Tíminn - 10.01.1990, Blaðsíða 4
4 Tíminn
Miðvikudagur 10. janúar 1990
llllllllllllllllllll útlond .i:i.iMiiiiiiiiii|iil|iri ...... ■;;i.|i|;iiiiiiiiiini|i|i|i|i|:rH' .,„i,,.i,l;llllllillHl!l|i!Hl .......... ..............iiiiiiiiiiiiiiiiiii.
Landamæri Sovétríkjanna og írans:
„Berlínarmúr11 Azera
brátt numinn brott
Þjóðernissinnaðir Azerar í kröfugöngu undir styttu Leníns í Bakú höfuðstað
Azerbædsan. I síðustu viku rifu Azerar niður landamæragirðingar á
landamærum Sovétríkjanna og írans og kröfðust frjálsra samskipta við
íranska Azera. Slíkt virðist nú í sjónmáli.
FRÉTTAYFIRLIT
AUSTUR-BERLÍN
Hringborðsumræður ríkis-
stjórnarinnar og stjórnarand-
stöðunnar í Austur-Þýskalandi
voru við það að springa í loft
upp, en báðir aðilar virðast þó
vilja leggja mikið í sölurnar til
þess að umræðurnar haldi
áfram og verði árangursríkar.
CANAVERALHÖFÐI -
Geimskutlan Columbía komst
út i geiminn eftir að frestað
hafði verið að skjóta henni á
loft vegna slæms veðurs.
Áhöfn geimskutlunnar á að
bjarga vísindahnetti á stærð
við strætisvagn áður en hann
dettur á hausa jarðlinga.
BONN - Toshiki Kaifu for-
sætisráðherra Japans sem hóf
tíu daga Evrópuheimsókn sína
í Vestur-Þýskalandi sagði að
Japanar teldu það skyldu sína
að aðstoða uppbygginguna í
Austur-Evrópu.
BÚKAREST - Rúmlega
þúsund ferðaþyrstir Rúmenar
troðfylla skrifstofu þá í Búka-
rest sem gefur vegabréfsárit-
anir til útlanda eftir að stjórn-
völd afléttu ferðabanni því sem
ríkt hefur í Rúmeníu um ára-
tugaskeið.
GERMISTON - Átök milli
stríðandi hópa blökkumanna
sem starfa við járnbrautirnar í
bænum Germiston í Suður-
Afríku enduðu með því að sex
menn lágu dauðir í valnum.
Átökin brutust út þegar nokkrir
járnbrautastarfsmenn ákváðu
að virða verkfall blökkumanna
sem starfa við ríkisjárnbraut-
irnar að vettugi.
PARÍS - Fulltrúar hinna
fimm ríkja sem eiga fastaaðild
að öryggisráði Sameinuðu
þjóðanna ákváðu að hittast að
máli í París eftir helgina til að
ræða málefni Kambódíu. Talið
er að hugmyndir Ástrala um
friðarsamkomulag þar sem
Sameinuðu þjóðirnar leiki lykil-
hlutverk geti náð fram.
BEIRÚT - Shítar hóldu
áfram að murka lífið hverjir úr
öðrum í suðurhluta Líbanons
þar sem Ammalliðar og liðs-
menn Hizbollahsamtakanna
berjast af mikilli heift. Þeir hafa
nú barist í átján daga samfellt
og liggja að minnsta kosti 76
rétttrúaðir Shítar í valnum.
Azerar sem látið hafa
ófriðlega á landamærum
sovétlýðveldisins Azerbæds-
an og íran að undanförnu og
rifið þar niður landamæra-
girðingar, hafa nú fengið vil-
yrði stjórnvalda í Azerbæd-
san um að létt verði á ferða-
hömlum yfir landamærin.
- Þetta er svipað ástand og með
Austur-Berlín og Vestur-Berlín,
sagði talsmaður kommúnistaflokks-
ins í landamærahéraðinu Nakichcv-
an í Azerbædsan þar sem Azerar
rifu upp 150 km langar landamæra-
girðingar í óeirðum í síðustu viku.
- Landamærin voru þarna og
munu verða í framtíðinni, en fólk
mun hafa tækifæri til að endurreisa
menningarleg og efnahagsleg tcngsl
beggja vegna landamæranna og nýta
landssvæðið á landamærunum, bætti
hann við.
