Tíminn - 10.01.1990, Blaðsíða 2

Tíminn - 10.01.1990, Blaðsíða 2
2‘Tímihn Miðvikudagur 'tÖ.'janöar'l'990 Næg verkefni eru fyrir íslensk fiskiskip í S-Ameríku: Munu íslenskir togarar veiða við Kólumbíu? Mikill áhugi er meðal Kólumbíumanna á að fá íslenska togara til að hefja fiskveiöar við strendur Kólumbíu. Þar er góð fiskimið sem hingað til hafa verið nær ekkert nýtt vegna þess að skort hefur hentug fiskiskip til veiðanna. íslenskir útgerðarmenn hafa enn sem komið er ekki sýnt mikinn áhuga á að hefja veiðar þar syðra, en Norðmenn munu vera tilbúnir til að senda fiskiskip á staðinn. Það er fyrirtækið Nýdana sem hefur verið að kanna á hvern hátt íslendingar geti aðstoðað Kól- umbíumenn við fiskveiðar og vinnslu. Forráðamenn fyrirtækisins fóru til Kólumbíu á síðasta ári og skoðuðu þar fiskiskip og fiskvinnslu- hús og ræddu við heimamenn. Áhugi þarlendra á samstarfi við íslendinga var mjög mikill, einkum þá á að fá skip frá íslandi og á að nýta sér þekkingu íslendinga á fiskveiðum og fiskvinnslu. Eftir að heim kom samdi Nýdana skýrslu um möguleika íslendinga á fiskveiðum og fisk- vinnslu í samvinnu við Kólumbíu- búa. Skýrslan hefur m.a. verið send sjávarútvegsráðuneytinu. Við strendur Kólumbíu eru auðug fiskimið sem hingað til hafa verið vannýtt að verulegu leyti. Kól- umbíumenn veiða nær eingöngu fisk á grunnslóð, en þá skortir algerlega fiskiskip til að veiða á djúpslóð. Talið er að íslenskir togarar henti mjög vel til veiða á þeim miðum. Forráðamenn Nýdana hafa haft uppi hugmyndir um að fá íslenska togara, sem sumir hverjir hafa takmörkuð verkefni hér heima, til að hefja veiðar við strendur Kólumbíu. Mik- ill áhugi mun vera hjá Kólumbíu- mönnum á fá togarana til sín. Enn sem komið er hefur ekkert útgerðar- félag á íslandi sýnt áhuga á að leigja togara til veiðar til Kólumbíu. Áhugi mun þó vera fyrir hendi hjá Norð- mönnum og er talið vel hugsanlegt að norskir togarar muni fara til veiða við strendur Kólumbíu fyrir milli- göngu Nýdana. -EÓ Fundur formanna og framkvæmdastjóra bænda- samtakanna í EFTA-löndunum. Óánægöirmeö að hafa ekki þátttökurétt í viðræðum EFTA við EB: EFTA-bændur vara við hrossakaupum Fundur formanna og fram- kvæmdastjóra bændasamtakanna í EFTA-löndunum sem haldinn var fyrir nokkru, varar við því að stunduð séu hrossakaup með hags- muni landbúnaðarins til þess að ná betri samningum fyrir aðrar at- vinnugreinar, í samningum á milli EFTA og EB. í þessu sambandi gera bændur þá 'kröfu að hafa þátttökurétt í viðræðum og undir- búningsvinnu þar að lútandi. Fund- urinn hafnaði einni landbúnaðar- stefnu fyrir Evrópu í framtíðinni. Það voru sænsku bændasamtök- in LRF sem boðuðu til fundarins, en hann var haldinn í Stokkhólmi í byrjun desember s.l., en hann sátu fulltrúar frá samtökum bænda í Finnlandi, Austurrxki, Noregi, íslandi, Sviss og Svíþjóð. Tvö meg- in efni fundarins voru viðræður um GATT-samningana, þar sem nið- urstaðna er að vænta í lok þessa árs, og gangur mála varðandi sam- vinnu EFTA og EB. Lýst var yfir stuðningi við það markmið GATT-viðræðnanna að greiða fyrir verslun með matvæli, jafnframt varað við þeirri stefnu sem viðræðurnar hafa tekið að undanförnu, þ.e. hve