Tíminn - 06.01.1990, Qupperneq 2

Tíminn - 06.01.1990, Qupperneq 2
2 Tíminn r.c.c. i u'. i.i.-?: rs uirV'b'pnna ) Laugardagur 6. janúar 1990 Samningur um lán Húsnæöisstofnunar á fjármunum lífeyrissjóðanna: Um 2Ó0.0Ó0 kr. frá hverjum launþega Samið hefur við lífeyrissjóðina um kaup á skuldabréfum Húsnæðisstofnunar fyrir um 20-25 milljarða króna á næstu tveim árum. Þetta er stærsti lássamningur sem gerður hefur verið á innlendum Qármagnsmarkaði, samkvæmt tilkynningu frá fjármálaráðuneytinu. Lætur nærri að upphæðin svari til þess að hver starfandi maður í landinu láni Húsnæðisstofnun í kringum 200.000 kr. af lífeyrissparnaði sínum að meðaltali með þessum hætti árin 1990 og 1991. í>ar af eru áætluð skuldabréfakaup á þessu ári um 11 milljarðar kr., en auk þess er áætiað að lífeyrissjóðirn- ir kaupi húsbréf fyrir 2,5 milljarða. En hlutfall húsbréfakaupa á að taka til endurskoðunar á næstu mánuð- um. Vextir af verðtryggðum skulda- bréfum eiga að ráðast af vöxtum spariskírteina ríkissjóðs, en skulu jafnan vera 0,1% lægri, og eru því 5,9% miðað við vexti nýrra spari- skírteina um þessar mundir. Lífeyr- issjóðunum er frjálst hins vegar frjálst að kaupa ECU-bréf fyrir 35% af lánsfjárhæðinni. Nafnvextir verða 9,6% á slíkum bréfum í nú janúar. En þeir skulu jafnan vera um 0,15% lægri en á nýjum ECU-bréfum gefn- um út í Danmörku, og verða fastir allan lánstímann sem er 15 ár. f bókun með samkomulaginu er gert ráð fyrir breyttri skiigreiningu á svonefndu ráðstöfunarfé lífeyris- sjóðanna, til þess að greiða fyrir hlutafjárviðskiptum þeirra og gera þeim kleift að fjárfesta í ríkisvíxlum og öðrum skammtímakröfum. Sala hlutabréfa verður ekki talin til ráð- stöfunarfjár nema hún sé umfram kaup á nýju hlutafé. Og innlausn ríkisvíxla og bréfa til skemmri tíma en árs telst ekki til ráðstöfunarfjár. Áfram gildir að fullur lánsréttur manna hjá Húsnæðisstofnun miðast við að lífeyrissjóðir þeirra láni Hús- næðisstofnun 55% af ráðstöfunarfé sínu. - HEI Slökkviliðið lceland Seafood Ltd: 7% sölu- aukning á árinu Heildarsala Iceland Seafood Ltd. á árinu 1989 nam 44,2 millj. sterlingspunda á móti 41,3 mill- jónum punda árið 1988. Aukn- ingin nemur því um 2,9 milljón- um punda eða 7 af hundraði. Heildarsalan í magni var 24.566 tonn og var það 7,6% meira en árið áður. Stærsta mark- aðsland Iceland Seafood er Bretland, en þar nam salan 26,8 milljónum sterlingspunda, en það er svipað verðmæti og fékkst á árinu 1988. í öðru sæti er Frakk- landsskrifstofa fyrirtækisins, en þar nam heildarsalan 111,2 mill- jónum franka, en það er 18,4% meira en árið áður og sala Ham- borgarskrifstofunnar nam 22,5 milljónum marka, en það er 46,3% meira en árið áður. - ABÓ í Reykjavík: 854 útköll slökkviliðs Hreppsncfnd Hólmavíkurhrepps eftir hátíðarfund á aldarafmæli Hólmavíkur. F.v. Magnús H. Magnússon, Kjartan Jónsson, Guðrún Guðmundsdóttir, Helgi S. Ólafsson, Brynjólfur Sæmundsson, oddviti og Stefán Gíslason sveitarstjóri. Hátíð á Hólmavík: 100 ára verslunarafmæli Miðvikudaginn 3. janúar sl. voru liðin 100 ár frá því að Hólmavík fékk löggildingu sem verslunarstaður. Þann 3. janúar 1890 gaf Kristján IX út lög þess efnis, að við Hólmavík hjá Skeljavík í Steingrímsfirði skyldi vera löggiltur verslunarstaður. Verslun hófst þó ekki á staðnum fyrr en 1895, en þá byggði Björn Sigurösson, kaupmaður í Skarðsströnd og síðar bankastjóri, svonefndan Langaskúr og hóf þar verslun. Ári síðar tók Richard Peter Riis við verslunarekstrinuma af Birni. Riis byggði síðan svonefnt Riishús 1897, en það stendur enn og er elsta húsið á Hólmavík. Hólmvíkingar minntust afmælis- ins með afmælisveislu í grunnskólan- um að kvöldi afmælisdagsins. Par hélt Brynjólfur Sæmundsson oddviti hátíðarræðu, kór Hólmavíkurkirkju söng og félagar úr Leikfélagi Hólma- víkur fluttu gamanmál. Hrepps- nefnd bauð öllum viðstöddum upp á kaffi og meðlæti og í veislulok stóð Björgunarsveitin Dagrenning fyrir glæsilegri flugeldasýningu. Hreppsnefnd Hólmavíkurhrepps hélt' hátíðarfund á afmælisdaginn. Þar voru samþykktar tvær tillögur, önnur um útgáfu bókar um Hólma- vík og hin um sérstakt trjáræktar- átak í tengslum við landgræðslu- skógaátak 1990. Bókin sem hreppsnefnd sam- þykkti að gefa út, er skrifuð af óla E. Björnssyni á Akranesi, en Óli er Hólmvíkingur að