Tíminn - 09.01.1990, Blaðsíða 2

Tíminn - 09.01.1990, Blaðsíða 2
2 Tímihn ' brföjudágur 9. jáhuar’1990 Loödýrarækt á Norðurlandi vestra: Samdráttur kemur illa við Melrakka Nú eru aðeins eftir 25-30 loðdýra- bú á Norðurlandi vestra, en flest urðu þau Iiðlega 50 á uppgangs árum þessarar búgreinar fyrir nokkrum árum. Ef miðað er við kjördæmin voru stofnuð fleiri loðdýrabú á Norðurlandi vestra en í öðrum kjör- dæmum. Nú er þessi búgrein vart nema svipur hjá sjón eins og Þor- steinn Birgisson framkvæmdastjóri Melrakka hf. komst að orði í samtali við fréttaritara fyrir nokkrum dögum. Melrakki hf. rekur fóður- stöð á Sauðárkróki sem sér öllum loðdýrabúum á Norðurlandi vestra fyrir fóðri. Melrakki óskaði fyrir skömmu eftir upplýsingum frá loð- dýrabændum á sínu viðskiptasvæði um áætlaða fóöurþörf búanna á árinú 1990. Að fengnum þessum upplýsingum er ljóst að fóðurfram- leiðsla stöðvarinnar dregst verulega saman og verður væntanlega á bilinu 2000-2.200 tonn en var árið 1989 3.300 tonn. Þessi mikli samdráttur og erfiðleikar búgrcinarinnar í hcild kemur sér mjög illa fyrir Melrakka. Ilækistöðvar Melrakka hf. á Gránumóum við Sauðárkrók. Tímamynd. öþ. Stöðin sem tekin var í notkun fyrir rúmu ári er í nýjum og glæsilegum húsakynnum og er byggð upp fyrir 10-15 þúsund tonna framleiöslu á ári. Mjög er mismunandi hvað mörg dýr eru á þessum tæplega 30 búum sem enn eru starfrækt, cn á nokkrum þeirra halda bændur aðeins í nokkra tugi dýra og þá þau allra bestu í þeirri von að skinnaverð fari aftur að þokast upp á við, hvað menn endast til að þrauka lengi er hinsvegar með öllu óvíst og þegar stendur mikið af húsum sem byggð hafa verið yfir loðdýr autt og ekki er Ijóst til hvers þessi hús vcrða nýtt í framtíðinni. ÖÞ. Sálin hans Jóns míns sést hér með platínupiötur sínar, en hljómplata þeirra „Hvar er draumurínn“ hefur nú selst í tæpum 13.000 eintökum. F.v. Magnús Stefánsson, Friðrík Sturluson, Jens Hansson, Guðmundur Jónsson og Stefán Hilmarsson. Platínudraumur rætist Plötuútgefendur láta vel af jóla- verttðinni í ár og telja sig jafnvel sjá merki þess að hljómplötur séu að verða heppilegri tækifærisgjöf en bókin. Fyrir þessi jól voru á boðstól- um um 45 nýjar íslenskar plötur og þar af gáfu Steinar hf. út níu. Steinar hf. hafa nú sent frá sér nokkrar sölutölur í tengslum við veitingu gull- og platínuplatna. Söluhæst hjá Steinum er hljómplata hljómsveitar- innar Sálin hans Jóns míns „Hvar er draumurinn", en sú plata hefur selst í tæpum 13.000 eintökum. Fyrir að ná 7.500 eintaka markinu var liðs- mönnum hljómsveitarinnar afhent platínuplata í viðurkenningarskyni. Hljómplata Ríó, „Ekki vill það batna“ hefur selst í tæpum 10.000 eintökum og hefur Ríó því einnig fengið platínuviðurkenningu. Þá hefur plata Örvars Kristjánssonar „Frjálsir fuglar" selst í tæpum 4.000 eintökum og fékk Örvar gullplötu fyrir að ná 3.000 eintaka markinu. Hljómsveitin Ný dönsk fékk einnig gullplötu fyrir sölu á 3.000 eintökum af plötunni „Ekki er á allt kosið“. Samanburður a vaxtamun og þoknunargjöldum erlendra banka og islenskra: Eru íslenskir bankar þeir heimsins gróðavænlegustu? Eru íslensku viðskipta- bankarnir þeir gróðavænleg- ustu í hinum vestræna heimi? Eða kannski öðrum bönkum dýrari í rekstri? Hreinar fjár- magns- og þóknunartekjur banka og sparisjóða, sem hiutfali af efnahagsreikningi, voru a.m.k. hærri á ísiandi heldur en í nokkru öðru af alls 12 löndum innan OECD, á árunum 1983-1986. Síðan hafa íslenskar peningastofn- anir (með auknu frelsi) aukið hagnaöarhlutfall sitt um meira en fjórðung - úr 6,33% af meðalstærð efnahags- reiknings á áðurnefndu tíma- bili upp í samtals 8,21% á árinu 1988. Hærra tekju- hlutfall banka hér en annars staðar þýðir væntanlega meiri mun á þeirri ávöxtun sem eigendur peninganna fá annars vegar og þeirri sem tekin er af þeim er fá þá að láni hins vegar, en algengast er í nálægum löndum. Enn meiri munur í sparisjóðunum Enn meiri er munurinn þegar litið er á sparisjóðina, en samanburður á þeim (1983-1986) nær til Norður- landanna annarra en Danmerkur. Á þessu tímabili voru fjármagnstekjur (vaxtamunur útlána og