Tíminn - 09.01.1990, Blaðsíða 10

Tíminn - 09.01.1990, Blaðsíða 10
10 Tíminn Þriðjudagur 9. janúar 1990 Framboðs- frestur Ákveðið hefur verið að viðhafa allsherjar atkvæðagreiðslu um kjör stjórnar, trúnaðar- mannaráðs og endurskoðenda í Verzlunar- mannafélagi Reykjavíkur fyrir árið 1990. Framboðslistum eða tillögum skal skila á skrifstofu félagsins, Húsi verslunarinnar, Kringlunni 7, eigi síðar en kl. 12.00 á hádegi, í dag þriðjudaginn 9. janúar 1990. Kjörstjórnin Fjármála- ráðuneytið - Eignadeild Til sölu eru hlutabréf Ríkissjóðs Islands í hf. Raftækjaverksmiðjunni (RAFHA). Nafnverð hlutabréfanna nemur kr. 10.800 þús., en það er sem næst 31 % hlutafjárins. Kauptilboðum skal skilað til fjármálaráðuneytisins eigi síðar en 16. janúar 1990. Upplýsingar eru veittar í fjármálaráðuneytinu, eignadeild. t Útfararathöfn bróður míns Friðriks Sigjónssonar Fornustekkjum sem andaðist 4. janúar, verður 11. janúar kl. 14 í Bjarnastaðakirkju, Hornafirði. Ásgeir Pétur Sigjónsson. t Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi Rögnvaldur Ingvar Helgason frá Borðeyri verður jarðsunginn frá Prestsbakkakírkju laugardaginn 13. janúar kl. 14. Sigríður Ingólfsdóttir börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og systir Valgerður Halldórsdóttir frá Hvanneyri Selvogsgrunni 8 sem lést 1. janúar s.l. verður jarðsungin fimmtudaginn 11. janúar kl. 13.30 frá Dómkirkjunni í Reykjavík. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim sem vildu minnast hennar er vinsamlegast bent á Átak i landgræðslu. Þórunn Sveinbjörnsdóttir Oddný Sæmundsdóttir Steinunn Einarsdóttir barnabörnin Þórhallur Halldórsson Þórhallur Runólfsson Sveinn Runólfsson Halldór Runólf sson t Innilegar þakkir fyrir samúð og vináttu við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar og tengdaföður Jóhannesar Kristins Steinssonar Silfurtúni 18, Garði Kristín Ingólfsdóttir Steinn Jóhannesson Þorbjörg Óskarsdóttir AnnaGuðrún Jóhannesdóttir Verner Hirschback Hildigunnur Jóhannesdóttir Árni Jóhannesson Ingibjörg Jóhannesdóttir Gunnar Hannesson DAGBÓK Paul Zukofsky og Anna Guðný í Langholtskirkju Tónlistarfélagið stendur fyrir tónleik- um í kvöld, þriöjud. 9. janúar kl. 20:30, í Langholtskirkju. Paul Zukofsky hélt fyrstu tónleika sína hér á landi ásamt Þorkeli Sigurbjörnssyni á vegum Tónlistarfélagsins og Musica Nova árið 1965. Síðan hefur hann verið hér tíður gestur, bæði sem einleikari og sem hljómsveitarstjóri. Brautryðjenda- starf hans með Sinfóníuhljómsveit æsk- unnar og djarft verkefnaval er vel kunnugt. Á tónleikunum nú mun Paul Zukofsky leika á fiðlu og Anna Guðný Guðmundsdóttir á píanó. í verkefnavali eru ekki farnar troðnar slóðir. Leikið verður eitt verk, „For John Cage" eftir Morton Feldman, sem tónskáldið samdi í tilefni sjötugsafmælis vinar síns. Verkið tekur u.