Tíminn - 22.12.1989, Síða 16

Tíminn - 22.12.1989, Síða 16
AUGLYSINGASIMAR: 680001 —686300 RÍKISSKIP NUTIMA FLUTNINGAR Hatnarhúsinu v/Tryggvagötu, ________« 28822 PÓSTFAX TÍMANS 687691 Utandagskrárumræða á Alþingi um blaðaviðtal við bandaríska sendiherrann á íslandi. Forsætisráðherra segir: Sendiherranum urðu á mistðk „Sendiherranum urðu á mistök. Því verður ekki neitað að þetta gengur gegn ákvæðum Vínarsáttmálans, en þar segir: „... á þeim hvílir einnig sú skylda að skipta sér ekki af innanlandsmálum þess ríkis.“ Sendiherrann má að sjálfsögðu ræða við ráðherra og hvern sem hann vill um þau ýmsu mál sem varða samskipti hans þjóðar og þessa ríkis, en honum er ekki leýfilegt að reyna að hafa áhrif opinberlega í umdeildum málum.“ Þetta sagði Steingrímur Her- mannsson forsætisráðherra f utan- dagskrárumræðu á Alþingi í gær. Hjörleifur Guttormsson alþingis- maður hóf umræðuna og tilefnið var viðtal sem birtist við Charles Cobb sendiherra Bandaríkjanna á íslandi í Morgunblaðinu 17. desember síð- ast liðinn. Par segir sendiherrann m.a. að hann vilji reyna að stuðla að því að bandaríska álfyrirtækið Alu- max komi inn í viðræðurnar um byggingu nýs álvers á íslandi. Einnig segir hann að mjög mikilvægt sé að æ*s**c: Nýbygging löggæslunnar við Gránugötuna á Siglufírði Siglufjörður: Bæjarfógetinn í nýtt hús Fyrir skömmu var tekið í notkun nýtt hús sem hýsa mun í framtíðinni bæjarfógetaembættið á Siglufirði. Nýja húsið er um 500 fermetrar að stærð á tveimur hæðum. Húsið stendur neðst við Gránugötuna og er tilkoma þess mikil bylting fyrir lögregluna í Siglufirði sem í mörg ár hefur haft aðsetur í ónothæfu húsi en fær nú alla neðri hæð nýja hússins til afnota. Að sögn Erlings Óskars- sonar bæjarfógeta á Siglufirði stóð- ust allar tímaáætlanir varðandi bygg- inguna. Húsið var afhent 1. nóv. sl. og hafði þá verið 14 mánuði í byggingu. Bæði húsi og lóð var skilað algerlega full frágengnu og er allur frágangur til fyrirmyndar af hálfu verktaka sem var Byggingafé- lagið Berg. Að sögn Erlings breytist öll vinnuaðstaða starfsfólks emb- ættisins með flutningi í þetta nýja aðsetur. Hjá embættinu starfa að 5 fastráðnum lögreglumönnum með- töldum 10 manns um þessar mundir en mun fjölga um einn eftir áramótin þegar sjúkratryggingarnar flytjast yfir til þess opinbera. -Ö.Þ. tekin verði ákvörðun um byggingu alþjóðlegs varaflugvallar á íslandi. Forsætisráðherra sagði að vara- flugvallarmálið væri viðkvæmt deilu- mál hér á landi og því væri fullkom- lega óeðlilegt af sendiherranum að tjá sig um það á opinberum vett- vangi. Steingrímur sagðist mundu ræða þetta mál við utanríkisráðherra þeg- ar hann kemur til landsins og sér fyndist sjálfsagt að ræða þetta við sendiherrann og benda honum á að þarna hefði hann gengið of langt. -EÓ DAGAR TIL JOLA ríminn FÖSTUDAGUR 22. DESEMBER 1989 Ólafur G. Einarsson. Guðrún Helgadóttir. Guðrún kveðst ekki munu erfa við sjálfstæðismenn þung orð þeirra: Örlaði á iðrun Ólafur G. Einarsson, formaður þingflokks sjálfstæðismanna, sagði í gær að í ávarpi forseta sameinaðs Alþingis við upphaf þingfundar í gær hafi örlað á iðrun af hennar hálfu og þó sjálfstæðismenn væru ekki sáttir við að hún hafi ekki beðist afsökunar myndu þeir láta