Tíminn - 06.01.1990, Síða 17

Tíminn - 06.01.1990, Síða 17
Laugardagur 6. janúar 1990 Tíminn 25 SPEGILL Halldór Jón Almennur stjórnmálafundur Halldór Ásgrímsson, sjávarútvegsráöherra og Jón Kristjánsson alþingismaður ræöa stjórnmálaviðhorfið, atvinnu og byggðamál á almennum stjórnmálafundi í Valaskjálf á Egilsstöðum mánudaginn 8. janúar kl. 20.30. Halldór Ásgrímsson, Jón Kristjánsson. Steingrimur Páll Stefán Skagfirðingar Almennur stjórnmálafundur verður haldinn í Safnahúsinu á Sauðár- króki miðvikudaginn 10. jan. kl. 20.30. Frummaelendur: Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra og alþingismennirnir Páll Pétursson og Stefán Guðmundsson. Allir velkomnir Páll Pétursson Stefán Guðmundsson Vestur Húnvetningar Alþingismennimir Páll Pétursson og Stefán Guðmundsson verða til viðtals í Vertshúsinu, Hvammstanga mánudaginn 8. jan. kl. 18-20. Skagstrendingar - nærsveitamenn Alþingismennirnir Páll Pétursson og Stefán Guðmundsson verða til viðtals á hótel Dagsbrún, þriðjudaginn 9. jan. kl. 14-17. Hofsósbúar - nærsveitamenn Alþingismennirnir Páll Pétursson og Stefán Guðmundsson verða til viðtals í Höfðaborg Hofsósi miðvikudaginn 10. jan. kl. 15-18. Guðmundur Páll Stefán Bjarnason Pétursson Guðmundsson Líndal Austur Húnvetningar Almennur stjórnmálafundur verður haldinn á Hótel Blönduósi þriðju- daginn 9. jan. kl. 20.30. Frummælendur: Guðmundur Bjarnason, heilbrigðis- og tryggingaráð- herra, alþingismennimir Páll Pétursson og Stefán Guðmundsson og Elín Líndal varaþingmaður. Allir velkomnir. Siglfirðingar Almennur stjórnmálafundur verður haldinn á Hótel Höfn sunnudaginn 14. jan. kl. 14. Frummælendur: Halldór Ásgrímsson, sjávarútvegsráðherra og al- þingismennirnir Páll Pétursson og Stefán Guðmundsson. Allir velkomnir. Söngvarinn Yves Montand - 68 ára og faðir í fyrsta sinn Halldór Yves Montand á að baki langan feril sem frægur skemmtikraftur, einkum sem söngvari. Montand hefur líka leikið í kvikmyndum og á sviði. Hann var kvæntur leikkonunni Simone Signoret, en þau áttu ekki börn. Sagt var að Yves væri stund- um „að hlaupa út undan sér“ í kvennamálum, en Simone hefði tekið því með ró. Einu sinni var þó talið að henni hefði ekki staðið á sama, en það var þegar Yves Montand var að vinna í Hollywood og var þá orðaður við Marilyn Monroe. Pá brá Simone sér yfir hafið og eiginmaðurinn fór aftur með henni heim til Parísar. Simone Signoret lést 1985 eftir langvarandi veikindi, og Yves Montand vann lítið á því tímabili. En lífið heldur áfram, og hann fór aftur að ferðast um og syngja á skemmtistöðum og taka upp þráð- inn á ný. Fyrir um tveimur árum fór hann að sjást með ungri konu, og fluttist hún fljótlega til hans. Þau hafa ekki gift sig, en búa saman og hafa nú eignast son. I blaðaviðtali lýsir Yves Mont- and því fjálglega hve indælt það sé að vera orðinn faðir. „Það hefði auðvitað verið enn betra ef það hefði gerst fyrr á ævinni, að ég hefði ekki verið eldri en t.d.35 ára, - en ég er þakklátur forsjóninni að ég skyldi eiga þetta eftir.“ Síðan dásamar Montand Carole, sambýliskonu sína. Hún sé svo indæl, góð móðir og létt í lund og langi til að eignast fleiri börn. Þau ætli að sjá til með það, en eins og er njóti þau þess að fylgjast með þroska litla Valentins, sem er tæp- lega ársgamall. Ekki var neitt tekið fram um aldursmun á þeim Carole og Yves, en hann er sagður á að giska 35 - 40 ár! Yves Montand segist ætla á þessu ári að ljúka heimsreisu sinni númer tvö, og halda tónleika eða „One-man show“ víða um heim- Hinir stoltu foreldrar, Yves Uontand og Carole með litla Valentin Glaðir feðgar. Yves er að kenna syni sínum að ganga inn. Hann ætlar að byrja í París, líklega í maí nk., halda síðan til New York, Moskvu, Melbourne og Tokyó. Þennan járnbrautarvagn keypti Montand í Japan þegar Valentin var nýfæddur, en nú kemur hann í góðar þarfir þegar snáðinn er að æfa sig að ganga, - og svo heyrist fjörugt lag þegar vagnin- um er ýtt áfram

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.