Tíminn - 09.12.1989, Page 6

Tíminn - 09.12.1989, Page 6
6 Tíminn Laugardagur 9. desember 1989 Timirm MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason Ritstjórar: Indriöi G. Þorsteinsson ábm. IngvarGíslason Aðstoðarritstjóri: OddurÓlafsson Fréttastjórar: BirgirGuðmundsson Eggert Skúlason Auglýsingastjóri: SteingrímurGíslason Skrifstofur: Lyngháls 9, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f. Frá og með 1. ágúst hækkar: Mánaðaráskrift í kr. 1000,-, verð í lausasölu í 90,- kr. og 110,- kr. um helgar. Grunnverð auglýsinga kr. 660,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Friðun Þjóðleikhússins Liðinn er um það bil mánuður síðan sú frétt tók að berast út að þjóðleikhússtjóri og ráðherraskipuð „byggingarnefnd“ undirbyggju í kyrrþey að um- bylta áhorfendasal Þjóðleikhússins í skjóli þeirrar nauðsynjar að gera við húsið og veita því eðlilegt viðhald og bæta úr tæknigöllum sem fylgt hafa Þjóðleikhúsinu, líklega frá upphafi. Enginn getur haft á móti því að bæta úr tæknigöllum og ófullkominni verkfræðivinnu í Þjóðleikhúsinu. Öðru nær. Það sem forgengilegt er verður að lagfæra og endurnýja. Hins vegar hafa þjóðleikhússtjóri og þessi ráðherraskipaða „bygg- ingarnefnd“ enga heimild til þess að breyta formum og svipmóti Þjóðleikhússins og salarkynna þess. Tíminn hefur lýst eindreginni andstöðu við þau áform að umturna áhorfendasal Þjóðleikhússins og telur rétt að ítreka þá afstöðu sína enn einu sinni, ekki síst vegna þess að hvorki þjóðleikhús- stjóri, „byggingarnefndin“, húsameistari ríkisins, hvað þá menntamálaráðherra, hafa svarað auka- teknu orði þeim aðfinnslum sem fram hafa komið við breytingaráformin. Tíminn er að sjálfsögðu ekki einn um það að leggjast gegn áætlunum þjóðleikhússtjóra og „byggingarnefndar“ í þessu máli. Arkitektafélag íslands hefur varað sterklega við slíkum áformum, enda málið arkitektum skylt sem ljóst má vera. Húsfriðunarnefnd hefur látið málið til sín taka, sent menntamálaráðherra greinargerð um afstöðu sína til breytingaráformanna og farið fram á að Þjóðleikhúsið verði friðað sem mannvirki sem hefur „menningarsögulegt og listrænt gildi“. Um það ætti ekki að verða neinn ágreiningur að Þjóðleikhús íslendinga fellur að fullu undir ákvæði þjóðminjalaga, hvort heldur hin eldri eða hin yngri lög, sem taka eiga gildi um áramót, að Þjóðleikhús- ið sé mannvirki sem hefur menningarsögulegt og listrænt gildi. Því til viðbótar kemur að sjálfsögðu verndaður höfundarréttur arkitekts hússins, Guð- jóns Samúelssonar, sem viðurkennt er að skipar sérstakan sess í sögu íslenskrar húsagerðarlistar. Guðjón Samúelsson mun enga niðja eiga en gæsla höfundarréttar hans er sögð vera hjá húsameistara ríkisins. Þjóðleikhúsið er tímamótaverk í íslenskri bygg- ingarsögu. Aldrei hafði íslenskum arkitekt fyrr verið falið vandasamara verk en að forma gerð og svipmót þessa fyrsta sérhannaða leikhúss á Islandi. Frá hendi arkitektsins, Guðjóns Samúelssonar, er Þjóðleikhúsið hið ágætasta verk og hið „glæsileg- asta hús“ eins og Haraldur Björnsson leikstjóri orðaði það í ævisögu sinni, maður sem þekkti Þjóðleikhúsið af langri eiginreynslu sem starfsmað- ur þess og kunni full skil á kostum og göllum leikhúsa. Dómur Haralds Björnssonar stendur enn í dag. Tíminn skorar á menntamálaráðherra að verða við beiðni húsfriðunarnefndar um að friða Þjóð- leikhúsið og koma í veg fyrir að áætlaðar breytingar á áhorfendasal verði framkvæmdar. M ikill léttir er það þjóð- um heims hver árangur er orðinn af tveimur fundum Bandaríkja- forseta og Míkhaíl Gorbatsjovs, aðalritara Kommúnistaflokks Sovétríkjanna og Sovétforseta í Reykjavík og við Möltu. Nú hefur allt í einu losnað um allar viðjar, sem voru á þjóðum í kalda stríðinu, og jafnvel tvö hundruð þúsund Austur-Þjóð- verjar krefjast sameiningar