Tíminn - 22.12.1989, Page 6

Tíminn - 22.12.1989, Page 6
6 Tíminn Föstudagur 22. desember 1989 Timinti MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og ___Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvæmdastjóri: Ritstjórar: Aöstoöarritstjóri: Fréttastjórar: Auglýsingastjóri: Kristinn Finnbogason Indriði G. Þorsteinsson ábm. IngvarGíslason OddurÓlafsson Birgir Guðmundsson Eggert Skúlason SteingrímurGíslason Skrifstofur: Lyngháls 9, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaöaprent h.f. Frá og meö 1. ágúst hækkar: Mánaðaráskrift í kr. 1000,-, verð í lausasölu í 90,- kr. og 110,- kr. um helgar. Grunnverð auglýsinga kr. 660,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Innrás Bandaríkjamanna Panamaríki, sem er syðst Mið-Ameríkuríkjanna, hefur með réttu verið talið dæmigert bananalýðveldi og leppríki Bandaríkjamanna. Bandaríkjastjórn átti allan þátt í því með hernað- aríhlutun og pólitískum brögðum að Panamaríkið var stofnað og lýst sjálfstætt undan yfirráðum Kólumbíu árið 1903, enda höfðu Bandaríkjamenn náð fyrir löngu eignarhaldi á fyrirtæki sem Frakkar höfðu misst út úr höndum sér og vann að því að gera skipaskurð um Panamaeiðið þar sem styst er milli Atlantshafs og Kyrrahafs. Eftir stofnun Pan- amaríkis hófust Bandaríkjamenn fyrir alvöru handa um gerð skipaskurðarins og lauk því verki 1914. Saga Panamalýðveldisins markast öll af þessum tengslum við Bandaríkin, sem þar hafa með sanni verið ríki í ríkinu allt til þessa dags. Að formi til urðu þó söguleg umskipti í þessum tengslum Panama og Bandaríkjanna þegar Carter Banda- ríkjaforseti og Torrijos, forseti Panama, undirrit- uðu samning um að Panamastjórn tæki við yfirráð- um Panamaskurðarins í árslok 1999. Að formi til ríkir því millibilsástand og umþóttunartími milli hinna bandarísku yfirráða og yfirtöku Panama- manna sjálfra á landsvæðum og mannvirkjum í sínu eigin landi. En eins og er ráða Bandaríkjamenn Panamaskurðinum og stóru svæði sem honum fylgir. Þar hafa þeir tiltölulega fjölmennt og vel búið herlið og hafa auga með öllu sem gerist í landinu. Þótt Panamaríki eigi að heita sjálfstætt lýðveldi og þingstjórnarland hefur það sjaldnast gengið eftir, síst af öllu hin síðari ár eftir að Noriega, yfirmaður Panamahers, tók að ráða yfir réttkjörn- um forsetum og ríkisstjórnum í skjóli hersins. Slíkt er að vísu ekki nýlunda í rómönsku Ameríku, og Bandaríkjamenn hafa ekki vílað fyrir sér að eiga samstarf við herforingjastjórnir, ef það hefur hentað. Hins vegar hefur Noriega ekki verið þeim að skapi og reyndar yfirlýstur fjandmaður eftir að uppvíst þótti fyrir þremur árum að hann ætti beinan hlut að fíkniefnasmygli til Bandaríkjanna. í augum Bandaríkjastjórnar er hann eftirlýstur afbrotamað- ur, sem hún telur sér skylt að koma frá völdum og heimilt að taka höndum. Forsetar Bandaríkjanna hafa að vísu hikað við að ráðast beinlínis inn í landið þar til nú að Bush forseti hefur látið til skarar skríða. Enginn vafi er á því að innrás Bandaríkjamanna er skerðing á sjálfstæði Panamaríkis og hrein stríðsyfirlýsing. Hvort sem einhverjum kann að finnast þessi innrás vorkunn- armál eins og í pottinn er búið á Bush sér enga afsökun að lögum fyrir þetta framtak sitt. Sumir halda að Bandaríkjaforseti hafi ætlað að gera sig að meiri manni með innrásinni og hann hljóti að hafa heiminn með sér í þessu verki, en aðrir benda á að þetta tiltæki hans geti allt eins snúist í höndunum á honum og veikt tiltrú hans á alþjóðavettvangi. Ekki er ólíklegt að innrásin í Panama eigi eftir að beina sjónum heimsins enn frekar að hinu pólitíska ástandi í Vesturheimi og sjái það glögglega fyrir sér að ekki er allt sem sk|*ii í þeim heimshluta sem næst liggur Bandaríkjunum og Bandaríkja- menn telja áhrifasvæði sitt. llilllllll GARRI Bubbi Morthens „Bókaþjóðin“ hcfur með ein- hverjum hætti skutlast út um bak- dyrnar og tekið upp margvíslega nýja siði fyrir jól. Að vísu seljast bækur vegna þess að nokkuð stór hluti þjóðarinnar er enn læs og því ekki við öðru að búast en þær hreyfist eitthvað svona um það bil sem þær koma út. Þó er sala á þeim hvergi í