Tíminn - 07.12.1989, Blaðsíða 5

Tíminn - 07.12.1989, Blaðsíða 5
■> r Fimmtudagur 7. desember 1989 Tíminn 5 „Plastkortaverslunin“ um 34-35 milljarðar króna á þessu ári: Erlend kortaúttekt um 80.000 kr. á fiölskyldu íslendingar greiddu um 26,5 milljarða króna með krítarkortunum sínum árið 1988. í lok september á þessu ári var kortaverslunin komin upp í um 25,3 milljarða kr. (um 400.000 kr. á hverja fjögurra manna fjölskyldu að meðaltali), en lfldegt að þessi viðskipti verði um 34-35 milljarðar króna áður en árið er úti. Árin 1985 til 1988 hefur úttekt erlendis lækkað úr 22% niður í um 15% allrar krítarkortanotkunar. Miðað við að hlutfallið lækki ekki þeim mun meira þrjá síðustu mánuði þessa árs gætu kortaviðskipti erlendis orðið um 5,2 mflljarðar króna á árinu - eða sem svarar rúmlega 80.000 krónum á hverja fjögurra manna fjölskyldu á íslandi að meðaltali. Yfirlit um notkun kntarkorta frá árinu 1985, bæði upphæðir og fjölda úttekta, kemur fram í nýrri skýrslu Seðlabankans. Veltuaukn- ing var mest fyrst, um 90% á ári. Notkun virðist þó enn fara vax- andi. Þannig var innlend velta nær 30% meiri á 3. ársfjórðungi í ár heldur en á sama tíma í fyrra, sem er talsvert umfram verðlagshækk- anir og enn meira umfram launa- hækkanir. Heildarvelta krítarkorta hefur verið þessi frá 1985 í milljónum króna: Millj.alls:Þ.£ t.erlend. 1985 5.397 1.184 1986 10.016 2.013 1987 17.026 3.332 1988 26.278 4.382 1989 (sept.) 25.309 3.711 Þegar litið er á einstaka ársfjórð- unga vekur athygli, að úttekt er- lendis á tímabilinu október/des- ember jafnan er Iítið sem ekkert minni heldur en á aðal sumarleyfis tímabilinu, júlí/september, en er síðan aftur hátt í helmingi minni janúar/mars. Spurning er hvort þetta skýrist að hluta til af „Glas- gowferðunum". Hitt er kannski ekki síður athygl- isvert hve kortaúttekt innanlands eykst jafnan lítið á síðasta fjórð- ungi ársins - minnkaði m.a.s. á síðasta ári frá næsta fjórðungi á undan (sumarleyfistímabilinu). Hin margfrægu „plastjól“ verða því ekki lesin út úr yfirliti Seðla- bankans, nema þá í verslunum í útlöndum, sem áður er minnst á. Talið í fjölda úttekta þrefaldað- ist kortanotkun á síðustu fjórum árum (1985-1988). í fyrra drógu landsmenn upp kort til greiðslu í rúmlega 10 milljón skipti. Enn er þó notkunin að aukast því í lok september á þessu ári höfðu menn notað „plastið“ nærri 9 milljón sinnum, þ.e. tæplega milljón sinn- um á mánuði hverjum að meðal- tali. Athyglisvert er að tékkanotkun jókst ekkert minna, nema síður væri, eftir að kortin komust í hvers manns vasa. Þannig jókst fjöldi tékka á árunum 1981-1984 í kring- um 1 milljón stykki á ári, eða úr 16 í 19 milljón tékka árlega. f fyrra var fjöldi tékka hátt í 26 milljónir, auk 10 milljóna krítarkortanóta, sem áður segir. Meðalúttekt á krítarkortin tíma- bilið júlí/september í sumar var um 2.700 kr. innanlands, en um 6.850 kr. erlendis. -HEI Ekki aðeins sóðaskapur í reykvískum fjörum: Skolpmál Seltirninga í algjörum ólestri í skýrslu um frárennslismál Sel- tjarnarness sem gerð var á vegum heilbrigðisnefndar Kjósarsvæðis kemur fram að ástandið í skolpmál- um Seltirninga er mjög slæmt og getur verið heilsuspillandi. í heilbrigðisreglugerð segir: „Við sjó skal skólp leitt út fyrir stór- straumsfjöruborð, nema heilbrigðis- nefnd geri ríkari kröfur." í skýrsl- unni kemur fram að ekkert af ellefu frárennslisræsum á Seltjamamesi ná út fyrir stórstraumsfjömborð og að- eins fimm ræsi ná að einhverju marki út í fjöruna, hin eru mun styttri. Þá segir einnig að aðstæður við Seltjamarnesbæ séu nokkuð sér- stakar. Ræsin eru mörg og nokkuð jafnt dreifð um allt nesið. Byggð er nálægt sjó og þvermál nessins er ekki mikið og ekkert skjól er fyrir veðri og vindum. Öll ræsi standa upp úr á smástraumsfjöru. Síðan segir: „Það er þess vegna fátt sem hamlar gegn þeim heilsu- spillandi aðstæðum sem til staðar geta verið við núverandi aðstæður, þrátt