Tíminn - 09.12.1989, Qupperneq 10

Tíminn - 09.12.1989, Qupperneq 10
10 Tíminn Laugardagur 9. desember 1989 Sighvatur Björgvinsson, í helgarviötali Tímans: Innan við 8% fjárlaga eftirtilráðstöfunar Fjárlög íslenska ríkisins eru oftast afgreidd stuttu fyrir þau áramót sem þau taka til. Fjárlagaf rumvarpið er samið af f jármálaráð- herra í samráði við ríkisstjórn og þingflokka stjórnarinnar og lagt fram í sameinuðu Alþingi. Umræður um frumvarpið eru þrjár og á milli fyrstu og annarrar umræðu og annarrar og þriðju er því vísað til nefndar. Sú nefnd er fjárveitinganefnd sameinaðs þings og er skipuð níu þingmönnum. Þessi þingmannanefnd hefur ekki verið áberandi sé tekið mið af því hve starf hennar er mikið og hversu mikil völd hún hefur í raun og veru. Sighvatur Björgvinsson formaður fjárveit- inganefndar gaf sér tíma til þess að ræða við Tímann, eftir að blaðamaður og ljósmyndari höfðu beðið í tæplega tvo klukkutíma eftir fyrirfram pöntuðu viðtali. Ástæðan fyrir „íslendingar komast vonandi þessu tímahraki Sighvats var gífurlegt ann- ríki við yfirferð á fjárlögunum, en stefnt er að því að þau fari til annarrar umræðu á þriðjudag. Megin umræðuefnið skyldi verða breyttar áherslur við gerð fjárlaga næsta árs er miða að því að gera ráð fyrir öllum útgjöldum ríkisins, þannig að fjárlög haldi og falinn halli komi ekki í ljós þegar líða tekur á árið. Grunnurinn ekki rétt lagður - Nú hefur þú lýst því yfir opinberlega að þar sem ríkisreikningur fyrir árið 1988 liggi fyrir til samanburðar, sé stefna fjárveitinga- nefndar að láta af öllum vísvitandi vanáætl- unum við gerð fjárlaga. Með öðrum orðum þið stefnið að þvt að ganga þannig frá fjárlögum að þau séu raunhæfari en áður. Hvað þýðir þetta mikla aukningu á halla ríkissjóðs á næsta ári, frá þeim þremur milljörðum sem fjármálaráðherra gerði ráð fyrir þegar hann kynnti frumvarpið? „Það liggur ekki fyrir núna, því að við höfum ekki lokið yfirferð á frumvarpinu,“ segir Sighvatur. „En sé litið til baka segir það sig sjálft að þegar halli ríkissjóðs er orðinn viðvarandi, eins og hefur verið undanfarin ár, halli á bilinu frá fjórum og upp í átta milljarða, getur ekki verið önnur skýring á því en að grunnurinn sé ekki rétt lagður. Með öðrum orðum, að um vanáætl- anir sé að ræða á ýmsum útgjaldaliðum og til viðbótar því að það liggi ekki ljóst fyrir hvaða ákvarðanir búi á bakvið tillögur ríkisstjórnarinnar í fjárlögum, eða þá að hún sé ekki búin að taka þær ákvarðanir sem hún segist vera búin að taka. Við skulum segja sem svo að ef ríkisstjórn tekur þá ákvörðun að hafa niðurgreiðslur óbreyttar í krónutölu á næsta ári, býr á bakvið það sú pólitíska ákvörðun að niðurgreiðslurnar hækki ekki með verðlagi. Þannig að mat- vöruhækkun komi fram sem raunveruleg verðhækkun. Ef menn gera ráð fyrir slíku í fjárlagafrumvarpi og eru síðan ekki reiðu- búnir að standa við það þegar á reynir, myndast auðvitað halli á ríkissjóði. Tveir megin þættir geta valdið óvissu við gerð og framkvæmd fjárlaga. Það er í fyrsta lagi að grunnurinn sé ekki rétt lagður og í öðru lagi að þær ákvarðanir sem ríkisstjórn segist vera búin að taka við afgreiðslu fjárlaga, hafi í raun ekki verið teknar. Þetta getur til dæmis átt við niðurgreiðslur, út- flutningsuppbætur og ýmsar slíkar mjög dýrar og kostnaðarsamar aðgerðir.“ Leggja til hækkun -Fjárlagahalli hefur verið viðvarandi undan- farin ár og áætlanir um eyðslu ríkisins ekki staðist. Þetta hefur yfirleitt komið í ljós þegar líður á hvert fjárlagaár fyrir sig. Nú ætlið þið hins vegar að vera raunsæir. Hvað sýnist ykkur að fjárlagahallinn gæti orðiö mikill á næsta ári? „Fjárveitinganefnd hefur ekki lokið sinni umfjöllun um fjárlagafrumvarpið fyrir árið 1990. Hins vegar hefur komið fram að áform um tekjuöflun, eins og skatt á fjármagns- tekjur sem átti að skila 600 milljónum í ríkissjóð, þau munu ekki ganga fram. Fjármálaráðherra hefur lýst því yfir að hann treysti skattkerfinu ekki til þess að takast bæði á við skattkerfisbreytinguna um ára- mótin og fjármagnstekjuskattinn. Allar aukningar sem verða á útgjaldaliðum fjár- lagafrumvarpsins munu svo auka halla ríkis- sjóðs enn frekar. Nú þegar höfum við í fjárveitinganefnd tekið ákvarðanir um aukin útgjöld upp á um það bil hálfan milljarð. Megin hlutinn af því eru leiðréttingar á grunni fjárlaga.