Tíminn - 09.12.1989, Side 16

Tíminn - 09.12.1989, Side 16
16 HELGIN Laugardagur 9. desember 1989 llilllllillllllll BÆKUR lllllllllllllllllllllllllllM^ ...............................1......Illllllllll.......................................III hvunndags- fötum Hörpuútgáían hefur sent frá sér bókina Bændur á hvunndagsfötu n eftir Helga Bjarnason blaðamann. 1 bókinni segja sex nútím ibændur frá lífshlauþi sínu fc áskap, áhugamálum, ft i.agsstörfum og skoðunum. „Skýringann er að leita í náttúrunni sjáliri" er yfirskrift viðtals við Aðalstein KEA hangikjötið er meðhöndlað samkvæmt norðlenskri hefð af færustu kjötiðnaðar- mönnum. KEA hangikjötið, bragðgott og ilmandi eins og þið viljið hafa það — á jólum! viðskipta- orðabók öm og Örlygur hafa gefið út íslensk-enska viðskiptaorðabók eftir Þóri Einarsson, prófessor í stjómun og skyldum greinum við Viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Islands og Terry G. Lacy, doktor í félagsfræði. Hún hefur kennt bæði ensku og félagsfræðigreinar við Háskóla íslands. Orðaforði hinnar nýju viðskiptaorðabókar kemur úr helstu sviðum viðskipta, eins og úr starfi banka, tryggingafélaga, skipafélaga, inn- og útflutningsfyrirtækja og fyrirtækja í ferðaþjónustu. Þá em mörg orð sótt í rekstarhagfræði og greinar viðskiptafræða eins og fjármál, markaðsmál, stjórnun, reikningshald og endurskoðun. Ennfremur koma fyrir algeng hugtök úr þjóðhagfræði og þjóðarbúskap. Þá er rétt að vekja athygli á því að hugtökum úr lögfræði, ekki síst verslunarrétti og róttarfari, em gerð sérstök skil i þessari bók. Fyrir sjö ámm kom úr Ensk- islensk viðskiptaorðabók eftir sömu höfunda sem hlaut mjög góðar viðtökur. í formála hinnar nýju bókar segja höfundar m.a.: „Fyrir Islendinga og atvinnulíf þeirra er mikilvægt að þeir sem standa í viðskiptatengslum við aðrar þjóðir nái sem bestum árangri í starfi. Til þess þurfa þeir að geta tjáð hugsanir sínar hindmnarlaust á ensku, því máli sem helst er notað í slíkum viðskiptum. Höfundur þessarar bókar ákvað að leggja sitt af mörkum í þessu efni með samningu orðabókar um viðskiptamál." Islensk-ensk viðskiptaorðabók er prentuð í Prentstofu G. Benediktssonar en bundin hjá Amarfelli hf. Kápu gerði Sigurþór Jakobsson. ■ ■ i' Wk"'' *• pf V ■ • v-> /, i m ■ • imm Bændur á það Islensk - ensk Aðalsteinsson á Vaðbrekku í Hrafnkelsdal. Aðalsteinn er sauðfjárbóndi í afskekktum dal langt inni í landi. „Gott félagsbú er á allan hátt betra en einyrkjabúskapur" er yfirskrift viðtals við Guðrúnu Egilsdóttur i Holtsseli í Eyjafirði. Rúmlega þritug stóð hún fyrir einu af stærstu kúabúum Eyjafjarðar og býr nú félagsbúi. Guðrún tekur þátt í félagsmálum bænda, er stundum eina konan á bændafundum en telur að ef konur létu félagsmálin meira til sín taka yrði meira gert í umhverfismálum og betur staðið að sölu kindakjöts. Pálmi Jónsson, alþingismaður á Akri í Húnavatnssýslu, ræðir einkum um sauðfjárbúskap sinn í viðtalinu „Rís öndvert gegn pólitískum erindum á réttardaginn". Pálmi er virtur fjárræktarmaður en stendur nú á þeim tímamótum, eins og fleiri bændur þessi árin, að sjá á eftir fjárstofni sínum lenda fyrir hnífnum vegna riðuveiki. Pálmi segir lítillega frá verkefnum sem hann fékkst við í landbúnaðarráðherratíð sinni og lýsir skoðunum sínum á landbúnaðarmálum. „Ég fer mínar eigin leiðir" er yfirskrift viðtals við Ólaf Eggertsson á Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum. Stórbóndinn á Þorvaldseyri er jafnframt þúsundþjalasmiður og rekur eitt af tæknivæddustu búum landsins. Á bænum hafa verið unnin árangursrík brautryðjendastörf í kornrækt í áratugi. Hugur Ólafs þetta árið hefur mikið verið bundinn við borun eftir heitu vatni sem skilaði góðum árangri þrátt fyrir hrakspár. Jóhannes Kristjánsson á Höfðabrekku í Mýrdal er borgarbarn sem lét drauminn um búskap í sveit rætast. „Höfum engu tapað í kjaftinn á Kötlu" er yfirskrift viðtals við hann og er þar vísað til hættunnar sem Mýrdælingum stafar stöðugt af nábýli við Kötlu gömlu. „Gott að sjá broslega hlið á hverju máli" heitir viðtal við Þórólf Sveinsson á Ferjubakka í Borgarfirði. Þórólfur er ættaður úr Fljótum, er búfræðikandidat og starfaði sem ráðunautur í Húnavatnssýslu áður en hann gerðist kúabóndi á Ferjubakka. Bændur á hvunndagsfötum er fyrsta bók Helga Bjarnasonar blaðamanns. Hann hefur á undanförnum árum aflað sér mikillar þekkingar á flestum þáttum landbúnaðarmála og er vel þekktur meðal bænda fyrir vönduð fréttaskrif um málefni þeirra. Bókin er 192 bls. að stærð, prýdd yfir 120 mynda auk yfirlitskorta af heimabyggð viðmælenda. Bókin er unnin að öllu leyti í Prentsmiðjunni Odda hf.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.