Tíminn - 09.12.1989, Qupperneq 5
Laugardagur 9. desember 1989
HELGIN
5
í heimi hinnar pólitísku hugmyndafræði var sáttmálinn á við nátt-
úruhamfarir. Kommúnistaflokkar um heim allan urðu nú að kasta
fyrir róða g'ómlum slagorðum gegn fasismanum og semj a ný.
Hitler missti nú það agn sem best hafði dugað gagnvart borgara-
stéttinni - óttann við bolsevismann.
samningur viö Sovétríkin árið
1932.
Árið 1937 var það fyrsta verk
utanríkisráðherra nýrrar sam-
steypustjórnar, Rudolf Holsti, að
fara til Moskvu og reyna að eyða
tortryggni Sovétríkjanna gagnvart
Finnum. Þetta tókst honum að
nokkru, því eftir heimsókn hans,
eða í apríl 1938, hófu Sovétríkin
leynilegar samningaviðræður við
Finna um varnarsamstarf, hyggð-
ust Þjóðverjar nota finnskt land-
svæði til árásar á Sovétríkin. En
svo langt voru þeir er réðu utan-
ríkisstefnu Finna ekki reiðubúnir
að ganga. Þeim leist ekki á að
selja sig undir rússnesk áhrif, er
þau þýsku dvínuðu. Þeir vildu
tryggja hlutleysi sitt, kæmi til á-
taka milli þessara stórvelda. Þeir
vildu eiga samstöðu með Svíum,
en hlutleysi Svíþjóðar var hvar-
vetna virt. Gerðu Finnar og Svíar
með sér samkomulag um að
tryggja sjálfstæði Álandseyja í ó-
friði. Hins vegar var Sovétríkjun-
um heitið að Finnar mundu halda
fast við hlutleysi sitt og ekki láta
það líðast að Þjóðverjar notuðu
finnskt land til árásar á Sovétríkin.
Viðhorfin breytast
Hinum leynilegu viðræðum við
Rússa var haldið áfram vorið
1939, en án árangurs. í ágúst
breyttust viðhorfin í einu vetfangi.
Sovétríkin gerðu sáttmála sinn
viö Þýskaland, sem gaf Þjóðverj-
um frjálsar hendur í vestri. í leyni-
ákvæðum sáttmálans var kveðið
á um skiptingu Póllands og að
baltnesku ríkin og Finnland teld-
ust sovéskt áhrifasvæði.
í heimi hinnar pólitísku hug-
myndafræði var sáttmálinn á við
náttúruhamfarir. Kommúnista-
flokkar um heim allan urðu nú að
kasta fyrir róða gömlum slagorð-
um gegn fasismanum og semja
ný. Hitler missti nú það agn sem
best hafði dugað gagnvart borg-
arastéttinni - óttann við bolsevis-
mann.
Tveimur árum síðar sögðu
báðir einræðisherrarnir að sátt-
málinn hefði aðeins verið brella.
Hitler kvaðst hafa gert hann í því
skyni að forðast stríð á tvennum
vígstöðvum, en Stalín sagðist
hafa gert hann til þess að vinna
tíma - tíma til að vígbúast, enda
ekki á vestræn ríki að treysta.
En sáttmálinn gilti í tvö ár og
líkt og fyrir Pólverja og baltnesku
ríkin urðu þau ár Finnum örlaga-
rík. Síðustu vikuna í september
fengu stjórnir Eistlands, Lettlands
og Litháen boð um að senda full-
trúa sína til Moskvu. Þar voru
þessi lönd neydd til að heimila
Sovétríkjunum að koma upp á ný
herbækistöðvum þeim, sem
Rússar höfðu haft þar á tíma
keisaranna.
Þar með var röðin komin að
Finnum. Hinn 5. október fékk
finnska stjórnin orðsendingu þess
efnis að hún skyldi senda menn til
Moskvu að ræða „aðkallandi
vandamál." Finnar völdu til farar-
innar Juho Kusti Paasikivi, fyrrum
formann flokks hægrimanna, en
hann var um þessar mundir
sendiherra Finna í Stokkhólmi.
Hann var íhaldssamur maður, en
áleit að Finnum væri ráðlegt að
taka tillit til hernaðarlegra hags-
muna hins volduga granna síns,
þrátt fyrir að hin pólitíska hug-
myndafræði væri svo ólík. Síðar
var formaður jafnaðarmanna-
flokksins, Vaino Tanner, sendur til
Moskvu, Paasikivi til stuðnings.
Tanner hafði löngum verið tals-
maður vinsamlegra samskipta við
Sovétríkin.
Árangurslitlar viðræður
Fyrirmælin sem finnska stjórn-
in gaf Paasikivi voru þess efnis að
hann skyldi ekki fallast á neinar
kröfur í líkingu við þær sem balt-
nesku löndin höfðu orðið að
ganga að og hlytu að teljast brot á
hinni yfirlýstu hlutleysisstefnu.
