Tíminn - 09.01.1990, Blaðsíða 4

Tíminn - 09.01.1990, Blaðsíða 4
4 Tíminn Þriðjudagur 9. janúar 1990 FRETTAYFIRUT LEIPZIG - Um 100 þúsund reiðra Austur-Þjóðverja gengu um götur Leipzig og kölluð „ Niður með kommúnistana" og kröfðust sameiningar þýsku ríkjanna. í Austur-Berlín hót- uðu stjórnarandstöðuhópar að hefja aftur mótmælin á götum úti eftir að fulltrúar stjórnar- andstöðunnar áttu í hörðum orðaskiptum við embættis- menn út af hinni hötuðu örygg- islögreglu sem á að leysa upp. BÚKAREST - Rúmenar tóku undir gagnrýni Tékka á Comecon, viðskiptabandalags fylgiríkja Sovétríkjanna og sagði að róttækar breytingar væru nauðsynlegar, annars væru samtökin dauðadæmd. BONN - Stjómvöld í Vestur- Þýskalandi settu þrýsting á austurþýsk stjórnvöld um að staðið verði við að halda frjáls- ar kosningar i Austur-Þýska- landi meo því að hóta að afturkalla alla efnahagsaðstoð Vestur-Þjóðverja ef stjórnar- andstæðingum verði ekki gefið sama tækifæri að koma skoðunum sínum á framfæri og kommúnistar. LUSAKA - Afríska þjóðar- ráðið segist ætla að halda áfram vopnaðri baráttu sinni gegn stjórn hvítra manna í Suöur-Afríku og ekki hefja samningaviðræður nema rætt verði um algert jafnrétti kyn- þátta í landinu. Skipti frelsun Nelsons Mandela þar engu. MOSKVA - Háttsettur sovéskur embættismaður kom til Litháen til að undirbúa komu Mikhaíl Gorbatsjofs forseta Sovétríkianna sem heimsækja mun lýoveldið til að ræða ágreining kommúnistaflokks- ins þar við móðurflokkinn í Moskvu. PRAG - Tveir ráðherrar í ríkisstjórn Tékkóslóvakíu sögðu sig úr kommúnista- flokknum og eru kommúnistar því nú í minnihluta í bráða- birgðastjórninni sem stjórna á fram að kosningum. SOFÍA - Búlgarskir þjóðern- issinnar stöðvuðu verkföll og mótmæli gegn trúfrelsi sem múslímum í landinu hafði verið gefið og hyggjast bíða niður- stöðu ur vioræðu sem fram fara um kynþáttavandamálin í landinu. Innrás Bandaríkjamanna í Panama: Jesse Jackson segir að 1200mannshafifallið Jesse Jackson hinn blakki mannrél 1indafrömuður í Banda- ríkjunum sem komst nærri því að verða tilnefndur forseta- frambjóðandi Demókrataflokksins, staðhæfir að minnsta kosti tólfhundruð óbreyttir borgarar hafi fallið þegar Banda- ríkjamenn gerðu innrás í Panama fyrir jólin. Bendir hann á að þetta sé tvöfalt fleiri en létu lífið þegar kínversk stjórnvöld beittu hernum gegn friðsömum mótmælendum á Torgi hins himneska friðar í fyrra. Bandaríski herinn hefur sagt að 23 bandarískir hermenn og um 300 panamískir hermenn hafi fallið í innrásinni og um það bil 250 óbreytt- ir borgarar. Þá tölu hafa hernaðaryf- irvöld ekki viljað staðfesta, en Jack- son segist hafa öruggar heimildir fyrir því að mannfall óbreyttra borg- arar hafi verið margfalt meira. -Við drápum fleiri en tólf hundruð óbreytta borgara í Panama... Þeir grófu fólkið í fjöldagröfum. Við vörpuðum sprengjum á San Migue- lito að nóttu til og það hafa aldrei verið birtar tölur um það hve margir féllu. Fleira fólk var drepið... í Panama- borg en á Torgi hins himneska friðar í Kína, sagði Jackson. Henry Hyde, fulltrúardeildar- þingmaður repúblikana frá Illinois sem mætti í sjónvarpssal með Jack- son véfengdi tölur Jacksons. -Við vorum niðurfrá og ræddum við fólkið í þessum hverfum. Það er engar sannanir fyrir þessu, sagði