þ.b. 75 mínútur í flutn- ingi. Aðgöngumiðasala verður við inngang- inn. Unnur Jón Guðni Þórður Stefánsdóttir Helgason Ágústsson Ólafsson Vestmannaeyingar Alþingismenn Framsóknarflokksins boða almennan stjórnmálafund í Vestmannaeyjum fimmtudagskvöldiö 11. janúar n.k. kl. 20.30. Enn fremur koma á fundinn Unnur Stefánsdóttir varaþingmaður og Þórður Ólafsson, formaður launþegaráðs. Reykvíkingar Guðmundur G. Þórarinsson alþm. verður til viðtals á skrifstofu Framsóknarflokksins, Nóatúni 21, miðvikudaginn 10. janúar milli kl. 17 og 19. Allir velkomnir. Framsóknarflokkurinn. Guðmundur G. Þórarinsson Keflavík Fundur verður haldinn í fulltrúaráði framsóknarfélaganna í Keflavík mánudaginn 15. janúar kl. 20.30 að Hafnargötu 62. Dagskrá: 1. Tillögur kosninganefndar. 2. Önnur mál. Stjórnin. Félagsvist Borgarnesi Spiluð verðurfélagsvist í Félagsbæ, húsi verkalýðsfélags Borgarness við Borgarbraut föstudaginn 12. jan. n.k. kl. 20.30. ATH.: Breyttan spilastað. Framsóknarfélag Borgarness Framsóknarfólk Norðurlandi vestra Skrifstofur Framsóknarflokksins og Einherja, Suðurgötu 3 á Sauðár- króki, verða fyrst um sinn opnar mánudaga kl. 13-17 og þriðjudaga og miðvikudaga kl. 9-12, sími 36757. Eftirtalin vinningsnúmer jólaalmanaki S.U.F. komu upp í 1989: 1 .des. 2.des. 3.des. 4.des. 5.des. 6.des. 7.des. 8.des. 9.des. 10.des. 11.des. 12.des. 6. 7. 8. 9. 10. 1. vinningur nr. 2. vinningur nr. 3. vinningur nr. 4. vinningur nr. 5. vinningur nr. vinningur nr. vinningur nr. vinningur nr. vinningur nr. vinningur nr. 11. vinningur nr. 12. vinningur nr. 13. vinningur nr. 14. vinningur nr. 15. vinningur nr. 16. vinningur nr. 17. vinningur nr. 18. vinningur nr. 19. vinningur nr. 20. vinningur nr. 21. vinningur nr. 22. vinningur nr. 23. vinningur nr. 24. vinningur nr. 5505. 579 4348 2638 2656 2536 4947 1740 1341 4997 4635 5839 1937 3035 1996 3860 1840 4217 3935 5514 546 1162 5442 3569 13.des. 25. 26. 14.des. 27. 28. 15.des. 29. 30. 16.des. 31. 32. 17.des. 33. 34. 18.des. 35. 36. 19.des. 37. 38. 20.des. 39. 40. 21.des. 41. 42. 22.des. 43. 44. 23.des. 45. 46. 24.des. 47. 48. vinningur n vinningur ni vinningur n vinningur n vinningur n vinningur n vinningur n vinningur m vinningur n vinningur n vinningur n vinningur n vinningur n vinningur n vinningur n vinningur n vinningur n vinningur n vinningur n vinningur n vinningur n vinningur n vinningur n vinningur n .5943 .4362 . 1617 .3647 . 648 .4822 . 1136 .3458 .3806 . 1981 .5960 . 1595 . 568 .5842 . 1107 . 1353 . 1817 .3876 . 1159 .4030 .3430 .3338 .3195 . 123 Velunnarar. Þeir sem hafa áhuga á að styrkja samtökin, eru hvattir til að greiða heimsenda gíróseðla og leggja á þann hátt baráttunni lið. Allar frekari upplýsingar í síma 91-24480 eða 91-21379 og á skrifstofunni, Nóatúni 21, Reykjavík. Velunnarar, látiö ekki happ úr hendi sleppa Samband ungra framsóknarmanna. Þórhallur Björnsson Áttræðisafmæli Þórhallur Björnsson, frá Kópaskeri, Hamraborg 14, Kópavogi er 80 ára í dag. Hann dvelur nú hjá dóttur sinni, Krist- veigu, að Asavænget 36, 2800 Lyngby í Danmörku.Símiþarer 90-45-42-778-888. Myndakvöld Ferðaf élags íslands Miðvikud. 