Tíminn - 17.01.1990, Síða 4
4 Tíminn
Miðvikudagur 17. janúar 1990
PARÍS - Stórveldin fimm
sem sitja í öryggisráöi Samein-
uðu þjóðanna, Bretland, Kína,
Frakkland, Sovétríkin og
Bandaríkin urðu ásátt um að
Sameinuðu þjóðirnar gætu
haft yfirumsjón með frjálsum
kosningum í Kambódíu, ef
samstaða næðist milli stríð-
andi afla í Kambódíu um slíkar
kosningar. Með þessu sam-
þykkja stórveldin fyrir sitt leyti
friðaráætlun Ástrala, en taldar
eru líkur á að stjórnin í Phnom
Penh og skæruliðarhreyfing-
arnar þrjár er berjast gegn
stjórnarhernum samþykki slík-
ar kosningar.
TOKYO - Boris Jeltsin hinn
róttæki umbótasinni sem nú er
í heimsókn í Japan segir að
Sovétríkin eigi það á hættu að
eyðileggja sig sjálf innan
Sja mánaða ef ekki verði
ar mjög róttækar umbætur
ög miklar breytingar nú þegar.
BONN - Vesturþýska stjórn-
in hefur set á fót nefnd sem á
að endurskoða reglur þær er
veita Austur-Þjóðverjum sem
koma til Vestur-Þýskalands
mikinn stuðning, bæði pen-
ingalega og húsnæðislega. Er
það gert í Ijósi umbótaþróunar-
innar í Austur-Þýskalandi.
SOFÍA - Stjórnarandstaðan
í Búlqaríu hótuð að hætta
viðræoum við ríkisstjórnina ef
ekki yrði gengið þegar að
tveimur helstu kröfum þeirra.
MANILA - Corazon Aquino
forseti Filipseyja reynir nú hvað
hún getur að lægja óánægju-
öldur innan hersins til að koma
í veg fyrir að ný valdaránstil-
raun verði reynd. Aquino sem
hefur nú vfðtæk völd til að
koma lög og reglu á á Filipseyj-
um og bæta efnahagsástand-
ið, hóf í gær fundarlotu með
helstu herforinqjum Filipseyia.
Flyggst hún ræoa við þá stöðu
mála, kynna sér umkvörtunar-
efni þeirra og tryggja hollustu
hersins.
PRAG - Tékkar og Sovét-
menn náðu ekki samkomulagi
um að Sovétríkin kalli allt herlið
sitt frá Tékkóslóvakíu á þessu
ári, en hin nýja ríkisstjórn
Tékkóslóvakíu hefur krafist
þess. Viðræðum ríkjanna
verður haldið áfram innan
þriggja vikna.
útlönd ........................................................
Bandaríkiastjóm sýnir aðgerðum sovéskra stjómvalda I Azetbajdzhan skilning; að minnsta kostl 56 em fallnir:
Ekkert lát á átök-
um Azera og Armena
Ekkert lát er á átökum vopnaðra sveita Azera og Armena
í sovétlýðveldinu Azerbajdzhan og skiptir engu þó lýst hafi
verið yfír neyðarástandi og sovéski herinn hafi verið sendur
á staðinn ásamt KGB liðum. Að minnsta kosti fímmtíu og
sex menn hafa fallið í átökum hinna stríðandi kynþátta frá
því á laugardaginn og talið víst að fjöldi manna muni falla ef
ró kemst ekki á hið snarasta.
Bandaríkjastjórn gaf í gær út
yfirlýsingu þar sem hún lýsir skiln-
ingi á aðgerðum forsætisnefndar
Æðsta ráðs Sovétríkjanna, sem
ákvað í fyrradag að senda sovéska
herinn, flotann og KGB liða til
Azerbædzhan til að koma í veg fyrir
að borgarastyrjöld brytist út. f yfir-
lýsingunni segir að Bandaríkjamenn
voni að sovésk yfirvöld beiti eins
litlu ofbeldi og frekast er unnt.