Hyde þegar hann vísaði tölum Jack- sons á bug. Heyrst hafa mun hærri tölur. Ramsey Clark sem var saksóknari í Bandaríkjunum á tíma Lyndon B. Johnsons var í Panama um helgin og sagðist hafa heyrt tölur um 4000fallna og jafnvel 7000 fallna. Brent Snowcroft hershöfðingi þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkj- anna og Lawrence Eagleburgar að- stoðarutanríkisráðherra Bandaríkj- anha sögðu í sjónvarpsþætti um helgina að tala fallinna væri ekki á hreinu, en að ágiskun Clarks um að rúmlega þúsund manns hafi fallið, væru allt of háar. Bandarískir hermenn ráðast til atlögu í Panama. Jesse Jackson blökku- ¦mannaleiðtogi fullyrðir að rúmlega 1200 óbreyttir borgarar hafi fallið í innrásinni, helmingi fleiri en á Torgi hins himneska friðar í Kína. Cristiani forseti El Salvador: Hermenn áttu aðild að jesúítamorðunum Alfredo Cristiani forseti El Salva- dor skýrði frá því í sjónvarpsræðu á sunnudagskvöld að aðilar inna hers- ins tengdust morðunum á jesúíta- prestunum sex sem myrtir voru á grimmilegan máta ló.nóvember. Þá höfðu skæruliðar Farabundo Marti þjóðfrelsishreyfingarinnar hluta San Salvadorborgar á valdi sínu og átök stjórnarhersins og skæruliða harðari enn nokkru sinni. -Það hefur komið í ljós að hluti ákveðinna afla innan hersins átti aðild að morðunum, sagði Cristiani í sjónvarpsræðunni sem kom mjög á óvart. Jesúítarnir sex voru starfsmenn háskóla í San Salvador og var einn þeirra rektor skólans. Þeir voru dregnir út í skólagarðinn um miðja nótt og skotnir þar til bana eftir barsmíðar. í kjölfar morðanna reis hávær mótmælaalda víða um heim þar sem dauðasveitir hægri manna í El Salvador voru fordæmdar og beindi þessi atburður athyglinni frá eiginlegum bardögum. Cristiani, sem sjálfur tengdist mjög dauðasveitum hægrimanna, sagði að sérstök sveit sérstakra heið- ursmanna í hernum hafi verið skipuð til að vinna með rannsóknarnefnd þeirri sem skipuð var til að rannsaka málið. Geimskutlun frestað Geimskutlan Columbíu komst ekki út í geiminn í mikilvæga björgunarför í gær vegna slæms veðurs á Canaveralhöfða. Hins vegar á að reyna að nýju í kvöld. Geimfararnir á Cólumbíu þurftu að sitja tímunum saman reyrðir niður í sætin sín áður en endanlega var ákveðið að fresta brottför. Geimskutlan á að sækja gamalt gervitungl út í geiminn sem hingað til hefur sinnt vísindastörfum, en er nú farið að missa flugið og fellur á kolla jarðarbúa verði ekkert að gert. Gervitunglið er á stærð við strætisvagn. Réttarhöld yfir öryggislögreglumönnum Ceausescus hafin: Kosningum í Rúmeníu hugsanlega f restað Lögreglan skýtur tólf mótmælendur Lögregla og herlögregla skutu að minnsta kosti tólf manns til bana í Kasmírhéraði í gær, en þar héldu Kasmírbúar, sem flestir játa íslams- trú, fjölmenn mótmæli gegn yfirráð- um Indverja. Útgöngubann hefur verið sett á í borginni Srinagar helsta sumardvalarstaðar Kasmírhéraðs og á nokkrum öðrum stöðum í hérað- inu. Það var einmitt í Srinagar þar sem flesti féllu eða tíu manns. Þar réöst mannfjöldinn með grjótkasti að lög- reglunni sem svaraði með skothríð. Mótmælaaldan kom í kjölfar út- göngubanns sem sett var á þessum slóðum á föstudag, en þá var 41 ár liðið frá því Sameinuðu þjóðirnar ályktuðu á þá leið að íbúar Jammu og Kasmír ættu að ákveða framtíð sína í