Tíminn - 22.12.1989, Page 14

Tíminn - 22.12.1989, Page 14
14 Tíminn Föstudagur 22. desember -1-989 BÆKUR UtfLOfnu;, Albin og riddararnir Iðunn hefur gefið út nýja bók um strákinn Albin eftir sænska listamanninn Ulf Löfgren sem samið hefur og myndskreytt fjölda vinsælla barnabóka. Þessi bók nefnist Albin og sjóræningjamir. Flestir krakkar kannast við Albin úr sjónvarpinu og úr fyrri bókunum um þennan hressa og bráðskemmtilega strák. Hér fer hann á safn, rekst á riddarastyttu og lætur sig dreyma um að vera riddari með sverð og skjöld og gunnfána, sitja á hestbaki og keppa í burtreiðum. Skyndilega kallar einhver í Albin og segir honum að flýta sór. Áður en hann veit af er hann lentur í spennandi og óvæntum ævintýrum með riddurum, hetjum og köppum - ekki síst Júlíusi riddara og skjaldsveininum hans honum Felix — og Albin reynist mesta hetjan af öllum og er sjálfur gerðui að riddara! Þórgunnur Skúladóttir þýddi. Lífsbók Laufeyjar — saga baráttukonunnar Laufeyjar Jakobsdóttur Frjálst framtak hefur sent frá sér bókina Lífsbók Lauf eyjar sem skráð er af Ragnheiði Daviðsdóttur blaðamanni. Fjallar bókin um Laufeyju Jakobsdóttur sem oft hefur verið kölluð „amman í Grjótaþorpinu". Laufey Jakobsdóttir á sér merka sögu. Hún ólst upp við erfiðar aðstæður og kröpp kjör eins og margir aðrir íslendingar á hennar aldri. Hún lét þó aldrei bugast og hefur aUa tið verið mikU baráttukona fyrir hugsjónum sínum. Hún hefur tekið virkan þátt í kvenréttindabaráttunni og þá ekki síður í baráttunni í þágu Utilmagnans í þjóðfélaginu. Um árabU var Laufey mikU hjálparheUa fjölmargra unghnga í Reykjavík, þeirra er sóttu hið svokaUaða HaUærisplan og í miðborgina. í bókinni segir Laufey frá skuggahliðum þessa þáttar mannlífsins í Reykjavík. Þótt sú frásögn sé ófögur mun hún ekki láta neinn ósnortinn og vafalaust opna augu margra fyrir þeim aðstæðum er margir unglingar búa við eða skapa sér sjálf. Lífsbók Lauf eyjar er fyrsta bók Ragnheiðar Davíðsdóttur sem löngu er kunn fyrir störf sín í íslenskum fjölmiðlum. Ragnheiður starfaði áður sem lögreglukona í Reykjavík og þekkir því af eigin raun margt af pví sem Laufey segir frá í bókinni. Lífsbók Laufeyjar er 185 blaðsíður auk 16 síðna myndaarkar. Bókin er prentunnin í Prentstofu G. Benediktssonar en kápuhönnun annaðist auglýsingadeild Frjáls framtaks hf. Innan garðs Út er komin hjá Máli og menningu bókin Innan garðs sem hefur að geyma ljósmyndir Þórarins Oskars Þórarinssonar með texta eftir Einar Kárason. í bókinni eru Ijósmyndir úr undirdjúpum mannlífsins í Reykjavík, Danmörku og Bandaríkjunum. Þórarinn hefur lag á að láta eina mynd segja langa og dramatíska sögu og þótt myndir hans virðist miskunnarlausar og naprar, leynir sér ekki næmi höfundar fyrir hinu átakanlega í fari manneskjunnar. Þórarinn beinir linsum sínum að ýmsum þeim hliðum þjóðlífsins sem sjaldan éru gerð skil og eiga eftir að koma mörgum á óvart. Þetta er óvenjuleg og afhjúpandi bók sem fær lesandann til að sjá umhverfi sitt í nýju ljósi. Á bókarkápu segir Guðmundur Ingólfsson ljósmyndari: „Myndir Þórarins Óskars bera vitni sagnamanninum eins þótt ljósmyndir komi fyrir orð. Sögur af furðulegu fólki og fyrirbærum og allt lyginni líkast.