hlutfalli við augiýsingar og umskrif. Miðað við þann langa texta sem skrifaður er um bækur og höfunda í desembermánuði hverjum liggur við að halda megi þvl fram að þær seljist sáralítið. Metsölu-Bubbi En annað er komið til sögunnar, sem hefur tekið við af bókinni. En það er sala á hljómplötum. Þó fer engum fréttum af stórsölu á plötum með Idassískri tónlist. Popptóniist- in fer hins vegar með himinskaut- um í sölu, eins og auglýsing um Bubba Morthens ber með sér. Þar stendur að frá upphafi ferils síns hafi hann selt yfir hundrað þúsund plötur. Miðað við það verðlauna- kerfi sem plötusalar og plötufram- leiðendur hafa komið upp, og bókaútgefendur hafa nú apað eftir, hefur Bubbi fengið 7 platínuplötur í verðlaun, 19 gullplötur og tvær tvöfaldar platínuplötur. Þetta hef- ur allt gerst heldur hljóðlega. Væri um sambærilega bóksölu eins höf- undar að ræða myndi hann áreið- anlega vera talinn ígildi heims- frægra höfunda. Það virðist því Ijóst að allur fyrirgangúrinn í bók- sölunni í jólamánuðinum skilar litlum árangri. Bubbi Morthens fer með vinninginn. Bubbi hefur vinninginn Nýjasta plata Bubba hefur nú selst í þrettán þúsund eintökum. Það þætti bærileg sala í bók. Sagt var að bók Höllu Linker hafi selst í sjö þúsund eintökum, sem var óvenjulegt. Síðan hafa miðaldra konur brugðið á það ráð að fara að segja ævisögur sínar, ef þær hafa skilið við menn sína, eru orðnar ekkjur eða ef tekið hefur verið framhjá þeim. En það kemur fyrir ekki. Bubbi Morthens hefur vinn- inginn. Það sýnir í raun og veru betur en margt annað hvemig þjóðfélagið er að breytast, að slík gífurleg sala skuli vera á hljómplötu eftir popp- ara á sama tíma og bóksala dregst stórlega saman. í ár komu út yfir fjögur þúsund titlar, og þannig virðist ekkert lát vera á leit að stórsölu í bókum, sem seljast í kringum þúsund eintök hver titill falli bókin ekki alveg. Auðvitað eru undantekingar á þessu, alveg eins og það er undantekning að vinna í Lóttó-inu. Ljóst er að það mundi ekki skaða bókmenningu þjóðarinnar hætis hót þótt útgefn- um titlum yrði fækkað um helming. „Nóttin langa“ skollin á Hljómplötu verður ekki notið nema með dýmm búnaði. Auglýst- ar em spiladósir sem kosta tugi þúsunda. Og það þarf ekki einu sinni að kunna mikið í músik til að gera plötu. Að því leyti er líkt á komið með plötunni og þessum árlegu fjögur þúsund bókatitlum. Menn hafa ekki legið í námi árum saman. Nóg er að hafa unnið í frystihúsi í báðum tilfellum. Auðvitað er Bubbi Morthens vel að verðlaunum sínum kominn og þeirri miklu sölu sem hefur rerið á plötum hans, og nú þeirri síðustu, „Nóttinni löngu“, sem er að slá öll sölumet. Með þessari miklu sölu, eiginlega án hefðbundinna auglýs- inga og hefðbundinna dóma í fjölmiðlum, hefur Bubbi boðað nýjan tíma. Hann hefur sýnt fram á að samhengi er á milli lélegrar bóksölu og stóraukinnar plötusölu. Hingað til hefur því verið haldið fram að léleg bóksala ætti rætur að rekja til eins konar kreppuástands. Þetta er auðvitað rugl á meðan á sannast að seldar eru þrettán þúsund plötur með lögum Bubba Morthens, og plötur annarra poppara eftir því þótt um lægri tölur sé að ræða. Bókaútgáfa er enginn gróðavegur, einkum ekki í samkeppni við hljómplötuna. Popparar eru stund- um að boða til hljómleika til styrkt- ar svertingjum í Afríku. Þeir ættu næst að halda hljómleika til styrkt- ar „bókaþjóðinni“. Garri VÍTT OG BREITT Björaunarafrek við skurðina Bandaríkin eru öflugasta björg- unarsveit veraldarsögunnar. Þau breiða verndarvæng sinn yfir hálfa heimsbyggðina og passa upp á lýðræðið. Tvisvar hefur bandarísk- ur her bjargað Evrópu frá sjálfri sér og mest og best hefur Bretum verið bjargað, og voru samningarn- ir haldgóðu sem gerðir voru á Yalta liður í styrkingum lýðræðis. Heimsveldisreddingarnar hafa gengið svo vel að að sólargangur- inn hjá breskum ráðamönnum er að verða rétt eins og hjá öðru fólki. Má reyndar segja að endanlega hefi verið skrúfað fyrir breska heimsveldið með björgunarað- gerðum Ameríkana við Súes 1956. Súesskurðurinn var grafinn fyrir tilstilli Frakka og Breta og höfðu hinir síðamefndu yfirráð yfir hon- um og