Tíminn - 22.12.1989, Side 10

Tíminn - 22.12.1989, Side 10
10 Tíminn FRÁ RAFMAGNSVEITU REYKJAVÍKUR Rafmagnsveitunni er það kappsmál, að sem fæstir verði fyrir óþægindum vegna straumleysis nú um jólin sem endranær. Til þess að tryggja öruggt rafmagn um hátíðirnar, vill Rafmagnsveitan benda notendum á eftirfarandi: IReynið að dreifa elduninni, þ.e. jafna henni yfir daginn eins og kostur er, einkum á aðfanga- dag og gamlársdag. Forðist, ef unnt er, að nota mörg straumfrek tæki samtímis, t.d. rafmagns- ofna, hraðsuðukatla, þvottavélar og uppþvotta- vélar - einkum meðan á eldun stendur. Farið varlega með öll raftæki til að forðast bruna- og snertihættu. Illa meðfarnar lausar taugar og jólaljósasamstæður eru hættulegar. Útiljósasamstæður þurfa að vera vatnsþéttar og af gerð, sem viðurkennd er af Rafmagnseftirliti ríkisins. 3 4 5 6 í flestum nýrri húsum eru sjálfvör,.útsláttar- rofar" en í eldri húsum eru vartappar ,,öryggi“. Eigið ávallt til nægar birgðir af vartöppum. Helstu stærðir eru: 10amperljós 20-25 amper eldavél 35 amper aðalvör fyrir íbúð. Ef straumlaust verður, skuluð þér gera eftir- farandi ráðstafanir: - Takið straumfrek tæki úr sambandi. - Ef straumleysið tekur aðeins til hlutá úr íbúð, (t.d. eldavélar eða Ijósa) getið þér sjálf skipt um vör í töflu íbúðarinnar. Ef öll íbúðin er straumlaus, getið þér einnig sjálf skipt um vör fyrir íbúðina í aðaltöflu hússins. Hafi lekastraumsrofa í töflu leyst úr ér rétt að taka öll tæki úr sambandi og reyna að setja lekastraumsrofann inn aftur. Leysi rofinn enn út er nauðsynlegt að kalla til rafvirkja. Tekið er á móti tilkynningum um bilanir ísíma 686230 hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur allan sólarhringinn. Á aðfangadag og gamlársdag er einnig tekið á móti bilanatilkynningum til kl. 19 í síma 686222. Við flytjum yður beztu óskir um gleðileg jól og farsæld á komandi ári, með þökk fyrir samstarfið á hinu liðna. RAFMAG NSVEITA REYKJAVÍKUR (Geymið auglýsinguna) SJAUMST MEÐ ENDURSKINI! || UMFERÐAR ENDURSKINS- MERKI fást i apótekum og viðar. Föstudagur 22. desember 1989 Jólaleg jól Þær mæðgurnar Svanhildur Jak- obsdóttir (t.h.) og Anna Mjöll Ólafsdóttir hafa sungið saman inn á jólaplötu sem nefnd er „Jólaleg jól“. Umsögn um plötuna birtist í Tímanum miðvikud. 21. des., - en þar birtist ekki rétt mynd með. Myndin sem átti að fylgja greininni kemur því hér með, þar sem sjá má þær mæðgur jólalega klæddar í jólaskapi. Laugin verður heitari en venja er með okkar sundlaugar, þannig að yngsta fólkið á að geta unað sér vel í lauginni og vanist sundlaugarferðum. Fyrir yngri kynslóðina hafa verið settar upp rennibrautir i Vesturbæjarlaug og Breiðholtslaug og í Sundhöll eru flotleik- föng til afnota. Sundstaðir Reykjavíkur um hátíðamar: 23. des. Þorláksmessa: Opið frá kl. 07:20- 17:30 (sölu hætt) 24. des. Aðfangadagur: Opið frá kl. 08:00-11:30 (sölu hætt) 25. des. Jóladagur - Lokað 26. des. Annar í jólum - Lokað 27.,28. og 29. des.: Opið frá kl. 07:00- 20:30 (sölu hætt) 30. des.: Opiðfrá 07:20-17:30 (sölu hætt) 31. des. Gamlársdagur: Opið frá kl. 08:00-11:30 (sölu hætt) 1. jan. 1990 Nýársdagur: Lokað. Sænsk jólamessa Sænsk jólamessa á vegum Islansk/ Svenskamas Forening verður í fyrsta sinn haldin í Hallgrímskirkju miðvikudaginn 27. desemberkl. 