Tíminn - 09.12.1989, Qupperneq 8

Tíminn - 09.12.1989, Qupperneq 8
8 Tíminn Laugardagur 9. desember 1989 BÓKMENNTIR llllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllB Maklegur minnisvarði Helgi lœknlr Ingvarseon Baráttumafiur fyrlr betra llfl Guðrún P. Helgadóttlr Setberg Þessi bók er unnin af fræðimann- iegri nákvæmni. Meginmáli er skipt í 51 kafla auk formála. Hverjum kafla fylgir heimildaskrá og athuga- semdir. Þar er ýmislegt sem fyrir minn smekk hefði mátt vera í megin- máli, svo sem greinargerð um menn sem nefndir eru og þess háttar. En til marks um nákvæmni er það að dagsetningar, svo sem fæðing og andlát og veiting embætta, eru sóttar í frumheimildir, kirkjubækur og op- inber skjalasöfn. Þetta er mikil saga - fjölskyldu- saga. Sumum kann að virðast ná- kvæmnin nálgast smámunasemi þeg- ar lýst er herbergjaskipan og hús- búnaði eða matarvenjum. En allt er þetta með ráði gert svo myndin sé fyllri. Og höfundi hefur tekist að skila glöggri mynd af sínum nánustu. Vera má að einhverjum finnist gengið á ystu þröm stundum þegar sagt er frá hörmum og raunum innan fjölskyldunnar. Framhjá því verður ekki gengið eigi að skila réttri mynd. Og það hefur Guðrúnu P. Helga- dóttur tekist. Það mun ekki vera mikið um villur eða missagnir í þessari bók. Það er að vísu vafasamt að segja að öld hitabrúsa hafi ekki verið runnin upp 1933 en talað er um „öld hitabrúsa og plastdiska“ í sambandi við ferðalög. Það er heldur ekki nákvæmlega rétt að formi til að ráðherra hafi veitt fálkaorðuna því að það gerir forsetinn samkvæmt ákvörðun orðunefndar. En þessi dæmi eru nefnd til að sýna að ekkert hefur fundist missagt svo að máli skipti. Tilefni bókarinnar er auðvitað hið mikla ævistarf Helga Ingvarssonar. Hann lagði höfuðáherslu á tvennt: Að ekki væru skert ákvæði berkla- vamalaganna frá 1921 um að ríkið greiddi sjúkrahúsvist, að berkjasjúk- um mönnum væru greiddar örorku- bætur og að þeir sem kæmu af hæli ættu kost á því sem nú er kallaður verndaður vinnustaður. Þar sem þess var ekki kostur, sagði Helgi „má því gera ráð fyrir að margir þeirra veikist á ný fyrir þær sakir og þarfnist aftur sjúkrahúsvistar. Verst er þó að þeir, sem sæta þessum erfiðu kjörum og þrásýkjast, missa kjarkinn og trúna á framtíðina, m.ö.o. lamast andlega og líkam- lega.“ Reykjalundur og yfirleitt allt starf SÍBS var unnið samkvæmt forskrift Helga Ingvarssonar. Ekki er því að neita að dálítið gætir endurtekninga í þessari sögu. Helgi skrifaði oft um þessi mál og sagan var rakin á sama hátt í einni grein og annarri. En hér hafa menn söguna um sigurinn á berklaveikinni sagða vel og ljóst í stuttu máli. Helgi skrifaði talsvert um áfeng- ismál á efri árum. Drykkjuskapurinn var „erfiðasta og ógeðugasta vanda- málið" sem hann hafði komist í kast við. „Öll leiðindi sem komið hafa upp hér á staðnum hafa alltaf verið í sambandi við áfengisneyslu," sagði hann. Honum fannst að af barátt- unni við berklaveikina mætti margt hagnýtt læra til baráttu gegn drykkjuskap. Guðrún P. Helgadóttir gerir þessa bók í