Tíminn - 22.12.1989, Qupperneq 3

Tíminn - 22.12.1989, Qupperneq 3
Föstudagur 22. desember 1989 ■Tíminn3 1838 tonn seld ytra Vegagerðin leggur áherslu á að allir helstu vegir verði færir fyrir jól: Fært um allt land Á fiskmörkuðum í Bretlandi og Þýskalandi voru í liðinni viku seld samtals 1838 tonn, fyrir um 169 milljónir króna. Þar af voru 1160 tonn seld á mörkuðum í Bretlandi og var heildarverðmæti aflans 135 milljónir króna. Þrír bátar lönduðu í Bretlands- höfnum, samtals 277 tonnum. Þetta voru Hjörleifur RE með 80 tonn, meðalverð 113,17 krónur fyrir kíló- ið, Sólberg OF með 111 tonn, meðal- verð 120,49 krónur og Þórhallur Daníelsson SF með 85 tonn, meðal- verð 131,43 krónur. Uppistaðan í afla bátanna var þorskur eða 222 tonn og fékkst 124,67 króna meðal- verð fyrir kílóið. Af ýsu voru seld 15 tonn, meðalverð 135,17 krónur, tvö tonn af ufsa, meðalverð 79,59 krón- ur og af grálúðu voru seld 36 tonn, meðalverð 101,06 krónur. Heildar- verðmæti aflans nam 33,7 milljónum króna. Úr gámum voru seld 883 tonn, fyrir tæpar 102 milljónir króna. Tæp- lega helmingur fisksins var þorskur eða 413 tonn, meðalverð 112,63 krónur og 301 tonn var selt af ýsu, meðalverð 124,93 krónur. Þá voru seld rúm 13 tonn af ufsa, meðalverð 67,06 krónur, 19 tonn af karfa, meðalverð 56,97 krónur, 60 tonn af kola, meðalverð 128,70 krónur og af blönduðum afla voru 76 tonn, með- alverð 105,52 krónur. í Þýskalandi lönduðu þrír bátar, Breki VE landaði 285 tonnum, með- alverð 81,64 krónur, Drangey SK landaði 193 tonnum, meðalverð Helgi Jónsson kennari með bók sína. Unglingasaga umeinelti Eitt af þeim íslensku skáldverkum sem litu dagsins ljós nú fyrir jólin er unglingasagan „Skotinn" eftir Helga Jónsson kennara í Ólafsfirði og rit- stjóra bæjarblaðsins Múla. „Skotin" er unglingasaga. Aðalpersónan Kári er í áttunda bekk. Hann er einmana og vinafár, haltrar á öðrum fæti og er því mikið strítt og nánast lagður í einelti. En þá fyrst byrja vandræðin þegar hann fer að hugsa um stelpur. Kári er skotinn í Silvíu, en hún er á föstu með skólafantinum Skarp- héðni sem sífellt níðist á Kára. Hann getur lítið að gert og verður því að finna nýja aðferð til að sigrast á óvini sínum. Kári ákveður að gera bíó- mynd í skólanum og fær Skarphéð- in'. til að leika í myndinni. Hann er ekki bara að þessu til að vingast við óvin sinn heldur einnig til að ganga í augun á Silvíu. Það er ekki nóg með að Helgi skrifi bókina, heldur gefur hann hana sjálfur út og dreifir henni. í samtali við Tímann sagði Helgi að hann hefði átt uppkast að þessari sögu í fórum sínum og hefði fullunn- ið hana á síðasta ári. Hann sagðist lengi hafa haft þá hugmynd í kollin- um að vinna sögu um einelti og að lokum ákveðið skrifa unglingabók um þetta efni. Stuðlaprent í Ólafsfirði setti bók- ina og braut um, en prentsmiðjan Oddi sá um prentun. 96,04 krónur og Már SH landaði 198 tonnum, meðalverð 95,01 króna. Uppistaðan í aflanum var sem fyrr karfi, en af honum voru seld 417 tonn, meðalverð 90,41 króna. Færð á þjóðvegum landsins er með sæmilegasta móti að sögn Karls Ásgrímssonar hjá vegaeftirliti Vega- gerðar ríkisins í gær. Hann sagði að færð mundi ekki spillast nema veru- legt áhlaup gerði, sem ekki væri útlit fyrir samkvæmt veðurspá. Fært var frá Reykjavík og norður í land, en skafrenningur var á Öxna- dalsheiði, hafði færð þar nokkuð spillst og varla fær nema jeppum og stórum bílum. Um Snæfellsnes var færð góð öllum bílum, en að Patreks- firði var Kleifaheiði erfið yfirferðar. Þá var ágæt færð til ísafjarðar. í gær var fært um allt Suðurland til Austfjarða. Breiðdalsheiði var ófær en fært var um Austfirði með ströndinni. Möðrudalsöræfi voru aðeins fær jeppum. í dag er ruðningsdagur, verður Öxnadalsheiði rudd, svo og til Patr- eksfjarðar og aðrir vegir á Vestfjörð- um, þar sem færð hefur spillst. Ekki er gert ráð fyrir að Möðrudalsöræfin verði rudd í dag, en líklega verður farið í það á morgun, svo og aðrir þeir vegir þar sem færð hefur spillst vegna snjóa. Vegagerðin ráðgerir að flestir þjóðvegir landsins verði færir á laugardag, svo fólk komist til síns heima áður en jólahátíðin gengur í garð. -ABÓ -ABÓ •

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.