við það sitja. Þannig mun úr sögunni deila sjálfstæðismanna við Guðrúnu vegna ummæla Guðrúnar í út- varpsfréttum í vikunni þess efnis að sjálfstæðismenn væru að tefja þinghald, en fyrir þau hefur hún verið krafin um afsökunarbeiðni. Það sem Gurún Helgadóttir sagði við upphaf þingfundar í gær var að forseti ætti að vera talsmað- ur þingsins og til þeirra væri leitað varðandi verkstjórn og framvindu mála á Alþingi. Benti hún á að hún hafi áður gagnrýnt ríkisstjómina fyrir að leggja mál sín seint fyrir og ummæli hennar um Sjálfstæðis- flokkinn hafi ekki af ásetningi verið sögð til að valda flokknum sárindum. Guðrún sagði að um- ræðan sem fram fór á Alþingi um málið haft hins vegar verið „langt umfram tilefni“ og þung orð hafi fallið. „Forseti mun ekki erfa það og vonar að hið sama gildi um umrætt viðtal,“ sagði Guðrún Helgadóttir. -BG Þyrlan vill ekki í gang Sex menn hafa verið strandaglóp- ar við Eiríksnípu, við Blautakvíslar- eyrar suðvestur af Hofsjökli síðan á miðvikudagsmorgun, en þangað fóru þeir með þyrlu til rjúpnaveiða. Þegar mennirnir hugðust snúa til byggða fór þyrlan ekki í gang. Þyrla frá Landhelgisgæslunni fór með nýj- an rafgeymi til mannanna í fyrradag en þyrlan fór samt ekki í gang. í gær fóru menn á tveimur sérútbúnum bílum inn að Eiríksnípu með stærri geymi. Við fyrstu tilraun fór þyrlan ekki í gang, en hætt var við frekari tilraunir til að gangsetja hana vegna þess að vindur var orðinn það hvass Borgarstjóm samþykkir nýja gjalddaga fasteignaskatta: Gjalddagar verða þrír Borgarstjórn samþykkti í gær að tillögu borgarráðs að gefa greið- endum fasteignagjalda í Reykjavík kost á að gera skil á fasteignagjöld- um á árinu 1990 með þrem jöfnum greiðslum á gjalddögum 15. janú- ar, 1. mars og 15. apríl. Sigrún Magnúsdóttir borgarfull- trúi Framsóknarflokksins lagði fram breytingartillögu þarsem gert var ráð fyrir að greiðendur ættu þess kost að inna gjöldin af hendi með sjö jöfnum greiðslum. Fyrstu þrír gjalddagarnir skyldu vera þeir sömu og í tillögu borgarráðs en auk þess yrðu gjalddagar 1. júní, 15. júlí, 1. sept., og 15. október. Breytingartillaga Sigrúnar var felld. Auk gjalddaga fasteignagjalda samþykkti borgarstjórn í gær hlut- fall lóðaleigu eftir íbúðarhúsalóðir af fasteignamatsverði. Verður það 0,145%. -sá að varla var stætt. f gærkvöldi var unnið að því að binda þyrluna fasta við jörðina. Ekki væsir um mennina sem enn eru hjá þyrlunni því þeir eru í góðu yfirlæti í skála Ferðaklúbbsins 4x4 suðvestan við Eiríksnípu. - EÓ Blvsför Næst komandi laugardag, Þor- láksmessu, gengst Samstarfshópur friðarsamtaka fyrir blysför niður Laugaveg í Reykjavík. Gangan hefst við Hlemm kl 18.00 og endar í Lækjargötu fyrir framan Torfuna. í fréttatilkynningu frá friðarhreyf- ingunum segir: „Friðarganga hefur verið farin á Þorláksmessu á hverju ári nú um árabil. Um þessi jól eru horfur í heiminum friðvænlegri en mörg undanfarin ár. Dregið hefur úr vær- ingum milli austurs og vesturs og góðar horfur eru á að dregið verði úr herafla og vopnasmíði stórveld- anna. Þó má ekki gleyma því að enn er víða barist og þjóðir og kynþættir í mörgum löndum búa við kúgun og harðrétti. - EO

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.