Tíminn - 22.12.1989, Qupperneq 5

Tíminn - 22.12.1989, Qupperneq 5
Föstudagur 22. desember 1989 Tíminn 5 200 milljónum úr að spila til að reka Þjóðleikhúsið á næsta ári. Menntamálaráðherra segir þjóðleikhússtjóra ábyrgan fyrir rekstrinum. Gísli Alfreðsson: Starf leikhússins mun nánast leggjast niður Rekstrarfé vegna starfsemi hússins verður 200 milljónir, en áætlað var að til þess þyrfti um 300 milijónir og í upphaflegu fjárlagafrumvarpi var gert ráð fyrir 260 milljónum króna til þessa. Að sögn Svavars Gestssonar, menntamálaráðherra hefur ekkert verið ákveðið ennþá varðandi uppsagnir starfs- manna, enda sé það í verkahring þjóðleikhússtjóra hvernig hann ætli að nota það fé sem til starfseminnar rennur á næsta ári. Að sögn þjóðleikhússtjóra þýðir þetta að reksturinn nánast leggst niður. Samkvæmt heimildum Tímans var rekstrarfé leikhússins lækkað frá áætlun í fjárlögum og þess í stað varið hærri fjárhæðum til viðhalds, en á ári komanda er reiknað með 275 milljónum í viðgerðir á húsinu. í fjárlagafrumvarpinu var gert ráð fyrir að 260 milljónir rynnu til rekst- urs leikhússins, en að sögn þjóð- leikhússtjóra er það 16% niður- skurður frá rekstraráætlun. „Þetta er allt of lítið fé, þetta er niðurskurður um þriðjung frá því sem kostar að reka leikhúsið miðað við þetta ár sem er að líða,“ sagði Gísli Alfreðsson, þjóðleikhússtjóri í gær. „Þetta þýðir nánast að rekstur- inn leggist niður. Ég veit ekkert hvað verður núna við erum ekki búin að leggja það niður fyrir okkur hvað við gerum. Til dæmis eru verkefni þegar farin í vinnslu og búið að gera bindandi samninga við leikstjóra, leikmyndateiknara og höfunda á þeini verkefnum sem leikhúsið er að fara að vinna. Það þarf að borga þær greiðslur, hvort sem starfsemin hættir eða ekki. Sömuleiðis erum við með áskrifend- ur og ef við þyrftum að ieggja starfsemina niður strax, yrðum við að endurgreiða þeim háar fjárhæð- ir.“ Fastráðnir starfsmenn á vegunt Þjóðleikhússins losa eitt hundrað, auk lausráðinna starfsmanna, s.s. leikara, kórs, hljómsveitar og ann- arra. Að sögn Gísla var þeim ljóst að miðað við framlög á fjárlögum hefði starfsemin dregist saman, en þeir hefðu verið búnir að gera ráð fyrir því að vera með tvö til þrjú verkefni annars staðar. Þar á meðal hefði Þjóðleikhúsið átt í samninga- viðræðum við íslensku óperuna um að fá inni í Gamla bíói. Þjóðleikhússtjóri tekur ákvarðanir um uppsagnir - Tíminn hafði samband við menntamálaráðherra og bar undir hann hvernig rekstri Þjóðleikhússins yrði háttað á næsta ári? „Við höfum til rekstrarins 200 milljónir króna," sagði ráðherra, „og það ljóst draga mun verulega úr starfseminni, en það er auðvitað forráðamanna hússins að ákvarða hvernig þessi fjárlagarammi verður nýttur. - Þannig að það er möguleiki á því að starfsemin verði flutt í annað, eða önnur húsakynni, út í bæ? „Það er örugglega betra að menn hafi eitthvað fyrir stafni svo lengi sem þeir eru á launum," sagði Svavar. Hann bætti því við að ekkert hefði verið ákveðið með uppsagnir starfsmanna, það atriði væri ekki á sínu borði, þjóðleikhússtjóri tæki ákvörðun um þær. Aðspurður um hvort nú yrði grip- ið til þess að segja upp fólki, sagði Gísli Alfreðsson að hann væri ekki búinn að sjá neitt á blaði um þessi mál ennþá, hann hefði fengið þessar fregnir seint í gær. „Við erum ekkert farin að túlka þetta ennþá og skoða í þessu Ijósi. Þetta kemur náttúrlega flatt upp á okkur," sagði þjóðleikhússtjóri. Hann bætti því við að sér þætti þetta sérlega sárt í ljósi þess að á næsta ári ætti Þjóðleikhúsið fjörutíu ára starfsafmæli. 