atkvæðagreiðslu. Bráðabirgðaríkisstjórn Rúmeníu hefur í hyggju að fresta hinum frjálsu kosningum sem fram eiga að fara í apríl á þeirri fórsendu að nýir stjórnmálaflokkar þurfi lengri tíma til að undirbúa sig undir kosningarn- ar. Þessum hugmyndum hefur verið illa tekið af stúdentum sem börðust á strætum Búkarest til þess að koma harðstjórn Ceausescus frá. Hafa þeir í hótunum um fjöldamótmæli til að koma í veg fyrir að kosningunum verði frestað. „Ef þjóðin vill að kosningunum verði frestað, þá erum við reiðubúnir að ræða slíkt," sagði Dumitru Ma- zilu varaforseti Búlgaríu við blaða- menn í gær. Ekkert hefur hins vegar verið ákveðið um frestun kosninga. Hins vegar kom sú krafa frá Frjálslynda flokknum sem endurreistur var á dögunum um að Rúmenía yrði gert að konungsríki á ný. Frjálslyndi flokkurinn á rætur sínar að rekja til byltingarársins mikla 1848 og hafa leiðtogar flokksins ritað Mikjáli, erf- ingja krúnunnar bréf þess efnis að hann snúi heim sem konungur. Ef kosningum verður ekki frestað, þá hafa stjórnmálaflokkar og ein- staklingar ekki nema þessa viku til að skrá sig til kosninga. Smábænda- flokkurinn og Græningjaflokkurinn hafa þegar gert það, en þessir flokk- ar eru taldir njóta mikils fylgis. Þá hófst í gær réttarhöld yfir öryggislögreglumönnum Ceausescus sem börðust af mikilli hörku til að verja kommúnistaríki hans. Þeim er héldu áfram baráttu gegn bylting- unni í Rúmeníu eftir að Ceausescu féll var hótað lífláti ef þeir gæfu sig ekki fram. Hins vegar verður ekkert af því þar sem stjórnvöld afnámu dauðarefsingu úr rúmenskum lögum 1. janúar. Suöur-Afríka: Fangelsisvist Mandela brátt lokið Fangelsisvist Nelsons Mandela leiðtoga Afríska þjóðarráðsins er brátt á enda runnin, ef marka má orð Winnie Mandela konu Nelsons. Winnie og Mandela ræddu ýmis atriði varðandi lausn Mandela úr fangelsi eftir 25 ára prísund þegar hún heimótti eiginmann sinn í gær, en Nelson hefur aldrei áður minnst á hugsanlegt frelsi sitt. - Ég held við séum ekki að ræða um mánaðabið lengur. Ég er mjög vongóð. Þetta er alvara núna. Þetta er í fyrsta sinn sem við ræðum um undirbúning þess að hann verði látinn laus, sagði Winnie við blaða- menn eftir að hafa heimsótt Nelson í íbúð þá sem hann er hafður í haldi í Höfðaborg. Winnie vildi ekkert tjá sig um hvenær nákvæmlega hún teldi að Nelson yrði látinn laus, enn hann var hnepptur í fangelsi í ágústmánuði árið 1962 og hefur dúsað þar síðan. Hann er nú 71 árs gamall. Fréttir þessar koma fáeinum vik- um eftir að F.W. de Klerk forseti Suður-Afríku hitti Nelson Mandela að máli, en De Klerk hefur gjör- breytt stefnu stjórnvalda gagnvart blökkumönnum og hefur meðal ann- ars látið aðra leiðtoga Afríska þjóð- arráðsins lausa. Ljóst er að lausn Mandela myndi styrkja De Klerk í augum umheims- ins, en Suður-Afríka hefur orðið að þola víðtækar efnahagsþvingarnir á alþjóðavettvangi vegna aðskilnaðar- stefnu sinnar. Þess má geta að innbyrðis erjur blökkumanna hafa verið áberandi í Suður-Afríku að undanförnu og um helgina féllu níu blökkumenn í átök- um stríðandi fylkinga í Natalhéraði. Þar hafa íhaldssamir Zúlumenn og vinstri sinnaðir meðlimuð Samein- uðu lýðræðisfylkingarinnar eldað grátt silfur saman undanfarin ár.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.