fyrir þá sjálfshreinsun sem á sér stað á skólpinu í sjónum. (Með sjálfshreinsun sjávar er átt við þá fækkun gerla er á sér stað er skólpi er veitt í sjó eins og við núverandi aðstæður. Fækkunin er háð tíma.) Það er þess vegna brýnt að unnið verði að úrbótum sem allra fyrst á frárennslismálum bæjarins." Við sérstakar aðstæður getur tvennskonar hætta stafað af frá- rennslunum. í fyrsta lagi er fjaran vinsælt útivistarsvæði og hætta á smiti er til staðar eins og fyrirkomu- _ lagið er nú. „Er hér átt við veirusmit jafnt sem gerlasmit. Umgangur fólks um svæði þar sem skólp rennur er alls ekki heppilegur og getur verið heilsuspillandi." í öðru lagi er í skýrslunni nefnt að sjóúði berist oft á tíðum yfir byggð- ina vegna vinda. „í læknavísindum er oft talað um „aerogent“ smit, og er þetta algeng smitleið við ýmsa sjúkdóma. Veirur berast gjarnan á milli manna á þennan hátt. Er hér um mjög fínan úða að ræða sem getur borist langar leiðir. Veirur jafnt sem bakteríur sitja á þessum úða, eða öllu heldur á örfínum dropum sem mynda úðann. Þess háttar úði getur myndast við ofan- greindar aðstæður og borist yfir Seltjarnarnesbæ og lengt flensufar- aldur svo dæmi séu tekin. Úðinn sest einnig á rúður og veggi og þess háttar. Hætta á smiti/mengun af coligerlum, saurcoligerlum og veir- um er þess vegna til staðar við núverandi aðstæður." í skýrslunni er einnig tekið fram að hætta sé á að örverur berist beint í matvæli með úðasmiti og er í þessu sambandi nefnd sérstaklega mat- vælafyrirtæki sem sett hafa verið á fót við austurströndina sem liggur mjög nærri sjó. „Líkurnar á að upp geti komið matareitrun sem rekja má til skólpmengunar er því að sama skapi til staðar. Hversu líklegt það hins vegar er að slíkt gerist er afar erfitt að geta sér til um en nægilegt er að möguleikinn sé fyrir hendi,“ segir að lokum í skýrslunni. SSH Hálendisvegir illa farnir Kjalvegur er mjög illa farinn vegna úrrennsla og vatna- skemmda. Um fimm metra skarð er í veginum norðan við Hvítár- vatn, sem myndast hefur í vatna- vöxtum undanfarið. Þá hafa einnig minni skörð myndast í veginn og er hann torfarinn. Vegurinn mun hins vegar vera snjólaus. Búið er að setja upp lokunarmerki á veginn til að vara vegfarendur við ástandi vegarins. Vegunum um Uxahryggi og Kaldadal var formlega lokað á mánudag, til að fólk færi sér ekki að voða á þeim slóðum, enda um millibyggðavegi að ræða. Vegurinn er mjög grafinn vegna hlýinda undanfarið og er um tveggja metra skarð í veginum eftir vatnavexti, auk þess sem fjölmörg smærri skörð eru sem gera veginn torfar- inn og ófæran fólksbílum. Vegaeftirlit Vegagerðar ríkisins hefur ekki haft spurnir af Sprengis- andsleið, en þar er líklega snjór. Formlegt eftirlit með hálendisveg- um er ekki á veturna og því ekki reglulega fylgst með ástandi þeirra. Búast má við að aðrir hálendisvegir séu í svipuðu ástandi og ofan- greindir vegir. - ABÓ Borgaraflokkur: Á móti vaxtahækkun Á ríkisstjórnarfundi í gær lögðust ráðherrar Borgaraflokksins gegn ákvörðun um hækkun vaxta á lánum sem veitt verða úr Byggingarsjóði ríkisins. Rök ráðherra Borgara- flokksins voru þau að ekkert réttlæti slíka vaxtahækkun miðað við núver- andi aðstæður í þjóðfélaginu. Skip í stað Heklu Ríkisskip hafa tekið á leigu skip hjá norsku skipafélagi til að anna flutningum, á meðan viðgerðir fara fram á Heklunni, en sem kunnugt er laskaðist hún í brotsjó fyrr í vetur. Skipið sem hér um ræðir heitir Tananger og er frá Stavangerske skipafélaginu. Það kom hingað til lands um síðustu helgi og er nú í sinni fyrstu ferð. Áætlað er að skipið, sem er álíka uppbyggt og Heklan en burðarmeira, verði í siglingum fyrir Ríkisskip a.m.k. út desember og væntanlega til janúar- loka, en þá er búist við að Hekla verði tilbúin til siglinga á ný. Áhöfn- in er að hluta til norsk og hluta til íslensk. - ABÓ/Tímamynd Árni Bjarna.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.