sjónarmið verksmiðjubúskapar og afurðafyr- irtækja virðast vega þungt á móti sjónarmiðum bænda. Þá var undir- strikað það viðhorf, að landbúnað- ur væri ekki eingöngu matvæla- framleiðsla, heldur væri einnig um að ræða viðhald byggðar. í ljósi þessa lýsti fundurinn yfir óánægju með það að viðræður EFTA og EB væru að mestu í höndum embættis- manna. Framtíð byggðar og at- vinnulífs sé pólitískt mál og því beri stjómmálamönnum einnig að annast viðræðurnar axla ábyrgðina af niðurstöðum þeirra. -ÁG Stjórn fulltrúaráðs verkalýðsfélaganna í Hafnarfirði sendir frá sér harðorða yfirlýsingu um byggingu verkamannaíbúða í Hafnarfjarðarbæ: Neyð í húsnæðismálum Fulltrúaráð verkalýðsfélaganna í Hafnarfirði hefur sent frá sér harð- orða yfirlýsingu, þar sem algert neyðarástand er sagt ríkja í húsnæð- ismálum þeirra 200 fjölskyldna sem eru á biðlista verkamannaíbúða þar í bæ. Stjórn fulltrúaráðsins fordæmir vinnubrögð stjórnvalda í þessum efnum og sakar þau um svik á gefnum loforðum um fjármagn til byggingu verkamannaíbúða. I yfirlýsingunni er m.a. minnt á loforð er gefin voru af stjórnvöldum árið 1986, þar sem því var heitið að 200 milljónum yrði veitt aukalega til Byggingarsjóðs verkamanna og að raungildi framlaga til sjóðsins myndu síðan halda sér, svo fremi sem þörf væri á. „Aldrei hefur verið staðið við fyrirheitið um 200 milljónirnar, hvað þá heldur við raungildið, þó full þörf hafi verið á allan þann tíma, sem liðinn er,“ segir í yfirlýsingu fulltrúa- ráðsins. Þær kröfur eru settar fram til úrbóta, að stjórnvöld tryggi nægjan- legt fjármagn hjá Byggingarsjóði verkamanna til að útrýma slíku ástandi sem ríkir nú í Hafnarfirði. Verði ríkisvaldið ekki við þeirri kröfu er farið fram á það við Hafn- arfjarðarbæ, að hann í samráði við Stjórn verkamannaíbúða í Hafnar- firði, geri raunhæfa áætlun um að útrýma þeim húsnæðisvanda sem fyrir hendi er, á tveimur til þremur árum. -ÁG Breiðabólsstaður í Vestur-Húnavatnssýslu auglýstur á nauðungaruppboði: Kirkjujörðin Breiðabólsstað- ur í V-Húnavatnssýslu er auglýst á nauðungaruppboði í nýjasta hefti Lögbirtingarblaðsins. Kröfuhafi er Stofnlánadeild landbúnaðarins, en Breiðaból- staður er eign Kirkjugarðasjóðs. Um er að ræða 2,8 milljón króna skuld, sem nú er gjaldfall- in. Að sögn Þorleifs Pálssonar hjá dómsmálaráðuneytinu er þetta mál til komið vegna skulda sem ábúandi jarðarinnar stofnaði til fyrir all mörgum árum síðan. Honum var á sínum tíma veitt heimild af ráðu- neytinu til þess að láta taka veð í jörðinni, vegna byggingu gripahúsa, en ekki er unnt að taka veð í framkvæmdunum sjálfum í tilfellum sem þessum. Hér mun ekki vera um einsdæmi að ræða, því yfirleitt er ábúendum ríkisjarða slík heimild og eru þá framkvæmdir viðkomandi baktrygging ráðuneytisins fyrir veð- inu. Að sögn Þorleifs hefur þetta mál ekki verið skoðað sérstaklega hjá dómsmálaráðuneytinu, en það verður gert á allra næstu dögum. Breiðabólsstaður í Vesturhópi er fornt höfuðból, m.a. þekkt fyrir að þar voru íslensk landslög fyrst færð í letur árið 1117. Þá er staðurinn einnig þekktur fyrir að þangað var flutt fyrsta prentsmiðja á Islandi, sú er Jón biskup Arason fékk til Hóla í