Tíminn - 22.12.1989, Qupperneq 4

Tíminn - 22.12.1989, Qupperneq 4
4 Tíminn Föstudagur 22. desember 1989 FRÉTTAYFIRLIT 10001 PANAMABORG - Guili- ermo Endara sem sór emb- ættiseið sem forseti Panama í byrjun innrásar Bandaríkjanna setti á næturlangt útgöngu- bann auk þess sem öllum opin- berum skrifstofum og stofnun- um verður lokað næstu daga. Þetta er gert til að koma á lögum og reglu, en mikil ringul- reið hefur rikt frá því Banda- ríkjamenn gerðu innrásina og hafa verslanir veriö rændar. Enn sló í brýnu milli banda- rískra hermanna og vopnaðra stuðningsmanna Noriega sem ekki hefur enn verið handsam- aður. MOSKVA - Stjórnarnefnd sovéska kommúnistaflokksins boðaði til neyðarfundar mið- stjórnar flokksins til að ræða ákvörðun kommúnistaflokks- ins í Litháen umaðslítatengsl- um við móðurflokkinn í Moskvu. LEIPZIG - Francois Mitter- rand forseti Frakklands kom í opinbera heimsókn til Austur- Þýskalands í gærkvöldi og er hann fyrsti leiðtogi Banda- manna sem heimsækir Austur- Þýskaland frá lokum síðari heimsstyrjaldarinnar. Mitter- rand notaði tækifærið við kom- una til Leipzig til að fordæma framferði Ceausescus gegn mótmælendum [ Rúmeníu. AUSTUR-BERLÍN Komið hefur á daginn að spill- ing um það bil 200 háttsettra embættismanna kommúnista- flokksins var enn meiri en áður var talið. Frá þessu var skýrt í málgagni kommúnistaflokks- ins í gær. BONN - Helmut Kohl kansl- ari Vestur-Þýskalands kom heim úr opinberri heimsókn til Austur-Þýskalands og varði þá ákvörðun sína að bjóða Aust- ur-Þjóðverjum upp á áætlun um sameiningu þýsku r(kj- anna, en lagði áherslu á að sameinað Þýskaland, ef af yrði, væri ekki ógnun við ná- grannaríkin. VESTUR-BERLÍN Fjöldi manns frá Vestur-Berlín hópaðist að Berlínarmúrnum gegnt Brandenborgarhliðinu og beið þess að austur-þýskir verkamenn brytu göt á múrinn. Umferð gangandi manna um Brandenborgarhliðið verður leyfð í dag og munu verða hátíðarhöld af því tilefni þar sem bæði Hans Modrow for- sætisráðherra Austur-Þýska- lands og Helmut Kohl kanslari Vestur-Þýskalands verða á meðal gesta. ÚTLÖND Blóðbað í Búkarest í kjölfar pmennra mótmælafunda gegn ógnarstjóm kommúnista: Ceausescu sigar skrið- drekum á mannfjöldann Blóð rann um götur Búkarest í gær eftir að Nicolae Ceausescu forseti Rúmeníu sigaði skriðdrekum og öryggislög- reglu vopnaðri vélbyssum á þúsundir mótmælenda sem kröfðust lýðræðis og afsagnar einvaldsins. Skriðdrekar óku yfir stúdenta er mótmæltu harðræði kommúnistastjórnar Ceausescus og fjöldamorðunum í Timisoara um síðustu helgi. Öryggislögreglan bætti um betur og skaut á mannfjöldann úr vélbyssum. Þá bárust þær fréttir frá Timisoara þar sem öryggislögregla myrti hundruð manna, jafnvel þúsundir, eftir mótmælaaðgerðir um síðustu helgi, að verkamenn í nokkrum verksmiðjum hafi tekið þær á sitt vald og hóti að sprengja þær í loft upp verði ekki látið af kröfum þeirra. Ein verksmiðjan er stór olíu- hreinsistöð Þeir krefjast þess að Rúmensk stjórnvöld fordæmd íslensk stjórnvöld hafa lýst yfir þungum áhyggjum vegna grimmi- legrar vaidbeitingar rúmenskra stjórnvalda undanfarna daga og fordæma harðlega fjöldamorð á friðsamlegum mótmælendum. í fréttatilkynningu frá utanríkis- ráðuneytinu segir að mótmælaað- gerðir í borginni Timisoara séu andsvar almennings