Tíminn - 06.01.1990, Qupperneq 3

Tíminn - 06.01.1990, Qupperneq 3
Laugardagur 6. janúar 1990 Tíminn 3 Krossanesverksmiöjan: Eldsupptök í brennaranum Rannsókn á eldsvoðanum í Krossanesi hefur leitt í Ijós að eldurinn kviknaði út frá olíubrennara í miðju verksmiðjuhús- inu, sem notaður er til upphitunar. M at á tjóninu er ekki lokið og munu endanlegar ákvarðanir um framtíð fyrirtækisins ekki verða teknar fyrr en það liggur fyrir. „Rannsókn Ieiddi í ljós að ketill- inn gat auðveldlega kveikt í miðað við það ástand sem hann var í,“ sagði Daníel Snorrason rannsóknar- lögreglumaður á Akureyri í samtali við Tímann. Meira vildi Daníel ekki um málið segja, utan það að rann- sókn væri að mestu lokið. Fundur var haldinn í stjórn Krossanesverksmiðjunnar í gærm- orgun. Sigfús Jónsson bæjarstjóri og stjórnarformaður verksmiðjunnar sagði að þar hefði staðan verið rædd og framtíðin skoðuð í ljósi undan- genginn atburða. Sigfús sagði að beðið væri eftir endanlegu mati tryggingafélaganna um tjónið, áður en endanlegar ákvarðanir um fram- tíðina yrðu teknar. Þó er ljóst að nýja hlutafélagið sem stofnað var um rekstur verksmiðjunnar og átti að taka við um áramót mun halda .sínu striki. í kjölfar brunans voru allir verka- menn fyrirtækisins sendir heim og skráðir atvinnulausir. Sigfús sagði að fyrir því væri heimild í lögum frá 1979 um óvænt áföll fyrirtækja. Skrifstofufólkið hefur hins vegar þriggja mánaða uppsagnafrest. Starfsfólki verksmiðjunnar var sent uppsagnarbréf fyrir jól og sagði Sigfús að það hefði verið gert vegna tilkomu hins nýja hlutafélags. í bréf- inu var jafnframt óskað eftir þvf að starfsfólk inni hjá verksmiðjunni til vertíðarloka, 1. maí. Sigfús sagði að endurskipulagning hafi verið á döf- inni og því ekki stætt á að lofa mönnum vinnu lengur en út vertíð- ina. - HIÁ Slökkviliðið á Akureyri: Brunaútköllum hefur fækkað Slökkvilið Akureyrar var kallað 73 sinnum út á árinu 1989, en árið áður var slökkvi- liðið kallað út 79 sinnum. Af þessum 73 útköllum voru fjög- ur utanbæjar, þ.e. á svæði brunavarna Eyjafjarðar. Lang- mesti eldsvoðinn var í Síldar- verksmiðjunni í Krossanesi að- faranótt gamlársdags. Sjúkraútköll á árinu voru 1028, þar af 130 utanbæjar. Til saman- burðar voru sjúkraútköll 1084 og 185 utanbæjar árið 1988. Af þess- um 1028 sjúkraútköllum voru 175 bráðatilfelli. Slökkviliðið var kallað út 42 sinnum í gegn um síma, en bruna- boði gerði viðvart í 25 skipti. í átta skipti reyndist vera um bilun í brunaboða að ræða, grunur um eld var í 15 tilfellum en reyndist ekki vera þegar komið var á staðinn og í 4 skipti var slökkviliðið narrað á staðinn. Flestir eldsvoðanna urðu í íbúð- arhúsum eða 15 talsins, en í sex tilfellum kom upp eldur í iðnaðar- húsnæði og í 8 tilfellum kom upp eldur í bifreiðum. Flestireldsvoðar urðu í maí eða 7 talsins og næst- flestir í desember. Fæst útköll vegna eids voru í nóvember, aðeins eitt. Algengast er að eldur komi upp á tímabilinu frá hádegi til miðnættis, en einnig má sjá breyt- ingar eftir árstímum. Breytingin felst einkum í því að þegar birta tekur á vorin virðist tilhneiging til þess að eldur kvikni fyrr á daginn, en þegar skyggja tekur færast elds- voðarnir yfir á síðari hluta dagsins og fram á kvöldin. Orsök eldsvoðanna voru í flest- um tilfellum vegna rafmagnstækja, íkveikju og raflagna. - ABÓ Maður lést í eldsvoða Maður um sextugt lést í eldsvoða í gærmorgun. Slökkviliðið var kallað að húsi númer 54 við Öldugötu kl. 7.10 og þegar að var komið logaði mikill eldur út um glugga íbúðar á jarðhæð hússins, sem er fjögurra hæða steinhús. Reykkafarar voru þegar sendir inn í húsið og fundu þeir manninn látinn í rúmi sínu. Önnur íbúð er á jarðhæð gengt íbúð þess látna, en hún reyndist mannlaus. Aðrir íbúar hússins voru ekki í neinni hættu, en fjölskyldan sem býr á efstu hæð kom sér sjálf út. Slökkvistarf gekk greiðlega fyrir sig, en miklar skemmdir urðu vegna elds og reyks í herberginu sem eldurinn kom upp í. f>á urðu einnig skemmdir á stigagangi og öðrum íbúðum í húsinu vegna reyks. Síðdegis í gær fékkst ekki uppgef- ið um eldsupptök, en Rannsókna- lögregla ríkisins rannsakar upptök eldsins. - ABÓ Frá brunastað á Öldugötunni. Tímamynd: Pjetur Engin lukka Enn hefur enginn hreppt einbýlis- húsið sem er stærsti