Tíminn - 09.01.1990, Blaðsíða 9

Tíminn - 09.01.1990, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 9. janúar 1990 .................I I! ________________________ Tíminn 9 st sitja Ámi J óhannsson og gegnt honum Ómur HI. Jóhannsson og við hlið hans Jakob Sigurðsson. Þá Birna Björnsdóttir og við hlið hennar sést aðeins í Gunnar Sveinsson. Hjalti Zophaníasson og Ólafur Friðriksson. Við borðið fjær sitja Þórarinn Sigurjónsson og Dagbjört Höskuldsdóttir. Timamynd Án.i Bjarna niðurstaða í þessum kaupum á hlutabréf- um í Samvinnubankanum. Hins vegar er mjög mikilvægum áfanga náð með upp- hafi íslandsbanka í byrjun ársins og horfum á að Samvinnubanki og Lands- banki taki upp náið samstarf." Ódýrara og skilvirkara bankakerfi „Ég tel þetta mjög merkileg tíðindi í okkar bankamálum og reyndar eitt af þeim markmiðum sem ég setti mér í upphafi míns starfs sem viðskiptaráð- herra og það er eitt af stefnumálum þessarar ríkisstjórnar að fækka bönkum og auka hagkvæmni í bankarekstri. Ég er ekki að gera lítið úr mikilvægi þess að fundinn verði viðunandi fjár- hagsgrundvöllur fyrir samvinnuhreyfing- una. Að því er unnið af hennar eigin mönnum eins og vera ber. Um tenging- una við Útvegsbankamálið ætla ég ekk- ert að segja. Það er þessu máli ekki viðkomandi á nokkurn hátt. í því máli ->ætti ég eins og ég frekast gat hagsmuna almennings og tel að það hafi tekist mjög vel og bendi á að lögin sem staðfestu þá sameiningu fóru án mótatkvæða gegn um þingið nú fyrir jólin, sem ég lít á sem staðfestingu á því að þar hafi verið rétt á málum haldið." Ráðherra sagði einnig að sameinging banka væri mikilvægur liður í breyting- um á fjármagnsmarkaði sem miðuðu að því að gera einingarnar starfhæfari og sterkari til þess að bæta þjónustu við atvinnulíf og almenning og gera íslensk- ar fjármálastofnanir samkeppnishæfar við erlendar. Hann sagði jafnframt að ekki hefði enn verið reynt að meta til fjár þann sparnað fyrir þjóðarbúið sem verður við það að bönkum fækkar um fjóra. Það yrði hins vegar reynt á næstunni. Þá sagðist hann telja að næsta verkefni hlyti að verða að fækka fjárfestingarlánasjóð- um og einfalda starfsemi þeirra og setja um þá almenna löggjöf. Guðjón B. Ólafsson forstjóri Sam- bandsins flaug til Bandaríkjanna strax eftir fund stjórnar Sambandsins á sunnu- daginn til fundar við stjórnendur Gener- al Motors í Detroit til að endursemja um umboð fyrir fyrirtækið. Þetta er gert vegna þess að verið er að leggja bílasölu-, fyrirtæki Sambandsins Bílvang niður og sameina rekstur þess og búnaðardeildar Sambandsins. Að undanförnu hefur verið leitað allra leiða til að spara í rekstri Sambandsins og styrkja stöðu þess og er sameining Bílvangs og Búnaðardeildarinnar er einn liður þess. Þá er einnig til umræðu innan stjórnarinnar að selja Regin h.f. en Reginn er eignarhaldsfyrirtæki sam- bandsins í íslenskum aðalverktökum. -sá

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.