í Rúmeníu við þeim ásetningi stjórnvalda að virða að vettugi þær lýðræðislegu um- bætur, sem rutt hafa sér rúms í öðrum ríkjum Austur-Evrópu. ísland hefur áður gagnrýnt endurtekin brot rúmenskra stjórn- valda á mannréttindaákvæðum Helsinki-sáttmálans. íslensk stjórnvöld skora á stjóm Ceausesc- us að virða þær skuldbindingar sem Rúmenar hafa gert á Vínar- ráðstefnunni um öryggi og sam- vinnu í Evrópu og láti hið fyrsta af þeim ofbeldiskenndu stjórnunar- aðferðum, sem hvarvetna eru nú á undanhaldi í öðrum ríkjum Aust- ur-Evrópu. -EÓ Ungverjaland: Þingið greiðir fyrir kosningum Ungverska þingið samþykkti á fundi sínum í gær að láta af störfum 16. mars til að greiða fyrir fyrstu fullkomlega frjálsu þingkosningun- um í Austur-Evrópu í 40 ár. Er gert ráð fyrir að Matyas Szuros sem gegnir embætti forseta Ungverja- lands til bráðabirgða muni ákveða um helgina hvaða dag kosningarnar muni fara fram. Samva;mt kosningalögum hefði þingið getað leyst sjálft sig upp samdægurs og starfað einungis sem starfsþing án löggjafarvalds, en sú leið var ekki farin þar sem þurfi að leysa ýmis lagaleg atriði til að kosn- ingarnar verði löglegar. Hins vegar tryggir þessi ákvörðun þingsins nú að kosningar geti farið fram í síðari hluta maímánaðar því 90 dagar Skálmöld á Sri Lanka: 200 myrtir á sólarhring Um það bil tvöhundruð ungir menn lágu í valnum á Sri Lanka á einum sólarhring á fimmtudag eftir gegndarlausa morðöldu sem ekki ætlar að linna. Þá hafa um áttaþús- und manns verið drepnir á Sri Lanka á tveimur árum. Mennirnir tvöhundruð fundust við vegakanta vítt og breitt um Hamb- antotahérað í gærmorgun og voru flest líkin limlest og jafnvel brennd. Eru talið að bæði vinstri sinnaðir skæruliðar og vopnaðar sveitir hlið- hollar ríkisstjórninni hafi staðið fyrir ódæðunum. Skálmöldin á Sri Lanka hefur ekkert linnt þó að stjórnarherinn hafi náð að fella helstu leiðtoga vinstri sinnaðra skæruliða fyrir nokkru. verða að líða fram að kosningum frá því til þeirra er boðað. Áður en þingið ákvað að leysa sjálf sig upp var fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar samþykkt. Frum- varpið miðar að harkalegum aðgerð- um til að ná tökum á efnahagslífi Ungverjalands, en til mikils er að vinna, því í staðinn fá Ungverjar gífurlega há hagstæð lán frá Ál- þjóðagjaldeyrissjóðnum og frá Evr- ópubandalaginu til að rétta við at- vinnulíf landsins. Er samþykkt fjár- lagafrumvarpsins mikill sigur fyrir Miklos Nemeth forsætisráðherra sem sagði sig úr stjórnarnefnd Sósí- alistaflokksins þar sem frumvarp hans hlaut þar ekki óskoraðan stuðning. Noröur-írland: Skotið á stúlku Fimmtán ára gömul stúlka varð fyrir kúlu herlögreglumanns í Belfast á Norður-írlandi í gær. Stúlkan var í bifreið sem stöðvaði ekki á varðstöð herlögreglunnar í borginni. Skotið var á bifreiðina með fyrrgreindum afleiðingum Stúlkan var í lífshættu á sjúkra- húsi í Belfast í gærkvöldi, en ferðafélagar hennar voru í yfir- heyrslum hjá lögreglu. Her og lögregla á Norður-ír- landi erum í viðbragðsstöðu þar sem búist er við öldu hermdar- verka nú um jólin. Þegar hafa sex sprengjur fundist í Londonderry og þær gerðar óvirkar. Ceausescu láti af völdum og að umbætur verði gerðar í anda þeirrar umbótastefnu sem gengið hefur yfir Austur-Evrópu að undanförnu. Svar