Tíminn - 16.12.1989, Qupperneq 13
'V
Fórnarlömb ástríðna
- Hafa einhverjir sérstakir rithöfund-
ar haft áhrif á þig?
„Ég er afskaplega hrifinn af franska
rithöfundinum George Simenon sem
er nýdáinn. Hann skrifaði sálfræðilegar
skáldsögur þar sem manneskjan lendir
í miklum hrakningum vegna ástríðna
sinna, lætur skynsemina lönd og leið og
verður í raun fórnarlamb ástríðnanna.
Þetta finnst mér ákaflega spennandi
viðfangsefni. - Þetta að vera varnarlaus
gagnvart sterkum tilfinningum og
ástríðum.
Annars get ég ekki nefnt neina
sérstaka áhrifavalda. Ég hef lesið mikið
af bókum, bæði eftir höfunda sem eru
taldir skrifa góðar og vandaðar afþrey-
ingarbækur og einnig svokallaðar
þyngri bókmenntir.“
-Ætlarðu að halda áfram að skrifa?
„Það er alveg klárt mál, ef Guð lofar
mér að halda heilsu þá held ég áfram
að skrifa. Fyrir utan fjölskylduna þá
eru skriftirnar það þýðingarmesta í lífi
mínu nú. Vissulega hef ég mjög gaman
af kennslunni en það er útilokað að ég
geti skrifað samhliða kennslunni og
verð því að skrifa í fríum. Ég ætla að
byrja að fást við næstu bók nú í
jólafríinu, hún er þegar til einhvers-
staðar í undirmeðvitundinni.“
Sigrún S. Hafstein
Lífsreynsla
- Sumir segja að það að gefa út bók
sé eins og að eignast barn, ertu sam-
mála þessu?
„Þetta er alveg rétt og ég hefði aldrei
trúað þessu. Sumir höfundar hafa sagt
að þeir hafi ekki komist undan því að
skrifa sínar bækur og ég hugsa að ég
hefði ekki komist undan því. Þessi saga
ruddist bara fram. Þetta er eins og
barnið manns að því leyti að maður er
mjög viðkvæmur fyrir því sem fólki
finnst um bókina.
Þetta er mikil lífsreynsla einnig
vegna þess að það er töluvert að
sjálfum mér í bókinni og það þarf
dálítinn kjark til þess að opna sig á
þennan hátt.“
- Hefur draumurinn um að gerast
rithöfundur verið lengi að brjótast um
í þér?
„Þetta hefur alltaf blundað í mér. Ég
hef haft óskaplega gaman af því að lesa
sögur. Ég kenni bókmenntir hef mikla
unun af því að tala um þær á breiðum
grundvelli. Ég sé það núna að þetta
hefur alltaf blundað í mér en mig hefur
skort kjark því mér hefur fundist vera
Tímamynd:Anii Bjarna
12
Tíminn
13
Laugardagur 16. desember 1989
Tíminn ___________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________ Laugardagur 16. desember 1989
lllllllllllllllllllllllllllllllllllllllililllilllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll
Eysteinn Björnsson einn af nýju rithöfundunum á jólabókamarkaðinum:
„Bergnuminn" er ein af skáldsögunum á jólabóka-
markaðnum. Bókin er fyrsta bók höfundarins Eysteins
Björnssonar sem er í helgarviðtali Tímans að þessu
sinni. Hvernig er að skrifa sína fyrstu bók 47 ára gamall,
afhverju verða menn rithöfundar svona allt í einu að því
er virðist og hvernig viðtökur fá nýgræðingar á íslensk-
um bókamarkaði?
Eysteinn hefur verið kennari frá því hann lauk
háskólanámi og kennir nú ensku og enskar bókmenntir
í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti. '
- Hverskonar skáldsaga er „Berg-
numinn“?