Hjaltadal árið 1530, en hún var flutt að Breiðabólsstað árið 1535, þegar séra Jóni Matthíassyni prentara var veittur staðurinn. -ÁG Frá vinstri, dr. Þorsteinn Helgason, prófessor og forseti verkfræðideildar, Sigurjón Þorvaldur Árnason, verkfræðinemi, frú Vigdís Finnbogadóttir, forseti íslands og dr. Sigmundur Guðbjarnason, rektor. Einstakt námsafrek Forseti íslands, frú Vigdís Finn- bogadóttir, hefur veitt Sigurjóni Þorvaldi Árnasyni, verkfræðinema, námsstyrk að upphæð 60 þúsund kr. úr Minningarsjóði Þorvalds Finn- bogasonar stúdents. Afhendingarat- höfnin átti sér stað í Skólabæ, mót- tökustað Háskóla íslands, að við- stöddum föstum kennurum verk- fræðideildar ásamt mökum þeirra og öðrum gestum. Minningarsjóður Þorvalds Finn- bogasonar stúdents var stofnaður af Finnboga Rúti Þorvaldssyni, próf- essor, og konu hans Ástu Sigríði Eiríksdóttur til minningar um son þeirra, sem lést á tuttugasta aldurs- ári. Tilgangur sjóðsins er að styrkja stúdenta til náms við verkfræðideild Háskóla íslands eða til framhalds- náms í verkfræði við annan háskóla. Á undanförnum árum hefur styrk- þegi sjóðsins verið sá verkfræðinemi á fjórða námsári, sem náð hefur bestum heildarárangri. Sigurjón Þorvaldur Árnason stundar nám í vélaverkfræði. Hefur hann lagt mikla alúð við nám sitt, enda náð þeim einstaka árangri að hafa meðaleinkunn 9.41 að loknum 80 námseiningum af þeim 120, sem þarf til að Ijúka lokaprófi í verk- fræði. Er þetta betri árangur en nokkur þeirra 507 verkfræðinga, sem þegar hafa útskrifast með loka- próf frá Háskóla íslands, hefur náð á sama stigi. Sigurjón hefur tekið mikinn þátt í félagsmálum stúdenta. Þannig var hann á síðasta skólaári formaður félags verkfræðinema og sat sem slíkur í deildarráði verkfræðideildar. Nú á hann sæti sem fulltrúi stúdenta í háskólaráði. 6% aukning hjá Eimskip Á síðasta ári voru heildarflutn- ingar Eimskips 966 þúsund tonn, sem er 6% aukning frá árinu á undan. Um 3% samdráttur varð í innflutningi stykkjavöru, en nokkur aukning í útflutningi, stórflutningi, strandflutningi og flutningi erlendis. Um vöruafgreiðslu félagsins í Sundahöfn voru fluttar 102 þús- und gámaeiningar, sem er 3% aukning frá árinu á undan og er það í fyrsta sinn, sem gámafjöld- inn fer yfir hundrað þúsund ein- ingar. Rekstrartekjur á árinu 1989 námu um sex milljörðum króna, sem er 24% aukning frá árinu á undan. Hækkun byggingavísitölu milli áranna 1988 og 1989 var 22% og hafa því tekjur aukist að raungildi um tæplega 2%. Eimskip var í árslok með 15 skip í föstum rekstri. Níu skip eru í eigu félagsins og dótturfyrir- tækja þess, fimm eru á þurrleigu með íslenskum áhöfnum og eitt er í tímaleigu með erlendri áhöfn. Breytt númer í Danmörku Símanúmer í Danmörku breyttust í maí síðastliðnum en breytingin gekk endanlega í gildi í upphafi þessa mánaðar. Hefur hún það í för með sér að þegar hringt er til Danmerkur koma á eftir landsnúmeri átta tölustafa símanúmer (sfmanúmer án svæðisnúmers). í flestum tilvikum hefur einn tölustafur bæst við fyrir framan gömlu númerin. Nánari upplýs- ingar fást í síma 08. Stofnlánadeild hyggst bjóða upp kirkjujörð

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.