“ Vantar ekki góð áform - Eru fjárlögin fyrir árið 1990 góð fjárlög, er ekkert falið í þeim? „Það eru ekki falin útgjöld í þeim. Við yfirferð fjárlagafrumvarpsins höfum við í fjárveitinganefnd ríkisreikning fyrir árið 1988 til hliðsjónar. Það sem við erum að reyna að átta okkur á er hvort það rekstrar- umfang sem þar kemur fram stemmir við þær rekstraráætlanir sem gert er ráð fyrir í frumvarpinu. Góð áform eru einkenni allra fjárlagafrumvarpa. Góð áform eru til dæmis um það að reyna að ná fram einhverjum sparnaði, eins og launasparnaðinum sem menn reyndu að ná fram í fyrra. Þau áform tókust ekki nema að hluta til. Það vantar ekki góð áform í þetta frumvarp, spumingin er sú hvort menn í fyrsta lagi geta fram- kvæmt þau. í öðru lagi hvort menn hafa raunverulega pólitískan vilja sem þarf til þess að geta framkvæmt sinn góða ásetning. “ -Eftir að stofnanir ríkisins og sveitarfélög hafa farið yfir fjárlagafrumvarp næsta árs, vilja væntanlega margir fá meira í sinn hlut. Hvað hefur fjárveitinganefnd fengið margar slíkar beiðnir og hversu háar eru þær samanlagt? „Við höfum fengið tæplega fimm hundruð og fimmtíu erindi. f hverju erindi geta verið margar beiðnir, eins og þegar eitt sveitarfé- lag leggur fram eitt erindi sem kannski fjallar um fjölmörg mál. Fjöldi viðfangsefna í þessum rúmlega fimm hundruð erindum, skiptist í fleiri þúsund viðfangsefni. f þeim viðtölum sem við höfum átt við fólk, hefur samtals verið beðið um eitthvað á milli átta og níu milljarða viðbótarútgjöld vegna fjár- lagafrumvarpsins. Við höfum talað við flesta af þeim aðilum sem hafa sent fjárveitinga- nefnd beiðnir um auknar fjárveitingar og suma oftar en einu sinni og oftar en tvisvar. “ - Liggur það þá ekki alveg ljóst fyrir að það verður verulega sársaukafullt fyrir ýmsa að skera þurfi niður fjárveitingar eins mikið og mögulegt er? „Jú, jú, vegna þess að íslendingar hafa sýnt fram á það í alkunnri skoðanakönnun að það sem þeir vilja í ríkisfjármálum er að borga enga skatta, en fá samt framlög frá ríkinu til allra góðra verka. Þetta gengur bara einfaldlega ekki upp. Það er sárt að þurfa að segja við fólk, „þið þurfið að borga skatta fyrir þá þjónustu sem þið fáið“, og það er líka sárt að segja við fólk, „þið fáið ekki allt það sem þið viljið“. En vonandi komast íslendingar á það þroskastig að gera sér grein fyrir því að það er samhengi á milli skattlagningar og útgjalda hjá ríkinu.“ Ríkisspítalarnir vilja milljarð í viðbót - Nú hefur það kvisast að ríkisspítalamir einir fari fram á hækkun fjárframlags upp á rúman milljarð, frá því sem gert er ráð fyrir á fjárlögum. Er möguleiki að veita ekki þessa hækkun? „Óskir ríkisspítalanna eru samsettar af tvennu. í fyrsta íagi beiðnum um leiðrétting- ar og lagfæringar á því sem þeir telja að séu vanáætlanir í fjárlagafrumvarpinu. Hins vegar er farið fram á viðbætur í rekstri og byggingum. Það eru til dæmis uppi mikil áform varðandi K-bygginguna, fyrir krabba- meinslækningarnar. Sjálfsagt má segja, að ef allar óskir ríkisspítalanna, bæði um rekstur, leiðréttingar og stofnkostnað, eru lagðar saman, nálgast sú upphæð einn milljarð. En það er ekki nema lítið brot af því sem eru leiðréttingar á því rekstrarum- fangi sem þeir hafa í dag. Fjárlagafrumvarp- ið fyrir næsta ár gerir ekki ráð fyrir umtals- verðri aukningu á rekstrarumfangi." „Félagsmálapakkar“ vanmetnir - Þið stefnið að því að koma fjárlagafrum- varpinu til annarrar umræðu á þingi í næstu viku og afgreiða það fyrir jól. Hins vegar eru flest félög launþega með lausa kjarasamn- inga um þessar mundir og þóf um launa- hækkanir framundan, þ.