minningu foreldra sinna. Það er myndarlega gert. Aftast í bókinni er ritaskrá Helga, niðjatal og svo nafnaskrá. Guðrún hefur unnið verk sitt af virðingarverðri hreinskilni og hispursleysi. Það urðu nokkur blaðaskrif um Vífilsstaðahæli áður en Helgi Ing- varsson kom þar til starfa. Sumt af því var mjög neikvætt. Mér er í barnsminni að hjúkrunarnemi sem var á Vífilsstöðum sagði í bréfi að það létu a.m.k. allir vel af nýja aðstoðarlækninum, Helga Ingvars- syni. Margir munu geta tekið undir með Grétari Fells sem kvað: Heift og rógur, harðlynd þý, halda oft vel á spöðum, en aldrei heyrði ég hnjóðað í Helga á VífHsstöðum. H.Kr. Útleitin Ijóðagerð Sigfús Bjartmarsson: Án fjaöra, Mál og menning, 1989. Mér sýnist það ekki fara á milli mála að í þessari nýju Ijóðabók sé Sigfús Bjartmarsson að gera nokkuð ákveðnar tilraunir með íslenska ljóðformið. Ljóð hans hér eru ákaf- lega opin og útleitin. Það felst í því að hann gerir sér greinilega far um að leita með þau út fyrir hinn þrönga ramma hins hefðbundna ljóðaforms. Hann lætur gamminn geisa og má jafnvel kallast óðamála. En jafn- framt því er ekki að sjá að efni ljóðanna sé honum neitt meginatr- iði. Ljóð hans eru þessleg að fyrir honum vaki fyrst og fremst að beita orðaflaumi markvisst í þeim tilgangi að vekja með lesandanum tilfinn- ingahrif. Fyrst framan af við lestur bókar- innar datt mér þó í hug að hér væri um að ræða einhvers konar sögulegt yfirlit um það sem hefur drifið á daga mannkynsins allt frá fyrstu tímum. í byrjun bókarinnar er nefni- lega vikið að ýmsum ættum frum- stæðra manna, sem mér flaug í hug að ætti að rekja áfram til þess fólks sem nú byggir jörðina. En svo reyndist ekki vera. Að minnsta kosti tókst höfundi ekki að koma slíkum skilaboðum til mín, ef þau eiga að leynast í bók hans. Ég gat ekki betur séð en að efni, innihald og boðskapur væri eintóm aukageta í Ijóðunum. Öll væri áherslan lögð á tilfinningavakningu hjá lesandanum, sem kvikna ætti við lestur ljóðanna. Slíkt og þvílíkt þarf svo sem ekki að vera ómerkara markmið í ljóða- gerð en hvað annað. Og víst er um það að víða fer höfundur hér létti- lega á kostum og yrkir af hugmynd- aauðgi og kostgæfni. Líka fer ekki á milli mála að hann agar málfar sitt og framsetningu. Hér leynist engum að ekki hefur verið kastað til höndum. Þvert á móti er hér sam- viskusamlega að verki staðið. Og þó, svo að fyllstu sanngirni sé gætt, þá eru hér inn á milli líka ljóð sem beinlínis vísa til ákveðinna ti- lefna og eru því kannski hefðbundn- ari en annars gerist og gengur í bókinni. Ég staldraði við lítið ljóð sem þarna er og heitir Samkvæmt bókstafnum: bókhaldslega göngum við upp einn eyðist með einum ekkert innbyggt svindl í því en þú Skarphéðinn þú munt stikla í brennunni þú munt hlaupa rafta þú munt ana í gönum til eilífðamóns stikkfrí Ýmislegt leynist í þessu smáljóði, svo sem býsna glögg lýsing á því hvernig höfundi Njálu hefur tekist að glæða sögupersónu sína, Skarp- héðin Njálsson, því lífi að hann mun lifa áfram, löngu eftir að aðrir menn, af raunverulegra