Tíminn - 09.12.1989, Side 9
Laugardagur 9. desember 1989
Tíminn 9
BÓKMENNTIR ................................................. :: H,BIIIIIIIII1!:; i!! ^ rMIIIIIIBI 11 ! I i Wllllllllllim .................................................. ................................. .................. :; I l.i. ...................III
ímyndunaraflið
í fullum gangi
Gyrðir Elíasson:
Tvö tungl,
Mál og menning, Rv. 1989.
Gyrði Elíassyni hefur verið hamp-
að mikið sem skáldi, enda maðurinn
afkastamikill. Að því er segir hér á
bókarkápu er þetta níunda bók hans
frá árinu 1983 og sjötta ljóðabókin.
Það fer heldur ekki á milli mála að
þrátt fyrir ungan aldur hefur hann
sýnt það ótvírætt að hann býr yfir
fíngerðri skáldgáfu sem mikils má
vænta af. Verk hans til þessa hafa
gjarnan verið innhverf og höfðað
inn á við í tilfinningalíf lesenda,
fremur en til hins ytri veruleika og
skynsemi þeirra.
í þessari nýju Ijóðabók verður þó
ekki annað sagt en að Gyrðir haldi í
stórum dráttum áfram á keimlíkum
brautum og hann hefur verið á til
þessa. Hér er naumast nokkur meg-
inbreyting sjáanleg frá því sem áður
hefur verið. Ljóðin hér eru innhverf
og snúast gjarnan utan um afmark-
aðar hugmyndir. Þessar hugmyndir
eru líka gjarnan sóttar inn í eitthvað
sem mætti kannski nefna barnslegt
hugmyndaflug. Þar eru á ferðinni
einhver atriði úr draumkenndum
hugrenningum sem gripin eru á lofti,
spunnið utan um og gerð úr ljóð.
Dæmi getur verið ótalmargt, til
dæmis ljóð sem heitir Með bláum
stöfum:
Á vegginn hafði veríð skrífað
LIFIDA UÐINN! og mér fannst
þrátt fyrír allt drengilega
gert að styðja hann svona
þennan gamla mann hruman með
orfið sitt í grasilmandi
nóttinni djúpu utan við
hvelfingarnar
Hér er áletrun á vegg, raunveruleg
eða ímynduð, gripin á lofti á mjög
dæmigerðan hátt fyrir bókina og
fellt við myndina alkunnu af dauðan-
um persónugerðum sem manninum
með ljáinn. Út af þessu er svo
spunnin sú ályktun að hann hljóti að
vera orðinn gamall og því fallega
gert að veita honum stuðning sem
hljóti að vera kærkominn.
Og þó er það raunar ekki algilt að
barnslegt ímyndunaraflið eigi uppt-
ök sín í huga höfundar sjálfs. Þarna
er til dæmis ljóð sem heitir Barna-
teikning og sýnist sniðið til eftir
mynd gerðri af barni. Það er svona:
Tvö börn í sólskini
og húskofi í rjóðri
jörðin er úr marsipan
og neðst I hominu
spor eftir drekafætur
Kanína kemur yfir
eina hæðina
og ætlar að festa rólu
upp í sólina
Þessi kanína
er nýbúin að vera
með hálsbólgu
Hér er sömuleiðis enn á ferðinni
lýsing á barnslegu hugmyndaflugi,
út af fyrir sig vel gerð: Börn eru nú
einu sinni þannig að þau hugsa öðru
vísi en við, sem fullorðin eigum að
teljast, og leyfa hugmyndafluginu
meira að rása út um heima og geima
en við gerum svona almennt.
Því er ekki að leyna að bæði þessi
kvæði verða að teljast vel gerð, sem
og meginþorri þeirra annarra sem
standa á þessari bók. En hitt er
annað mál að efnisvalið verður að
teljast hér heldur einlitt og fábrotið.
Börn eru ágæt, en flest börn verða
nú einhvern tíma fullorðin. Og þá
fara þau að hugsa öðruvísi en áður.
Ætli menn að ná marktækum árangri
sem skáld þá geta þeir ekki endalaust
leikið sér með eitt saman hugmynda-
flug barna. Þeir verða eiginlega að
gera það sem venjulega er kallað að
komast til fulls þroska. Að minnsta
kosti ef þeir ætla sér að gera eitthvað
að ráði af því að setja saman bækur
handa fullorðnu fólki.
