Tíminn - 06.01.1990, Side 7

Tíminn - 06.01.1990, Side 7
Tíminn 7 „Hrun kommúnismans dæmir kenningar Lenins í úreldingarsjóð mannkynssögunnar með falshugmyndum fyrri tíma.“ í alþýðulýðveldunum sé háð vestrænum samskiptum hvað varðar efnahagsmál, almenn vöruviðskipti og samvinnu á tæknisviði. Þessi þróun flýtir tvímælalaust þeirri opnun til austurs sem Þjóðverjar hafa markvíst unnið að, en breytir engu að síður eðli austurstefn- unnar eins og hún hefur verið mótuð. Pólitíska þróunin í Aust- ur-Evrópu skapar allt aðrar fors- endur fyrir samskiptum austurs og vesturs en áður var, einfald- lega vegna þess að með hruni kommúnismans og þjóðfélags- gerðar hans hrynur einnig það pólitíska og efnahagslega járn- tjald sem skipt hefur Evrópu í tvo heima. Austurblökkin í sinni 40 ára gömlu mynd er úr sög- unni, en vesturblökkin hefur í rauninni stækkað sem því nemur, þótt með sérstökum hætti sé. Þrýstingur að austan Þegar svo er komið hlýtur að vera stutt í það að endurskoða verði þá Evrópustefnu og Evr- ópusamvinnu sem mikill hraði hefur verið í að móta og fram- kvæma hin allra síðustu ár. Að formi til verður e.t.v. ekki ráðist í neinar breytingar á fyrirhug- uðu stjórnskipulagi og efnahags- kerfi Evrópubandalagsins og EFTA innan sameiginlegs efna- hagssvæðis Evrópu. Hins vegar breytir opnunin til austurs ýms- um efnisforsendum Evrópu- hreyfingarinnar sem óhjá- kvæmilega mun setja mark sitt á framkvæmd hennar á næstu árum. Hvort heldur sem er Evr- ópubandalagið eða EFTA- sam- tökin, þá getur hvorugt þessara ríkjabandalaga látið sem þau séu ósnortin af þeim þrýstingi sem á þau verður gerður af Austur- Evrópuríkjunum eins og nú er komið. Það hefur komið í ljós að sum þessara ríkja eru farin að þreifa fyrir sér um aðild að vestur-evrópskum ríkjasamtökum. Ungverjar hafa a.m.k. hreyft því að tengjast Fríverslunarsamtökum Evrópu, þótt þeirri málaleitan hafi verið tekið með tregðu enn sem komið er, og sá möguleiki hefur verið ræddur að opna ætti dyr Evrópu- ráðsins fyrir Austur-og Mið- Evrópuríkjum með einum eða öðrum hætti. Slíkt hefði að vísu ekki neina efnahagslega þýð- ingu, en eigi að síður siðferðilegt og pólitískt gildi. Sýnt má vera að á næstu árum verða Evrópusamskiptin mörk- uð af hruni kommúnismans í Austur-Evrópu, hvernig sem við verður brugðist af hálfu Vestur- Evrópuríkjanna, auk þess sem ekkert liggur nákvæmt fyrir um það hvers hinar nýfrjálsu þjóðir vænta sér af auknum samskipt- um við Vestur-Evrópulönd. í þeim samskiptum munu þau þó leggja áherslu á sína eigin hags- muni, efnahagslega og þjóðlega, að tryggja sér jafnrétti og ávinn- ing fyrir sig í þeim samskiptum sem stofnað yrði til. Vandi nýfrjálsu ________ríkjanna___________ Því hefur verið hreyft af fréttaskýrendum að efnahag- skerfi nýfrjálsu þjóðanna þurfi sinn þróunartíma til að mæta þeim áhrifum sem víðtæk efna- hagssamvinna við vestrænan heim hefur. Fyrstu áhrif kynnu að verða þau að umrót skapaðist í stað stöðugleika, almennra kjarabóta og raunverulegra framfara og að ávinningurinn yrði e.t.v. ekki nema á aðra hliðina. Við ríkjandi aðstæður í þessum löndum er stjórnmála- frelsið ekki af sjálfu sér nein trygging fyrir efnahagsumbótum sem nægðu til gagnkvæms ávinn- ings í milliríkjaviðskiptum. Svo brýnt sem það er að hin auðugu og iðnvæddu ríki Vestur-Evrópu styðji uppbyggingu hinna ný- frjálsu ríkja í Austur- og Mið- Evrópu, þá verður sá stuðningur að taka mið af aðstæðum sem