skuldbundu sig til að halda honum opnum fyrir skipum allra þjóða. Bretar bjuggu til ríki og landamæri í heimshlutanum en Eg- yptar fengu síðar yfirráð skurðar- ins og lokuðu honum fyrir Israel- um. Bretar, Frakkar og ísraelar gerðu herhlaup til að ná skurðinum og veittist það létt. Þá fór Washington að bjarga, skipaði sigurstranglegum töku- mönnum Súes að andskotast heim og láta ekki sjá sig á þeim slóðum meir. Fyrrverandi stórveldi í Evrópu lögðu skottið á milli fótanna og skömmuðust heim en Bandaríkja- menn hafa haldið ísrael uppi allt síðan og hefur viðvarandi stríðs- ástand verið í heimshlutanum allar götur til þessa dags og sér ekki fyrir endann á því. Þetta var og er Súes. Eignarhald á öllu Bandaríkjameon tóku við af Frökkum að graagPitBgpteskurð- inn og tóku totuna no^Lr í Kól- umbíu og gerðu aísjálfstæðu ríki og réðu þar með bæði ríki og skurði. Síðar ösnuðust þeir til að leggja Monroekenninguna til hliðar, en hún var heiðarleg viðurkenning á því að Bandaríkin væru stórveldi sem ekki undi afskiptum ríkja utan Vesturálfu af málefnum Ameríku. En af því að Bandaríkin eru lögreglulið lýðræðisins kássast þau upp á hvers manns jússur þegar þeim finnst eitthvað vera sér and- stætt í Rómönsku Ameríku, en þar sem búið er að kasta Monroekenn- ingunni fyrir róða ræðst ekki við eitt eða neitt og kommaríkin hreiðra um sig í bakgarðinum og gefa herrunum í Washington langt nef. Og þarna eru allir tilbúnir til að tjá lýðræðisást sína með vopna- , valdi hvenær sem færi gefst, og það I er oft. „Stjórnarbylting í Panama," var aðalfyrirsögn í málgagni Hvíta hússins á íslandi í gær. Þar var átt við árás Bandaríkjamanna á her og forseta ríkisins. En Noriega hefur það helst til saka unnið að segja lausu starfi sínu hjá CIA - og það gerir maður ekki, jafnvel þótt við- j komandi hafi komist til forsetatign-' ar. Með hvaða hætti er ekki spurt að í Rómönsku Ameríku. Geðþóttalýðræði Enginn efast um að Noriega forseti er hinn versti þrjótur, spillt- ur og var ekki vandur að meðölum þegar hann þurfti að tryggja völd sín og stöðu. En svo er um fleiri svokallaða þjóðarleiðtoga víða um heim og flökrar Bandaríkjamönn- um ekkert fremur en öðrum að eiga við þá skipti og kalla vini sína þegar svo ber undir. Árás Bandaríkjanna á Panama er ekkert annað en nakin valdbeit- ing stórveldis gegn smáþjóð. Hún er réttlætt iaeð alls kyns undan- brögðum enajRBhbreytir engu um að það eru hefhaðarlegir yfirburðir stórveldis sem skipa „lýðræðinu" að eigin geðþótta. Heiðarlegra væri að Bandaríkin viðurkenndu að þau eru stórveldi og væru ekkert að gera samninga um Panamaskurðinn heldur segð- ust eiga hann og ekkert múður þar um. Að bandaríski herinn sé að eltast við einstakling, sem situr í forseta- stóli erlends ríkis, til að handtaka og dæma er fráleit vitleysa. Það er alveg sama þótt stjórnin í Washing- ton haldi þeirri fásinnu fram að hún sé að draga úr eiturefnainn- flutningi með svona aðgerðum. Vel má vera að Noriega sé eitur- lyfjakaupmaður og hagnist á þeim viðskiptum. En í Bandaríkjunum eru ótal stórsmyglarar og kaup- menn eiturlyfja sem væri nærtæk- ara fyrir stjórnvöld að snúa sér að. Og menn ættu endilega að fara að átta sig á því að eiturlyfjavanda- málið eru fyrst og fremst neytendur en ekki þeir sem útvega fíkniefnin. Bush forseti og kappar hans leika sér að því að ná Panamaríki á sitt vald og geta jafnvel fengið Morgunblaðið til að kalla innrásina stjórnarbyltingu. En að halda að það leysi nokkurt mál að ná bólu- gröfnum og glæpahneigðum ein- ræðisherra á sitt vald er fráleitt og mun engin áhrif hafa á fíkniefna- framboð í Bandaríkjunum. Ameríkanar beittu ofbeldis- kenndum hótunum þegar þeir knésettu gömul og lúin stórveldi ásamt þeim dugmiklu Israelum við Súes hér um árið. Nú leika þeir sama leikinn sjálfir í Panama og er fyrirslátturinn svo kjánalegur að hann er varla Amerí- könum bjóðandi. Hressilegra væri að segja: Ég er sterkastur - því ræð ég. En ef verið er að leika björgun- arsveit er viðkunnanlegra að grein sér gerð fyrir hverjum er verið að bjarga og frá hverju. OÓ

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.