Með öðrum orðum þá virðist mér
að hið frumstæða og barnslega hug-
myndaflug, sem til þessa hefur borið
uppi ýmis af helstu verkum Gyrðis
Elíassonar, svo sem Bréfbátarign-
inguna 1 fyrra og Gangandi íkorna í
hitteðfyrra, sé farið að ganga sér til
húðar. Það er einkenni á öllum
sönnum listamönnum að þeir endur-
nýja sig, bæði að því et' varðar val á
viðfangsefnum og formið sem þeir
beita.
Og svo vill til að hér þarf ekki að
fara út fyrir bókina til að sýna dæmi
af þeirri ættinni sem ég er að tala
um. Hér er til dæmis ljóð sem heitir
Hrekkjalómur, þar sem slegið er
saman á sérkennilega skemmtilegan
hátt hugmyndum úr ýmsum áttum.
Þar segist ég ljóðsins hafa fundið
„gleraugu í spaugbúð um daginn"
sem hann fullyrðir að séu mun meira
ógnvekjandi heldur en augu draugs-
ins Gláms sáluga. Með þessi gler-
augu telur hann víst að sér hefði
tekist að hræða Gretti svo rækilega
úti í Drangey að hann hefði hoppað
þar fram af bjargbrúninni. Og ljóð-
inu lýkur á þessu:
Syndi baksund í nótt
gegnum tímasjóinn
út í klettavirkið
með spaugbúðargleraugu
Það á við um ljóðagerð jafnt sem
aðrar listir að þar reynir á frumkvæði
Gyrðir Elíasson.
í hugsun og markvissa beitingu hug-
myndaflugsins. Mér virðist þessi bók
bera þess vitni að höfundur hennar
hljóti nú að standa á nokkrum
tímamótum. Annars vegar á hann
þess kost að halda áfram að yrkja í
sama stílnum, sem væntanlega leiðir
þá til þess með tíð og tíma að menn
hætta að nenna að lesa það sem hann
sendir frá sér. Hins vegar að endur-
nýja yrkisefnaval sitt skipulega, til
dæmis í líkingu við það sem hann
gerir í þéssu ljóði um Gretti.
Tök hans á máli og stíl til þessa
sýna ótvírætt að það má mikils
vænta af honum. En skáldgyðjan er
kröfuhörð, og ekki má heldur
gleyma því að hér á ljóðamarkaðn-
um er samkeppnin orðin býsna hörð
í seinni tíð. Það er ótrúlega mikið
ort á íslandi í dag og margt af því
gott. Þess vegna dugar þar ekki að
slá af í neinu ef menn vilja halda
áunnum orðstír.
Eysteinn Sigurðsson.
tónlist iiiiiiiiniimTi"- ,iiiiiiiiiiiniiiiinii'iNr1 - .........................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................1 ........................................................................................................................
Ævinlega skulu Háskólatónleikar
koma á óvart. Stundum eru þeir
ágætir vegna þess hve dæmalaust
skemmtileg tónlistin er, stundum
vegna þess hve sérkennileg hún er
eða sjaldheyrð og stundum koma
þarna fram listamenn sem annað
hvort eru fáheyrðir eða orðnir þjóð-
sagnapersónur og enginn vissi að
voru ljóslifandi hér á meðal vor. Og
stundum er hljóðfæraskipan þannig
að frásagnavert þætti yfir í aðrar
sóknir, eins og á tónleikunum 29.
nóvember þar sem klarinettutríó lék
en Ólöf Kolbrún Harðardóttir söng.
Venjulega hefur maður dálitla ótrú
á eins hljóðfæris hljómsveitum, eins
og sellóhljómsveit eða flautuhjóm-
sveit eða klarinettuhljómsveit, og
finnst jafnvel hugmyndin sjálf bera
keim af klíkuskap: knéfiðlararnir í
einhverri sinfóníuhljómsveit stofna
eigið band - eins og Pablo Casals
gerði reyndar - til að músísera
saman af því þeim líkar svo vel hver
Sópran og þrír lúðrar
við annan, enda þótt tónlistin sem
útsett er fyrir svona hljómeyki sé
ekki nema svona la la í besta lagi.