10. jan. kl. 20:30 heldur Ferðafélags íslands fyrsta myndakvöldið á þessu ári. Það verður í Sóknarsalnum, Skipholti 50A. Dagskrá: „Ferðamennska og náttúru- vernd" er yfirskrift myndakvöldsins, sem er í umsjá Jóhönnu B. Magnúsdóttur. Um leið og myndirnar eru sýndar gefst tækifæri til að bera fram spurningar og skiptast á skoðunum um þetta efni. Auk þessa verða sýndar nokkrar myndir úr áramótaferðinni í Þórsmörk. Ferðaáætlun F.f. mun liggja frammi á myndakvöldinu. (Aðg. 200 kr.) Fimmtud. 11. jan kl. 20:00: Vetrar- kvöldganga í Valból - blysför. Létt ganga fyrir unga sem aldna. Brottför frá Um- ferðarmiðstöðinni, austanmegin. Farmið- ar við bíl (400 kr.) Blys á 100 kr. Frítt er fyrir börn með fullorðnum. Ferðafélag íslands Hallgrímssókn - Starf aldraðra Leikfimi, undir stjórn Jóhönnu Sigríð- ar Sigurðardóttur sjúkraþjálfara, hefst aftur í dag, þriðjudaginn 9. janúar, og verður í vetur á þriðjudögum kl. 12:00 og föstudögum kl. 10:00. Sömu daga verður einnig fótsnyrting og hárgreiðsla. Panta skal sömu daga í síma kirkjunnar, 10745. Pennavinur á Sri Lanka Blaðinu hefur borist bréf frá 34 ára manni í Colombo á Sri Lanka um að komast í bréfasamband við fslendinga. Hann hefur áhuga á að fræðast um land og þjóð. Áhugamál hans eru m.a. lestur bóka, bréfaskriftir, dans, ferðalög, tónlist o.fl. Vill skrifast á við fólk á Islandi, en ekki yngra en 28 ára. Utanáskrift er: M. Rajendram, 288 Madampitiya Road, Colombo 14 Sri Lanka . ¦ . :¦ ¦¦¦¦ Byggðin undir Borginni Út er komin bókin Byggðin undir Borginni - Saga Skagastrandar og Höfða- hrepps. Eins og nafnið ber með sér er í bókinni rakin saga byggðar undir Spá- konufellsborg á Skagaströnd frá fyrstu tíð og fram til áramóta 1988-1989. 1 ársbyrjun 1987 ákvað hreppsnefnd Höfðahrepps að láta skrá sögu sína í tilefni þess, að nú í ár eru liðin 50 ár frá stofnun sveitarfélagsins. Var Bjarni Guðmarsson sagnfræðingur ráðinn til verksins. Hann hóf störf vorið 1987 og hefur unnið að verkinu síðan. f bókinni greinir frá fyrstu nafngreindu ábúendunum í núverandi Höfðahreppi, einokunarverslun á Skagaströnd og þétt- býlismyndun á 19. öld. Þá er rakin ítarlega þróun atvinnuhátta og félagslífs á þessari öld og einnig greint frá ráðagerð- um nýsköpunarstjórnarinnar um að byggja stórbæ á Skagaströnd, svo nokkuð sé nefnt. Byggðin undir Borginni er um 330 bls. að stærð og prýdd fjölda Ijósmynda, sem margar hverjar hafa ekki birst áður, auk teikninga og uppdrátta frá ýmsum tím.um. Höfðahreppur gefur bókina út, en Prent- verk Odds Björnssonar á Akureyri sá um alla prentvinnu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.