innlána) ís- lensku sparisjóðanna hlutfallslega um 69% hærri og þjónustugjöldin 82% hærri heldur en í sparisjóðum annarra Norðurlanda. Sem hlutfall af efnahagsreikningi voru hreinar fjármagnstekjur spari- sjóðanna á þessu tímabili 6,20% og þóknunartekjur 2,07% á þessu tíma- bili. Samsvarandi hlutföll hjá spari- sjóðum Noregs, Svíþjóðar og Finn- lands voru að meðaltali 3,66% og 1,11%, eða samtals4,78% að meðal- tali, borið saman við 8,27% hjá íslensku sparisjóðunum. Líklegt er að sparisjóðirnir eigi sinn hlut í áðurnefndri þriðjungs hækkun tekjuhlutfalls innlánsstofnana eftir 1983-1986, sem áður greinir. Nota sér frelsi til hækkana Þessar tölur koma fram í Fjár- málatíðindum Seðlabankans. María Grétarsdóttir ritar þar grein um þróun þóknunartekna banka og sparisjóða á árunum 1983-1989. En erlendar upplýsingar ná ekki lengra en til 1986. Gjöld þessi voru áður ákveðin af Seðlabankanum, en frá 1986 eru bankarnir frjálsir að ákvörðun þeirra „og hafa hækkanir verið áberandi miklar frá því að verðstöðvun lauk í marsbyrjun 1989,“ segir í greininni. Mestur gróði - eða óráðsía? María gerir m.a. samanburð á hlutfalli hreinna fjármagnstekna og annarra tekna við niðurstöðutölu efnahagsreiknings viðskiptabanka í 12 löndum OECD, á tímabilinu 1983-1986. Fyrir neðan kemur fram meðaltal fyrir 3 Norðurlönd, 7 Evr- ópulönd og Bandaríki sérstaklega: Hr.fm.t. Aðr.t. Samt. ísland 3,63 + 1,68 =5,31% Norðurlönd2,33 +1,57 =3,90% Evrópulönd2,52 +0,88 +3,40% Bandaríki 3,32 + 1,22 =4,54% Þótt gengismunur sé talinn með í hreinum fjármagnstekmum hér á landi, en öðrum tekjum í skýrslum OECD var Finnland hið eina af þessum löndum þar sem hlutfall þóknunartekna var hærra en hér á landi, en fjármagnsteknanna þá aft- ur á móti yfir helmingi lægra. Áðeins á Spáni var hlutfall hreinna fjár- magnstekna hærra en hér, en þjón- ustutekjurnar á móti helmingi lægri. Hreinar tekjur alls voru hlutfallslega hvergi hærri en hjá íslensku við- skiptabönkunum; minnst um 9% hærri en á Ítalíu og mest 155% hærri en hjá belgískum bönkum. Tvöföldun á „þóknun“ algeng... Frá þessu árabili, sem samanburð- urinn nær til, hefur hlutfall bæði hreinna fjármagns- og þjónustu- gjalda hækkað um meira en fjórðung hér á landi, sem áður segir. Þegar skoðuð er þróun í þóknun- artekjum bankanna frá 1. sept. 1983 til sept. 1989 með tilliti til hækkunar lánskjaravísitölu segir María koma í ljós að um talsverðar hækkanir sé að ræða í flestum tilfellum, mismiklar þó milli banka. Dæmi eru nefnd um gjaldskrár- hækkanir á tímabilinu: Þóknun vegna keyptra víxla úr 0,40% í 0,65% til 0,75%. Þóknun vegna lánveitinga og skuldabréfa (skemur en 5 ár) úr 0,8% upp í 1,2% til 1,8%. Þóknun þegar lánstíminn er lengri úr 1,3% upp í 1,8% til 2,2%. Þóknun fyrir innheimtu með ár- angri og útlagður kostnaður hefur hækkað allt að 90% umfram láns- kjaravísitölu. Þóknun fyrir árangurslausa inn- heimtutilraun um allt að 280% og útlagður kostnaður frá 29% upp í 128%. Útlagður kostnaður vegna van- skila hefur hækkað frá 157% upp í 251% umfram lánskjaravísitölu. Og ítrekaðar tilkynningar vegna van- skila svipað. ...ogallt uppí 1655%hækkun... Miklar hækkanir á lágmarkskostn- aði hinna einstöku liða í gjaldskrá fyrir erlend viðskipti segir María einnig áberandi: „Þess eru dæmi að lágmarkskostn- aður hafi hækkað um allt að 585% umfram hækkun lánskjaravísitölu á tímabilinu .. Innheimtuþóknun fyrir útflutning hefur tvöfaldast (úr 0,1% í 0,2%). Þóknun fyrir gjaldeyrissölu í seðl- um og mynt úr 1% í 1,5-2% og þóknun vegna ferðatékka tvöfald- ast. Útlagður kostnaður vegna síma- greiðslna hefur hækkað á bilinu 134% og upp í 1655%. Og vextirnir fylgt á eftir Þrátt fyrir mikla hækkun þjón- ustutekna á tímabilinu 1983-1988 hafa þær ekki aukist að ráði sem hlutfall af heildartekjum banka- stofnana. „Skýringin á þessu er fyrst og fremst sú, að á tímabilinu hefur einnig orðið mikil raunaukning á hreinum fjármagnstekjum," segir María. Á hinn bóginn áætlar hún að vaxtamunur verði minni 1989 en árið á undan, en þóknunartekjur á hinn bóginn hækka að raungildi. -HEI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.