En með klarinettutríó lítur þetta
ekki alveg svona illa út. Því klarin-
etturnar eru dálítil fjölskylda eins og
birnirnir þrír eða fiðlufjölskyldan
(fiðla, lágfiðla, knéfiðla), nú spiluðu
þeir Sigurður Snorrason, Óskar Ing-
ólfsson og Kjartan Óskarsson á klar-
inettu, bassethorn og bassaklarin-
ettu Svítu eftir Jóhann Kristófer
Graupner fyrir þrjú chalumeau - alt,
tenór og bassa, en þetta hljóðfæri
var forveri klarinettunnar. Mjög
fróðlegt skrif er í tónleikaskránni
um þetta gleymda tónskáld,
Graupner, sem líkt og Salieri var
hossað hátt at samtíð sinni en sagan
dæmdi léttvægan. Þegar sólin er lágt
á lofti kasta dvergarnir löngum
skugga, og þegar sól Bachs og Moz-
arts reis upp á festinguna hurfu þeir
Grupner og Salieri. Þangað til nú,
þegar hin óseðjandi hít múgmenn-
ingarinnar þarf sífellt nýtt tros til að
næra sig, og er óþreytandi að róta í
fornum gröfum. Enda kemur í ljós,
að dauðir meðalmenn eru síður en
svo verri en lifandi meðalmenn, og
þessi svíta Graupners hin skemmti-
legasta - maður getur raunar skilið
hvers vegna Bach, samtímamaður
Graupners og Handels, þótti ýmist
gamaldags eða yfirborðslegur hjá
þeim síðarnefndu kveður þegar við
Þrir kvintettar
Kammermúsíkklúbburinn hélt
aldeilis ágæta tónleika í Bústaða-
kirkju 4. desember sem enduðu með
einu allra besta kammerverki
Mozarts, kvintett fyrir píanó og
blásara K 452. Áður flutti Blásara-
kvintett Reykjavíkur, þeir Bern-
harður Wilkinsson flauta, Daði Kol-
beinsson óbó, Einar Jóhannesson
klarinetta, Joseph Ognibene horn
og Hafsteinn Guðmundsson fagott,
tvo kvintetta eftir Anton Reicha
(1770-1836) og Paul Hindemith
(1895-1963), skemmtileg verk og að
sjálfsögðu prýðilega leikin. Blásara-
kvintett Reykjavíkur hlýtur að vera
einn allra besti kammerhópur lands-
ins og þótt víðar væri leitað, enda
hafa þeir félagar gert nokkuð víð-
reist með kúnst sína. Ólíkt strengja-
kvartettum, hinu háleita formi
kammertónlistar, sem byggir á
skyldleika hljóðfæranna fjögurra og
samstæðum eða heildstæðum hljómi
þeirra, nota höfundar blásarakvint-
etta sér ekki síst það hve ólík
hljóðfærin fimm eru og syngja hvert
með sínu nefi. Þess vegna eru blás-
arakvintettar venjulegast litrík verk
þar sem hin ýmsu hljóðfæri taka
einleikskafla en hin sjá um undirleik-
inn, en stundum kveða við mikil-
fenglegir samhljómar allra hljóðfær-
anna. Félagar Blásarakvintetts
Reykjavíkur eru búnir að spila sam-
an lengi, sem m.a. kemur fram í þvf
að auk þess að vera afbragðs ein-
leikarar hver um sig eru þeir mjög
samæfðir orðnir, þannig að jafnan
ríkir hið fullkomna jafnvægi milli
hljóðfæranna fimm.
Ekki var það einasta að ég hefði
ekki fyrr heyrt kvintett Reicha í
Es-dúr op. 88 nr 2, heldur hafði ég
aldrei heyrt tónskáldsins getið. En
tónlist hans var fjörleg og skemmti-
leg fyrir því. Hindemith er hins
vegar öllum kunnur og heldur óorð
á honum fyrir leiðinlega tónlist, en
það á ekki við um þennan kvintett
hans sem heitir Kleine Kammermus-
ik op. 24 nr. 2. Eða kannski að öll
tónlist verði skemmtileg í túlkun
jafnágætra listamanna og Blásarak-
vintett Reykjavíkur er.
Hápunkturinn var auðvitað pí-
anókvintett Mozarts. Guðríður Sig-
urðardóttir lék píanópartinn af
furðulegum léttleik og tæknilegu
öryggi, enda var flutningurinn í
heild frábærlega góður. Þessir tón-
leikar verða meðal hinna eftirminni-
legustu á þessu ári og þótt ennþá
lengra væri seilst.
Sig.St.
tón 19. aldar, og hið „stærðfræði-
lega“ hjá Bach má svo sem kalla
yfirborðslegt, með þeim skilningi að
„tilfinningarnar" einar séu djúpar.
