Tíminn - 09.12.1989, Side 20

Tíminn - 09.12.1989, Side 20
AUOLVSINCASÍMAR: 680001 —6B63QO 1 RÍKISSKg NÚTÍMA FLUTNINGAR Halnarhúsinu v/Tryggvagötu, S 28822 SAMVINNUBANKINN L Í BYGGÐUM LANDSINS PÓSTFAX TIMANS 687691 DAGAR til jola Iíininn LAUGARDAGUR 9. DESEMBER 1989 Kveikt á jólatrénu Á morgun klul '<an 16:00 verður klukkan 16:00 að loknum leik jólasálma. kveikt á jólatrér í á Austurvelli. Lúðrasveitar Reykjavíkur. Sendi- Jólasveinar munu mæta á staðinn Tréð erað venju g jf íbúa Oslóborg- herra Noregs á fslandi, Per Aasen, og koma fram á þaki Nýja Köku- ar til Reykvíkinga í þrjátíu ár hefur mun afhenda tréð, en Davíð Odds- hússins þegar athöfninni við jólatréð Oslóborg sýnt b( rgarbúum vinar- son borgarstjóri veitir trénu viðtöku er lokið. SSH brag með þessum lætti. fyrir hönd borgarbúa. Athöfninni Sem fyrr segir hefst afhöfnin lýkur með því að Dómkórinn syngur Heilbrigðisráðherra leggur fram frumvarp þar sem ráðist er til atlögu við sjálfvirkt greiðslukerfi til sérfræðinga á sviði tannlækninga: Stefnt að hundrað milljóna sparnaði Samkvæmt nýju frumvarpi um almannatryggingar sem lagt var fram á Alþingi í gær, er gert ráð fyrir að unnt sé að spara a.m.k. 80 milljónir króna með breyttri kostnaðar- hlutdeild ríkisins í tannréttingum og viðgerðum. Til viðbótar því er ráðgert að spara allt að 20 milljónir, með því að lækka álagsprósentu á sérfræðiþjónustu. Náist ekki samkomulag um þá lækkun, kemur til greina að binda í lög að greitt skuli fyrir tannréttingar samkvæmt almennum tannlæknataxta, en ekki sérfræðitaxta. Rök fyrir því eru sú að almennir tannlæknar hafa rétt til að sinna öllum tannlækningum, jafnt réttingum sem öðrum. Frumvarp þetta er samið sam- kvæmt tillögum nefndar sem Guð- mundur Bjarnason heilbrigðisráð- herra skipaði í ágúst á þessu ári, en í henni eiga sæti Ingimar Sigurðs- son skrifstofustjóri, Guðjón Magn- ússon, aðstoðarlandlæknir og Magnús R. Gíslason, yfirtann- læknir í heilbrigðis- og trygginga- ISBflK&HS málaráðuneytinu. Nefndinni var falið að gera tillögur um, með hvaða hætti mætti ná fram sparnaði í útgjöldum ríkisins vegna tann- læknakostnaðar, án þess að minnk- uð verði sú þjónusta sem nú þegar er fyrir hendi, í tengslum við tannlæknaþjónustu við börn og unglinga. Markmiðið er að ná fram sparnaði upp á 100 milljónir króna. í frumvarpinu, sem gert er ráð fyrir að taki gildi fyrir næstu ára- mót, eru lagðar til breytingar á þeim greinum almannatrygginga- Íaganna sem taka til sérhæfðar tannlæknisþjónustu við börn og unglinga á aldrinum 6-8 ára. Talið er mögulegt að ná fram 60 milljón króna sparnaði, með því að breyta lögunum á þann hátt að ekki sé um skyldugreiðslur, eða sjálfvirkar greiðslur, að ræða fyrir slíka þjón- ustu, heldur þurfi að leita heimilda fyrir þeim. Jafnhliða verði settar reglur um framkvæmdina. Samkvæmt núgild- andi lögum þarf ekki að sækja um heimild til tannréttinga og í dag nýtur tæpur helmingur barna og unglinga tannréttingarþjónustu og nemur kostnaður þess opinbera vegna þessa, á bilinu 125-130 millj- ónum króna. Miðað við fram- kvæmd tannréttinga í Noregi, þar sem heilbrigðisástand er hvað lík- ast því sem hér gerist, er talið að þriðjungur barna og unglinga þarfnist slíkrar þjónustu. Segir í