Tíminn - 09.12.1989, Qupperneq 12

Tíminn - 09.12.1989, Qupperneq 12
12 HELGIN Laugardagur 9. desember 1989 Priscllla Gustafson og böm hennar tvö fundust myrt á heimili sínu. Móðirin var skotin í rúmlnu en börnin kyrkt í baðkeri. SAKAMAL SAKAMAL SAKAMAL SAKAMAL SAKAMAL Hann var sífellt að brjótast inn og hrella fólk en þegar hann hitti fyrir konu og tvö börn hennar heima þá taldi hann ráðlegast að ryðja þeim úr vegi. Síbrotaunglingur gerist morðingi Allt benti til að dagurinn yrði sérstæður hjá Gustafson, fasteignasala í Townsend í Massachusetts, 8.200 manna bæ um 100 km frá Boston. Um klukkan hálffjögur gekk hann frá einum stærsta samningi sem hann hafði nokkurn tíma gert og taldi þá ástæðu til að fagna. Hann hringdi heim til að biðja konu sína að útvega barnfóstru en enginn svaraði. Hann hringdi tvisvar eftir það með sama árangri en klukkan var tæplega hálfsex þegar Gustafson renndi upp að glæsilega, tveggja hæða íbúðarhúsinu við Saunders Road og þá var hann kominn með herping í magann af þeirri á- leitnu hugsun að eitthvað væri ekki eins og ætti að vera. Hann var sífellt aö brjótast inn og hrella fólk en þegar hann hitti fyrir konu og tvö börn hennar heima þá taldi hann ráðlegast að ryðja þeim úr vegi. Allt benti til að dagurinn yrði sérstæður hjá Gustafson, fasteigna- sala í Townsend í Massachusetts, 8.200 manna bæ um 100 km frá Boston. Um klukkan hálffjögur gekk hann frá einum stærsta samn- ingi sem hann hafði nokkurn tíma gert og taldi þá ástæðu til að fagna. Hann hringdi heim til að biðja konu sína aö útvega barnfóstru en enginn svaraði. Hann hringdi tvisvar eftir það með sama árangri en klukkan var tæplega hálfsex þegar Gustaf- son renndi upp að glæsilega, tveggja hæða íbúðarhúsinu við Saunders Road og þá var hann kom- inn með herping í magann af þeirri áleitnu hugsun að eitthvað væri ekki eins og ætti að vera. Það að vínrauður skutbíll Priscillu konu hans stóð í heimreið- inni en ekki var eitt einasla ljós kveikt í húsinu gerði sitt til að auka ónotin. Gustafson stökk út úr bíln- um, hljóp inn og kallaði en fékk engin svör. Hann hringdi í snalri til stúlkunnar sem venjulega gætti 5 ára sonar hans meðan Priscilla kenndi viö leikskóla. Hann rifjaði upp seinna að helst af öllu hefði liann viljað vita af hverju bíllinn stóð úti þegar enginn væri heima. Þegar börnin reyndust ekki vera hjá stúlkunni, kveikti hann ljósin og gekk milli herbergja, kallandi á konu sína og börn. Leit- inni að Priscillu lauk í svefn- herberginu. „ Eg sá hana liggja á grúfu á rúminu, sagði hann seinna. - Hún var greinilega dáin. Hún var alveg líflaus og hendurnar voru gráar. Priscilla Gustafsson, 33 ára, lá á grúfu á rúminu með tómt koddaver yfir höfðinu og þrjá kodda í kring. Maöur hennar snerti ekkert, því hann þóttist sjá að hún væri dáin. Hann rak upp hátt óp, hljóp niður aftur og hringdi til lögreglunnar. „ Síðan, rifjaði hann upp, - fannst mér ég verða að fara upp aftur og þá sá ég skotgötin á koddaverinu. Ég þorði ekki að leita meira, ég var svo hræddur um að finna börnin dáin líka. Bömin í baðkerunum Ekki löngu síðar, þennan kalda 1. desember 1987, kom lögreglu- maðurinn John W. Johns að húsinu og hitti Gustafson fyrir þar sem hann gekk um gólf í eldhúsinu. Johns fór síðan upp og sá einnig skotgötin á koddaverinu yfir höföi líksins. Hann fann ekkert lífsmark með konunni og fór niður aftur til að róa manninn. Skömmu síðar kom Irving Marshall lögregluforingi á veltvang og þá fór Johns til að leita í húsinu. í þurru baðkeri við svefnher- bergið á efri hæðinni fann hann snyrtilega klætt h'k Williams Gustafson sem varð fimm ára mánuði áður. í öðru baðkeri á neðri hæðinni lá lík Abigail systur hans í nokkrum þumlungum af vatni. Hún hefði orðið átta ára viku síðar. Föt telpunnar voru öll aflöguð og rispur og marblettir á líkamanum bentu til að hún hefði barist hetju- lega við banamann sinn og litla bróður síns. Mikiö lögreglulið var nú sett í að rannsaka málið og brátt fundust vitni sem séð höfðu Priscillu með drenginn um kl. 13.00. Abigail hafði einnig sést á gangi heim úr skóiabílnum um klukkan 15.30. Ekki var talið útilokað að ein- hver hefði ætlað aö ræna húsið. Hálfum mánuði áður hafði einhver brotist þar inn þótt ekki hefði neinu verið stolið. Nágrannar og ættingjar lýstu Gustafson“fjölskyldunni sem róleg- heitafólki og virku í kirkjustarfi bæjarins og góðgerðarfélögum. Priscilla var prestsdóttir frá næsta bæ, Ashby. Meðan rætt var við grannana, könnuöu aðrir lögreglumenn um- hverfið og fundu m.a. far eftir í- þróttaskó í blómabeði og lengra úti í garðinum fannst rifinn koddi og inni í honum tvö skothylki af hlaupvídd .22.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.