Tíminn - 09.12.1989, Qupperneq 1
Dapurlegur dauði
skóarafrúarinnar
Það þótti forljótt mál um miðja síðustu öld er Billenberg og dóttir hans létu eiginkonu
og móður veslast upp í eigin úrgangi.
Oft er það svo að í frásögnum af íslensku þjóðlífi á fyrri
tímum að okkur þykir skorta á að lýst sé daglegu lífi fólks,
húsakynnum, aðbúnaði og daglegum umgengnisháttum.
Sagnaritararnir hneigjast til að segja heldur frá viðburðum
sem stærri eru í sniðunum: atvikum af stjórnmálavettvangi,
skipssköðum eða náttúruhamförum og er það í sjálfu sér
aðeins eðlilegt.
Því er það stundum svo að nákvæmar og nærgöngular
lýsingar er helst að hafa þegar smælingjar hins daglega iífs
hafa verið dregnir fyrir lög og dóm og hin réttarfarslega
rannsókn hefur látið skjalfesta ýmis smáatvik af nákvæmni
sem minnir á Ijósmynd. Þótt sögur óhappafólks séu sem
betur fer ekki hið dæmigerða fyrir líf alls almennings, er þó
hægt að lesa á milli línanna í réttarskjölunum svo fjölmargt
sem varpar Ijósi á tíðarandann. Þannig er um frásögnina
hér á eftir af máli því er Billenberg nokkur skóari í Reykja-
vík og kona hans lentu í um miðja fyrri öld og fer hér á eft-
ir.
Maöur er nefndur Johan Billen-
berg. Fluttist hann lil Reykjavíkur á-
samt fjölskyldu sinni árið 1844.
Hann var fæddur í Mecklenburg í
Þýskalandi 1802, lærði ungur skó-
smíðar og fékk sveinsbréf. Eftir það
flakkaði hann víða, eins og oft var
um iðnaðarmenn þá, en hafnaði að
lokum í Kaupmannahöfn, 23 ára
gamall. Þar vann að skósmíðunum í
Qögur ár og fékk meistararéttindi.
Hann kvæntist danskri konu að nafni
Lovísa og eignuðust þau tvö börn.
Annað var stúlka að nafni Hansína,
en hitt var drengur, sem Jóhann hét.
Hann var vangefinn, hafði fengið
lömun og lá alltaf rúmfastur.
Bágborið heimilislíf
Kona Billenbergs var drykkfelld
mjög og var samkomulag hjónanna
bágborið. Ekki er vitað hvort hún
hafði áskapað sér þetta sjálf, eða
hvort leiðinlegu heimilislífi var um
að kenna. En það var á allra vitorði
að Billenberg var henni vondur, lét ó-
botnandi skammir dynja á henni og
brigslyrði, sem voru verri en svo að
menn vildu hafa þau eftir. Þá barði
hann á henni.
Fjölskyldan bjó í svonefndu
Skraddarahúsi við Austurvöll. Var
húsið kennt við Klement Lindt Þór-
oddsson, skraddara, sem reist hafði
húsið árið 1825. Það var múrað í
binding, en engin klæðning sett utan
á bindinginn. Síðar keypti húsið
Björn ritstjóri Jónsson, reif það og lét
reisa þar ísafoldarprentsmiðju og
löngum voru þar skrifstofur Morgun-
blaðsins og prentsmiðja.
Meðan Billenberg bjó þarna hafði
hann vinnustofu sína uppi á lofti, og
þar svaf hann einnig, þvi hjónin voru
skilin að borði og sæng. Var svefn-
herbergi konunnar í norðausturstof-
unni, en svefnherbergi dótturinar við
hliðina á því.
Lovísa fær slag
Sagan hefst mánudaginn 12. júlí
1852. Þá var það venja að eta þrí-
mælt, og eftir miðdegisverðinn færði
Lovísa Billenberg manni sínum kaffi
upp á loft, eins og hún var vön. En er
hún kom niður í eldhúsið aftur, fékk
hún slag og féll á gólfið. Og þegar
þau feðginin, Billenberg og dóttir
hans, komu að, lá hún þar með mikl-
um krampaflogum, froðufellandi og
var að kafna. Þau báru kamfórudropa
að vitum hennar og dvínaði þá
krampinn. Síðan tosuðu þau henni
upp í rúm sitt og létu hana liggja þar
í öllum fötunum. Fór þá Hansína að
tala um að rétt væri að sækja lækni,
en það aftók Billenberg og sagði að
þetta væri ekki neitt alvarlegt. Þetta
væri aðeins brennivínskrampi og
mundi fljótlega líða hjá. Varð svo að
vera sem hann vildi og skiptu þau sér
ekki meira af sjúklingnum, hvorki
þann dag né nóltina á eftir.
Frásögn Guörúnar
Einarsdóttur
Kona er nefnd Guðrún Einars-
dóttir og átti heima í húsi því sem
Herbertsprent var í við Bankastrætið.