Þjóðverja á útifundi. Slík sam- eining hefur verið talin vanda- mál fyrir Evrópu fram að þessu. En umrótið hefur dregið fjöður yfir allan ótta við sameininguna. Jafnvel Mitterrand Frakklands- forseti hefur ekki þær áhyggjur, sem Frakkar hafa löngum haft af sterkri sameinaðri þýskri þjóð. Hann er á förum til fundar við Míkhaíl m.a. til að skýra frá því, að það væri reiðilaust af Frakka hálfu þótt Þjóðverjar sameinuðust. Lýst hefur verið yfir að kalda stríðinu sé lokið, þótt ekki telji nú forsetarnir það alveg búið. Hernaðarbandalög- in í austri og vestri þurfa sjálf að stappa í sig stálinu, vegna þess að augljós verkefni eru ekki sjáanleg á yfirborðinu. Þannig stefna mál í Evrópu til friðar til mikils léttis fyrir almenning. Af fjöldafundum í valdastóla Þeir sem lengi hafa hamrað á því, að kalda stríðið væri að kenna óbilgirni Vesturlanda, verða nú að horfa upp á þá staðreynd, að strax og tök kommúnísks stjórnkerfis linast og gamlir flokksjaxlar verða að víkja fyrir millibilsmönnum í stjórnkerfinu, kemur upp sá flötur á áratuga átökum á milli austurs og vesturs, að ógn kalda stríðsins er aflétt. Varla hefði það getað orðið ef Nato hefði verið árásaraðili. Þannig falla hin gömlu vé stjórnmálaskoðana hvert á fætur öðru í ríkjum, sem fyrir örskömmu voru ofurseld fátækt og stöðnun. Enn er að vísu eftir að sjá hverju al- menningur í gömlu kommún- istaríkjunum fær áorkað og hvernig hann fær haldið frelsi sínu, eins óundirbúinn og hann er til að takast á hendur stjórn- málastarf í ríkjum sem hafa aðeins leyft einn flokk í meira en fjörutíu ár. Enn sem komið er birtist hið nýja frelsi einkum í fjöldafundum gegn ríkjandi flokki og stjómkerfi eins og í Tékkóslóvakíu og Austur- Þýskalandi. Næsta stig verður að komast frá fjöldafundunum í valdastóla. Þá fyrst er hægt að fara að tala um, að nýir siðir hafi verið hafnir til vegs í þessum ríkjum. Engu að síður ber að fagna hverju því skrefi sem stig- ið er í átt til réttlátari þjóðfélaga. Flokkar á stjórnlausu reki Hér heima hefur umbyltingin í Evrópu lítið haft að segja. Alþýðubandalagið hélt lands- fund, án þess að þar hefðu menn kjark eða vilja til að skera á gamla naflastrenginn. Líka sögu er að segja af kommúnistaflokki ítala. Þar fékkst heldur ekki fram nein umtalsverð breyting, t.d. ekki á nafni flokksins, en tillaga um nafnbreytingu náði ekki fram að ganga. Hérlendis hafa slíkar nafnbreytingar átt sér stað, en flokkur sem skyld- astur er kommúnistum gengur um þessar mundir undir nafninu Alþýðubandalag. Viðbrögð kommúnistaflokka í Evrópu og flokka, sem skyldastir eru kommúnistum, benda ekki til þess að forystumenn þeirra séu farnir að trúa því, að um varan- lega breytingu sé að ræða í Austur- Evrópu. Það er eins og endalok uppreisnarinnar í Ung- verjalandi séu enn í minni manna, og síðar vorið í Prag. En nú sitja aðrir höfuðpáfar í Moskvu, og það lið sem brást bæði í Ungverjalandi og Tékk- óslóvakíu er ýmist farið að starfa „Guðs um geim“, eða þá komið að fótum fram og því ekki fært um að veita nokkra andstöðu. Því síður þegar einskis stuðnings er að vænta frá Moskvu. Tími minninganna _______er liðinn________ Það er forvitnilegt hvað þeir sem skyldastir eru kommúnist- um í Vestur-Evrópu ætla að sleppa vel í því uppgjöri sem á sér stað í ríkjum Austur-Evr- ópu. Frá frönskum kommúnist- um heyrist ekkert, og ekkert frá Ítalíu nema tillaga um nafn- breytingu. Þessi lönd eru nefnd hér vegna þess að þar eru stórir kommúnistaflokkar og áhrifa- miklir. Hérlendis hefur heldur ekkert breyst. Til marks um það eru sömu fastatök alþýðubanda- lagsmanna á menningarlífinu og verið hafa. Þessi tími er valinn til að gefa út bók um Brynjólf Bjarnason, einskonar lofgerð um pólitík hans og heimspeki- mál tengd öðru lífi. Brynjólfur var forystumaður íslenskra kommúnista um árabil