Tíminn - 10.01.1990, Blaðsíða 16
AUGLYSINGASIMAR: 680001 — 686300
-
RÍKISSKIP NÚTÍMA FLUTNINGAR Hatnorhúsinu v/Tryggvagötu. S 28822 SAMVINNUBANKINN L í BYGGÐUM LANDSINS ÍM PÓSTFAX TÍMANS 687691 ÞRttSTIIR 68 50 60 VANIR MENN
Tímimi
MIÐVIKUDAGUR 10. JANÚAR 1990
Margrét Hjaltested kveðst ákveðin í að leita réttar síns:
Vatnsendinn fyrir
dómstóla að nýju?
Verður Vatnsendalandið selt? Hver verða viðbrögð félagsmálaráðherra? Tímamynd Pjetur.
Flest bendir til þess að framund-
an séu ný málaferli um eignarrétt
á jörðinni Vatnsenda. Margrét
Hj áítested sem á sínum tíma var
borin út af jörðinni, telur að
Magnús Hjaltested, ábúandi á
Vatnsenda hafi brotið ákvæði
erfðaskrárinnar. Hún segist harð-
ákveðin í að sækja rétt sinn fvrir
dómstólum. Ef salan á Vatnsenda
á að ganga eftir eins og Reykjavík-
urborg og Magnús vilja, þarf fé-
lagsmálaráðhcrra að fá samþykkt
tvenn lög á Alþingi, um eignar-
nám og um breytingu á lögsögu-
mörkum.
Mál þetta á sér langan aðdrag-
anda eins og rakið hefur verið í
fjölmiðlum undanfarna daga. Sig-
urður Hjaltested, faðir Magnúsar
Hjaltested, fékk Vatnsenda í arf á
sínum tíma. í erfðaskránni segir
orðrétt: „Hann (Sigurður) má
ekki selja Vatnsenda né heldur
veðsetja hana fyrir meiru en sem
nemur 50 prósent af fasteignamati
- þó aðeins til greiðslu erfðafjár-
skatts er með þarf, eða nauðsyn-
legra varanlcgra endurbóta á hús-
um jarðarinnar eða henni sjálfri.
Hann skal búa á eigninni sjálfur.
Að Sigurði látnum gcngur jarð-
eignin að erfðum til elsta sonar
hans, og svo til niðja í beinan
karllegg. Skyldi einhver erfingj-
anna hætta búskap á Vatnsenda,
missir hann rétt sinn samkvæmt
erfðaskrá þessari. Sérhver erfingi
er skyldugur til að halda öll skil-
yrði sem Sigurði eru sett og gæta
þeirra takmarkana er samningur-
inn hefur inni að halda - vanræki
einhver það verður það tafarlaust
réttindamissir fyrir hlutaðeig-
anda.“
Erfðaskráin setur þannig ábú-
anda jarðarinnar afar ströng skil-
yrði. Magnús Hjaltested sem nú
situr jörðina hefur verið með fjár-
búskap á Vatnsenda eins og erfða-
skráin býður ábúanda að gera.
Margrét Hjaltested, ekkja Sigurð-
ar sem var borin út af jörðinni
1969, sagðist ætíð hafa haldið því
fram að það væri brostin forsenda
fyrir búskap á Vatnsenda, en á
það sjónarmið hefði ekki verið
fallist á sínum tíma.
Nýgerður samningur milli
Reykjavíkurborgar og Magnúsar
Hjaltested gerir ráð fyrir að jörðin
veröi ekki seld nema að Alþingi
samþykki lög um að hún verði
tekin eignarnámi. Þegar land er
tekið eignarnámi er það oftast
gert vegna þess að jarðeigandi og
kaupandi ná ekki samkomulagi
um verð eða að jarðeigandi vill
hreinlega ekki selja jörðina. í
þessu tilfelli er ekki um slíkt að
ræða. Magnús er fús til að selja og
þegar hefur verið samið um kaup-
verð. Sú spurning hlýtur því að
vakna hvort ekki sé verið að fara
í kringum lögin í þeim tilgangi
einum að hlunnfara Margréti
Hjaltested.
„Ég er alveg ákveðin í því að
fara út í málarekstur," sagði Mar-
grét í samtali við Tímann. „Mér
finnst þetta svo mikið óréttlæti og
makalaust að þetta skuli fá að
þróast svona í ekki stærra landi.“
Margrét sagðist á næstunni mundu
afla sér lögfræðiaðstoðar og undir-
búa málssókn.
Að dómi löglærðra manna sem
Tíminn ræddi við er hugsanlegt að
Magnús hafi með sölu jarðarinnar
brotið ákvæði erfðaskrárinnar.
Einnig er hugsanlegt að Magnús
hafi brotið ákvæði hennar með
því að gefa eigendum Stöðvar tvö
tímabundið veð í jörðinni. í
Morgunblaðinu sjötta janúar síð-
ast liðinn neitar Magnús Hjalte-
sted því að samningurinn um kaup
á Vatnsenda sé á vegum Stöðvar
tvö. Hins vegar segist Magnús,
þegar hann er spurður hvort að
hann hafi Iánað aðaleigendum
Stöðvar tvö tímabundin veð í
jörðinni, „að vísu hafa gefið
munnlegar yfirlýsingar um eitt-
hvað í þá átt, en ekki annað."
Á þessari stundu er ekki vitað
hvort að Magnús hefur veitt veð í
jörðinni. Það verður hins vegar að
teljast furðulegt ef viðskiptabanki
Stöðvar tvö tekur slíkt veð gott og
gilt, vitandi um ákvæði erfðaskrár-
innar.