frumvarpinu að eðlilegast þykir að þátttaka ríkisins sé mest þegar um er að ræða aðgerðir í lækningaskyni og hún fari allt niður í enga, sé um að ræða tannréttingar sem ekki eru gerðar í læknisfræði- legu skyni. f frumvarpinu kemur fram að unnt sé að ná fram sparnaði með því að breyta ákvæðum laganna er taka til þess þegar í hlut eiga gullfyllingar, krónu- og brúargerð, auk tannréttinga, þannig að ákvæði laga um þessa þætti virki ekki nánast sjálfvirkt, heldur því ein- göngu að tekin hafi verið afstaða til aðgerðanna áður. í athugasemdum með frumvarp- inu kemur fram sú skoðun að umsamið álag á sérfræðiþjónustu, sem er 32%, sé of hátt og í ósamræmi við hliðstæðar reglur í nágrannalöndunum. Náist ekki samningar við sérfræðinga að lækka þessa álagsprósentu, komi til greina að binda í lög að greitt skuli fyrir skuli fyrir meðaltals- kostnað er taki mið af tannlækning- um hjá almennum tannlæknum. Tilhneigingin hafi verið sú, að sífellt stærri hluti verkefna færist yfir til sérfræðinga og skipti ekki máli hvort verkið sé unnið af sérfræðingum sjálfum eða aðstoð- arfólki. Þetta hafi leitt til stórauk- inna útgjalda vegna sjúkratrygg- inga, en útgjöld ríkisins vegna tannlækninga stefna í 700 milljónir á þessu ári. -ÁG Siglingaleiðin er fær í björtu Hafís er nú landfastur við Kögur, en meginísinn liggur um átta sjómíl- ur norður af Horni. Siglingaleiðin fyrir Horn er því talin fær í björtu. Skip verða þó að fara þarna um með varúð. Búist er við að þetta ástand muni vara a.m.k. næsta sólarhring. Um helgina er spáð suðaustan- og austanáttum og þá má gera ráð fyrir að ísinn færist frá landi. Bjarni Sæmundsson tilkynnti um allmikinn ís fyrir norðan Grímsey í gær. Flugvél Landhelgisgæslunnar kannaði einnig ísinn í gær. Niður- staða þeirrar könnunar var að sigl- ingaleiðin fyrir Horn væri greiðfær í björtu. Stakir jakar voru á siglinga- leiðinni frá Horni að Kögri og ís- tunga næst landi um tvær sjómílur norðvestur frá Hælavíkurbjargi. Meginísinn var um átta sjómílur norður af Horni. Frá Hornbjargsvita sást samfelld ísbreiða 4-6 kílómetra til norðurs frá bjarginu. Þaðan lágu stórar ísspangir í austur eins langt og séð varð. í desembermánuði 1969 kom ísinn álíka nálægt landi og varð þá einnig landfastur. Þór Jakobsson veður- fræðingur á hafísdeild Veðurstof- unnar sagði að þegar menn tali um landfastan ís við ísland séu menn ekki að tala um sambærilega hluti og þegar menn tali um að ís sé landfast- ur við Grænland. Fylgst verður áfram með ísnum næstu daga. -EÓ Söltun að Ijúka Alls var búið að salta í um 211 þúsund tunnur í fyrrakvöldi upp í þá fyrirframsamninga um sölu á saltsíld sem gerðir hafa verið. Þar af var búið að salta í um 130 þúsund tunnu upp í samninginn við Sovétmenn, sem hljóðaði upp á 150 þúsund tunnur. Það á því aðeins eftir að salta í um 20 þúsund tunnur, þar sem söltun upp í samn- inga við t.d. Svía og Finna er að mestu lokið. Mest var búið að salta í Grinda- vík eða 30.200 tunnum, á Eskifirði var búið að salta í 27.500 tunnur og á Hornafirði var búið að salta í 26.600 tunnur. Bátarnir hafa verið að veiðum bæði inni á fjörðum, Fáskrúðsfirði, Stöðvarfirði og Berufirði, svo og á Mýrabugt. -ABÓ

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.