Sama dag og Paasikivi kom til
Moskvu bauð finnska stjórnin út
Vettvangskönnun á
vígstöðvunum.
varaliði hersins „til æfinga." Þetta
takmarkaða herútboð áttu þeir í
Moskvu að skilja sem svo að
Finnar mundu verja sjálfstæði sitt
afdráttarlaust.
Stalín stjórnaði sjálfur samn-
ingunum við Paasikivi og Tanner.
Tillögur hans byggöust á gamalli
reynslu Rússlands af hernaðará-
tökum. Hann var viss um að sá er
betur hefði í heimsstyrjöld þeirri
sem nú var hafin mundi fyrr eða
síðar ráðast á Rússland. Sáttmál-
inn við Þýskaland var engin end-
anleg trygging. „Allt er breytingum
undirorpið í heimi hér.“ Árásarað-
ilinn mundi án vafa nota finnskt
landsvæði til þess að herja á Len-
ingrad og því mundu Finnar ekki
fá afstýrt. Því vildi hann færa til
landamærin á Karelíueiðinu, svo
Leningrad yrði ekki lengur í skot-
máli nútímastórskotaliðs. Þá
skyldu Finnar afsala sér til Rússa
eyjunum í Finnskaflóa og vinstri
hluta Fiskiskaga í grennd við Pet-
samo við íshafsströndina. Og það
sem mestu máli skipti: Finnar
skyldu láta Hangö af hendi, sem
er á suðurströnd Finnlands,
hundrað kílómetra vestur af Hels-
ingfors. Þar skyldi komið upp sov-
éskri flotastöð með víghreiðrum.
Þannig yrði mögulegt að loka
mynni Finnskaflóa fyrir óvinveitt-
um herskipum. í sárabætur bauð
Stalín Finnum svæðin í Sovésku -
Karelíu.
Hugmyndir Stalíns voru í fullu
samræmi við varnarkerfi Rússa á
keiaratímanum. Hernaðarráðgjaf-
ar Paasikivi reyndu að sýna fram
á að þetta kerfi væri úrelt og að
öryggi Leningrad byggðist á því
hverjir réðu baltnesku löndunum
og suðurströnd Finnskaflóa. En
Stalín minnti á að Judenitsch
hefði stefnt hvítliðum sínum til St.
Pétursborgar með strönd
Finnskaflóans og að bresk her-
skip hefðu sótt að Rússlandi
þessa leið. Fullyrðingar Paasikivi
um að Finnar mundu aldrei
hleypa Þjóðverjum inn í land sitt
dugðu lítið. „Þeir munu ekki
spyrja um leyfi," sagði Stalín.
Kröfur Stalíns settu finnsku
stjórnina í feiknavanda. í Berlín
ráðlögðu menn Finnum að fallast
á kröfurnar. í London og París var
fullyrt að herstöðvar þær sem
Stalín krafðist mundu fyrst og
fremst eiga að notast gegn Þjóð-
verjum, enda ógnuðu þær á eng-
an hátt hagsmunum annarra ríkja
á vesturlöndum. Roosevelt forseti
bauðst til að miðla málum, en
Molotov ráðlagði honum að skipta
sér ekki af því sem hann ekki
varðaði um. í Stokkhólmi hittust
þjóðhöfðingjar Norðurlanda og
var fundinum ætlað að sýna ein-
dregna samstöðu með Finnum.
Að tjaldabaki var Finnum þó gerð
grein fyrir að þeir gætu ekki
vænst hjálpar frá Svíum, ef til á-
taka kæmi.
Smáþjóð í vanda
Finnar stóðu því einir uppi og
þeir drógu sínar ályktanir af því.
Þeir lýstu sig því reiðubúna til
samninga. Þeir kváðust tilbúnir
að flytja landamærin lengra frá
Leningrad, en þó ekki jafnlangt og
Stalín heimtaði. Þá skyldu Rússar
fá eyjarnar í Finnskaflóa til um-
ráða. En stjórnin gat ekki fallist á
að láta Hangö af hendi né eyjam-
ar þar. Finnar tortryggðu Stalín og
álitu að hann hefði fleira en hern-
aðarhagsmuni eina í huga. Ef til
vill ætlaði hann að svipta Finna
sjálfstæði sínu. En að öllu þessu
slepptu var Ijóst að yrði gengið að
kröfum hans, yrði Finnum ekki
unnt að vera hlutlausir í þýsk -
sovésku stríði.
Þannig náðist ekki samkomu-
lag um herstöðvarnar, og hinn 13.
nóvember héldu þeir Paasikivi og
Tanner á ný til Helsingfors. Þeir á-
litu þó að samningaviðræðunum
væri ekki lokið. Menn voru við-
búnir langvarandi þrýstingi og
spennu, en ekki stríði. Hluti vara-
liðsins fékk nú heimfararleyfi.
„Rússarnir gera ekki árás í vetrar-
byrjun," sagði Eljas Erkko utanrík-
isráðherra og hernaðarsérfræð-
ingarnir voru sammála.
En sérfræðingar geta ekki
ætíð séð fyrir óvænta atburði á
stjórnmálasviðinu. Hinn 26. nóv-
ember fullyrti sovéska stjórnin að