í tónleikaskránni segir semsagt
frá því, að Graupner (1683-1760)
var nemandi Kuhnaus kantors við
Tómasarkirkjuna í Leipzig þegar Ku-
hnau lést 1722 og kantorsstaðan
losnaði sóttu þrír, Telemann,
Graupner og Bach, og var hann
talinn langsístur þeirra. Bach fékk
þó stöðuna, en vegna þess að hinir
báðir fengu launahækkun hvor á
sínum stað og drógu þá umsóknir
sínar til baka í því viðfangi sagði
borgarráðsmaður einn í Leipzig að
þar sem bestu mennirnir fengjust
ekki til starfans yrðu menn að gera
sig ánægða með einhvern miðl-
ungsmann, og annar lét þess getið að
hann vonaði að tónsmíðar Bachs
yrðu ekki of yfirborðslegar.
Seinna verkið á tónleikunum voru
fimm sálmaforleikir eftir Bach, sem
breska tónskáldið Harrison Birt-
wisle hefur útsett fyrir þrjár klarin-
ettur. í þremur þeirra söng Ólöf
Kolbrún Harðardóttir með miklum
glæsibrag. Rödd Ólafar og stöngstíll
Ólöf Kolbrún.
hafa þróast svo að hún nýtur sín best
í dramatískri óperu og óratoríum,
rétt eins og nú. Hins vegar þótti mér
útsetning Birtwistles heldur illa
heppnuð frá sjónarmiði Jóhanns Se-
bastíans og tónlistarinnar í söngfor-
leikjunum, en heldur betri í hinum
tveimur. En þar fyrir spiluðu þeir
þremenningar ákaflega vel, enda
eru íslenskir klarinettistar margróm-
aðir fyrir ágæti sitt sem kunnugt er.
Sig.St.
Efnileg söngkona
í Gerðubergi í Breiðholti er í
vetur haldin ljóðatónleikaröð með
mánaðarlegum tónleikum. í haust
kom fyrst fram Ólöf Kolbrún Harð-
ardóttir (2. október) en 27. nóvem-
ber söng Hrafnhildur Guðmunds-
dóttir mezzósópran. Hrafnhildur
vakti fyrst á sér athygli í fyrravor
þegar hún söng Cherubino í Brúð-
kaupi Fígarós af miklum þokka og
öryggi. Nú reiddi hún hátt til höggs
með viðamikilli söngskrá: Þremur
lögum eftir Sigvalda Kaldalóns, Li-
ederkreis op. 39 eftir Schumann,
Banalités eftir Poulenc, þremur fen-
eyskum söngvum eftir Reyaldo
Hahn og fimm negrasöngvum eftir
Xavier Montsalvatge. Jónas Ingi-
mundarson var við hljóðfærið. Öllu
þessu fylgdi 16 síðna tónleikaskrá
með öllum textum á frummálinu og
prósaþýðingum Reynis Axelssonar,
enda sátu áheyrendur eins og börn í
dönskutíma og fylgdust með textun-
um - en söngkonan kunni allt rei-
prennandi utanbókar.
Hrafnhildur er mjög efnileg söng-
kona, með prýðilega rödd og umtals-
verða kunnáttu. Hins var samt ekki
að vænta að hún, jafnung og hún er,
hefði jafngott vald á þeim mismun-
andi söngvum sem hún tókst á við
þarna. Einna minnst þótti mér til
Schumanns koma, enda mun full-
komin túlkun ljóðaflokks þessa
krefjast mikils þroska söngvarans,
sem við sem eldri erum trúum jafnan
að komi einungis með árunum. Hinn
gamansami Poulenc var ágætur hjá
Hrafnhildi en þótt undarlegt megi
virðast tókst henni langbest upp í
feneysku söngvunum - stíll þeirra
virðist eiga best við söngkonuna.
Negrasöngvarnir kalla á safameiri
túlkun en Hrafnhildur lét í té. En
þetta er tínt til einungis vegna þess
hve glæsilegur söngur Hrafnhildur
lét í té. En þetta er tínt til einungis
vegna þess hve glæsilegur söngur
Hrafnhildar í rauninni var, það sem
hana vantar mun hún öðlast með
auknum þroska, lærdómi ogreynslu.
Tónlistargagnrýnandi Tímans tekur
ofan fyrir hinni ungu söngkonu.
Sig.St.