vinningurinn í skafmiðahappdrætti björgunarsveit- anna, Lukkutríó. Framkvæmdastjóri Lukkutríósins sagði í samtali við Tímann að nú væri búið að selja um helming mið- anna, 500 þúsund talsins. Tveir mán- uðir eru síðan sala á miðunum sem gefa möguleika á 15 milljón króna einbýlishúsinu í Grafarvogi hófst. Besta nóttin Tólf loðnuskip tilkynntu um afla í gærdag, samtals 8570 tonn sem skip- in fengur 60 til 70 mílur norðaustur af Langanesi. Skipin voru að fá þetta 100 og upp í 200 tonn í kasti. Nær öll loðnuskipin voru kontin á miðin í fyrrinótt, sem var sú besta á þessari vertíð. Að meðtöldum þeim afla sem tilkynnt var um í gær er búið að landa rúmum 52 þúsund tonnum frá því veiðar hófust í haust. - ABÓ Onýtir ofnar í Breið- holti skipta hundruðum Síðast liðið ár hefur borið nokkuð á því að opnar í Breið- holti hafa bilað. Að þessum orsökum hafa orðið vatns- skemmdir í nokkrum húsum. Húseigendur þurfa að bera kostnaðinn af því að skipta um ofnana. Hreinn Frímannsson verkfræðingur hjá Hitaveitu Undanfarið hefur verið unnið að athugun á skipulagi menntamála- ráðuneytisins og í framhaldi af því ákveðið að stofna skrifstofu í ráðu- neytinu er nefnist almenn skrifstofa. Hennar hlutverk mun verða að fjalla um rekstur ráðuneytisins og sameig- Reykjavíkur segir að menn séu að vona að búið sé að uppræta skaðvaldinn. Ekki er fullljóst hver ástæðan er fyrir því að ofnarnir fara að leka, en þó er ljóst að súrefni úr Elliðaár- svæðinu hefur komst í borholur. Að sögn Hreins Frímannssonar verk- inlega þjónustu. Staða skrifstofu- stjóra hinnar nýju skrifstofu verður auglýst laus til umsóknar á næstunni. Pá hefur Knúti Hallssyni, ráðu- neytisstjóra menntamálaráðuneytis- ins, verið veitt orlof frá starfi sínu um eins árs skeið. í fjarveru hans fræðings hjá Hitaveitu Reykjavíkur er búið að koma í veg fyrir að þetta súrefni fari til notenda. Ef að súrefni er í hitaveituvatninu verður tæring í ofnunum sem leiðir til þess að þeir fara að leka. Óvíst er þó hvort búið er að koma í veg fyrir alla tæringu með þeim aðgerðum sem Hitaveitan hefur þegar ráðist í. „Við vitum ekki fyrir víst hvort að við erum búnir að mun Árni Gunnarsson, skrifstofu- stjóri háskóla- og menningarmála- skrifstofu ráðuneytisins, gegna starfi ráðuneytisstjóra, en Stefán Stefáns- son, deildarsérfræðingur, mun gegna starfi Áma næsta árið. - ÁG koma í veg fyrir þetta. Við erum búnir að gera alit sem við getum til að koma í veg fyrir að jarðhitasvæðið sjálft skemmi ofnana. Áfram verður unnið að þessum málum, en við erum að vona að þetta sé gengið yfir,“ sagði Hreinn. Hitaveitan hefur ekki bætt það tjón sem húseigendur hafa orðið fyrir. Hreinn segir að reglugerð heimili Hitaveitunni ekki að bæta tjónið. Kostnaður húseigenda liggur fyrst og fremst í því að skipta um og laga bilaða ofna. Eitthvað mun þó vera um alvarlegar vatnsskemmdir, m.a. mun parket á gólfi hafa skemmst hjá a.m.k. einum húseig- anda. Erfitt er að áætla hve margir ofnar hafa bilað allt í allt. Sem dæmi um fjöldann má þó nefna að í Seljaskóla í Breiðholti hafa milli 10 og 20 ofnar bilað, þannig að óhætt er að fullyrða að ofnarnir skipti hundruðum. - EÓ Akureyri: Skoðanakönn- un hjá Framsókn Nú stendur yfir skoðanakönn- un meðal flokksbundinna félaga í Framsóknarfélagi Akureyrar og Félagi ungra framsóknarmanna á Akureyri, vegna uppstillingar á framboðslista flokksins fyrir bæjarstjórnarkosningar 26. maf n.k.. Að sögn Úlfhildar Rögn- valdsdóttur, bæjarfulltrúa Fram- sóknarflokksins, vildi uppstil- lingarnefndin fá fram, hverja menn vildu fá í sex sæti framboðs- lista flokksins í komandi kosning- um. Könnunin er ekki bindandi, en uppstillinganefnd mun hafa hana til hliðsjónar. Kosið er á skrif- stofu Framsóknarflokksins Hafn- arstræti 90. Kosningu lýkur klukkan 16.00. í dag. Framsóknarmenn eiga nú tvo fulltrúa í bæjarstjórn Akureyrar. Þegar er ljóst að Sigurður Jó- hannesson, sem skipaði fyrsta sæti flokksins í síðustu kosning- um, gefur ekki kost á sér til áframhaldandi setu í bæjarstjórn, en Úlfhildur Rögnvaldsdóttir, annar bæjarfulltrúi Framsóknar- flokksins segist vera til í slaginn ef til sín verði leitað. - HÍA Skipulagsbreytingar innan menntamálaráðuneytisins: Stofnuð ný skrifstofa

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.