Árið 1988 var spilda úr Vatns-
endalandi tekin eignarnámi. Fé-
lagsmálaráðherra flutti þá laga-
frumvarp um að jarðarparturinn
yrði tekinn eignarnámi. Það mun
að öllu óbreyttu einnig koma í
hlut félagsmálaráðherra að flytja
frumvarp um eignarnám á Vatns-
enda. Ekki náðist í Jóhönnu Sig-
urðardóttur vegna þessa máls í
dag.
Félagsmálaráðherra mun að öll-
um líkindum einnig þurfa að flytja
frumvarp á Alþingi um breytingu
á lögsögumörkum Reykjavíkur og
Kópavogs. Samkvæmt sveitar-
stjórnarlögum þurfa sveitarfélög
að semjaumslíkabreytingu. Náist
ekki samkomulag verður málið að
fara fyrir Alþingi. Bæjarstjóri
Kópavogs og formaður bæjarráðs
Kópavogs hafa sagt að Kópavogur
muni aldrei samþykkja breytingar
á lögsögumörkum Kópavogs.
Málið þarf því að fara fyrir Alþingi
og ekki er hægt að telja sjálfgefið
að það muni samþykkja breyting-
una. -EÓ
Félag símsmiöa hefur boöað verkfall:
Símsmiðir til ráðherra
Félag símsmiða hefur boðað verkfall frá og með 16. janúar nk.
Með verklállsboðuninni vill nýstofnað Félag símsmiða þrýsta á
gerð kjarasamnings en fjármálaráðuneytið hefur ekki viðurkennt
félagið, sem á aðild að Rafíðnaðarsambandi íslands, sem
9amningsaðila. í dag munu fulltrúar símsmiða ganga á fund
samgönguráðherra til að ræða hvort hann getur beitt sér í málinu.
Með verkfallsboðuninni er deil-
an komin á borð ríkissáttusemjara
en hann hefur ekki boðað fund
með deiluaðilum. Samninganefnd
ríkisins segir verkfallsboðunina
ólöglega mcð þeim rökum að sím-
smiðirnir hafi sagt upp störfum og
mun nefndin senda ríkissáttasemj-
ara álitsgerö þess efnis.
Páll Þorkelsson formaöur Félags
símsmiða sagði í sumtali við Tím-
ann í gær að fulltrúar símsmiða
myndu ganga á fund samgönguráð-
herra í dag til að ræða hvort
ráðherrann gæti beitt sér fyrir lausn
deilunnar. Framhald málsins yrði
svo ákveðið eftir þann t'und. Um
afstöðu samninganefndar ríkisins
sagði Páll að hann liti svo á að með
því að lýsa því yfir að verkfallsboö-
unin væri ólögleg hefði nefndin
samþykkt lögmæti Félags stma-
manna, að öðrum kosti hefði
nefndin einfaldlega hundsað verk-
fallsboðunina.
Sem kunnugt er hættu 70 sím-
smiðir störfum hjá Pósti og síma
um áramótin og síðan þá hafa 30
símsmiðir sagt upp störfum til
viðbótar. Uppsagnir þeirra taka
gildi á næstu þremur mánuðum.
Eins og Tíminn hefur áður greint
frá hefur deila símsmiða haft tölu-
verð áhrif á þjónustu Póst- og
símamálastofunarinnar. í Reykja-
vík cru biðlistar eftir flutningi cða
uppsetningu nýs stma óvenju
langir. Einnig er ástandið erfitt
víða út um land en á sumum
stöðum eru engir símsmiðir starf-
andi.
Verkfallsboðunin þjónar einnig
þeim tilgangi að koma í veg fyrir
að utanfélagsmenn gangi t störf
símsmiða en Félag símsmiða telur
að nokkur brögð hafi verið að því
á þeirn tíma sem deilan hefur
staðið yfir. Þess má að iokurn geta
að Rafiðnaðarsantbandið ákvað á
mánudaginn að styrkja Félag
stmamanna fjáthagslega meðan á
kjaradeilunni stendur. SSH
FLENSAN
ER KOMIN
„Við höfum vitneskju um að það
kom fram jákvætt inflúensusýni á
Rannsóknastofu Háskólans í veiru-
fræði og það er því nokkurn veginn
ljóst að þessi inflúensa er komin
hingað. Það hefur þó ekki mikið
frést af veikindum vegna hennar
ennþá," sagði Skúli Johnsen borgar-
læknir þegar hann var spurður að
því hvort svokölluð Sjanghæ inflú-
ensa hefði greinst nýlega hér á landi.
Á undanförnum dögum hafa bor-
ist fréttir af skæðum inflúensu-
faraldri í Noregi. Aðspurður sagði
Skúli að ekki væri hægt að spá neinu
um það hve langur tími liði þangað
til flensa af þessu tagi bærist hingað
til lands frá nágrannalöndunum.
„Það sem ákveður það er hversu
móttækileg við erum. Ef við erum
lítið móttækileg líður langur tími
þar til fréttir berast af veikindum, en
ef við erum mikið móttækileg geta
liðið ein eða tvær vikur.“ Skúli bætti
því við að veiran sem hefur verið í
gangi í Englandi og Noregi að
undanförnu hefði oft greinst hér á
landi og þeir sem hafi veikst þá
veiktust ekki aftur, þar að auki
kæmu til miklar bólusetningar.
Um 35 þúsund einstaklingar voru
bólusettir gegn inflúensu í haust og
er talið að bólusetningin hamli gegn
veikindum í 80-90% tilfella. SSH