Hún haföi verið vinnukona hjá þeim
Billenbergshjónum fyrir nokkrum
árum, en gengið úr vistinni vegna ó-
samkomulags þeirra. Hún hafði nú
þann starfa að sækja þeim vatn og
þvoði stundum í húsinu á laugardög-
um. Þegar hún kom með vatnið á
þriðjudagsmorgun, haföi Hansína
sagt að móðir sin væri lasin í dag og
Billenberg hafði bætt við:
„Kona mín fékk slag og lá á gólf-
inu, og ég hélt að hún væri dauð,
þegar ég kom ofan.“
En hvorugl virtist taka þetta neitt
nærri sér og skipti Guðrún sér þá
ekki neitt af þessu. Morguninn eftir
kom hún svo aftur með vatn og sagði
þá við Hansínu: „Má ég ekki líta inn
til hennar móður yðar og gefa henni
vatn að drekka? Það er svo gott fyrir
hana að fá kalt vatn.“
Hansína leyfði það. Fór Guðrún
BlaS me8 telkninsum, vereum oo rl*»l ottlr B»nadikt
Griindel vergvoltt ( bo0BH * landtbákaufn!. Lbj.'stíJ B
4to. Þ*rn* »jáum vií lémfrú Sinu Blllenberg, mr\i mlttU-
miáo tfúlku »8 tliku þett tim*, oB olnn hlnne tioBtíntll
H«n» skétmléílns, er CrSndal g»t *Idrel gleymt. Skátmlít-
Htnernlr mlnntu h»nn tevlnlega i vortlS I Pðttíutélmun,
um um larltvelninn Pétur og hanann, sem gál honum
»8 morgnl degt *u*tur I Jerúsolem forSum tiS.
Xl//^,
X*,
.. £ ,
' Ifcw p»v> L, 4Í1 • JnL
/.(.»*• •
I/.p Hj» ItttlMm 'n«'
Ium/ ({**».**&*’• ■
Þelr eru ekkl marglr smælingjarnlr
frá Reykjavík síðustu aldar, sem til
er mynd af, hvað þá eftlr kunnan
llstamann. En hér er mynd af
Hanslnu Billenberg eftlr Benedlkt
Gröndal. Það voru hanarnir hjá
Billenberg, sem urðu til þess að
Gröndal teiknaðl bæði þá og
dótturlna. Hanagalið mlnnti hann
nefnilega á versið í
Passíusálmunum um lærisveininn
Pétur og hanann, sem gól honum
að morgnl dags austur f
Jerúsalem forðum tfð.
síðan meö vatn í bolla inn til sjúk-
lingsins og sagði: „God morgen,
maddama góð,“ en hin svaraði engu
og mátti sjá að mjög var af henni
dregið. Guðrún tók þá undir herðar
henni, reisti hana upp til hálfs og bar
bollann að vörum henar. Tók sjúk-
lingurinn við og drakk úr bollanum
og heyrðist Guðrúnu hún segja ofur
lágt: „Tak,“ en ekkert meira. Guð-
rúnu fannst fara illa um hana og út-
gangurinn á henni ekki góður, því
hún lá enn í öllum fötunum og hafði
vætt undir sér, svo hún var holdvot
upp á herðar. Guðrún gerði tilraun til
þess að snúa henni, en skorti afl til
þess, því konan var afar feit. Gekk
hún þá aftur fram í eldhúsið og sagði
við Hansínu:
„Viljið þér ekki kaupa nokkuð af
hafragrjónum handa henni móður
yðar? Það er gott fyrir hana að
drekka seyði af þeim.“
„O, jú, ég skal tala um það við
hann föður minn,“ sagði Hansína.
Varð það svo úr að Guðrún var send
að kaupa einn pott af hafragrjónum.
Enn kom Guðrún til þeirra á
fimmtudaginn og leit inn til sjúk-
lingsins. Virtist henni Lovísa þá
rænulítil eða rænulaus. Ekki kom
Guðrún sér að því að bjóðast til að
hlynna að sjúklingnum, þótt henni
virtist þess full þörf. En þegar hún
kom á föstudagsmorgun og enn hafði
sjúklingnum ekki verið hagrætt,
gekk fram af henni og hún sagði við
Hansínu:
„Viljið þér ekki aö ég hjálpi yður
að færa hana móður yöar úr kjólnum
og klukkunni, því að ófært er að láta
hana liggja lengur í því svona?“
Hansína féllst þegar á það. Sjúk-
lingurinn var þá algjörlega máttlaus
og skáru þær kjólinn utan af henni.
Ofbauð Guðnýju þá að sjá hvernig
búið var að sjúidingnum. Var Lovísa
í nátttreyjugopa innan undir kjólnum
og þar undir i skyrtu og buxum. Allt
var þetta rennandi blautt af þvagi.
Undir henni var ekkert lak, heldur
einhverjar druslur, sem voru haröar
og lágu í fellingum.
Þegar þær höfðu náð af henni
kjólnum sagði Guðrún:
„Á ég nú ekki að hjálpa yður
meira?“ - En Hansína kvað nei við.
Þá sagði Guðrún að nauðsynlegt væri
að færa Lovísu úr skyrtu og buxum
og bað Hansínu að koma með serk til
að færa hana í. Vissi Guðrún að
Lovísa átti nóg af nærklæðnaði og að
hann var í vörslu dótturinnar og vissi
hún líka aö það var ekkert erfiðara að
koma konunni úr skyrtu og buxum
og klæða hana í þurr föt, heldur en að
koma henni úr kjólnum. En Hansína
tók þetta ekki í mál og sagði að móð-
ir sín þyldi það ekki. Furðaði Guð-
rúnu á því hve hún var kaldgeðja og
skeytingarlílil um móður sina. En
ekki þóttist hún geta tekið fram fyrir
hendurnar á henni og skildu þær með
þessu.
Aldrei séð annan
eins frágang
Lovísa Billenberg hafði nú legið
svo að segja umhirðulaus í nær fimm
sólarhringa. En þá hefur það verið
farið að kvisast um bæinn hvernig
meðferðin á henni var og á laugar-
dagsmorgun gerði Jón Thorsteinsen
landlæknir sér ferð þangað. Blöskr-