„Við skiljum nauðsyn þess að
koma aftur á fót lögum og reglu, þar
sem lög og reglur hafa verið fótum
troðnar. Eg tel ljóst að þannig sé í
pottinn búinn í Azerbajdzhan. Við
viðurkennum rétt sérhvers ríkis til
að tryggja öryggi borgara sinna og
það virðist vera markmiðið á þessari
stundu," sagði Marlin Fitzwater á
blaðamannafundi sem hann hélt um
ástandið í Azerbajdzhan í gær.
Þrátt fyrir að herlið hafi verið sent
á óróasvæðin, þá virðast þeir lítið
geta ráðið við hinar herskáu sveitir
Azera og Armena. Óstaðfestar
fregnir herma að sveitir Azera hafi
lokað flugvellinum í Bakú, höfuð-
borg Azerbajdzhan og einnig helstu
vegum kring um borgina til að koma
í veg fyrir að sveitir úr sovéska
hernum komist þangað.
Fimmtán lík Armena fundust í
Bakú í gær, en vopnaðar sveitir
Azera hafa leitað Armena uppi,
þjarmað að þeim, eyðilagt íbúðir og
hús þeirra og jafnvel drepið þá.
Hafa stjórnvöld flutt tvöþúsund
Armena á brott frá Bakú. Nú eru
einungis fáein þúsund Armena eftir
í Bakú, en áður en upp úr sauð þar
fyrir tveimur árum bjuggu um 200
þúsund Armenar í borginni.
Harðastir hafa bardagar Armena
og Azera þó verið verið við þorpið
Getashen í Khanlar héraði, en þar
var þyrlum beitt í átökunum um
helgina.
Þá berast fréttir af því að um
þrjúþúsund Armenar hafi umkringt
bæinn Kerko sem er í sjálfstjórnar-
héraðinu Nakhichevan við landa-
Þýskumælandi
Rúmenar vilja
til Þýskalands
Meira en helmingur þýskumæl-
andi Rúmena vilja flytjast til Vestur-
Þýskalands. Hans-Dietrich Gen-
scher utanríkisráðherra Vestur-
Þýskalands sem er í heimsókn til
Rúmeníu skýrði vesturþýskum
blaðamönnum frá þessu í gær.
í Rúmeníu búa um 200 þúsund
þýskumælandi menn og sagði Gen-
scher að hann teldi að rúmlega 60%
þeirra vilji flytjast til Vestur-Þýska-
lands. Sagði hann að vesturþýsk
stjórnvöld muni ekki leggja stein í
götu þeirra er vilja flytja til að
komast til Vestur-Þýskalands og vís-
aði á bug orðrómi um að ekki yrði
tekið á móti þeim. Hins vegar verði
þeir ekki hvattir til að yfirgefa Rúm-
eníu.
Genscher sagði að vesturþýsk
stjórnvöld muni hjálpa þýska
minnihlutanum við að koma upp
skólum, húsnæði og elliheimilum í
þeim héruðum sem þeir eru fjöl-
mennastir.
Genscher varð tvisvar frá að
hverfa er hann reyndi að heimsækja
bæinn Sibiu, sem er mitt í því héraði
þar sem flestir þýskumælandi Rúm-
enar búa, en flugvöllurinn þar var
lokaður vegna þoku.
Fólk af þýsku bergi brotnu var
flutt til Rúmeníu á 13. öld þegar
keisaraveldið Austurríki-Ungverja-
land reyndi að stöðva framsókn
Ottómanska ríkisins. Síðan þá hefur
þýska verið töluð í vissum hlutum
Rúmeníu.
Genscher heimsækir Timisoara í
dag, en þar hófst byltingin gegn
Ceausescu fyrir réttum mánuði. Með
honum í för er 25 manna sendinefnd,
þar á meðal fulltrúar lúthersku kirkj-
unnar. Mun Genscher ræða við full-
trúa þýskumælandi íbúa bæjarins.
Sovéskar hersveitir eru komnar til Azerbajdzhan, en ráða ekkert við herskáa
Azera og Arinena.
mæri íran og Tyrklands, en í Azerar
byggja Kerko. Hafa Azerar í hérað-
inu að undanförnu viljað aukin sam-
skipti við íran og valdið Armenum
með því hugarangur.