á m. hjá ríkisstarfs- mönnum. Er þetta ekki stór óvissuþáttur í fjárlögum? „Jú, þar renna menn dálítið blint í sjóinn. Það gera menn hins vegar alltaf þegar gengið er til samninga, það er aldrei hægt að segja til fyrirfram hvað kemur út úr þeim og við í fjárveitinganefnd getum ekki spáð í það neitt frekar en hver annar. Menn hafa aftur á móti hneigst til þess að vanmeta mjög mikið hvað alls konar breytingar á kjara- samningum sem ekki eru mældar beint í launatölum þýða mikinn kostnaðarauka fyr- ir ríkissjóð. Lenging fæðingarorlofs sem ákveðin var í síðustu kjarasamningum, þýðir til dæmis aukin launaútgjöld hjá mörgum ríkisstofnunum sem samsvarar 1% launa- hækkun. Launaútgjöld í fjárlögum eru eitthvað á bilinu 10-11 milljarðar og um 1% af því, eða 100 milljónir, er þá bara vegna lengingar fæðingarorlofsins.“ - Nú hafa fjárlögin þróast á undanförum árum þannig að föst útgjöld verða sífellt stærri hluti útgjalda, en ráðstöfunarfé fer að sama skapi minnkandi. Hver er skýringin á þessu? „Það sem er einkennandi í þessu sam- bandi er hækkun vaxtagjalda. Á árum áður skipti litiu máli fyrir fjárlagahallann hver verðbólguþróunin var í landinu. Tekjur ríkisins hækkuðu nokkum veginn jafnt á móti útgjöldunum. Þrátt fyrir að nú hafi verið tekin upp staðgreiðsla skatta er þessi þumalfingursregla ekki lengur til staðar. Það gera vextimir. Ef verðbólgan verður meiri en forsendur fjárlaga gera ráð fyrir, eykst hallinn á ríkissjóði vegna þess að vaxtagjöldin hækka svo mikið. Nú er svo komið að vaxtagjöld ríkisins em orðin hærri heldur en nemur því fé sem ríkissjóður veitir til framkvæmda. Framlög til stofnkostnaðar eru nú komin niður í 8% af fjárlögum ríkissjóðs. Stór hluti þess er bundinn f verksamningum, þannig að svigrúmið sem við höfum er ekki einu sinni þessi 8%. Afgangur fjárlaganna er bundinn fastur og þessum föstu rekstrarliðum getum við ekki haggað, nema að grfpa til þess að segja upp fólki. Sú ákvörðun er mjög erfið og þó að Alþingi hafi tekið ákvarðanir um að draga saman seglin á sumum sviðum hefur þeim ákvörðunum oftast ekki verið framfylgt." Hafa beðið í ár eftir rökstuðningi fyrir ákvörðunum í „Sturlumálinu“ - í fjáraukalögum fyrir árið 1988 kemur fyrir „Sturlumálið" svo kallaða og önnur mál, þar sem framkvæmdavaldið hefur tekið þá ákvörðum að greiða fé úr ríkissjóði án þess að leita heimilda Alþingis fyrir því. Þú hefur lýst því yfir að þú munir ekki fallast á að fjárveitingar vegna Sturlumálsins verði samþykktar. Hvers vegna? „Sturlumálið er ekki stórt mál hvað varðar útgjöld ríkissjóðs. Hins vegar er það stórt mál að því leyti að það hefur mikið for- dæmisgildi. í þessu tilfelli var í fyrsta sinn beðið um úrskurð dómstóla, um hvar mörk-. in lægju á milli heimilda og vanheimilda stjómenda ríkisstofnana. Sturlumálið er stórt mál vegna þess að það var komið í dómsmeðferð hjá æðsta dómstóli landsins, þegar tekin var ákvörðun um það að taka málið úr dómi og afgreiða það með ákvörð- un framkvæmdavaldsins um greiðslur úr ríkissjóði án heimilda. Fjárveitingamefnd hefur beðið um þær upplýsingar sem fjár- málaráðherra og menntamálaráðherra byggðu þessa ákvörðun sína á og um álit ríkislögmanns, sem rak málið fyrir ríkið í Hæstarétti, á þessum afgreiðslum. Við höf- um ekki ennþá fengið svör við þessum beiðnum, þrátt fyrir að við höfum lagt þær fyrst fram fyrir um ári. Afgreiðsla fjárveit- inganefndar á þessu tiltekna máli í fjárauka- lögunum, mun að sjálfsögðu byggjast á því hvaða svör hún fær við þessum beiðnum um upplýsingar og hvert innihald þeirra svara verður. í þessu er ekki fólgin nein afstaða mín til Sturlumálsins, hvort Sturla Kristjánsson hafi haft rétt til þess að gera það sem hann gerði, eða ekki. Heldur eingöngu það að þarna var tekið mál úr dómsmeðferð sem hefur for- dæmisgildi fyrir allan ríkisreksturinn. Árni Gunnarsson. Laugardagur 9. desember 1989 Tíminn T1 Timamynd: Pétur

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.