Ceausescus við aðgerðum verkamannanna var að senda skrið- dreka og herþyrlur á staðinn og er jafnvel búist við blóðbaði þar fyrr en síðar. Atburðarásin í Búkarest í gær var mjög dramatísk. Ceausescu átti að ávarpa fjöldafund sem komið var á fót til að sýna stuðning við stefnu hans og var útvarpað frá fundinum. Skyndilega heyrðust öskur og læti og útsending var rofin í þrjár mínútur. Eftir það hélt Ceausescu áfram ræðu sinni. Ekki er vitað hvað gerðist, en skömmu síðar hafði mikill mann- fjöldi safnast saman við háskólann í Búkarest undir forystu stúdenta og kröfðust afsagnar Ceausescus. Svar hans var að senda skriðdreka og öryggislögreglu gegn fólkinu. Þá má geta þess að Gyula Horn utanríkisráðherra Ungverjalands skýrði frá því í gær að slegið hefði í brýnu milli herflokks og sveita ör- yggislögreglumanna á nokkrum Ceausescu vflar ekki fyrir sér að senda skriðdreka gegn andófsmönn- um. stöðum í Rúmeníu, þegar hermenn sem eru kallaðir í herinn reyndu að koma í veg fyrir að öryggislögreglu- menn myrtu vini og ættingja sem stóðu í mótmælaaðgerðum. Bandarískir hermenn á flugvellinum í Panama. Bandaríski herinn ræður lögum og lofum í Panama eftir hörð átök: Leita Noriega logandi Ijósi Bandaríski herinn ræður lögum og lofum í Panama eftir innrásina á miðvikudagsmorgun. Bardagar rén- uðu út á aðfaranótt fimmtudags, en hart var barist á ýmsum stöðum fyrst eftir innrás Bandaríkjamanna. Reyndar mátti enn heyra skothríð við og við þegar leið á daginn i gær. Bandarískir hermenn leita nú Antonio Noriega hershöfðingja log- andi ljósi, en herförin var fyrst og fremst gerð til að ná höndum í hári hans og koma Guillermo Endara forsetaefni stjórnarandstöðunnar til valda, en sigraði í forsetakosningum í fyrravor. Noriega ógilti þær kosn- ingar á sínum tíma. í yfirlýsingu frá Hvíta húsinu sem birt var í gær var sagt að Noriega væri örugglega ennþá í Panama og að það yrðu engin tímamörk sett á hve lengi yrði reynt að handsama hann og draga fyrir rétt í Bandaríkj- unum. Þar hefur hann verið ákærður fyrir víðtækt eiturlyfjasmygl. Einum milljarði Bandaríkjadala hefur verið heitið þeim er geta gefið vísbendingu sem leiðir til handtöku Noriegas. í yfirlýsingu Hvíta hússins segir að George Bush sé ánægður með herför Bandaríkjahers í Panama og að nú sé þar réttkjörinn forseti kominn til valda. Fólk nýtti sér ringulreiðina sem varð í kjölfar innrásar Bandaríkja- manna og rændi öllu lauslegu úr verslunum borgarinnar. Reyna bandarískir hermenn nú að koma í veg fyrir rán, með misjöfnum ár- angri. Samkvæmt upplýsingum Banda- ríkjahers þá féllu átján bandarískir hermenn í innrásinni og á annað hundrað særðust. Ekki er vitað hve margir panamískir menn féllu, en talið er öruggt að rúmlega hundrað manns hafi fallið og að rúmlega þúsund séu sárir. Nú eru um 24 þúsund bandarískir hermenn í Panama, en í her Panama eru rúmlega fimmþúsund manns. Við það bætast sérstakar sveitir Noriegas sem telja um áttaþúsund manns. Þær eru einungis léttvopnað- ar. Dick Cheney varnarmálaráðherra Bandaríkjanna sagði í gær að ekki liði á löngu þar til bandarískir her- menn muni geta dregið sig frá Pan- ama og inn á svæði þau við Panama- skurðinn sem eru undir stjórn Bandaríkjanna.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.