Azerar í landamærahéruðum Az-
erbajdzhan hafa að undanförnu
heimtað meiri samgang við Azera
sem búa hinum megin við landamær-
in í íran. Rifu þeir á dögunum niður
landamæragirðingar og í gær flúðu
að minnsta kosti þrjátíu sovéskir
Azerar yfir til frænda sinna í íran.
Þá hafa tyrknesk stjórnvöld aukið
mjög öryggiseftirlit á landamærum
sínum að Armeníu og Azerbajdzhan
í kjölfar átakanna. Ottast Tyrkir að
átökin geti færst yfir landamærin, en
á þessum slóðum í Tyrklandi má
bæði finna þjóðarbrot Armena og
Azera.
Noregur, Danmörk og Svíþjóð:
Mótmæla losun
efnaúrgangs í
Norðursjóinn
Norðmenn, Svíar og Danir
sendu ríkisstjórn Margaretar
Thatcher í Bretlandi sameiginleg
mótmæli þar sem fyrirhuguð iosun
eiturefna í Norðursjó er harðlega
fordæmd. Krefjast ríkisstjórnir
landanna þriggja að hætt verði við
að sökkva 50 þúsund tonnum af
lyfjaúrgangi í Norðursjóinn og fara
fram á fund um málið.
Allar líkur eru á að áætlanir
breskra stjórnvalda um að losa
úrganginum í Norðursjóinn brjóti
í bága við samkomulag ríkja á
þessum slóðum um losun úrgangs-
efna. Samkvæmt samkomulagi um
bann við losun eiturefna í Norður-
sjó. Bretar, Vestur-Þjóðverjar,
Danir, Svíar, Hollendingar, Belgar
og Frakkar standa að samkomulag-
inu og er einungis leyft að losa
úrgang í Norðursjó ef tryggt sé að
úrgangurinn sé skaðlaus.
MIKID DREPK) AFRÍKU
Það var mikið drepið Afríku í
fyrradag og í gær. í Suður-Afríku
héldi stríðandi hópar blökkumanna
áfram að vega hvorn annan. Lík átta
blökkumanna fundust illa limlest
nærri Pietermatitzburg í Natalhéraði
í gær og var greinilega um að ræða
fórnarlömb átaka íhaldssamra Zúlu-
manna og liðsmanna Sameinuðu
lýðræðisfyikingarinnar.
Blökkumannahópar þessir hafa
það sameiginlegt að berjast gegn
aðskilnaðarstefnu stjórnvalda, en
það er líka það eina er sameinar þá.
Hafa rúmlega tvöþúsund manns ver-
ið drepnir í átökum þessara fylkinga
undanfarin þrjú ár.
f nágrannaríkinu Mósambík hafa
skæruliðar hinnar hægrisinnuðu
Þjóðarandspyrnuhreyfingar Mós-
ambík átt í bardögum við stjórnar-
herinn víða um landið að undan-
förnu. Fullyrða skæruliðar að þeir
hafi drepið 39 stjórnarhermenn og 9
hermenn frá Tansaníu að auki í
bardögunum. Borgarastyrjöld hefur
verið háð í Mósambík allt frá því
Portúgalar yfirgáfu þessa nýlendu
sína árið 1975. Þar hefur vinstri
sinnuð ríkisstjórn verið við völd og
eru nokkur þúsund hermenn frá
Tansaníu og Zimbabwe í Mósambík
til að aðstoða ríkisstjórnina gegn
skæruliðum Þjóðarandpyrnuhreyf-
ingarinnar, sem í daglegu tali er
kölluð Renamo.
í Nígeríu, hinum megin í Afríku,
ef svo má að orði komast, hafa að
minnsta kosti ellefu manns verið
drepnir í átökum milli tveggja ætt-
bálka. Deiluefnið eru fiskveiðirétt-
indi sem íbúar tveggja þorpa deila
um. Annars vegar er um að ræða Tiv
ættbálkinn, en hins vegar Idoma
ættbálkinn. Hafa þrjátíu hús verið
jöfnu við jörðu í nágrannaerjum
þessum. Átök milli ættbálka eru tíð
í Nígeríu, enda eru um 250 kynþættir
taldir byggja landið, alls 100 milljón
manns.