holdi og blóði, eru gleymdir. Og fleira mætti reyndar leggja hér út af ljóðinu, ef menn vildu. Það hefur talsvert verið rætt undanfarið um vegsemd og vanda nútímaljóðagerðar, og eru ýmsir þeirrar skoðunar að hún sé í eins konar tilvistarkreppu. Þegar blaðað er í ljóðabókum undanfarinna ára fer heldur ekki hjá því að sá grunur læðist að iesanda að ástæðunnar geti verið að leita í því hve fjarlæg þessi ljóðagerð er í rauninni daglegu lífs- bjástri og amstri nútímafólks. Að minnsta kosti væri ekki ósennilegt að ljóðabækur samtímans næðu betri og almennari hljómgrunni en þær virðast gera, ef í þeim væri meira fengist við efni sem fólki finnst að komi sér við. Ég sé í þessari bók ákveðna tilraun til að vinna bug á þessum tilvistar- vanda. Hér er nýr strengur sleginn, og síst af öllu skal því neitað að bókin er vel unnin og kveikir margs konar hugmyndir við lestur. En hér er á hinn bóginn sleginn svo persónu- legur strengur að ég efast satt að segja um að hér sé fram komið lausnarorðið fyrir ljóðagerð nútím- ans. Þar er hætt við að fleira þurfi að koma til. Eysteinn Sigurðsson. Svipmót geðekkra skálda Valgeir Sigurðsson Við manninn mælt Bókautgafan Skjaldborg Maður sá sem hér er mælt við, Valgeir Sigurðsson, ber gott skyn- bragð á það hvað vert er að hafa eftir. Því hygg ég að mörgum muni finnast að hér hafi hann skilað skemmtilegri bók og fróðlegri. Hér er talað við þrjú vinsæl skáld, Heiðrek Guðmundsson, Ólaf Jó- hann Sigurðsson og Þorstein Valdi- marsson. Margir munu vilja fylgjast með því hvað þeir sögðu og hafa þannig svipmót af geðþekku skáldi. Sum þessi viðtöl eru nokkuð gömul. Þess er alltaf getið. Stundum Ekki einir í heiminum Hrafnhlldur Valgar&sdóttlr Ungllngar I frumskógl Skáldsaga Æskan Hér fýlgir Hrafnhildur fram á leið börnum sínum sem frá er sagt í Leðurjökkum og spariskóm. En eins og gengur og gerist um unglinga yfir fermingaraldri koma nýir kunningj- ar við sögu. Og ungt fólk er oft fljótt að hrífast, enda dreymir það gjarnan stóra drauma um ástir og hrifningu. Þeir félagarnir Örn og Tóti hitta nýjar vinkonur og eru kynnin þó misjafnlega varanleg. Höfundur vill segja okkur sögu úr samtíð okkar. Hún á að vera ósvikin samtímasaga. í þeim tilgangi er reynt að líkja eftir tungutaki ung- linganna. Um það er gott eitt að segja þegar það er þeirra málfar. Hitt er vafasamara að höfundur mæli sjálfur á þá tungu. Þarf hann að segja að unglingur sé „spældur“ og augnaráð sé fúlt? Hér er að sjálfsögðu stefnt að því að frásögnin Brafnhildur Valgarðsdóttir. öll sé á máli unglinganna. En okkur finnst að unglingar þurfi að læra mál svo að þeir njóti skáldskapar frá 19. öld. í samtímasögu er það að vonum að skemmtanir unglinga séu ekki allar til fyrirmyndar. Svo framarlega sem mark er takandi á svörum unglinga í framhaldsskólum um áfengisneyslu og drykkjuvenjur væri það skrýtin samtímasaga sem gengi alveg framhjá slíku. Það er heldur ekki gert í þessari sögu. En unglingarnir eru ekki einir í heiminum. Heimur hinna fullorðnu umlykur þá og mótar aðstöðu þeirra. Og