maður
á bug. „Þess óskar DEA, en þessi
fullyrðing er alröng. Neyslan er
vandamál Bandaríkjamanna en
ekki okkar." Hann heldur því fram
að baráttuna verði að heyja í
Bandaríkjunum og Evrópu, en
ekki í Kólumbíu. „Þessar örfáu
þyrlur og flugvélar sem þeir senda
okkur núna koma ekki að neinu
gagni.“
Kviksögur era á kreiki, en ekki
er vitað um sannleiksgildi þeirra,
þess efnis að sinnaskipti hafí orðið
hjá almenningi í Kólumbíu og f
stað þess að fyllast skelfingu yfir
morðum eiturlyfjabarónanna hall-
ist fólk nú að því að DEA standi
að baki morðinu á frjálslynda
stjómmálamanninum Luis Carlos
Galán í þeim tilgangi að neyða
Kólumbíumenn út í stríðið við
eiturlyfjabarónana.
Heffur verið komist að
samkomulagi um
fframsal nokkurra ffyrir
grið annarra?
Og kænlega er skáldað í fortíð-
ina. Þegar eiturlyfjaforingjarnir
þreifuðu fyrir sér um sættir með
því að leggja fram friðartilboð við
forseta Panama, López Michelsen,
1984, segir sagan að í raun og veru
hafi verið komist að samkomulagi.
Framsal eiturlyfjabarónsins Carlos
Lehder hafi verið verðið sem greitt
hafi verið fyrir grið annarra höfð-
ingja í stéttinni.
Nú sé kominn tfmi til að greiða
næstu afborgun - kannski hinn
blóðþyrsta Rodriguez Gacha.
Margir Kólumbíumenn væra
ánægðir með þá lausn. Nú þegar
hefur einn peningahreinsunarmað-
ur Medellín-hringsins verið fram-
seldur til Bandarfkjanna.
„Okkur er stillt upp við vegg,“
segir meðlimur verslunarráðsins í
Cali. Hann orðar hreint út þá
fyrirlitningu sem margir Kólum-
bíumenn hafa á stríðsyfirlýsingu
Bush Bandaríkjaforseta. „Kannski
hafa Bandaríkjamenn ekki svo
miklar áhyggjur af siðferðilegri
hlið eiturlyfjaneyslunnar. Það
kemur miklu verr við þá að hafa
misst af viðskiptunum. Af hverju
var marijúana bara af hinu illa á
meðan það var eingöngu unnið
utan Bandaríkjanna?"
Siðferðilega hervæðing-
in runnin út í sandinn?
M.a.s. hefur hin siðferðilega
hervæðing gegn eiturlyfjafurstun-
um rannið út í sandinn. Vinstri
sinnaður stjórnmálamaður bendir
á að hinir rótgrónu og nú svo
virðulegu auðmenn í landinu hafi
á öldinni sem leið auðgast á því að
stela landi Indfána. Og annar
bendir á að kaffifurstamir stundi
líka smygl til að komast hjá því að
greiða útflutningsjald. M.a.s. hið
virðulega verslunarráð hefur varla
ráð á að hreykja sér af góðu
siðferði. Meðlimur verslunarráðs-
ins í Cali sem áður er vitnað til
segir: „Hin gífurlegu auðæfi sem
safnast hafa á fáar hendur í heimin-
um eiga sér öll ólögleg upptök.“