Tíminn - 07.12.1989, Blaðsíða 2

Tíminn - 07.12.1989, Blaðsíða 2
2 Tírriinn *•>'i' ioc*iT.fc€C‘0 i i’i.s'. >. • t'i Fimmtudagur 7. desember 1989 Heildartap Hafskips um 6 milljarðar kr. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum Tímans nemur heildartap vegna gjaldþrots Hafskips rúmum 6 milljörðum króna framreiknað til dagsins í dag, eða frá upphafsdegi 6. desember 1985 til skiptaloka sem var 17. nóvember sl. Við skiptalok voru kröfur um afhendingu eigna að upphæð rúm- ur 1,7 milljarður viðurkenndar. Lýstar kröfur í búið námu 2,3 milljörðum til viðbótar, en af þeirri upphæð greiddist rúmur 1,2 mill- jarðar. Mismunurinn er því 1,1 milljarður, sem tapaðist. Þar sem gjaldþrotamáli hefur verið lengi í meðförum hafa dráttarvextir hlað- ist upp og nema dráttarvextir af upphæðinni við skiptalok um 2,7 milljarðar og er því tapið 3,8 milljarðar, þ.e. dráttarvextir plús ofangreindur mismunur upp á 1,1 milljarð. Auk þessa töpuðust drátt- arvextir af örðum skuldum frá upphafsdegi skipta. Sú upphæð er um 2,2 milljarðar og er því heildar- tapið 6 milljarðar. Þó svo að skiptalok hafi farið fram er skiptum ekki að fullu lokið og verða þau samkvæmt heimild í 126. gr. gjaldþrotalaga nr. 6/1978 endurupptekin þegar niðurstaða liggur fyrir varðandi tiltekin atriði sem enn eru til meðferðar fyrir dómstólum og um innheimtu til- tekinna útistandandi krafna. Hafskipsmálið er nú fyrir Saka- dómi Reykjavíkur, þar sem verið er að kynna sakborningunum 17 ákærurnar og viðkomandi gefinn kostur á að tjá sig um þær. Dóms- rannsókn hefst hins vegar í janúar. - ABÓ Dótturfyrirtæki Eimskips: Tvö skip seld til Mallorca Dótturfyrirtæki Eimskips, Cost Line Shipping Company Ltd. sem aðsetur hefur á Antiqua í Karabíska hafinu hefur gert samning um sölu skipanna North Coast og South Coast, sem áður hétu Álafoss og Eyrarfoss. Það er spánskt fyrirtæki á Mallorca sem kaupir skipin og verð- ur North Coast væntanlega afhent kaupendum í lok desember, en South Coast í febrúar nk. - ABÓ Helen SH103 í höfninni á Rifi. Töluvert tjón varð innanborðs þegar báturinn valt í sjóinn er verið var að draga hann upp. Tímamynd Ægir Þórftarson Hellissandi. Trilla valt Æglr Þór&arson, Helllssandi. Það óhapp vildi til við höfnina á Rifi síðastliðið sunnudagskvöld að trillubáturinn Helen SH 103 frá Hellissandi fylltist af sjó þegar verið var að draga bátinn upp. Var hann á vagni sem settur var útí sjó og bátnum síðan siglt uppá og var gengið frá honum á venjulegan hátt. Að sögn Eggerts Bjarnasonar annars eiganda bátsins kom hnykkur á bát- inn þegar byrjað var að draga hann upp og við það brotnuðu stoðir vinstra megin á vagninum með þeim í höfninni afleiðingum að hann valt á hliðina og beint í sjóinn. Ekki tókst að ná bátnum upp strax og fór hann að mestu leyti á kaf þegar flæddi að. Ekki urðu skemmdir miklar á skrokk bátsins, en ljóst er að stjórntæki og aðrir hlutir innanborðs hafa orðið fyrir verulegu tjóni, en hann mun vera að fullu tryggður. Helen sem er innan við 10 tonn að stærð hefur veirð gerð út á línu upp á síðkastið, en mjög gott fiskerí hefur verið hjá smábátum frá Hellis- sandi undanfarið. lönaðarráðherra segist vonast til nýir aðilar komi til liðs við r Atlantal hópinn mjög fljótlega: Ahugi Hoogovens og Gránges ekki minni Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra sagðist í samtaii við Tlmann eiga von á því að heyra frá álfyrirtækjunum Hoogovens og Gránges um miðjan þennan mánuð og þá yrði væntan- lega tekin ákvörðun um hvernig yrði staðið að næstu skrefum í álmálinu. Ráðherra sagðist vilja gera nýtt samkomulag um framgang málsins, en samkomulag það sem gert var um mitt ár í fyrra, rennur út um næstu áramót. „Með þessum atburðum, þ.e.a.s. að Alusuisse hefur gengið úr Atlant- al hópnum, verða viss þáttaskil í málinu. Þetta er að vissu leyti hreinna borð. Það verða einnig skýr- ari línur í sambandi við byggingu nýrra virkjanna. Með því að ráðast í hagkvæmustu stærð af sjálfstæðu álveri erum við raunverulega líka að taka ákvörðun um Jökulsárvirkjun og Fljótsdalsvirkjun," sagði ráð- herra. Jón Sigurðsson sagði að þessi ákvörðun gæti hugsanlega tafið mál- ið eitthvað, en vildi að öðru leyti ekki tjá sig um hvenær endanlegar ákvarðanir verða teknar. „Áhugi þessara tveggja fyrir- tækja, Hoogovens og Gránges á byggingu nýs álvers, er mjög mikill. Þau