Tíminn - 09.01.1990, Blaðsíða 7

Tíminn - 09.01.1990, Blaðsíða 7
Þriójudagur 9. janúar 1990 Tíminn 7 VETTVANGUR Gunnar Guöbjartsson: Lægst verð á nauta- kjöti og kindakjöti á islandi - Um könnun Verðlagsstofnunar Hinn 25. október sl. sendi Verð- lagsstofnun út fréttatilkynningu um verðsamanburð á matvælum samkvæmt niðurstöðum könnunar sem hún gerði í sumar. í fréttatilkynningunni eru fjögur atriði undirstrikuð með því að prenta þau með svörtu letri. Þau eru: - Vcrð á landbúnaðarvöruni var almennt hæst í Reykjavík en lægst í Þórshöfn í Færeyjum. - Söluverð í Reykjavík á öðrum innlendum matvörum og innllutt- um matvörum var ekki óhagstætt í samanburði við sams konar vörur erlendis. - Verslunarálagning var að jafn- aði lægri í Reykjavík en í öðrum borgum sem samanburður var gerður við. - Söluskattur var hæstur í Reykjavík. í fyrstu setningunni er fullyrt að landbúnaðarvörur séu almennt hæstar í verði í Reykjavík. Þá er gengið framhjá því að tvær þýðing- armestu kjöttegundir í neyslu ís- lendinga, kindakjöt og nautakjöt, eru skv. könnuninni verulega lægri hér á íslandi heldur en er í flestum þeirra landa sem samburðurinn nær til, sbr. súlurit sem fylgja hér með. Þetta er niðurstaðan þrátt fyrir miklu hærri söluskatt hér heldur en er í samanburðarlöndunum. Frá- sögn Verðlagsstofnunar hvað þetta varðar getur ekki talist hlutlaus frásögn og er furða að ekki skuli hafa verið vakin athygli á þessum ágalla í fjölmiðlum. Athyglisvert er hve kjötverð er hátt í London. Framleiðslustyrkir eru miklir í Bretlandi. Auk þess flytja Bretar inn kjöt frá Nýja-Sjá- landi en þar er kjöt talið ódýrast í heiminum. Niðurgreiðslur á landbúnaðarvörum í tilkynningunni er tafla sem sýnir óniðurgreitt heildsöluverð tíu landbúnaðarvara í fjórum borgum. Þá er Osló, Kaupmannahöfn og London sleppt úr samanburðinum. Þá kemur í ljós að Þórshöfn í Færeyjum er með hæst verð í þeim tveimur vöruflokkum þegar Færey- ingar framleiða vörurnar sjálfir, þ.e. mjólkogjógúrt. Hinarvörurn- ar kaupa þeir niðurgreiddar frá öðrum löndum og eru þá oftast með lægsta verð. Þetta kemur engum á óvart. Vafasamt er talið að þetta lága verð í Færeyjum geti haldist. Vegna erfiðleika í ríkis- fjármálum Færeyinga eru þar uppi háværar kröfur um álagningu vöru- gjalds og söluskatts á innfluttar matvörur. Framleiðslustyrkir í töflunni er einungis tekið tillit til niðurgreiðslna á heildsölu- og smásölustigi. Hins vegar er vitað að í öllum EB-löndum eru niður- greiðslurnar nær allar á fram- leiðslustigi. Veittir eru framleiðslu- styrkir sem eru metnir að meðaltali til 50% af framleiðslukostnaði bú- varanna. Það er landbúnaðarpóli- tík EB að lækka verð þessara þýðingarmiklu vara, landbúnaðar- Nautahakk ^ ^ ^ bS/ ^ ^ </ -O' V®1 O' vO*" ~SHI Tekjur ríkisins af kjöti og mjólk eru meiri en niðurgreiöslurnar . ZUL . ... .1500,. Fóðurgjöld 493,7 . Aöfangaskattar 569,3 gf§ •>! Söluskattur 3265,1 e §M jfe MILLJONIR KRÓNA 4,328 4,042 A verðlagi í sept. 1989 