En þó yfirvöld í Azerbædsan hafi
tekið þessa afstöðu, þá er björninn
ekki unninn. Sovésk yfirvöld verða
fyrst að samþykkja þessa stefnu og
hefja síðan samningaviðræður við
frana um aukinn samskipti Azera
beggja vegna landamæranna. Hefur
A.Dzhalilov formaður kommúnista-
flokksins í Nakhichevan farið fram á
það við sovéska utanríkisráðuneytið
að hefja slíkar viðræður við írana.
Irna, hin opinbera fréttastofa ír-
önsku stjórnarinnar, skýrði frá því
Nú eru allar líkur á því að skammt
sé í það að Nelson Mandela, foringja
Afríska þjóðarráðsins verði sleppt
úr haldi eftir ríflega aldarfjórðungs
fangelsisvist. Hvað hann tekur sér
þá fyrir hendur er ekki vitað enda er
Mandcla orðinn 71 árs, en hann á
samastað vísan í fæðingarþorpi sínu
þar sem yfir 100 ættingjar bíða
heimkomu höfðingja síns.
Örsnauðir ættingjar
Mandela bíða komu
höfðingja síns
í gróðursnauðum dal á vindblásn-
um sléttum Suður-Afríku berst fjöl-
skylda Nelsons Mandela harðri bar-
áttu fyrir lífi sínu og tilveru. Híbýlin
eru kofar að hruni komnir, án raf-
magns og rennandi vatns. Þar telja
íbúarnir dagana þangað til Mandela
fær langþráð frelsi.
Qunu, smáþorp í „heimalandinu"
Transkei, er fæðingarstaður Nelsons
Mandela og þar eiga heima yfir 100
ættingjar hans, þ.á m. tvær systur,
börn þeirra og barnabörn. Allir
þurfa þar að hafa mikið fyrir lífinu,
uxar ganga fyrir plógunum og menn
draga fram lífið af afurðum ófrjó-
sams jarðvegsins. Þar er litla mennt-
un að hafa, húsakynni fádæma léleg
og atvinnuleysi landlægt.
Ættingjar Mandela gera sér vonir
um að táknræn nærvera frægasta
stjórnmálafanga heimsins meðal
þeirra öðru hverju geti á einhvern
hátt létt þeim þungbært daglegt líf.
Þeir velta fyrir sér hvernig standi á
því að þeir sem samúð hafa með
málstað Mandela og hafa flykkst til
stuðnings honum hafi látið hjá líða
að leita uppi þennan afskekkta stað
uppruna hans. Sérstaklega finnst
fjölskyldu Mandela að Winnie,
seinni kona Mandela sem býr við
talsverðan munað í Soweto, hafi
hunsað ættingjana í sveitinni.
að íranskir embættismenn hefðu
haldið til Baku, höfuðstaðar Azer-
bædsan til að ræða slökun á landa-
mæravörslu og aukin samkipti Azera
í löndunum tveimur. Embættis-
mennirnir hafi komið til Baku frá
Moskvu þar sem þeir undirrituðu
samning um að endurreisa sovéskar
ferðaskrifstofur í íran og íranskar
Land og hús bíða
Mandela í Qunu
í 27 ár hefur Nelson Mandela,
stofnandi og skipuleggjandi Afríska
þjóðarráðsins, setið í fangelsi en nú,
þegar hann fær frelsi þykjast menn
sjá þess ýms merki að hann hyggist
snúa aftur til Qunu. Mandela er
höfðingi ættar sinnar og virtur öld-
ungur. Hann hefur nú fyrirskipað að
sér verði byggt hús og land hefur
verið frátekið fyrir hann í Qunu.
Hann ætlar að búa í Soweto, í
grennd við Jóhannesarborg, en nota
fæðingarstað sinn sem bækistöð til
að taka aftur að sér stjórnina á lífinu
í þorpinu.
Suður-afríska ríkisstjórnin hefur
nýlega borið til baka orðróminn um
að lausn Mandela úr fangavistinni
væri alveg á næstu grösum og nú er
allt eins líklegt að hún bíði þar til
þing kemur aftur saman í febrúar.
Mandela segir að eitt sitt fyrsta verk
verði að heimsækja gröf móður sinn-
ferðaskrifstofur í Sovétríkjunum.
Átökin í Azerbædsan í síðustu
viku hófust þegar bændur heimtuðu
að þeir 17 þúsund hektarar af rækt-
arlandi sem teknir hafa verið undir
landamæragæslusvæði yrðu aftur af-
hentir til ræktunar. í kjölfarið komu
kröfur um aukin samskipti Azera
beggja vegna landamæranna.
ar í Qunu en hún lést meðan hann
sat í fangelsi.
