Tíminn - 09.12.1989, Page 3

Tíminn - 09.12.1989, Page 3
Laugardagur 9. desember 1989 HELGIN 3 málinu, fyrr en komið var fram í september. En þá um miðjan mánuð- inn voru réttarhöldin tekin upp að nýju. Var Guðrún Einarsdóttir enn aðalvitnið. Hun sagði frá því að er hún var vinnukona hjá Billenberg fyrir 7 - 8 árum hafi hann oft farið illa nteð konu sína, atyrt hana á versta veg, hrundið henni og barið hana. Hansína hefði einnig alltaf verið stirð við móður sína og ætíð dregið taum föður síns. Hefði Lovísa tekið sér þelta mjög nærri og það mundi hafa verið orsökin til þess aö hún hafi drukkið nokkuö mikið, en á seinni árum muni hún hafa minnkað það og alltaf hefði hún hugsað um heimilið. Billenberg hefði oft farið öldungis ó- heyrilegum og ótrúlegum orðunt um konu sína. Og ekki hefði hann verið hugulsantur við hana í legunni, aldrei litið inn til hennar, ekki einu sinni daginn sem hún dó, „og sýndist ekki neitt óánægður eftir andlát hennar.“ Þegar hér var komið gáfu réttar- vottarnir sig frant, lögregluþjónarnir Hendricksen og Þorsteinn Bjarnason í Brunnhúsum, og skýrðu þeir frá því að það væri almennur orðrómur í bænum að Billenberg hafi farið mjög illa með konu sína og hann hafi verið mjög ánægður út af fráfalli hennar, „hyern orðróni dómarinn hefur heyrt.“ „Það kunna aðrir að vita“ Því næst var Hansína yfirheyrð og spurð um ósamkomulagið milli for- eldra hennar. Sagði ltún að faðir sinn hefði aldrei verið ósanngjarn, en það gæti komiö fyrir hinn þolinmóöasta mann að verða reiður og hafi móðir sín jafnan átt sök á því er hann reidd- ist. Hún var spurð hvort faðir hennar hefði barið móðurina. „Það veit ég ekki, það kunna aðrir að vita,“ sagði hún. Þá var hún spurð hvers vegna hún hefði alllaf setiö uppi á lofti hjá föður sínum, nteðan móðir hennar var veik. Hún kvað ekkert hæft í því, hún hefði alltaf setið inni hjá ntóður sinni. Auk þess kvaðst hún nokkrum sinnum hafa spurt föður sinn að því, hvort ekki ætti að sækja lækni, en Itann hefði þá sagt að þetta mundi ekki svo hættulegt. Og svo sagði hún að þau feðgin hefðu ekki haft brjóst í sér til þess að hreyfa móður sína, vegna þess að hún þoldi þaö ekki. Um það að móðir hennar hefði verið blaut upp fyrir herðar í rúminu, sagði hún að það stafaði af því að vatn hefði farið niður á liana, er hún var að reyna að gefa henni að drekka. Og engin lykt hefði verið í herberginu nema seinasta daginn sem hún lifði. Dómarinn spurði þá hvort henni fyndist hún ekki hafa vanrækl móður sína í veikindum hennar. „Nei, alls ekki, því að þá helði saviska mín sagt mér það fyrir löngu,“ svaraði hún. Hún var á 19. ári, þegar þetta var. Þá var Billenberg yfirheyrður. Hann sagði að dóttir sín hefði rnjög sjaldan komið upp á loft til sín, með- an móðir hennar var sjúk, enda hefði hún haft nóg að gera að sjá um húsið og tvo sjúklinga, móður sína og bróður máttvana. Sjálfur kvaðst hann löngum hafa setið í vinnustofu sinni, en þó stundum litið til sjúklingsins. Að vísu hefði aldrei verið búið um rúmið og sjúklingurinn legið þar í fötunum, en þurrt hafi verið sett und- ir í rúmið á hverjum degi, og kvaðst hann nú sjálfur hafa hjálpað til þess stundum. AJdrei kvaðst hann hafa barið konu sína, en þegar hún hefði verið drukkin og óþolandi, þá hefði það komiö fyrir að hann heföi þrifið til hennar og hrundið henni inn í ann- að herbergi og þá stundum stjakað við henni. Þegar konan hefði verið drukkin, hefði hún alltaf pissað undir og þess vegna væri það ekki nein furöa, þótt vond lykt hefði verið úr rúminu. - Bað hann svo bókaö að hann krefðist þess að fá fullar bætur fyrir þá smán, sem sér hefði verið sýnd með þessari málsókn og fyrir það hugarangur og atvinnutjón, sem það hefði bakað sér. 20 ríkisdala sekt Dómur undirréttarins var á þá leið að ekki væri hægt að saka þau Billen- berg og dóttur hans um að hafa stytt konunni aldur, en með framferöi sínu hefðu þau sýnt svo frámunalegt kæruleysi og skeytingarleysi að þau hefðu unnið