Tíminn - 06.01.1990, Blaðsíða 20

Tíminn - 06.01.1990, Blaðsíða 20
AUOLÝSINQASÍMARs 680001 — 6S63QO j NÚTÍMA FLUTNINGAR Hafnorhúsinu v/Tryggvogöfu, sjsm SAMVINNUBANKINN 1 I' BYGGDUM LANDSINS | PÓSTFAX TÍMANS 687691 ÞROSTUR 685060 VANIR MENN Tíniiim LAUGARDAGUR 6. JANÚAR 1990 Formaður bæjarráðs Kópavogs spyr: Krefst almannaheill þess að Reykjavík kaupi byggingarland Kópavogs? VATNSENDIKEYPTUR Reykjavíkurborg ákvað í gær að kaupa jörðina Vatns- enda við Elliðavatn fyrir 170 milljónir króna. Kaupsamn- ingurinn var undirritaður með fyrirvara um samþykki borgarráðs sem samþykkti kaupin samhljóða síðdegis í gær. Heimir Pálsson formaður bæjarráðs Kópavogs segir að Kópavogur muni aldrei samþykkja breytingar á lögsögu sveitarfélagsins. í samningnum er fyrirvari um að seljandi bjóði Kópavogsbæ for- kaupsrétt að því landi sem samn- ingurinn tekur til. Einnig segir að ef Kópavogur hafnar forkaupsrétt- inum þá sé samkomulagið háð því skilyrði að Alþingi samþykki lög semheimili Reykjavíkurborgeign- arnám og sölu á landinu á grund- velli samkomulagsins. Kaupsamn- ingurinn fellur úr gildi fáist ekki heimild til eignarnáms á yfirstand- andi þingi. Ekkert verður greitt upp í samninginn fyrr en að upp- fylltum fyrrnefndum skilyrðum. Að þeim fullnægðum verður út- borgunin 12 milljónir króna og afgangurinn greiðist á tíu árum. Fyrirhugað er að Reykjavíkur- borg kaupi alla jörðina að undan- skildu 40-45 ha svæði neðan vegar næst býlinu Vatnsenda meðfram Elliðavatni, þó þannig að tryggður verði góður aðgangur að vatninu á nokkrum stöðum. Veiðiréttur í Elliðavatni sem fylgt hefur jörðinni mun áfram tilheyra Vatnsenda. Einnig er undanskilið 8-9 ha svæði, þar sem nú er verið að byggja hesthús. Heimir Pálsson formaður bæjar- ráðs Kópavogs var spurður hver yrðu viðbrögð Kópavogsbæjar við nýgerðum samningi. Heimir sagðist ekki hafa fengið samninginn í hendur, en því væri ekki að neita að hann vekti upp ýmsar spurningar. „Ég spyr í fyrsta lagi hvernig í veröldinni ætla menn að rökstyðja það að almannaheill krefjist þess að Reykjavíkurborg kaupi byggingarland Kópavogs? Án slíks rökstuðnings verður þetta ekki tekið eignarnámi. í öðru lagi spyr ég, hvers konar borgarstjórn er það sem telur ástæðu til þess að eiga byggingarland í öðru sveitar- félagi? Það liggur fyrir að við munum aldrei fallast á breytingu á lögsögunni þarna. Þeir sem koma til með að búa þarna verða Kópa- vogsbúar. Ég spyr ennfremur, er það ný stefna hjá borginni að selja mönnum land og þeir borgi síðan alla sína þjónustu í öðru sveitarfé- lagi. Það væri óheyrt í íslandssög- unni ef Alþingi breytti lögsögu- mörkum án samþykkis beggja að- ila. Það verður nú þröngt í búi hjá ýmsum smáfuglum ef að mönnum leyfist að gera það. Þá verður lítið úr ýmsum sveitahreppum úti á landi þar sem þéttbýlið þarf meira pláss. Við höfum 28 daga til að taka afstöðu til þess hvort við göngum inn í þessi kaup. Við höfum rökin fyrir því að eignast þetta land. Ég geri ráð fyrir að við munum fjalla um þetta í rólegheitum næstu daga,“ sagði Heimir að lokum. Sigrún Magnúsdóttir borgarfull- trúi sagði í Tímanum í gær að mjög einkennilega hefði verið staðið að bessu máli. Sigrún sagði í gær eftir að borgarráð hafði samþykkt samninginn, að þrátt fyrir að ýmis- legt mætti finna að málsmeðferð væri hér um hagstæðan samning að ræða fyrir borgina og því hefði hún að sjálfsögðu greitt honum sitt atkvæði. -EÓ/SSH Slökkviliðinu í Rcykjavík var tilkynnt um mikinn eld í skyndibitastaðnum Nesti í Austurveri í Reykjavík kl 19:39 í gær. Slökkvilið og sjúkrabfll voru komnir á staðinn 4 mín. síðar og tók um 5 mínútur að slökkva sjálfan eldinn. Tvær stúlkur voru við vinnu í fyrirtækin og einhverjir viðskiptavinir að bíða afgreiðslu þegar feitipottur ofhitnaði og í honum kviknaði. Þrátt fyrir góðan slökkvibúnað og viðbrögð þeirra sem voru á staðnum réðst ekki við