Tíminn - 06.01.1990, Síða 8

Tíminn - 06.01.1990, Síða 8
8 Tíminn Laugardagur 6.'janúar 1990 lllllllllli Kristín Einarsdóttir, þingflokksformaður Kvennalistans ræðir um afstöðu flokksins til umdeildrar kosningar fulltrúa í bankaráð Landsbankans: Fá ekki séð neina siðblindu í þessu Kristín Einarsdóttir, þingflokksformaður Kvennalistans, er að þessu sinni í helgarviðtali. Undanfarna vikur hefur mikið verið ritað og rætt um kvennaþingflokkinn, vegna deilna um hvort forsvaranlegt sé að Kristín Sigurðardóttir, deildarstjóri hjá innheimtudeild Kaupþings hf., sitji jafnframt í bankaráði Landsbankans. í þessu sambandi hefur Kvenna- listinn verið sakaður um siðblindu og vera í engu betri en þeir flokkar á þingi, sem þær konurnar hafí sjálfar sakað um spillingu. Þessu hafnar Kristín Einarsdóttir og fullyrðir jafnframt að það sé óeðlilegt að þær séu einar undir smásjá fjölmiðla, kanna verði hagsmunatengsl annarra bankaráðs- manna á svipaðan hátt. „Kvennalistinn ákvað á almennum félagsfundi 2. desember, að Kristín Sigurðardóttir yrði fulltrúi okkar í bankaráði Landsbankans,“ segir Kristín. „Þessi ákvörðun var fyrst og fremst tekin vegna þess að Kristín er faglega mjög fær kona, og hefur starfað lengi með okkur. Hún er meðal annars varaþingkona listans í Reykjaneskjör- dæmi. Eftir að kosning í bankaráðið fór fram á Alþingi kom fram hörð gagnrýni á þetta, en að vísu frá fáum. Við höfum verið sakaðar um siðblindu og annað í þeim dúr. Þetta þykir okkur auðvitað mjög slæmt, vegna þess að við höfum lagt okkur fram um að vera heiðarlegar og koma hreint fram; og tökum því gagnrýni sem við verðum fyrir alvar- lega. I þessu sambandi er fyrst og fremst talað um að um hagsmunaárekstra gæti. verið að ræða. Ég vil ekkert fullyrða um hver verður niðurstaðan. Ég hef heldur ekki fengið nákvæmar út- skýringar á því í hverju þessir árekstrar eru fólgnir. Við þessu þurfa að fást svör. Ekki eingöngu vegna Kristínar, heldur ekki síður almennt, vegna þess að við þurfum þá að velja annan fulltrúa, neyðumst við til að kjósa nýjan. Ég held að það sé alveg ljóst að seta Kristínar í bankaráði Landsbank- ans stangast ekki á við lög, en ef að hún nær ekki eðlilegum samskiptum við þá sem hún á að starfa með, þó að hún njóti okkar fyllsta trausts, er hægt að gera henni ókleift að starfa í bankaráð- inu. Það getur vel verið að þetta verði það atriði sem ræður úrslitum, en sem stendur er þetta ekki ljóst.“ Eðlilegt að mál annarra séu skoðuð með svipuðum hætti - Hvenær munuð þið Kvennalista- konur taka af skarið um hvort Kristín mun sitja í bankaráði, eða ekki? „Við höfum ekki sett okkur nein tímamörk í því sambandi. Við leituð- um til Alþingis og óskuðum eftir því munnlega við forseta þingsins að leitað yrði álits Bankaeftirlits Seðlabankans. Bankaeftirlitið er umsjónaraðili með þeim lögum sem viðskiptabankarnir starfa eftir og okkur finnst sjálfsagt að það segi álit sitt á því hvort eðlilegt sé að Kristín sitji í bankaráði Landsbank- ans eða ekki. Þess utan á Bankaeftirlit- ið að úrskurða, hvenær um hagsmuna- árekstra sé að ræða og hvenær ekki. Auk þess fórum við fram á að Alþingi bejtti sér fyrir því að Lagastofnun Háskólans yrði beðin um álitsgerð um málið. Eftir því sem okkur skilst hefur einungis verið óskað eftir áliti frá skrifstofustjóra Alþingis og Sigurði Líndal, lagaprófessor. Það er út af fyrir sig ágætt og ég hef enga ástæðu til þess að vantreysta þessum aðilum. Hins vegar höfum við skrifað forseta Alþing- is bréf, þar sem við ítrekum fyrri óskir okkar. Við teljum eðlilegt að fá úrskurð frá bæði Bankaeftirlitinu og Lagastofn-- un Háskólans. Það er nauðsynlegt að fá úr því skorið í hverju þessir meintu hags- munaárekstrar liggja, bæði almennt og að því er fulltrúa okkar varðar. Það hlýtur að liggja í hlutarins eðli, að ekki verði einungis einn aðili tekinn undir smásjá, heldur verði að halda þessu áfram.