Ábyrgð Mandela gagnvart
ættingjum ávallt óbreytt
Þegar Mandela var krakki gætti
hann búpenings föður síns, kúa og
geita í högunum umhverfis Qunu.
Þegar hann varð fullorðinn var
skylda hans að halda lífinu í ættingj-
um sínum. En peningarnir sem hann
sendi heim þegar hann var lög-
fræðingur í Jóhannesarborg hættu
að berast samstundis þegar hann fór
að fara huldu höfði. Nú ríkir sama
andrúmsloft allsleysis í Qunu og
annars staðar í „heimalöndunum".
Litlar hjarðir fjár, nautpenings og
geita eru á beit innan um girðingar
úr bárujárni og hrörleg skýli. Þær
gefa af sér eitthvert fé en aðaltekj-
urnar berast frá ungum mönnum
sem hafa farið að heiman til að vinna
í námum Suður-Afríku.
Her Bandaríkj-
anna umkringir
sendiráð Perú
Bandarískir hermenn hafa um-
kringt hús sendiherra Perú í Pa-
nama, en talið er að fyrrum yfirmað-
ur lögreglunnar í Panama sé þar í
felum. Sendiráðsmenn Perú hafa
vísað því á bug að Luis Cordoba
ofursti í lögreglunni sé á meðal
þeirra Panamabúa sem leitað hafa
hælis í sendiráði Perú eftir innrás
Bandaríkjamanna.
Róttækar breyt-
ingaráComecon
Miklos Nemeth forsætisráðherra
Ungverjalands krafðist róttækra
breytinga á Comecon, viðskipta-
bandalagi fyrrum fylgiríkja Sovét-
ríkjanna á leiðtogafundi Comecon,
en leiðtogarnir funda um málefni
Comecon í höfuðborg Búlgaríu
þessa dagana. Fundurinn er fyrsti
fundur háttsettra embættismanna
Austur-Evrópuríkja frá því að losna
fór um 40 ára einokun kommúnista
í þessum ríkjum.
Miklos Nemeth sagði félögum sín-
um í níu öðrum ríkjum að Comecon
þyrfti að breyta, eða þá það liði
undir lok. Lagði hann fram hug-
myndir að nýju fyrirkomulagi. Ljóst
er Tékkar, Rúmenar og líklega Pól-
verjar muni taka undir hugmyndir
Nemeths.
Fyrri kona og sonur bíða
Nelsons líka
í 90 mílna fjarlægð frá Qunu, í
smábænum Cofimvab, býr fyrri kona
Nelsons, Eveline. Hún ber enn silf-
urhringinn sem hann gaf henni þegar
þau giftu sig fyrir 40 árum, þó að þau
hafi skilið 1958.
„Af hverju ætti ég að hætta að
bera hringinn?“ spyr hún. „Nelson
yfirgaf mig vegna þess að ég var of
ljót og treggáfuð, en í hjarta mínu
erum við enn maður og kona. Það
segir svo í biblíunni. Ég er ekki bitur
í hans garð. Ég er bara ánægð með
að hann skuli ekki þurfa að deyja í
fangelsi.“
Magatho, 39 ára gamall sonur
þeirra á verslun þar sem allt milli
himins og jarðar er selt. Hann segir
að vegna þess hve faðir hans hefur
lengi verið fjarstaddur hafi fjölskyld-
an ekki alltaf getað leitað ráða hans
þegar þurfti að taka ákvarðanir. En,
bætir hann við, „Mandela-ættin öll
lítur á hann sem sinn höfuð ættarinn-
ar. Núna ætlar hann að reyna að
endurbyggja fjölskyldusetur sitt í
Qunu. Það verður einfalt, venjulegt
hús og hann ætlar að bera kostnað-
inn sjálfur".
Pólitískt sjálfsmorð að
setjast að I Transkei
Það væri pólitískt sjálfsmorð fyrir
Mandela að setjast að í Transkei,
sem komið var á fót skv. kynþáttaað-
skilnaðarlögunum og sagt
„sjálfstætt" heimaland svartra. En
Bantu Holomisa, 34 ára gamall yfir-
hershöfðingi, formaður herráðsins
sem tók völdin í Transkei fyrir
tveimur árum, hefur sagt að hann
væri að íhuga að aflétta banninu á
Afríska þjóðarráðinu í Transkei
áður en banninu verði aflétt í Suður-
Afríku sjálfri.
Snýr Mandela aftur í ættarþorpið?
Yfir 100 ættingjar Nelsons Mandela búa í fæðingarþorpi hans Qunu. Meðal
þeirra eru systurdætur hans Pumeza og Yandisa sem eru hér að þvo upp.