eru búin að gera það upp við sig að þau vilja ráðast í byggingu 185- 200 þúsund tonna álvers." Iðnaðarráðherra sagði engu vilja spá um áhuga annarra álfyrirtækja á að taka þátt í byggingu nýs álvers. Bandaríska álfyrirtækið Alumax og norsku fyrirtækin Elkem Aluminium og Norsk Hydro hafa sýnt áhuga á samstarfi við íslendinga um bygg- ingu nýs álvers. Áhugi þessara og annarra fyrirtækja verður kannaður á næstu dögum og vikum. Jón Sig- urðsson sagðist eiga von á að niður- Mikið hefur verið rætt um að einstaklega mikil hlýindi hafi verið á landinu að undanförnu. Hlýindin eru þó ekki eins einstök og af er látið, því undanförin tvö ár hefur sama blíðan verið á þessum árstíma. Trausti Jónsson veðurfræðingar sagði í samtali við Tímann að ef svipuð hlýindi yrðu í tvær vikur í viðbót þá gætu menn farið að tala um að blíðan væri einstök. Sem dæmi má nefna að desem- bermánuður fyrir tveimur árum var hlýjasti desembermánuður í 50 ár. Fyrstu daga mánaðarins var há- markshiti á Akureyri 12 stig í nokkra daga og meðalhiti á sólarhring allt að því 9.5 gráður. í Reykjavík á sama tímabili var einnig einstaklega hlýtt, á bilinu 8-9 stig. staða í því máli muni fást mjög fljótlega. Málið hefur verið rætt í ríkis- stjóminni. Jón Sigurðsson sagði að því yrði hraðað eins og hægt væri. Að undanförnu hafa verið birtar fréttir af því að blóm séu að springa út í hlýindunum. Trausti sagði að slíkt væri ekki einsdæmi og minnti á að í hitteðfyrra voru birtar fréttir af því að menn hafi spilað golf milli jóia og nýárs á á sama tíma og nú er hafi menn slegið tún í Ártúnsbrekk- unni sér til skemmtunar. Aðspurður sagði Trausti að annað væri ekki að sjá en hlýindi á þessum árstíma undanfarin ár væm vegna náttúmlegra sveiflna í veðurfarinu. „Ef að þetta stendur í hálfan mánuð í viðbót, þá fer þetta nú að vera óvenjulegt.“ Sagði Trausti og bætti því við að hlýindin segðu lítið fyrir um það hvernig framhaldið á vetrin- um verður veðurfarslega séð. SSH - EÓ Erum fljót að gleyma veðrinu Bifreiðaskoðun íslands: Bílum fækkað á árinu um 2800 Sala á jólabókum fer hægt af stað Jólabókasaian er rétt að fara af stað samkvæmt upplýsingum sem Timinn fékk Ljiokkmm af stærri bókaverslunum á höfuðborgar- svæðinu. Menn voru einnig sam- mála um að enn væri of snemmt að raða bókum í vinsældaröð og engin ein bók skæri sig úr hvað varðar sölu. Búist er við að salan á jólabók- unum fari ekki af stað að neinu marki fyrr en eftir 10. desember og enn er töluvert af bókum sem ekki hefur verið dreift í verslanir. Svo virðist að eldra fólk fari fyrr af stað til að huga að jólabókunum en mikið er um að fóik komi í bókabúðirnar til að skoða og spá í verð bókanna. Versiunarmennirnir sem talað var við vom beðnir að nefna nokkra íslenska bókatitla sem þeim virtist að seldust mest, eða fólk sýndi mestan áhuga. Vom eftirfarandi titlar oftast nefndir: Jakinn, eftir Ómar Valdimarsson, Ég og lífið, eftir Ingu Huld Hákon- ardóttur, Sendiherrafrúin segir frá, eftir Hebu Jónsdóttur, Davíð Oddsson, eftir Eirík Jónsson, Náttvíg, eftir Thor Vilhjálmsson og Ég heiti ísbjörg, ég er ljón, eftir Vigdísi Grímsdóttur. Einnig kom fram að sala á skáld- sögum fer hægar af stað heldur en sala á endurminningabókum. SSH Bílum hér á landi hefur fækkað um 2800 á fyrstu 11 mánuðum þessa árs, ef tekið er mið af fjölda þeirra bíla sem afskráðir em á árinu um- fram nýskráða. Þann fyrsta desem- ber höfðu verið afskráðir 9.800 bílar, en nýskráðir bílar vom 7.000. í þeirri tölu em bæði bílar og bifhjól. í nóvember var fjöldi aðalskoðana kominn í um 74.600 bíla. Auka- skoðanir vom um 1300 og fjöidi endurskoðana 9.500. Þar af fór endurskoðun fram hjá verkstæðum í 2.100 tilfellum en menn geta ráðið því hvort endurskoðun fer fram hjá Bifreiðaskoðun íslands eða þeim verkstæðum um land allt sem hafa til þess viðurkenningu. Áður en Bifreiðaskoðun íslands tók til starfa var skoðunargjaldið innheimt um leið og mkkað var fyrir bifreiðaskatt. Bifreiðaeigendur greiða nú í tvennu lagi það sem áður var greitt með einum gíróseðli, þ.e. annarsvegar bifreiðagjöld til ríkis- ins, sem nemur rúmum 5000 krónum af meðalstórum bíl og hins vegar skoðunargjaldið sem er krónur 1900 til Bifreiðaskoðunar íslands, fyrir þá bíla sem þarf að skoða. - ABÓ SJÁUMST MAJLW ENDURSKINI!

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.