til refsingar, skv. tilskip- un frá 1819, sem skyldar hvern mann að bjarga þeim sem í lífsháska er, en gjaldi 50 ríkisdala sekt ef hann van- rækir það og megi þó hækka þá sekt, ef ættingjar eiga í hlut. Ekki fannst dómaranum rélt að beita þyngslu sektum og dæmdi hann Billenberg í 20 ríkisdala sekl og Hansínu í fimm ríkisdala sekt lil bæjarsjóðs og þau bæði jafnframt til þess að greiöa all- an sakarkostnað. Bældi niður þá „viðkvæmu ást“ Málinu er svo vísað til yfirréttar. í dómi réttar er fyrst rakin saga ntáls- ins og síðan segir svo: „Þetla frábæra umhirðu og ræktarleysi hinna ákærðu við líf og heilsu ektamaka og móður fær rétturinn ekki betur séð en rétti- lega sé ákært af hendi hins opinbera. Að vísu er hér ekki fram kominn neinn verulegur verknaður af hendi hinna ákærðu, sem verið gæti heilsu og lífi Madame Billenbergs sálugu hætlulegur, en að einnig hirðu - og kæruleysi um heilsu og líf jal'nvel vandalausra meðmanneskja sé stral'f- vert, sýni tilskipun 4. ágúst 1819... Þær fyrir skósmið J. J. Billenberg við bæjarþingsins dom ákveðnu straff- sektir fyrir forsómun hans, finnast hæfilega tilteknar... hvar á móti þá á- kærðu, Hansínu Billenberg, bæði vegna unga aldurs, vanþekkingar á meöferð sjúkra og af því hún sem barn í húsi föður síns stóð undir hans umráðum, er að réttarins áliti að dæma sýkna af saksóknarans ákær- um... þó svo að hún laki með föður sínum hlut í kostnaði sakarinnar." Undirréttardómaranum þótti þungt á metunum þaö „frábæra unt- hirðingar og ræklarleysi,“ er Hansína hafði sýnt „við líf og heilsu móður sinnar,“ og að hún hafi bæll niður hjá sér þá viðk'væniu ást og umhyggju fyrir sárveikri móður, sem alltaf hljóti að hreyfa sér í brjósti hverrar góðrar stúlku á tvílugsaldri. En yfír- rélturinn gerði þar meira úr undir- gefni hennar við vilja föður síns, og á hponum sem eiginntanni og heimilis- l'öður hall hvílt sú skylda að sjá um að konan fengi alla þá hjúkrun og aö- hlynningu, sem þörf var á. Billenberg hverfur úr sögunni Þannig lauk þá þessu máli, sem ó- hætt er að fullyrða að hafi vakið við- bjóð og gremju um allan bæ. Dómar almennings hafa síst verið vægari en hinir, og víst er um það að Billenberg hefur enga afsökun haft. En konan hafði áður með drykkjuskap sínum komist í andstöðu við heintilið og til drykkjuskapar hennar má rekja þessa sorgarsögu, sem lýkur nteð því að dóttirin lætur sér alveg á sama slanda um hana og eiginmaðurinn veröur feginn, þegar hún fellur frá. „I „Sögu Reykjavíkur“ eflir Klentens Jónsson og í Arbókum Reykjavíkur" segir að Billenberg hafi hrökklast héöan upp úr þessum málaferlum. En sam- kvæml kirkjubókum býr hann í „Skraddarahúsinu" í þrjú ár eftir þetta. Hann hefur fengið vinnukonu, 15 ára ungling, þegar konan féll l'rá. Næsta ár, 1853, býr hann þarna með börnum sínum, en 1854 eru þau talin þar tvö, hann og Hansína. Og 1855 er Hansína horfín, en þá býr Billenberg þarna með vinnukonu, sem hét Jó- hanna Jónsdóttir. Svo hverfur hann af manntali og hefur þá sennilega farið til Kaupmannahafnar. En áriö 1853 reis deila milli fá- lækrasljórnanna í Reykjavík og Kaupmannahöfn úl af sveitfesti hans og stóð það þref alll árið, þar til fá- lækrasljórnin í Kaupmannahöfn gafst upp. Sú deila hefur sennilega slaðið út af fávilanum, syni Billenbergs, því hann hverfur af nianntali hér 1854 og hefur þá verið sendur utan, því hann .er ekki talinn meðal þeirra, sem lélust þetla ár. Lýkur svo frá Billenberg aö segja. Súkkulaðiterta með rommkremi Notaðu AKEA með öðru úrvals hráefni.... ogútkoman verður frábær! Súkkulaðiterta með rommkremi Léttþeytið 70 g AKRA smjörlíki, 90 g sykur, 90 g púðursykur og 3 egg. Hrærið saman við 150 g hveiti, V2 tsk. natron, 2 tsk. salt, 25 g kakó og 150 g mjólk. Bakið við 190°C í 20 mínútur. Rommkrem Hrærið saman 50 g kakó, 500 g flórsykur og 350 g AKRA smjörlíki og bætið í rommdropum eftir smekk. Skreytið kökuna. Verði ykkur að góðu!

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.