þar gengur á ýmsu og fjarri því að allt sé á traustum grunni. Þegar faðirinn er gjaldþrota og sífullur og móðirin á geðdeild gengur ýmislegt úr skorðum. Og af því verður saga. Lífið heldur áfram og framhaldið stendur opið. Unglingar þessarar sögu eru óráðnir á flesta vegu þegar bókin er búin. Á þann hátt er þeirra hagur svipaður þeirra sem öðrum fremur mun ætlað að lesa þessa sögu. H.Kr. hefur þetta verið endurskoðað en annars staðar ekki. Það er t.d. vöntun að ekki er getið um nafnalyk- il séra Björns Magnússonar við manntalið 1801 sem á sinn hátt er til mikilla þæginda eins og orðalykill Nýja testamentisins. Viðtal við Sigurð landlækni er byggt upp sem saga berklaveikinnar á íslandi. Þar hefði ekki spillt að nefna berklavarnarlögin þegar þau voru sett 1921 en hér er aðeins getið um endurskoðun þeirra 1935. Eins hefði mátt geta þess hvenær Vífils- staðahælið tók til starfa en ekki bara stofnun félagsins. Þeir sem segja hér frá eru skemmtilega ólíkir: Símon Jóhann Ágústsson og Eiríkur, sveitungi hans á Dröngum, Jóhann Pétursson vita- vörður, Þórir Daníelsson og Skjöld- ur Eiríksson, Guðrún Jónsdóttir frá Reykjahlíð og Jóhanna Bjömsdótt- ir. Hún var einn af frumbyggjum Kópavogs og átti þar heima áratug- um saman við frumstæð skilyrði eins og sveitamaður, án rafmagns frá samveitu, skolpveitu o.s.frv. Þeir sem hafa reynslu af samningu mannfræðibóka segja sumir að ekki sé unnt að gera þær villulausar. Ef til vill er svipað að segja um svona viðtalsbækur. „Við vorum þar í þrettán ár,“ er Ólafur Jóhann látinn segja um veru sína í Garðahverfi, en þaðan flutti hann er hann var á sjötta ári. Orðið sögnlasmíð á bls. 50 grunar mig að sé prentvilia. Þórir Daníelsson segir frá því er hann sat af sér meiðyrðasekt í fang- elsi í Reykjavík 1951. Valgeir segir að hann sé sjálfsagt „eini núlifandi forystumaður íslenskra félagsmála- hreyfinga sem hefur setið í fangelsi.“ Einar Olgeirsson verður þó að teljast með þeim. Þórir segir að meiðyrða- dómnum hafi ekki verið fylgt eftir af hörku nema við ritstjóra Þjóðviljans Valgeir Sigurðsson. og Verkamannsins. Það er ekki alveg rétt. Það mun hafa verið venja um skeið að innheimta ekki meiðyrða- sektir. Þegar Bjami Benediktsson varð dómsmálaráðherra 1947 þótti honum eðlilegt að þeim dómum væri fullnægt eins og öðmm. Hér má minna á það að Valdimar Jóhanns- son sat af sér meiðyrðasekt í fang- elsi. Og ekki vomm við hjá Tíman- um undanþegnir meiðyrðalöggjöf- inni á þeim ámm. Þar skyldi inn- heimt með lögtaki ef ekki næðist með góðu. Það er því misskilningur hjá Þóri að lögunum hafi aðeins verið beitt við ritstjóra Sósíalista- flokksins, sameiningarflokks al- þýðu. Að öðm leyti er frásögn hans fróðleg og skemmtileg. Valgeir nefnir bók sína tvívegis „kver“. Það á ekki við. Þetta er miðlungsbók eins og nú þykja væn- legastar á markað, losar hálft þriðja hundrað blaðsíður. Hún stendur fyr- ir sínu, því að eins og áður er sagt hefur sá um fjallað sem hvað vert er að hafa eftir. H.Kr.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.