„Bókin er um mann í Reykjavík
nútímans sem er upphaflega utan af
landi og flyst til Reykjavíkur. f bókinni
er lýst andstæðum þessara tveggja
heima. Aðalsögupersónan Halldórhef-
ur alltaf haft afskaplega gaman af því
að spila. Hann byrjar á því að spila
bridge en kemst svo fljótlega að raun
um það að honum finnst miklu meira
gaman að spila upp á peninga í lokuð-
um klúbb. Spilafíknin læðist að honum
smátt og smátt, og áður en hann veit af
er hann kominn inn í vítahring sem er
ekki nokkur leið fyrir hann að losna út
úr. - Halldór fer alltaf beint úr vinnunni
í klúbbinn til að spila opinn póker við
ákveðna menn. Hann spilar upp á háar
fjárhæðir sem hann hefur ekki efni á og
fer út á vafasamar brautir til að fjár-
magna fíknina. Halldór fer að vanrækja
fjölskylduna og allt annað en spila-
mennskuna. Þaðan er kominn titill
bókarinnar „Bergnuminn" en orðið er
komið úr gamalli þjóðtrú þar sem því
var trúað að menn gætu verið ginntir í
berg af álfum og ættu ekki afturkvæmt
þaðan. Halldór er eiginlega á góðri leið
með að glata sálu sinni og það er í
rauninni það sem ég er að skrifa um. -
Það þegar maðurinn er kominn á ystu
nöf og er að glata sálu sinni, öllu sem
honum þykir vænst um og öllu því sem
er dýrmætast í lífinu.
Það gerist síðan ákveðinn örlagarík-
ur atburður í lífi Halldórs sem verður
til þess að hann þarf að taka ákvörðun
og gera upp hug sinn. Hann fer því að
leita að sjálfum sér og biður um aðstoð
og fær góð öfl til að hjálpa sér. Maður
losnar nefnilega ekki út úr svonalöguðu
nema með því að biðja um hjálp.
Margir hafa sagt bókina grípandi og
spennandi, en hún fjallar um alvarlegt
mál. Það sem ég er raunverulega að
segja er að alvarlegar bókmenntir geti
verið grípandi og spennandi.
Það er margt fleira en spilamennska
sem getur heltekið menn á þennan
hátt. Sumir menn fá alls konar dellur
og missa algjörlega völdin. Það eru í
rauninni þessar ástríður sem ég er að
skrifa um en ekki einvörðungu fjár-
hættuspil sem ég þekki af eigin raun því
ég spilaði eitt sinn upp á peninga. Enda
segja menn sem hafa lesið spilalýsing-
arnar í bókinni að greinilegt sé að
höfundurinn gjörþekki heim fjárhættu-
spilaranna.“
Varnaðarorð
- Þú segir að þú hafir sjálfur kynnst
heimi fjárhættuspilaranna. Er bókin þá
eins konar reynslusaga?
„Þetta er auðvitað skáldsaga fyrst og
fremst. Sagan byggir á persónulegri
reynslu en ég lýsi ekki ákveðnum
mönnum eða slíku, ég lýsi einungis
sálarástandi sem á sér stoð í raunveru-
leikanum.“
- Varstu sjálfur „bergnuminn“ spila-
maður og jafn langt leiddur og söguper-,
sónan?
„Ég vil nú kannski ekki segja það.
Hitt er annað mál að ég er mikill
öfgamaður í mér og það er ekki bara
spilafíknin sem ég hef kynnst. Ég hef
kynnst alls konar „dellum“ og farið
mjög djúpt í það sem ég hef tekið fyrir
bæði í leik og starfi. Ég þekki það mjög
vel að eitthvað sé að taka af mér völdin
og með bókinni er ég að skrifa mig frá
slíku tímabili í lífi mínu. Þannig að
bókin er kannski að hluta til varnaðar-
orð til fólks.“
Snobbaðir menningarvitar
- Nú hefur þú áður sagt í viðtölum
að þú sért að skrifa fyrir venjulegt fólk.
Finnst þér að íslenskir rithöfundar hafi
verið of uppteknir af því að skrifa fyrir
útvalda menningarvita?
„Já, ég get ómögulega sagt annað en
að mér finnist það. Mér finnst snobbað
fyrir ákveðnum hlutum og þetta er
dálítið eins og nýju fötin keisarans. Það
er snobbað fyrir því sem er mjög
þunglamalegt og tyrfið og helst það
flókið að venjulegt fólk á ekki að geta
skilið það. Það finnst mér slæmt því
mér finnst fólkið í þessu landi eiga
heimtingu á því að fá eitthvað sem er
skiljanlegt og auðlæsilegt hverjum
manni.