“ Bókin er 69 bls. í stóru broti. Auglýsingastofan Næst sá um útlit. Prentun annaðist Prentsmiðjan Oddi. Ólafur M. Jóhannesson Bjössi, englabarn Bjössi englabarn Iðunn hefur gefið út nýja barnabók eftir Ólaf M. Jóhannesson. Heitir hún Bjössi englabarn. Þetta er spreUfjörug og fyndin saga þar sem ímyndunarafhð fær að leika lausum hala, Bjössi er fimm ára strákpolU sem var vanur að fá aUt sem hann Notaðar dráttarvélar til sölu Case 1394 4x4 78 hö. árg. 1987 Case 1394 2x4 78 hö. árg. 1987 Case 1394 4x4 78 hö. árg. 1985 Case 1394 2x4 78 hö. árg. 1985 Case 1494 4x4 85 hö. árg. 1986 Case IH 685 XL 2x4 72 hö. árg. 1986 Case IH 585 XL 2x4 62 hö. árg. 1985 Case IH 585 XL 4x4 62 hö. árg.,1985 Ford 5610 4x4 76 hö. árg. 1985 Ford 4610 2x4 64 hö. árg. 1984 IMT 549 DL 2x4 52 hö. árg. 1988 IMT 569 DL 2x4 70 hö. árg. 1987 MF 550 2x4 55 hö. árg. 1977 Bændur athugið að nú er síðasta tækifærið til að kaupa notaðar dráttarvélar án virðisaukaskatts. Vélar og þjónusta hf. Járnhálsi 2112 Reykjavík, sími 91-83266 langaði í. Hann átti leikföng af öUum stærðum og gerðum og auðvitað var hann í miklu uppáhaldi hjá Karíusi og Baktusi þvi að hann var hinn mesti sælkeri. Hann var svo sannarlega englabarnið þeirra pabba og mömmu og jafnaðist alveg á við heUan barnahóp! En einn morguninn þegar Bjössi vaknaði brá öUum í brún því að um nóttina hafði svolítið óvænt gerst. Bókin er prýdd fjölda bráðskemmtUegra mynda eftir höfundinn. Ljóðaárbók 1989 komin út Hjá Almenna bókafélaginu er nú komin út Ljóðaárbók 1989, framhald af Ljóðaárbók 1988. Ritnefnd Ljóðaárbókar er sú sama og í fyrra en hana skipa Berglind Gunnarsdóttir, Jóhann Hjálmarsson og Kjartan Árnason. Ljóðaárbók 1989 er önnur bók í ritröðinni Ný skáldskaparmál, sem Almenna bókafélagið gefur út. Fyrsta bókin, sem kom út á síðastUðnu ári, hafði að geyma frumort ljóð 75 skálda sem ekki höfðu áður birst á bók, auk nokkurra ljóðaþýðinga. Á þessu ári leitaði ritnefnd á „fræðUegri mið “ og fékk tU Uðs við sig nokkra fræðimenn tU að skrifa um íslenska ljóðagerð síðustu áratuga og fram tU dagsins í dag í því skyni að varpa Ijósi á samtímaljóðUst á íslandi. Þá fékk ritnefnd einnig nokkur íslensk skáld tU þess að leitast við að svara spumingunni: Hvað er ljóðið? Ljóðaárbók 1989 er 157 bls. að stærð. Bókin er unnin í Prentsmiðjunni Odda. Málverk á kápu er eftir Gígju Baldursdóttur en Guðjón Ingi Hauksson hannaði kápuna. Passíu- sálmarnir á hljóðsnældu Föstudaginn langa, nú síðastUðinn, flutti Eyvindur Erlendsson alla Passíusálma HaUgrims Péturssonar í HaUgrímskirkju, í samfeUdri einni lotu. Flutningurinn tók rúmar fimm klukkustundir. Hljóðritun þessa atburðar hefur nú verið gefin út í fimm hundruð eintökum sem verið er að selja og dreifa þessa dagana. Það er Eyvindur sjálfur sem að þessu verki stendur ásamt Sigurði Rúnari Jónssyni og með stuðningi Listvinafélags HaUgrímskirkju, Studio Stemmu og Miljónarafjelagsins hf. Útgáfa þessi er á sex snældum, feUdum inn í hvíta öskju í bókarlíki og kápan teiknuð og skreytt flúri eftir Ólaf Th. Ólafsson. Á einni snældu er formáU ásamt sálminum „Um dauðans óvissan tíma“, en