20:30. Sænskir jólasálm- ar verða sungnir. Prestur sr. Karl Sigur- björnsson. Frá Félagi eldri borgara Göngu-Hrólfar heimsækja Hana nú-fé- laga í Kópavogi á Þorláksmessu. Sæta- ferðir verða frá Hlemmtorgi kl. 09:30. Drukkið verður kaffi á Digranesvegi 12. Farin verður blysför um Hamraborg og fleira gert sér til gamans. Skrifstofa Félags eldri borgara verður lokuð vegna jólaleyfis frá og með 22. desember til 2. janúar. Tónleikar í Skálholtskirkju -og Víðistaðakirkju Kolbeinn Bjamason flautuleikari og Guðrún Óskarsdóttir semballeikari munu halda tónleika í Skálholtskirkju föstu- dagskvöldið 22. desember kl. 21:00 og í Víðistaðakirkju í Hafnarfirði kl. 20:30 á Þorláksmessukvöld. Á efnisskránni verða verk eftir þýsk barokktónskáld, þá Georg Philip Telem- ann, Georg Friedrich Hándel og Johann Sebastian Bach. Laugardagsganga Hana nú Laugardagsganga Hana nú í Kópavogi verður á morgun 16. des. Lagt af stað frá Digranesvegi 12 kl. 10:00. f fréttatilkynningu frá Frístundahópn- um Hana nú segir m.a.: „Nú er svartasta skammdegi og jólaundirbúningur í há- marki. Á jólunum eigum við friðarstund í erli dagsins og þá þarf taugakerfið að vera í jafnvægi og hugurinn hljóður og opinn. Ekkert jafnast á við bæjarrölt og samveru í Laugardagsgöngunni til að ná þessu markmiði. Við hittumst upp úr hálftíu til að drekka molakaffi og spjalla. Setjið vekjaraklukkuna. Ekkert kyn- slóðabil. Allir velkomnir." Laug fyrir yngsta fólkið í Breiðholti í vetur verður gerð tilraun með að hafa inni kennslulaugina í Breiðholtslaugopna fyrir fólk með smábörn á sunnudögum. Breiðabólsstaðprestakall Húnavatnsprófastdæmi Jóladagur: Hátíðarmessa í Víðidals- tungukirkju kl. 14:00. Hátíðarmessa í Breiðabólsstaðarkirkju kl. 16:00. Annan dag jóla: Hátíðarmessa í Vesturhópshólakirkju kl. 14:00. Hátíðarmessa í Tjarnarkirkju kl. 16:30. sr. Kristján Björnsson Tónleikar í Norræna húsinu á annan í jólum Á annan í jólum kl. 16:00 munu þeir Sigurður Halldórsson sellóleikari og Dan- íel Þorsteinsson píanóleikari halda tón- leika í Norræna húsinu. Þeir flytja Medit- ation og Mássig schnell, munter eftir Paul Hindemith, Sicilienne, Sérenade og Élégie eftir Gabriel Fauré og Sónötu fyrir Arpeggione eftir Franz Schubert. Tónleikarnir hefjast kl. 16:00 og standa yfir í u.þ.b. eina klukkustund. llllllllllllllllllllllllllll MINNING llllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll Anna Bergljót Böðvarsdóttir Fædd 19. júní 1917 Dáin 2. desember 1989 Okkur hættir til að hugsa til lið- inna daga og rifja upp það sem liðið er. Frekar situr það eftir sem okkur þótti skemmtilegt. Einmitt það er mér nú hugstætt. Ég staldra við Alþingishátíðarár- ið, árið 1930. Það er í minningu minni mikil birta og fegurð því samfara. Hátíðin á Þingvöllum. Þó ætla ég ekki lengra en að Laugar- vatni. Þar var á þeim tíma ný risin Héraðsskóli Suðurlands. Þetta var ævintýri líkast. Burstabyggingin stíl- hreina sem féll svo vel inn í landslag- ið, eitt af meistaraverkum Guðjóns Samúelssonar. Ein af ám Lyngdals- heiðar virkjuð, einnig jarðhitinn. Húsið nýja baðað birtu og yl þeirra auðlinda sem staðurinn hafði uppá að bjóða. Við, sem í fjarlægð bjuggum, þar sem aflvæðing á borð við þetta var fjarlægur draumur. Þarna gerðist ævintýri. Hvergi held ég samt að þetta hafi breytt tilverunni jafn áhrifaríkt og á þessum bóndabæ. Þá bjó þar hin stóra fjölskylda Böðvars Magnús- sonar og Ingunnar Eyjólfsdóttur, sonurinn einn, dæturnar ellefu. Flest voru þau enn í föðurgarði, en ég ætla að minnast hér aðeins einnar dóttur þeirra hjóna, þeirrar næst yngstu, Önnu, sem var rétt innan við fermingu þegar þetta var. Ég býst við að þetta: Skólahús rís, sem fyllist um leið af ungu fólki komnu víðsvegar að, að þetta hafi haft mótandi áhrif á þessa stelpu- hnátu, sem virtist alla tíð eygja aðeins það jákvæða í tilverunni. Öldin er hálfnuð, margt hefur breyst. Við litumst um á Laugar- vatni. Skólum hefur fjölgað, heima- vistarhúsum og íbúðarhúsum. Gamli Laugarvatnsbærinn horfinn úr tún- brekku þau Böðvar og Ingunn flutt í Bjarkarlund, fyrsta