90 milljónir í hönnun og umsjón Að sögn menntamálaráðherra munu þær 275 milljónir sem renna til viðgerðar hússins á næsta ári, fara í brýnustu endurbætur. Hins vegar sé ekki búið að ganga frá þessum Gísli Alfreðsson, þjóðleikhússtjóri. málum endanlega, en lokaumræðan um fjárlög fór frarn í gær. vÉg mun kalla í forráðamenn byggingarnefndarinnar núna næstu sólarhringa eða eftir jólin til að fara yfir málið, þannig að ég get ekki tilgreint neitt í smáatriðum á þessu stigi málsins." I kostnaðaráætlun vegna viðgerð- ar á Þjóðleikhúsinu sem fjárveitinga- nefnd fékk í vikunni er gert ráð fyrir að fyrsti áfangi verksins kosti 540 milljónir. Fyrsti áfangi endurbóta á húsinu er allt suðurhúsið að innan, frá sviðsbrún að anddyri, frá grunni upp í þak, og að auki tækjaklefi neðanjarðar, austan við húsið og nauðsynlegustu endurbætur á sviðs- turni. Áætlaður kostnaður sam- kvæmt þeirri áætlun við fyrstu lotu, fyrsta áfanga, er 310 milljónir og af þeirri upphæð er stærsti liðurinn hönnunar og umsjónarkostnaður, eða 85 ntilljónir. Það er embætti Húsameistara ríkisins sem sér um hönnun varðandi viðgerðirnar, en heildar kostnaður við hönnun og umsjón fyrsta áfanga er áætlaður 90 milljónir. Fjárveitinganefnd hefur hins vegar áætlað 275 milljónir í þessa fyrstu lotu og hefur lýst þeirri skoðun sinni að viðgerðirnar séu miklu umfangsmeiri en talið var þannig að leikhúsið þyrfti að vera lokað heilu ári lengur en áður var talið, eða allt til haustsins 1991. Ef skoðuð er fyrrnefnd áætlun þá er þar gert ráð fyrir að fyrsta lota, fyrsta áfanga, sem eru framkvæmdir á næsta ári, fari fram á þeim tíma sem þegar hcfur verið ákveðið aö húsið verði lokað, þ.e. frá lokum febrúar fram í nóvember. Auk hönnunarkostnaðar eru stærstu kostnaðariiðir þessarar fyrstu lotu, raf-, vatns-, og hitalagnir, auk loft- ræstikerfis, sviðslýsingar og hljóð- og öryggiskerfis, sem ætlað er að kosti 70 milljónir. Frágangur áhorf- endasalar með dýpkun hljómsveitar- gryfju, ljósará og turnum er áætlað að kosti 72 milljónir, múrbrot, niðurrif og steypuframkvæmdir 34 milljónir og endurbætur á gestasvið- um og lyftum eru ætlaðar kosta um 16 milljónir króna í fyrstu lotu. - ÁG Stjórn Landsvirkjunar ræöir fyrirhugaöan tekjuskatt á orkufyrirtæki. Halldór Jónatansson forstjóri Landsvirkjunar segir: Er fyrst og f remst skattur á almenning Kveikt í bálkesti Nokkrir krakkar tóku forskot á gamlárskvöld í gærdag og kveiktu í myndarlegum bálkesti sem búið var að safna í við Bæjarbraut í Garðabæ. Gamanið kárnaði hins vegar þegar eldurinn læsti sig í sinu í kring um bálköstinn og leitaði eldurinn í átt til íbúðarhúsa í grenndinni. Talsverð hætta var á tímabili, enda rok og var slökkviliðið kallað út til að ráða niðurlögum eldsins. Betur fór en á horfðist. ABÓ/Tímaraynd Pjetur Bruni á Akureyri Eldur kom upp í einbýlishúsi á kominn í loft. yfir eldhúsi þegar Akureyri klukkan rúmlega fimm í slökkviliðið kom á staðinn. íbúðin gær. Enginn var heima þegar eldur- skemmdist mikið af reyk, sóti og inn kom upp. Vel gekk að ráða hita. Talið er að eldsupptök hafi niðurlögum eldsins, en hann var verið í eldhúsi. - EÓ Innbrot í söluskála Brotist var inn í veitingaskálann við Kleppjárnsreyki í fyrrinótt og