varanna, með þeim hætti og um leið heldur EB niðri kaupgjaldi til að iðnaðarvörur þess verði betur samkeppnisfærar á svokölluðum heimsmarkaði. Þessir framleiðslustyrkir eru með ýmsum hætti. Sumt af þeim er bundið magni framleiðslu eða stærð Iands eða bús. Annað er mismunandi eftir byggðarlögum eða löndum, svokallaðir byggða- styrkir. Veittir eru styrkir til vinnslufyrirtækja, birgðir af um- framframleiðslu eru keyptar af sjóðum EB og greiddar útflutn- ingsbætur. Sams konar styrkir eru í Noregi og eitthvað er um þá bæði í Svíþjóð Heirmld: FramleiðsJuráð UÞ / M aa og Finnlandi. Byggðastyrkir eru miklir í Noregi. Verðlagsstofnun nefnir ekki í sinni verðkönnun þessa styrki eða niðurgreiðslur á framleiðslustigi. Vinnunni við verðkönnunina er því mjög áfátt. Niðurgreiðslur framleiðslukostn- aðar eru í nær öllum Evrópulönd- um meginhluti niðurgreiðslanna. Því er sú ályktun röng hjá Verð- lagsstofnun að niðurgreiðslur séu miklu meiri á fslandi en í saman- burðarlöndunum. Væru þessir framleiðslustyrkir ekki fyrir hendi mundi búvöruverð þessara landa vera miklu hærra en nú er og í flestum tilfellum miklu hærra en á íslandi. Verð án söluskatts Hlutfallstölur Lambalæri Kótelettur Nautahakk Kaupmannahöfn 49 ‘ 58 57 Þórshöfn 53 66 47 Stokkhólmur 77 82 83 London 78 114 64 Reykjavík 80 80 80 Osló 83 122 138 Helsinki 126 124 105 aodbonaöanru Söluskatturinn er svo hár á íslandi að hann ásamt aðfangaskatti étur upp allar niður- greiðslurnarsem eru á landbúnaðarvörum, sbr. meðfylgjandi súlu- rit, og meira tií. Það er einnig rangt sem haft var eftir Sig- hvati Björgvinssyni í Morgunblaðinu að bændur á íslandi fengju 1,5 milljón króna hver í rekstrarstyrki frá ríkinu. Söluskattur og virðisaukaskattur Söluskattur er mjög hár á fs- landi. í öllum samanburðarlöndun- um er virðisaukaskattur sem er lægra hlutfall en söluskatturinn á sölustigi er hér. Enginn söluskattur er í Þórshöfn og enginn virðisauka- skattur er í London. Söluskatturinn er svo hár á fs- landi að hann ásamt aðfangaskatti étur upp allar niðurgreiðslurnar sem eru á landbúnaðarvörum, sbr. meðfylgjandi súlurit, og meira til. Það er einnig rangt sem haft var eftir Sighvati Björgvinssyni í Morg- unblaðinu að bændur á íslandi fengju 1,5 fnilljón króna hver í rekstrarstyrki frá ríkinu. Niðurgreiðslurnar hér á landi eru allar greiddar til lækkunar á verði til neytenda. Söluskatturinn er næstum jafnmikill og allar niður- greiðslurnar og gerir allan saman- burð í þessu efni rangan. Söluskatturinn hefur spillt og spillir samkeppnisstöðu íslenskrar búvöru, ekki síst í verðsamanburði við niðurgreiddar erlendar vörur. En spyrja má hvort svona verð- samanburður sé marktækur, þegar niðurgreiðslur og framleiðslustyrk- ir eru með mismunandi hætti og gengi gjaldmiðla er rangt skráð. Hitt er fagnaðarefni hversu hag- stætt verð er á íslensku kjöti í samanburði við flest Evrópulönd skv. þessari könnun Verðlagsstofn- unar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.