neitt. Eftir að bæði hafði verið kastað eldvarnarteppi yfir fcitipottinn, sprautað á hann úr duftslökkvitæki og sérstakt halon slökkvikerfi í viftu yfir pottinum hafði verið ræst, og eldurinn hélt áfram að breiðast út urðu starfsmenn og kúnnar að hörfa út úr fyrirtækinu. í þann mund bar slökkviliðiö að garði og var þá mikill eldur í afgreiðslunni. Engin slys urðu á mönnum en Ijóst að eignatjón hjá Nesti er verulegt. Tímamynd Pjetur Orabaunirnar ómengaðar Niðurstöður örverurannsókna Hollustuverndar ríkisins vegna kvartana um gallaða vöru frá niður- suðuverksmiðjunni Ora hf. benda ekki til þess að baunir frá fyrirtækinu hafi verið mengaðar af völdum gerla og þvi er ekki ástæða til að varast neyslu vörunnar. Fyrirtækið vinnur nú í samvinnu við Heilbrigðiseftirlit Kópavogs- svæðis að því að kanna hvaða skýringar gætu verið á göllum hvað varðar bragð og lykt sem neytendur hafa kvartað yfir. Tryggvi Pálsson matvælafræðing- ur hjá Ora sagði í samtali við Tímann að enn lægi ekki fyrir hvaða ástæður gætu verið fyrir torkenni- legri lykt sem neytendur telja að þeir hafi fundið upp úr dósum frá fyrir- tækinu. Það mál væri í rannsókn og einn möguleiki væri sá að baunirnar í hráefninu hefðu verið mis þroskað- ar. En allar slíkar rannsóknir tækju sinn tíma. „Stóra málið fyrir okkur er að það er ekkert alvarlegt að og eitrunina er ekki hægt að rekja til okkar.“ SSH Stálheppinn vitavörður: Skeggskurður gaf 1 milljón Trausti Magnússon vitavörður í Sauðanesi datt heldur betur í lukk- upottinn daginn fyrir Þorláks- messu, en þá vann hann eina milljón króna á hundrað króna skafmiða í Happdrætti Háskólans. „Það er nú saga í kring um þetta. Það var þannig að ég fann allt í einu upp á því að fara að safna skeggi. Nú daginn fyrir Þorláks- messu, klukkan ellefu, segi ég við konuna: „Ég þarf að hringja í rakarastofuna og biðja hana um að klippa af mér skeggið." Ég var svo mættur á slaginu hálf þrjú á rakara- stofuna á Siglufirði, en þegar þang- að kom gat hún ekki tekið mig fyrr en klukkan þrjú. Nú ég fór út og vissi ekki hvað ég ætti að gera af mér, svo ég labbaði til Matta, og segi við hann: „Ætli það sé ekki best að fá einn skafmiða“,“ sagði Trausti. Miðanum stakk hann í vasann fór á rakarastofuna, lét klippa skeggið og fór síðan heim. „Það er eiginlega skegginu og rak- arastofunni líka að kenna, þar sem hún gat ekki tekið mig á slaginu, að ég fékk þessa milljón, því annars hefði ég aldrei farið til Matta,“ sagði Trausti. „Þegar kom heim skóf ég mið- ann héma í eldhúsinu hjá mér. Ég fór í fleiri hringi og margskoðaði miðann, ég trúið þessu ekki,“ sagði Trausti, en bætti við að þau hjónin hefðu tekið þessu með jafnaðar- geði. Hann skóf skafmiðann með tíu króna peningi, sem hann sagðist því miður ekki hafa haldið til haga, því hann hefði mátt merkja sér- staklega og eiga til minja. Hann sagði að peningarnir hefðu komið sér ljómandi vel. Hann greiddi upp lífeyrissjóðslán sem hann tók fyrir nokkrum árum og fór þar með um helmingur vinn- ingsupphæðarinnar. Sagði Trausti það ekki ólíklegt að þau hjónin færu í heimsókn til bróður hans sem býr í Bandaríkjunum, vestur við Kyrrahaf. „Við erum orðin það fullorðin að ekkert þýðir að fara að safna peningum héðan af,“ sagði Trausti. Hann sagði að peninginn hefði hann fengið daginn eftir, því um- boðsmaðurinn á staðnum stæði sig vel. „Heiðurs míns vegna verð ég að kaupa skafmiða fyrir um 10 þúsund krónur, því ég má ekki gera mér það til skammar að borga ekki fyrir mig,“ sagði Trausti. Hann sagðist þegar vera búinn að kaupa fjóra miðan, „en ég slapp ekki,“ því hann vann 400 krónur á þá miða. Hann sagðist ætla að reyna aftur næst þegar hann færi inn á Siglufjörð. „Eg nota alltaf tíkall til að skafa og hef tekið þann sem ég notaði síðast og ætlað að nota hann framvegis," sagði Trausti. -ABÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.