og lét víkja mönnum úr flokknum ef þeir höfðu ekki hreinþvegnar skoðanir. Hann var einn af þeim fáu mönnum, sem gerði sér hugmyndir um byltingu sbr. orð sem hann viðhafði vegna Stefáns Jóhanns Stefánssonar. Þá er komin út bók eftir fyrrverandi formann Alþýðubandalagsins, Lúðvík Jósepsson um landhelg- ismálið, sem hann hafði aldrei neina forystu um. I þeirri bók hamast hann á samstarfsmönn- um sem báru mikið meiri ábyrgð á gangi mála en hann, og er helst að skilja að þeir hafi tapað landhelgismálinu. Skrif Lúðvíks eru hrein kommúnistafræði, sem sést best á því að landhelgismál- ið er löngu unnið til fullnustu af þeim sem kunnu að koma því í höfn með festu og kunnáttu í senn. Vonandi fer „helgiskrif- um“ gamalla kommúnista um sjálfa sig og „verk sín“ að linna fyrst að í ljós er komið að stefna þeirra ætlar hvergi að duga, og undan þeim eru gengin ríkin, bæði þau veraldlegu og andlegu. Þrír þátttakendur við samningaborðið Áður en Míkhaíl Gorbatsjov fór frá Valletta á Möltu veitti hann sovéska sjónvarpinu viðtal um árangurinn af óformlega leiðtogafundinum með George Bush undan ströndum Möltu. Rétt er að birta þetta viðtal hér vegna þess að það sýnir hve langt Sovétforseti er kominn frá gömlu skotgröfunum, sem enn virðist þó vera helsta hæli kom- múnistaflokka í Vestur-Evrópu. Gorbatsjov var fyrst spurður, þar sem fundurinn hafi verið haldinn á örlagatímum, þegar nýtt heimsástand væri að skapast, hvaða áhrif það hafi haft á viðræðurnar við Banda- ríkjaforseta. Forsetinn svaraði: Hið örlagaríka eðli núverandi ástands og geysilegt mikilvægi þess fyrir Evrópu og heiminn í heild, var haft í huga við hinar mikilvægu pólitísku viðræður við Bandaríkjaforseta. Það var þriðji þátttakandinn í fundinum. Það var ábyrgðin, í hversu stórum stíl þessar breytingar og grunnmikilvægi þeirra varðandi örlög þjóða, meginlanda og heimsins alls, sem ýtti á eftir forsetanum og mér að hittast héma, á Möltu, fyrir hinn eigin- lega leiðtogafund sem áætlaður er á næsta ári. Það var Bush forseti sem átti hugmyndina, en við tókum henni af hlýhug og studdum hana. Heimurinn er að segja skilið við eitt tímaskeið og hefja annað. Við finnum þetta öll, en það er mikilvægt að við metum það réttilega og leggjum drög að viðeigandi stefnu á grunni þessa mats. Kalda stríðinu er að ljúka Nú er það ákaflega mikilvægt að gera ekki mistök, pólitíska misreikninga og sérstaídega að ekki verði gripið til óábyrgra aðgerða. Öll ríki í vestri og austri, og um allan heim, yrðu að gjalda það dýru verði. Það er sérstaklega mikilvægt að þessi rás viðburða skuli hafa orðið svo kraftmikil hér í Evr- ópu. Ég hef þegar talað um hlutverk Evrópu fyrir löngu. Ég vildi gjarna segja núna að í þeim breytingum sem em að eiga sér stað sé ég staðfestingu á spám um hvemig kringumstæð- urnar muni þróast hérna og um víðan heim. Breytingar em að verða til hins betra. Ríkin í Austur-Evrópu eru að breytast og sama gildir um Sovétríkin. Vestrænu ríkin em líka að breytast. Verulegar breytingar em að eiga sér stað í stjórnmál- um, efnahagsmálum, á félags- lega sviðinu og í samrunaferlinu. Ef við eigum að ræða um hina almennu tilhneigingu þessara breytinga hefur komið fram hreyfing sem vill æða beint áfram. Þetta þýðir að nýjar for- sendur til samstarfs em að koma í ljós. Heimurinn er að hætta kalda stríðinu og að leggja af stað í, að því er við trúum og vonum, langt tímabil friðsam- legrar þróunar. Mannkyn á ystu nöf Spyrjandinn innti forsetann eftir því að hann hefði sagt að heimurinn væri að hætta „að hætta kalda stríðinu“. Þýðir þetta að kalda stríðinu sé ekki lokið? Ég vildi gjarna geta sagt að kalda stríðinu sé lokið. Það er rétt sem meginregla. Enn sem komið er kemur margt frá því tímabili enn fram í umleitunum

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.