peningaskápur brotinn upp. Þjóf- arnir höfðu lítið annað en skiptimynt upp úr krafsinu. Talsverðar skemmdir voru hins vegar unnar. Þá var gerð tilraun til innbrots í veit- ingaskálann Þyril í Hvalfirði. Ein- hver styggð mun hafa komið að þeim sem þar voru að verki, enda vaktmenn á svæðinu. Að sögn lögreglunnar í Borgar- nesi hefur ekki tekist að hafa hendur í hári þeirra sem voru að verki. -ABÓ „Það var ekki tekin nein ákvörð- un. Málið var rætt frá ýmsum hliðum og ákveðið að safna fleiri gögnum í sarpinn og kryfja málið á stjórnar- fundi milli jóla og nýárs,“ sagði Halldór Jónatansson forstjóri Landsvirkjunar að loknum stjórn- arfundi fyrirtækisins í gær. Á fundin- um var rætt um fyrirhugað frumvarp til laga um tekjuskatt á orkufyrir- tæki. Halldór sagði að það tæké óneitanlega nokkurn tíma að safna gögnum um málið til að meta hvaða áhrif þetta frumvarp hefði á fyrir- tækið. Aðspurður hvort þessi skattur kæmi til með að breyta framtíðar- áformum Landsvirkjunar, sagði Halldór að of snemmt væri að tjá sig um það, en það gæfi augaleið að um væri að ræða skatt á almenning fyrst og síðast. „Annaðhvort hlýtur þetta að leiða til beinna verðhækkana eða þá að fyrirtækið verður að taka erlent lán til að bæta upp tekjumiss- inn, sem af þessu hlýst. Það leiðir til fjármagnskostnaðar, sem endar í hækkuðu raforkuverði til almenn- ingsveitna og hlýtur að leiða til hærri virkjunarkostnaðar þegar fram í sækir, þá hærra orkuverðs til hugsan- legrar stóriðju, miðað við það sem hingað til hefur verið gert ráð fyrir. Þetta getur kollvarpað þeim verðút- reikningum sem lagðir hafa verið til grundvallar varðandi raforkuverð til stóriðju," sagði Halldór. í samningi milli Landsvirkjunar og Alþjóðabankans um ríkisábyrgð á lánum er ákvæði á þá leið að ef ríkið breytir lögum og reglum um fyrirtæki, þannig að það sé fjárhags- lega íþyngjandi fyrir Landsvirkjun, þá áskilur bankinn sér rétt til að segja láninu upp. „Það er matsatriði hvað bankinn metur að sé nægjan- lega rík ástæða til uppsagnar samn- ingsins, en óneitanlega er þetta ákvæði fyrir hendi í samningnum sem slíkum og gefur augaleið að manni verður hugsað til hluta af þessu tagi ef gera á grundvallarbreyt- ingu hvað Landsvirkjun snertir," sagði Halldór. Hvort einhver við- brögð hafi komið frá Alþjóðabank- anum, sagði Halldór aðspurður að málið væri ekki komið á það stig ennþá. Halldór sagði um sameignarsamn- inginn að ekki væri útilokað að sameigendunum Akureyrarbæ, Reykjavíkurborg og ríkinu finnist að verið sé að seilast í sjóði fyrir- tækisins á það afdrifaríkan hátt að það geti komið í veg fyrir að Lands- virkjun geti greitt arð miðað við þann, sem hingað til hefur verið gert ráð fyrir. „Ef ríkið skattleggur í stórum stíl, þá takmarkast mögu- leikar á arðgreiðslum til eigenda almennt og þar með fyrst og fremst til Reykjavíkurborgar og Akureyr- arbæjar. Það er ekki víst að þeir aðilar séu ánægðir með þessar ráða- gerðir fyrir sitt Ieyti,“ sagði Halldór. -ABÓ Lánskjaravísitala hækkaði um 1,8% Seðlabankinn hefur reiknað út lánskjaravísitölu fyrir janúar 1990. Lánskjaravísitala reyndist vera 2771 stig og hafði hækkað um 1,8% frá mánuðinum á undan. Vísitalan hefur hækkað um 23,9% miðað við síðasta mánuð, 21,4% miðað við síðustu 3 mánuði, 19% miðað við síðustu 6 mánuði og 21,6% miðað við síðustu 12 mán- uði. -EÓ

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.