uppruna. í bókinni verða myndir af öllum húsum á Hólmavík og frásagnir sem tengjast húsunum og íbúum þeirra. Samþykkt hreppsnefndar um trjáræktarátak tengir saman 100 ára afmæli Hólmavíkur og 60 ára afmæli Skógræktarfélags íslands. Með sam- þykktinni er staðfest þátttaka Hólm- víkinga í landgræðsluskógaátaki Skógræktarfélagsins og jafnframt ákveðið að gróðursetja 8-10.000 trjáplöntur af þessu tilefni. Síðustu helgina í júlí á sumri komanda verður aldarafmælis Hólmavíkur minnst með fjölbreyttri útihátíð. Hátíðarhöldin hefjast föstudaginn 27. júlí, en aðaldag- skráin verður laugardaginn 28. og sunnudaginn 29. júlí. Meðal efnis verða leiksýningar, tónlistarflutn- ingur o.m.fl. Á nýliðnu ári skipaði hreppsnefnd Hólmavíkurhrepps 5 manna nefnd til að undirbúa afmælishaldið. For- maður nefndarinnar er Björk Jó- hannsdóttir kennari. Örn Ingi mynd- listarmaður á Akureyri hefur verið ráðinn starfsmaður nefndarinnar og mun hann öðrum fremur stjórna skipulagningu sumarhátíðarinnar í júlí. Frá fréttaritara Tfmans á Hellissandi, Ægi Þóröarsyni: Stjórn Verkamannabústaða Nes- hrepps utan Ennis, sem nær yfir Hellissand og Rif afhenti tvær íbúðir í verkamannabústaðakerfinu , 29. desember á Rifi, Snæfellsnesi. íbúðirnar eru í glæsilegu parhúsi, og er önnur þeirra fjögurra her- bergja, 105 fermetrar að stærð, en Slökkviliðið í Reykjavík var kallað út 854 sinnum á síðasta ári, en til þeirra útkalla telst öll aðstoð slökkviliðs. Af þessum 854 skiptum voru 335 eldar slökktir. Til samanburðar má geta þess að árið 1988 voru 447 útköll þar sem slökkva þurfti eld. 115 sinueldar voru hins vegar slökktir 1988 en 76 sinu- eldar á síðasta ári. Kvaðningar slökkviliðs komu flestar í gegn um síma eða 534, kvaðningar með viðvörunarkerfi voru 193 og lögregla kvaddi slökkvi- liðið til 117 sinnum. í þeim tilfellum sem ekki var um eld að ræða var grunur um eld í 110 tilfellum, við- vörunarkerfi kallaði á aðstoð í 174 tilfellum og slökkviliðið var kallað til björgunarstarfa eða aðstoðar í 232 sk.ipti, s.s. vegna efnaleka, vatnsleka, losun úr bílflökum hin þriggja herbergja og 95 fermetr- ar. Fað voru tvö ung pör sem fluttu í íbúðimar og var í nógu að snúast hjá þeim við flutningana, enda þær af- hentar aðeins tveim dögum fyrir jól. Eru þetta fimmtu og sjöttu íbúðirnar sem stjórn Verkamannabústaða í Neshreppi afhendir á sl. þremur árum og eru þær allar byggðar eftir o.s.frv. í 3 skipti var slökkviliðið narrað á staðinn. Flestar kvaðningar slökkviliðs á síðasta ári voru síðdegis og fram til miðnættis, en flestar á tímabilinu frá klukkan 18.00 til 21.00 og því næst frá 20.00 til miðnættis. Flestir eldsvoðar urðu í íbúðar- húsnæði eða 91, því næst voru eldar í bifreiðum eða 42. Orsök elds voru í flestum tilfellum vegna íkveikju eða 152, en ókunnugt er um orsök elds í 97 tilvika. Enginn lést af völdum eldsvoða í Reykjavík árið 1989, en einn árið áður. Sjúkraflutningar voru alls 10.421 talsins 1989, en voru 10.278 árið 1988, þar af voru 2982 slysa og aðrir neyðarflutningar. Hefur fjöldi sjúkraflutninga haldist svo til óbreyttur allt frá árinu 1973 eða rúmlega 10 þúsund á ári. - ABÓ sömu teikningu. Ekki eru fyrirhug- aðar frekari byggingar í verka- mannabústaðakerfinu hér um slóðir á næstunni. Verktaki var Bæring Sæmundsson trésmíðameistari á Rifi og teikningar voru frá Húsnæðis- stofnun ríkisins. Nýárskveðjan til útlanda 16% dýrari en jóla- kveðjan, vegna virðisaukaskattsins: Erlend vinátta hækkar í verði Símtöl og öll önnur fjarskipta- þjónusta við útlönd hækkaði um 15,8% frá áramótum, vegna inn- heimtu 24,5% virðisaukaskatts í stað 7,5% söluskatts sem áður var á þessari þjónustu. Símtal til út- landa kostar nú nærri 16% fleiri (umfram)skref heldur jafn langt símtal gerði fyrir áramótin. Á hinn bóginn tilkynnir Póstur og sími að þar sé nú til athugunar að taka upp næturtaxta til útlanda snemma á þessu ári. Hvenær er ekki nánar tekið fram, né heldur hvað símtal á nóttinni á að verða mikið ódýrara en að degi til. Þá vekur stofnunin athygli á því að 24,5% virðisaukaskattur er nú kominn á burðargjald fyrir al- menna böggla og forgangspóst (EMS) innanlands og sömuleiðis á heimsendingarþjónustu. - HEI Stjórn Verkamannabústaða Neshrepps: Tvær íbúðir afhentar

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.