“ - Þú átt þá við að mál annarra bankaráðsmanna verði könnuð á svip- aðan hátt? „Já mér finnst það eðlilegt. Við berum fyllsta traust til Kristínar og á sama hátt geri ég ráð fyrir að aðrir beri fyllsta traust til sinna fulltrúa. Því hljótum við að óska eftir því að það verði gert.“ - Væri það viðkvæmt mál innan Kvennalistans að skipta um fulltrúa í bankaráðinu? „Nei, út af fyrir sig ekki, við mundum ekki hika við það ef við teldum til þess efnislegar ástæður. Þó að við kæmum til með að sakna þess að hafa ekki Kristínu þarna er persóna hennar ekk- ert úrslitaatriði. Ef hér hafa orðið mistök, er ástæðan fyrst og fremst sú að ekki hafa verið settar skýrar reglur um hæfi til að starfa í bankaráðum. Við erum ekkert feimnar við að viðurkenna mistök, en við verðum þá líka að vita að við höfum gert þau.“ til þess að taka þetta upp. Okkur finnst fyllsta ástæða til þess að taka á málinu og tökum það alvarlega. Við vitum að við höfum ekki brotið lög, en það breytir engu fyrir okkur. Ef um hags- munaárekstra getur verið að ræða í einhverju tilfelli, viljum við koma í veg fyrir það. Mér finnst mjög slæmt ef tekist hefur að koma á kreik ranghug- myndum um okkur og sérstaklega ef þær eru sprottnar af þessu máli. Það eru vissulega til mörg dæmi um mjög svipuð tilfelli, án þess að það hafi nokkurn tíma verið gert neitt veður út af því. En um leið og við gerum eitthvað, sem að hugsanlega gæti orkað tvímælis, hlaupa menn upp til handa og fóta.“ Förum ekki í ríkisstjórn án þess að hafa eitthvað að segja - Þið hafið legið undir gagnrýni, m.a. frá pólitískum andstæðingum, þess efnis að þið treystið ykkur ekki til að axla ábyrgð á stjórnun landsins, þið viljið ekki fara inn í ríkisstjórnir. Er þetta ekki rétt? „Okkur finnst það mjög ábyrg af- staða að fara ekki inn í ríkisstjórn, þegar fyrir liggur að við getum ekki haft afgerandi áhrif á þá ríkisstjórn sem verið er að mynda. Þetta átti bæði við um ríkisstjórn Þorsteins Pálssonar, sem mynduð var 1987 og síðan aftur ríkis- stjórn Steingríms Hermannssonar 1988. Við vorum sakaðar um að vilja fría okkur frá ábyrgð í bæði skiptin. Okkur var ekki boðið upp á að hafa nein áhrif og það á sérstaklega við um stjórnarmyndunarviðræðurnar 1988. í fyrra skiptið braut á því að við gerðum kröfu um að tryggð yrðu lágmarkslaun sem dygðu til framfærslu. Við fengum því ekki framgengt. í seinna skiptið, var lagður fyrir okkur nánast fullbúinnn málefnasamningur frá Alþýðuflokki og Framsóknarflokki. Þeir lögðu þetta fyrir okkur og við áttum að ganga að þessum grundvelli, en við höfnuðum þessu og vildum byrja frá grunni og mynda nýjan málefnasamning. Á það var ekki fallist. Við máttum bara vera með, án þess að hafa nokkur áhrif á grundvallar stefnuna og það viljum við ekki. Þessi afstaða okkar þykir mér ábyrg. Það væri hins vegar tilgangslaust að fara inn í ríkisstjórn, án þess að hafa þar raunverulega nokkuð að segja.