Mér finnst þetta snobb vera meira
hér á landi en víða erlendis þar sem
söguþráðurinn og venjulegar sögur eru
meira í hávegum hafðar. Hérlendis
hefur mér fundist að hlutirnir þurfi að
vera þunglamalegir, óskiljanlegir og
helst eftir ákveðinni línu, jafnvel
pólitískri línu til að falla í kramið."
- Þú hefur líka kallað bókmennta-
greiningu eftir rígbundnum aðferðum
„húmbúkk“. Hvað áttu við með því?
„Mér hefur fundist að gagnrýnendur
vilji fara eftir sínum eigin viðmiðunum
í umfjöllun um bókmenntir og varðandi
það hvað séu góðar bókmenntir eða
slæmar bókmenntir. Þeir vilja alfarið
flokka bókmenntir eftir aðferðum sem
jafnvel eru efst á baugi hjá bók-
menntafræðingum hverju sinni. Ef
bókin fellur ekki inn í þau viðmið þá er
hún fordæmd. Þetta finnst mér vara-
samt því mér finnst svo óskaplega
margt koma til greina þegar verið er að
fjalla um bók. Til dæmis málfar og
uppbygging, hvort bókin er grípandi og
spennandi og hvort maðurinn sjái sjálf-
an sig í henni Ég vil miða meira út frá
því hvort bókin miðlar af sammannlegri
reynslu, hvort lesendur sjái eitthvað af
sjálfum sér í henni og svo framvegis.
Mér finnst því bókmenntaumfjöllun-
in eins og hún er í dag vera á of
þröngum grundvelli. Ef hlutirnir falla
ekki inn í það sem þykir fínt á hverjum
tíma, þá eru þeir fordæmdir. Um-
fjöllunin þarf að vera alþýðlegri og
höfða til almennings."
- Hvernig hafa viðbrögðin verið við
bókinni?
„Ég hef tekið eftir því að fólk sem
hefur lesið bókina finnst hún grípandi
og spennandi. Margir þekkja þetta
ástand sem skapast í bókinni, til dæmis
það að maðurinn vanrækir fjölskyldu
sína vegna einhvers annars og margir
kannast við sjálfan sig í þeirri aðstöðu.
til svo mikið af góðum bókum. Ég
hugsaði alltaf sem svo að Kiljan væri
búinn að skrifa allt sem þarf að skrifa
og afhverju skyldi ég þá vera að þessu?
En síðan urðu mikil umskipti í lífi mínu
fyrir fimm árum þar sem ég þurfti að
endurskoða líf mitt alveg frá rótum og
rækta mig eftir andlegum leiðum og
þannig öðlaðist ég kjark til að fara út í
þetta ævintýri."
- Hvernig reynsla hefur það verið að
gefa út bókina, hvernig hefur þér verið
tekið sem nýgræðingi á bókamarkað-
num?
„Þetta hefur verið mikil lífsreynsla.
Bókin hefur verið í vinnslu í tvö ár en
ég fór ekki í bókaforlögin fyrr en seint
í haust. Ég fór til tveggja forlaga þar
sem hin forlögin sögðust vera hætt að
taka inn bækur. Annar þessara aðila
dró mig á svari en útgáfustjórinn hjá
Vöku-Helgafell sagði að sér þætti þetta
óvenjuleg saga og athyglisverð þó ýmis-
legt mætti færa til betri vegar. Ég var
beðinn að laga ákveðin atriði sem ég
gerði og síðan var mér tilkynnt nokkr-
um vikum síðar að bókin yrði gefin út.
Ég hef tekið eftir því að það er erfitt
að koma sér á framfæri sem nýjum
höfundi. Það er mikið talað um þessi
þekktu nöfn og það er erfitt að vekja
athygli á sjálfum sér, sérstaklega fyrir
einstaklinga sem ekki eru slíku vanir en
slíkt er nauðsynlegt, annars hverfur
bókin manns í flóðinu.“
í