það kvæði er að jafnaði látið fylgja með í útgáfum Passíusálma. Gripur þessi verður, fyrst um sinn, eingöngu fáanlegur hjá útgefendum sjálfum og svo fljótlega í HaUgrímskirkju, eftir því hvað upplagið endist, en það er sem fyrr segir aðeins 500 eintök. Þeir sem áhuga hafa á að nálgast þetta geta hringt eða skrifað bréf stílað á þessar utanáskriftir: E-VER útgáfan, Hátúni, Ölfusi, 801 Selfoss, sími 98-21090, eða Studio Stemma, Suðurströnd 6, 170 Seltjarnarnes, sími 91-611452. Eilífðarmálin krufin Bókaútgáfan Reykholt hefur gefið út bókina Vængir vitundar - um framhaldslíf og fleiri jarðvistir. í henni eru viðtöl, frásagnir og greinar sem vafalaust eiga eftir að vekja mikla athygU fyrir það sem fram kemur. Þeir sem við sögu koma eru m.a. sr. Sigurður Haukur Guðjónsson, Einar H. Kvaran skáld, Miklabæjar-Solveig, sr. Sveinn Víkingur, SteUa G. Sigurðardóttir, Úlfur Ragnarsson læknir, Guðmundur Einarsson verkfræðingur og Einar Benediktsson skáld. Samantekt var í höndum Guðmundar Sæmundssonar cand. mag. Bókin fjaUar um framhaldslíf, drauma, nýjar sambandsleiðir við látna, örlög veraldar, endurholdgun og fleiri jarðvistir af hreinskilni, heiðarleika og skilningi. Settar eru fram brennandi spurningar er varða aUa tUveru mannsins og mörgum þeirra er svarað. Meðal þeirra eru; - - Hvernig er umhorfs hinum megin? - Er helvíti tU? - VarJesús Kristur fjölhæfur miðiU? - Er bibUan fuU af frásögnum um dulræn fyrirbæri? — Hvað er geislabaugur? - Er sjálfsvig synd? — Er sáhnni Ula við plast? — Var Miklabæjar-Solveig saklaus af morði sr. Odds á Miklabæ? — Er hægt að hafa samband við framUðna með fjölmiðla- og samskiptatækni nútímans? — Hvað er endurholdgun? — Voru Adam og E va tU? - Eru undrabörn sörrnun um fleiri jarðvistir? - Geta sáUr sest að í líkömum dýra? — Getur vitneskja um endurholdgun breytt lífi okkar? Með fiðring í tánum Frjálst framtak hf. hefur sent frá sér bókina Með fiðring í tánum eftir Þorgrím Þráinsson. Þetta er hans fyrsta bók. Með fiðring í tánum er ungUngasaga. Aðalsöguhetja bókarinnar, Kiddi, er 13 ára ReykjavíkurpUtur sem á sér þann draum heitastan að verða fræg knattspyrnuhetja. En mörg ljón eru á veginum. Kiddi fer í sveit og þar kynnist hann jafnöldru sinni, Reykjavíkurstúlkunni Sóleyju. Hann verður hrifinn af henni og neytir aUra bragða tU að kynnast henni sem best. Kiddi keppir á íþróttamóti í sveitinni og þar hittir hann fyrir Bjössa og klíku hans sem öUu vUja ráða. Á baUinu að kvöldi mótsdagsins gerist röð vandræðalegra atvika og Kiddi óttast að hann sé búinn að klúðra öUu sambandi við Sóleyju. DvöUn í sveitinni og æfingarnar gera Kidda mjög gott og þegar hann kemur aftur tU Reykjavíkur síðsumars gerast óvæntir atburðir. Höfundur bókarinnar, Þorgrímur Þráinsson, er landskunnur íþróttamaður. Hann hefur leikið marga landsleiki í knattspyrnu og verið fyrirUði meistaraflokks Vals. Þorgrímur hefur starfað sem blaðamaður um árabU og m.a. er hann ritstjóri íþróttablaðsins. Með fiðring í tánum er 140 blaðsíður. Bókin er prentunnin í Prentstofu G. Benediktssonar en kápu hannaði auglýsingadeUd Frjáls framtaks hf.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.