þar ríkja án kreddufestu um skipan efnahags- og viðskipta- mála. Þrátt fyrir allt eru Austur- Evrópuríkin á allt öðru þróun- arstigi en iðnríkin og þurfa sinn aðlögunartíma að markaðsbú- skap og viðskiptafrelsi. Því er ekki auðvelt að sjá að það geti verið eftirsóknarvert fýrir ný- frjálsu ríkin að tengjast umsvifa- laust efnahagskerfi Vestur-Evr- ópu, hvað þá að Evrópubanda- lagið eða EFTA geti rúmað þessi ríki innan sinna vébanda að svo komnu. Er eitthvað breytt? Þótt afstaða íslands til Evr- ópuhreyfingar sé að vísu óskylt mál í þessu sambandi, þá er íslenskum ráðamönnum engan veginn óviðkomandi sú þróun sem kann að vera framundan í samskiptum nýfrjálsu Evrópu- þjóðanna og iðnveldanna í álf- unni. Þótt ólíklegt sé að hin nýja staða sem komin er upp í sam- skiptamálum Evrópulanda hafi áhrif á þá meginafstöðu íslend- inga að taka þátt í viðræðum EFTA við Evrópubandalagið um sameiginlegt efnahagssvæði í Evrópu, þá er fullt tilefni til þess að fylgjast gaumgæfilega með viðhorfum iðnveldanna til þess ástands í álfunni sem orðið hefur við hrun kommúnismans. Engum getur blandast hugur um að hið nýja ástand felur í sér breytta Evrópu, Evrópumyndin er önnur en var fyrir nokkrum mánuðum. Þessu verða íslensk stjórnvöld að gefa fullan gaum. Það er a.m.k. víst að fslend- ingar hafa ekki síður ástæðu til þess nú en áður að halda fast við þá stefnu að standa utan við Evrópubandalagið. íslendingar eiga ekkert erindi í hin fyrirhug- uðu Bandaríki Evrópu. Mikil nauðsyn er á því að íslenskir stjórnmálamenn láti skýrt í sér heyra um þá stefnu, ekki aðeins við einstök tækifæri, heldur sem oftast á almennum umræðuvett- vangi. Þetta er ekki sagt að tilefnislausu, því að rík tilhneig- ing virðist vera til þess að haga umræðum í fjölmiðlum um Evr- ópuþróunina á þann veg að mörkuð stefna ríkisstjórnarinn- ar (um þátttöku í EFTA) fær þar nánast enga upplýsandi um- fjöllum, rétt eins og hún sé ekki til, heldur eru tilkvaddir viðmæl- endur í umræðuþáttum undan- tekningarlítið símasandi um það sem sjálfsagt mál að íslendingar eigi að búa sig undir að ganga í Evrópubandalagið og láta af þeirri „þjóðlegu íhaldssemi“ sem það er nefnt að vilja við- halda sjálfstæði og fullveldi landsins, sem ekki getur orðið ef íslendingar gerast aðilar að Evr- ópubandalaginu. Umræða um afstöðu íslands Ef svo er að dagskrárstjórn- endur og þáttagerðarmenn Ríkisútvarpsins og annarra áhrifamikilla fjölmiðla láti sig engu skipta heiðarlega kynningu á opinberri stefnu íslenskra stjórnvalda í Evrópumálum, en haldi öðrum sjónarmiðum ein- hliða fram, þá ber stjórnmála- mönnum að finna leiðir til þess að koma stefnu sinni á framfæri við almenning með öðrum hætti. Hér er um pólitískt mál að ræða sem alþingismenn eiga að fjalla um og sýna fullan áhuga. Kjós- endur eiga auk þess heimtingu á því að svo stórt og afdrifaríkt mál, sem EFTA-aðildin er, sé rætt við þá og þeim gerð grein fyrir efni þess og markmiði. Þetta er þeim mun brýnna sem nú eru að hefjast fyrir alvöru viðræður milli EFTA og EB um nána samvinnu innan sérstaks efnahagssvæðis í Evrópu. ís- lendingar taka þátt í þessum viðræðum sem aðilar að EFTA, en þó með fyrirvörum sem snerta óskerðanlega íslenska hagsmuni. Þótt e.t.v. sé ofsagt að íslendingar reki beina fyrir- varastefnu í þessum viðræðum, þá eru fyrirvaramir eigi að síður grundvallaratriði, sem ekki má víkja frá, ef á reynir.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.