“ Við tökum þetta alvarlega - Þú minntist á að þið hefðuð verið sakaðar um siðblindu. Nú hefur maður heyrt þau viðhorf að Kvennalistanum fari hrakandi. Þið hafið verið ágætar til að byrja með, fyrst þegar þið komuð inn á þing, en séuð að verða ósköp svipaðar hinum flokkunum og ekkert minni siðblinda á ykkar bæ en öðrum. Er það tilfellið að þið séuð að spillast? „Það vona ég svo sannarlega ekki, og mér finnst það alls ekki. Bankaráðs- málið er kannski einmitt merki um að svo sé ekki. Okkur finnst fyllsta ástæða verið var að spyrja um álit stjórnar- andstöðunnar vorum við ekki settar sjálfkrafa til hliðar. Nú er hins vegar rík tilhneiging til að setja Kvennalist- ann til hliðar án þess að spyrja okkur álits á nokkru. Sjálfstæðisflokkurinn er stjórnarandstaðan, að mati flestra fjöl- miðlanna. Þetta gerir okkur erfitt fyrir, miklu frekar en það að eiga samstarf við sjálfstæðismenn í baráttunni gegn slæmum málum stjórnarinnar.“ - Þú minntist á að það sem þið hefðuð gert í bankaráðsmálinu, væri litið öðrum augum heldur en svipuð mál þar sem karlar eiga í hlut. Er erfiðara að vera kona í pólitík? „Ég held að það sé ékki erfiðara að vera kona í pólitík, heldur en að vera kona og starfa á öðrum sviðum þjóðfé- lagsins. Ég held ekki að það sé erfiðara fyrir mig að starfa inn á Alþingi af því að ég er kona. Konur eiga bara almennt erfitt uppdráttar, þær sitja undir meiri gangrýni og konur þurfa alltaf að sanna sig og mega helst aldrei gera mistök.“ - Víkjum að Kvennalistanum sjálfum. Þið berjist fyrst og fremst fyrir því að konur njóti jafnréttis miðað við karla, en var sú ákvörðun að stofna sérstakan stjórnmálaflokk til að vinna að þessu markmiði rétta leiðin og sú sem skilar ykkur mestum árangri? „Við reynum að meta hvaða baráttu- aðferðir skila mestum árangri hverju sinni. Þó svo að takmarki okkar sé ekki náð, er ekki víst að framboð sé eina baráttuleiðin. Hins vegar hefur okkur fundist það í þessi skipti sem við höfum tekið þessa ákvörðun. Það eru margar leiðir til í kvennabaráttu; þetta er ein þeirra.“ Karlar eru velkomnir I skugga Sjálfstæðisflokksins - Nú hafið þið verið í stjórnarand- stöðu með Sjálfstæðisflokknum um nokkurt skeið. Þessir flokkar eru ekki líkir, er þetta ekki dálítið erfið aðstaða fyrir ykkur? „Þegar ég kom fyrst inn á þing vorum við í stjórnarandstöðu með Alþýðu- bandalaginu og Borgaraflokknum. Það var ekkert auðveldara að vera í stjórn- arandstöðu með þeim, nema að einu leyti. Núna erum við í stjórnarandstöðu með mjög stórum flokki. Þegar við vorum í stjórnarandstöðu með hinum tveimur flokkunum, vorum við svipað- ar að stærð og þeir, þannig að þegar - Hvað er þess langt að bíða að ekki sé lengur þörf á pólitískum flokki kvenna og við karlmenn getum gengið í Kvennalistann? „Þegar við vorum að byrja, fengum við einu sinni þessa spurningu. Þá sögðum við, og höfum reyndar alltaf sagt, að við værum ekki komnar til að vera að eilífu. Við sögðum í upphafi að við gerðum okkur grein fyrir því að þessi barátta tæki eitthvað meira en fimm ár, kannski fimmtíu ár, en von- andi þurfum við ekki fimm hundruð ár til að ná markmiðinu. Vonandi verðum við óþarfar sem fyrst. En þú spurðir hvenær við færum að hleypa körlum inn í Kvennalistann? Ég hef tekið eftir því að það eru mjög ■ margir karlar sem vilja komast inn í Kvennalistann og mér þykir það mjög góðs viti. Stefna okkar og stefnuskrá er náttúrlega ekki bara fyrir konur, hún er líka fyrir karla, fyrir okkur öll. Hins vegar höfum við talið skipta mjög miklu máli að konur beri þessa stefnu fram, en karlar eru velkomnir í Kvennalistann og hafa alltaf verið. Þeir gera sér kannski ekki grein fyrir því, þeir eru ekkert mjög fjölmennir á meðal okkar, en þó nokkrir. Þeir mega hins vegar ekki vera á framboðslistum, en það getur varla skipt þá öllu máli.“ Arni Gunnarsson æt a ;SM ■ í ÍH

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.