eiginlega íbúð- arhúsið á staðnum. Aðeins eitt barna þeirra Böðvars er búsett hér, það er hún Anna litla sem var aðeins tólf ára í árdögum skólahalds hér. Nú er hún gift kona og á eina dóttur og tvo sonu. Maður hennar Benjamín Halldórsson trésmíðameistari frá Skaftholti í Gnúpverjahreppi. Hann annast hús- vörslu í hinu nýja menntaskólahúsi er reis á hinu gamla bæjarstæði Laugarvatns. Hann sér einnig um framkvæmdir þar því húsið er í byggingu. Anna og hennar fjöl- skylda býr í kjallara Bjarkarlundar, en fylgdist jafnframt með íbúum hæðarinnar, foreldra sinna ef þau þurfa á aðstoð að halda. Það er svo með hvert byggðarlag hversu lítið sem það er, að þá er það heimur út af fyrir sig. Svo var það með Laugardalinn. Landfræðilega er sveitin lítil. En þegar skólar spruttu upp á Laugarvatni fjölgaði íbúum mjög. Þá skapaðist um leið sú hætta að sambandið milli Laugarvatns og sveitarinnar rofnaði. Sú hætta að hin ólíku viðhorf íbúanna til lífsviður- værisins mynduðu hvort sinn farveg, þar sem ríkið sá öðrum að mestu fyrir nauðþurftum en gróðurmoldin hinum. Ég held ég halli ekki á neinn þótt mér komi í hug Anna Böðvarsdóttir sem nokkurskonar samnefnari fyrir þessa tvo hópa. Hún hafði þann eiginleikann að geta talað við hvern sem var. Hún var líka í þeirri aðstöðu að flestir þurftu á aðstoð hennar að halda við símavörslu og póstafgreiðslu. Þó held ég að það hafi vegið þyngra skaplyndi hennar og einurð. Það mætti segja um hana líkt og skáldið á öðrum vettvangi, að hún væri sjaldnast á báðum áttum. Mér finnst líka eiga vel við hana þetta sem Einar Kvaran leggur Guðnýju á Selfossi í munn þegar hún og Eysteinn eru í miklum vanda gagnvart Lénharði. Hún segir: Þú ert aldrei í vafa, þú veist ævinlega hvað þú vilt. Svo kom Anna mér og okkur hjónunum fyrir sjónir. Hvort heldur var í félagsmálum eða á öðrum vettvangi, en hún var mjög virk í því að allir sveitungarnir ynnu saman. Að kenna okkur þá lexíu að öll værum við á sama báti, hver við sitt starf og þörf fyrir alla. Tíminn líður hann leiðir í ljós ný og ný andlit, þau eru mis skír og mis áhrifarík í samfélaginu. Það er svo mikil fjölbreytni í mannfólkinu. En Anna var þeirrar gerðar að enginn kemst til samanburðar. Hún hafði skopskyn í besta lagi og gat komið hverjum og einum í gott skap ef þess þurfti með. Hún hafði til að bera persónu, sem gleymist ekki svo auð- veldlega. Það var í seinasta skiptið sem við heimsóttum Önnu. Hún var orðin máttfarin en hress í tali eigi að síður. Hún rifjaði upp hið liðna, bollalagði einnig hvað gera þyrfti þegar heim kæmi, ef svo væri. Já, þetta ef sagði allt það sem við þrjú hugsuðum. Nú er hún Anna horfin okkur. Það finnst þeim er þekktu hana best, of fljótt. Hún minnti okkur alltaf á sól og sumar. Á ferskleikann, gró- andi þjóðlíf, vordaga 1930 þegar burstirnar sex voru nýrisnar við skógivaxna brekkurót Laugarvatns- fjallsins. Nú er skógurinn dapur. Lauf hans er fallið og sameinast moldinni á ný. Brátt kemur snjórinn og hreiðrar um hin föllnu lauf og gróskuríku. Umskipti eru mikil frá sumri til vetrar. Það mætti halda að hinn kaldi hrammur hafi hrifsað til sín líf sumarsins. En við vitum betur. Við vitum að hér er að verki hringrásin eilífa, að næsta sumar verður skógurinn okkar grænn á ný. Þetta vekur okkur til umhugsunar um hið stóra spursmál, dauðann. Hvað hann er. Svarið höfum við ekki á reiðum höndum, en trúin á fram- haldið er rík í okkur, enda ber það fyrir augu hvarvetna í tilverunni. Við hjónin vottum Önnu Böðvars- dóttur virðingu okkar og þökk og sendum ykkur aðstandendum henn- ar samúðarkveðjur. Guð blessi ykkur, ‘ Ingimundur Einarsson.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.